Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Stattu með mér Félagarnir fjórir í mynd Stjörnubíós. Spencer í lampanum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stattu með mér (Stand By Me). Sýnd í Stjörnubíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆ '/2. Bandarísk. Leikstjóri: Rob Reiner. Handritshöfundar: Ray- nold Gideon og Bruce A. Evans eftir smásögu Stephen King. Framleiðendur: Andrew Shein- man, Bruce A. Evans og Raynold Gideon. Tónlist: Jack Nitzsche. Kvikmyndataka: Thomas Del Ruth. Helstu hlut- verk: Wil Wheaton, River Phoenix, Corey Feldman og Jerry O’ Connell. Þótt margir rithöfundar skrifi leynt eða ljóst um æsku sína ein- hverntíman á ferli sínum býst maður einhvemveginn síst við slíku af rithöfundi að nafni Step- hen King. Þvert á móti hefði maður haldið að æskuminningar ættu lítið sameiginlegt með hinum mögnuðu og blóðríku hrollvekjum sem hann hefur samið og búið er að filma næstum áður en hann getur skrifað handritið til enda. En leikstjóranum Rob Reiner fannst eins og ein af smásögum Kings, sem heitir Líkið, gæti vel verið sjálfsævisöguleg að ein- hveiju leyti. King hvorki játti því né neitaði, en Reiner og handrits- höfundarnir Raynold Gideon og Bruce A. Evans leggja nokkra áherslu á möguleg tengsl við rit- höfundinn King í myndinni sem þeir gerðu eftir sögunni og heitir Stattu með mér (Stand By Me) og er sýnd í Stjörnubíói. Hún er um fjóra unga stráka en einn af þeim á eftir að verða frægur rithöfundur og er sögu- maður myndarinnar kominn á fullorðinsár. Riehard Dreyfuss leikur hann. Það er auðvelt að finna samsvörun við King því stráksi segir félögum sínum skrítnar sögur sem King hefði sannarlega getað upphugsað sem strákur. Sögutíminn eru tveir æf- intýralegir sumardagar í smábæ í Bandaríkjunum árið 1959 en myndin snýst um leit strákanna að líki jafnaldra þeirra sem þeir hlera að hafi orðið fyrir lest. Rein- er hefur einbeitt sér að því að draga upp fallega og ljúfa lýsingu á vinskap og tryggð strákanna og minnir lauslega á handbragð Danans Bille August í þeim efn- um. Strákarnir, sem leika sín hlutverk yfirleitt ágætlega, fá að njóta sín hver og einn og allir saman og eru bráðskemmtilegir og ærslafullir. En þeir eiga hver um sig við persónulega erfiðleika að etja og fyrr en varir hefur líkleitin snúist uppí sjálfskönnun- arleiðangur þeirra tveggja sem standa næst hvor öðrum. Einn á geðsjúkling fyrir föður, annar fyllibyttu, en þriðji strákur- inn, sögumaðurinn, sem myndin snýst mestanpart um, á föður sem honum finnst að hati sig eftir að stóribróðir, augasteinn föðurins, lést í bílslysi. Hann hefur það sterklega á tilfinningunni að pabbinn hefði frekar viljað að hann hefði látist. Fyrir hann er líkleitin eitthvað annað og meira en ævintýraferð. Það er eins og hann vilji standa andspænis dauð- anum sjálfur og yfirstíga þannig bróðurmissinn og finna ró í sínum beinum. Eins og sjá má er þessi mynd verulega ólík öllum hinum sem filmaðar hafa verið eftir sögum Kings. Hún er fallega gerð eftir vel skrifuðu og oft fyndnu hand- riti, sem er skemmtilega innstillt á samband vinanna ljögurra. En það er eins og vanti meiri tilfinn- ingu og drama þegar líður á myndina til þess að hún orki eins sterkt á mann og hún ætti og gæti gert. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ég er mestur (Aladdin). Sýnd í Austurbæjarbíói. Stjörnugjöf: 0. Það er sama hversu jákvæður og skilningsríkur maður reynir að vera; það er ekki neitt gott hægt að segja um Bud Spencer og hans nýjustu mynd sem heitir því óviðeig- andi nafni Ég er mestur. í auglýs- ingunni stendur að þetta sé tvimælalaust besta mynd Speneers. Það er sjálfsagt satt og rétt en hún er samt ömurleg. (Manni óar við tilhugsuninni um hans verstu mynd). í þessari er Spencer, sem ekki er hægt að segja að hafi leikið fjöl- breytileg og krefjandi hlutverk um sína daga, í nokkuð sérkennilegri rullu því hann er andi í lampa sem versti krakkaleikari á jörðinni finn- ur einn góðan veðurdag og losar úr lampanum. Fljótlega uppúr því fær myndin á sig gamla Spencer-lagið með barsmíðum, gersamlega vonlausum söguþræði sem engin leið er að finna nein rök í frekar en venjulega og persónum og leikendum sem maður helst vorkennir að hafa lent í þessari heimskulegu mynd. Hausaveiðarinn Hauer Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson LAUGARÁSBÍÓ: Eftirlýstur — Wanted: Dead Or Alive ☆ ☆ Leikstjóri: Gary Sherman. Hand- rit: Sherman, Michael Patrick Goodman, Biran Taggert. Kvik- myndatökustjóri: Alex Nepomn- iaschy. Tónlist: Joseph Renzetti. Aðalleikendur: Rutger Hauer, Gene Simmons, Robert Guill- aume, Mel Harris. Bandarísk. New World Pictures 1986. Hin bláeygði og ljóshærði Hol- lendingur, Rutger Hauer, virðist búinn að festa sig í sessi sem rusta- menni nr. 1 í bandarískum kvik- myndum. Síðast sáum við til hans í mannhundshlutverki í The Hitch- er núna, í Eftirlýstur, er hann reyndar réttu megin við lög og reglu, en karakterinn sá sami. Hauer er einskonar málaliði í undirheimum LA, þar sem þessi fyrrverandi sambandslögreglumað- ur hefur uppá eftirlýstum óbóta- mönnum í anda hausaveiðara villta vestursins. Og virðist starfið falla kauða vel. En svo kemur að því að arabískur hermdarverkamaður, Gene Simmons, (Kiss), kemur til borgarinnar, sprengir í loft upp þéttsetið kvikmyndahús, (þar sem náttúrlega er verið að sýna Rambo), og veit lögreglan fyrir víst að hann lætur ekki þar við sitja. Þá er barið uppá hjá hausaveiðaranum. Reynt er að vekja samúð með Hauer, m.a. með því að sýna hann ástfanginn, en maðurinn er svo gott sem óþekktur utan hrottahlut- verka. En konuefnið fer auðvitað sömu leiðina og bíóhúsið og besti vinur Hauers að auki. Og þá mega arabar fara að vara sig! Eftirlýstur er vitaskuld for- múlumynd, í ætt við þær sem kenndar eru við Stallone, Schwartz- enegger, og co. Og þó svo að Hauer virðist sáttur við að láta skipa sér á bekk með þessum heilsurækt- arfríkum, þá er hann óvefengjan- lega illskárri leikari en þeir, (enda þarf eiginlega ekkert til), en metn- aðurinn er minni en maður bjóst við. Efnisþráðurinn er sem sagt skelf- ing ófrumlegur, jafnframt flæktur inn í þokukennt hliðarplott um tál- beitur og samband Hauers og fyrrverandi yfirmanns hans í FBI. En það eimir örlítið eftir af krafti í Hauer og kvikmyndagerðarmönn- um er ekki alls varnað, einkum er takan og lýsingin oft býsna bóð, svo Eftirlýstur sleppur hjá sem þokkaleg, rútínu hasarmynd. En vonandi fer sú alhæfing í kvikmynd- um að gyðingar séu hvítir en arabar svartir fyrir brjóstið á fleirum en mér. Hauer: Hausaveiðari í Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.