Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 40 Borgarf ulltrúar minnihlutans: Mótmæla hugmyndum um sölu barnaheimila MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt frá borg- arfulltrúum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista. „A viðskiptaþingi Verslunarráðs- ins sl. þriðjudag lét Davíð Oddsson borgarstjóri hafa eftir sér að vel kæmi til greina að selja 30 af barna- Fyrirlestur um örvun barna sem hafa „Down’s syndrome“ DR. GYÐA Haraldsdóttir flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar upp- eldismála þriðjudaginn 10. mars nk. Fyrirlesturinn nefnist „Orvun ungra barna sem hafa „Down’s synd- rome“ (mongolisma)". Fyrirlesturinn verður hald- inn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. heimilum borgarinnar til einkaaðila. Við, fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í borgarstjórn, mótmælum harðlega þessum fráleitu hugmynd- um borgarstjórans. Ef af yrði er ljóst að einkarekin dagheimili yrðu einungis fyrir börn sterkefnaðs fólks. Pláss á dagvistarheimilum borg- arinnar eru nú alltof fá og þess vegna eru það nær eingöngu börn forgangshópanna svokölluðu, þ.e. einstæðra foreldra og námsmanna, sem þar komast að. Það er ljóst að þessir hópar hefðu ekki fjár- hagslegt bolmagn til að greiða fullt gjald, meira og minna óniðurgreitt, auk þess sem inn í gjaldskrá yrði að taka þátt einkaaðilanna í kostn- aði við kaup eða leigu á húsnæði. Þetta útspil borgarstjórans er enn ein aðför Sjálfstæðisflokksins að félagslegri þjónustu í landinu og í andstöðu við þá grundvallar- hugmynd, að það sé skylda sveitar- félaga að reka góð bamaheimili, rétt eins og talið er sjálfsagt að bjóða bömum upp á skólavist. Það er sjálfsögð krafa að öll böm sem þess þurfa eigi aðgang að dag- vistarheimilum og að því ætti borgarstjóri að vera að vinna en ekki að gaspra um einkarekstur í anda fijálshyggjunnar." Morgunblaðið/Eyjólfur Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd. Bæta sjóvarnir á Vatnsleysuströnd Vogum. Framkvæmdir standa yfir á Vatnsleysuströnd við gerð sjó- vamargarða. Að sögn verkstjóra verður unnið fyrir fimm hundruð þúsund krónur. Unnið er eftir áætlun sem gerð hefur verið um bættar sjóvamir, en framkvæmdir fara fram í Brunnastaðahverfi, suður með ströndinni frá sjó- vamagarði við Neðri-Bmnna- staði, og í austur frá sama sjóvarnargarði. Gijótið sem fer í sjóvarnargarð- ana er tekið úr gijótnámu sem er staðsett skammt fyrir norðan byggðina í Vogum. EG Lyfjafræðingafélag íslands. Einf öld leið til að lækka lyfjakostnað er að fella niður söluskatt á lyfjum fullyrðingum Árna Johnsen alþingismanns mótmælt hans með þingsályktunartillögu, sem Erfitt er að koma auga á rök, sem birtist í Morgunblaðinu 5. mars, vill styðja þessa fullyrðingu. 16 mismun- MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn lyfjafræðingafélags ís- lands: Leiðrétting NAFN sr. Harðar Þ. Ásbjörns- sonar, sem var í kjöri i prestkosn- ingum í Prestbakkaprestakalli, misritaðist í Morgunblaðinu i gær. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum. „Vegna viðtala við Árna Johnsen, alþingismann, sem birtust í fjölmiðl- um 4. og 5. mars, og greinargerðar stjóm Lyljafræðingafélags Islands gera eftirfarandi athugasemdir: Alþingismaðurinn talaði mikið um einokunaraðstöðu apótekara og lyja- fræðinga á innflutningi, framleiðslu, dreifingu, heildsölu og smásölu lyfja. Ráðstefna um * starf Islend- inga við þró- unaraðstoð AFS á íslandi, alþjóðleg fræðsla og samskipti, gengst fyr- ir ráðstefnu um Norður — Suður: Starf Islendinga og AFS á ís- landi á sviði þróunaraðstoðar. sem haldin verður laugardaginn 7. mars í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, og hefst kl. 13.00. AFS á íslandi hefur þijú undan- farin ár starfað að verkefni er kallast „Islenskir kennarar til Ghana", og hafa 4 íslenskir kennar- ar farið til starfa við framhaldsskóla í Ghana í samvinnu við AFS þar í landi. — Mun upphafi verkefnisins og starfi kennaranna verða lýst á ráðstefnunni og einnig verður fjall- að um framtíð verkefnisins. Hér á landi er nú staddur kenn- ari frá Ghana á vegum AFS. Undanfarinn mánuð hefur hún farið í framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu og frætt nemendur um sögu Ghana og Vestur-Afríku, jafn- framt því sem hún hefur fjallað mikið um þjóðfélagshætti, stétta- skiptingu, siði, venjur, efnahag og þróunaraðstoð séða frá sjónarmiði Ghanabúa. Hefur hún hlotið góðar undirtektir í skólunum og kennarar og nemendur lýst ánægju með þá fræðslu um málefni Afríku, sem þessi kennari á vegum AFS hefur getað miðlað. — Á ráðstefnunni mun hún flytja inngang og yfirlit yfir sögu Ghana. j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá afhendingu fyrstu íbúðar aldraða við Vogatungu í Kópavogi. Frá vinstri Þórmundur Hjálmtýsson og Jón Þórmundsson verktak- ar, Rannveig Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar, Kristján Guðmundsson bæjarstjóri, Lára Pálsdóttir og Einar Guðmundsson fyrstu ibúar hverfisins og Ólafur Jónsson formaður bygginganefnd- ar. íbúðir aldraða í Kópavogi: Fyrsta íbúðin við Vogatungu afhent FYRSTA íbúð af níu í fyrsta áfanga í smáhúsabyggð fyrir aldr- aða við Vogatungu _ í Kópavogi hefur verið afhent. Áætlað er að 59 íbúðir í raðhúsum rísi á tæplega 3 hekturum lands og eru þegar hafnar framkvæmdir við 20 íbúðir. Hafist var handa við jarðvinnu á svæðinu í september 1985 og bygg- ingaframkvæmdir hófust í janúar 1986. íbúðimar eru allar í raðhúsum á einni hæð og er kostnaðarverð íbúð- anna áætlað 3,4 milljónir króna að meðtöldum fjármagnskostnaði. Á efri hluta svæðisins eru 28 íbúðir í eigu kaupstaðarins, ýmist sem leiguíbúðir eða svokallaðar hlutdeildaríbúðir þar sem fólk tryggir sér leigurétt nieð kaupum á skuldabréfi, sem nemur allt að helmingi íbúðarverðs. í neðri hluta svæðisins er gert ráð fyrir 31 eignaríbúð. í öllum íliúðunum er gert ráð fyrir beinni tengingu við vakt, sem komið verður á síðar. Þá er og gert ráð fyrir þjónustumiðstöð í miðri byggð- inni. Gönguleiðir eru upphitaðar og hljóðmön afmarkar byggðina frá Hafnarfjarðarvegi. Undirgöng undir Digranesveg tengja byggðina við miðbæinn. í bygginganefnd sem skipuð var árið 1984 eiga sæti Ólafur Jónsson formaður, Jón H. Guðmundsson rit- ari, Arnór Pálsson, Riehard Björg- vinsson og Skúli Sigurgrímsson. Frá upphafí hafa starfað með nefndinni Kristján Guðmundsson bæjarstjóri og síðar þau Ásgeir Jóhannesson for- maður stjómar Heilsugæslustöðvar, Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri og Hulda Finnbogadóttir formaður félagsmálaráðs. Benjamín Magnús- son arkitekt teiknaði íbúðimar á efri hluta svæðisins og skipulagði svæðið í heild. Verktaki er Jón Þórmundsson múrarameistari. andi fyrirtæki og einstaklingar eru umboðsmenn 108 erlendra lyfjafram- leiðenda. Tvö þessara 16 fyrirtækja eru að hluta til í eigu lyfjafræði- menntaðra manna, þ.e. Lyf hf. og Pharmaco hf. 4 fyrirtæki, auk apó- teka, stunda lyfjaframleiðslu á íslandi. Eitt þeirra er í eigu lyfja- fræðinga. 10 fyrirtæki stunda heild- sölu með lyf, þar af tvö í eigu lyfjafræðinga. Loks em það apótek- in, 45 að tölu, sem sjá um smásölu- dreifinguna. Þau eru öll nema tvö i eigu apótekara skv. lögum. Þetta fyrirkomulag getur tæpast flokkast undir einokun. Þingmaðurinn heldur því fram í greinargerðinni, að apótekin kaupi að öllu jöfnu inn í stórum skömmtum og umpakki síðan, til að ná upp álagningu. Þetta er alrangt, Skylt er að afhenda lyf í órofnum umbúð- um frá framleiðanda, og er lyfjum ekki umpakkað nema í undantekn- ingartilvikum. Þá heldur þingmaðurinn því fram að nær allir lyfsalar séu aðilar að lyfjainnflutningsfyrirtækjum, og að það hafi færst í vöxt á síðustu árum. Hið rétta er að fremur hefur dregið úr aðild þeirra á síðustu árum. Skv. lögum má eignarhlutur hvers starf- andi lyfsala eða lyfjafræðings að lyfjainnflutningsfyrirtæki ekki fara fram yfir 5%. Innlend lyfjaframleiðslufyrirtæki eru ekki jafnframt umboðsmenn fyr- ir erlend sérlyf, og geta því ekki haft í hótunum við erlend lyfjafyrirtæki á þeim grundvelli. Staðreyndin er einnig sú, að flest mest seldu lyfin eru bæði til sem innlend og erlend sérlyf. Þingmaðurinn nefndi, að lyfsalar væru einráðir um lyfjaverð á ís- landi. Hið rétta er að lyfsalar hafa lítil sem engin áhrif á lyíjaverð. Lyfjaverðlagsnefnd ákveður leyfi- lega heildsölu- og smásöluálagningu á lyf, en verðleggur þau ekki að öðru leyti. í lyfjaverðlagsnefnd eiga sæti fímm menn. Það er rangt að fjórir þeirra séu lyfjafræðingar. Lög- um samkvæmt eiga tveir þeirra að vera lyfjafræðingar, annar tilnefndur af Lyfjafræðingafélagi íslands úr röðum launþega, hinn tilefndur af Apótekarafélagi Islands. Þriðja aðil- ann tilnefnir Hagstofa Islands og er sá hagfræðingur, fjórða aðilann Tryggingastofnun ríkisins og er sá lögfræðingur, fímmta nefndarmann- inn skipar ráðherra sjálfur án tilnefn- ingar, og skal sá vera sérfræður um lyfsölumál. Sá sem nú situr er lyfja- heildsali og lyfjafræðingur að mennt. Ólíkt því sem gerist um nefndir af þessum toga, ræður vægi atkvæða ekki við ákvarðanir nefndarinnar. Ef nefndarmenn komast ekki ein- róma að samkomulagi er málinu skotið til úrskurðar ráðherra. Álagning á lyf er nú sem hér seg- ir: Heildsöluálagning — 17%; smásöluálagning — 68%, eða sam- tals um 95,6%. Þetta er vissulega há álagning, en þó ekki langt frá því sem gerist í nágrannalöndunum. Að álagningin sé hið minnsta 140% eins og haldið er fram í greinargerð þingmannsins er fjarstæða. Auk smásöluálagningar leggst svokallað afgreiðslugjald ofan á verð lyfs, eitt gjald að upphæð kr. 33,90 á hveija lyfjaávísun. Þannig er aðeins tekið eitt gjald þótt lyf sé afhent í fleiri en einni pakkningu. Lyfjaframleiðendur og innflytj- endur þurfa að sækja um viðurkenn- ingu á heildsöluverði til heilbrigðis- ráðuneytisins. Ráðuneytið hafnar verði, teljist það ekki sanngjamt. Við umfjöllun sína miðar ráðuneytið m.a. við að lyfjaverð hér á landi sé ekki hærra en gerist í nágrannalönd- unum, einkum í Danmörku og Svíþjóð. Þingmaðurinn heldur því fram, að þegar hér hafi verið framleiddar „valí- um“-töflur hafí enginn lyfsali viljað selja þær vegna lágrar álagningar. Hið rétta er, að þrjú íslensk fyrir- tæki framleiða slíkar tölfur, fyrir brot af því verði sem Valium kostar, og eru innlendu töflurnar margfalt meira notaðar en erlenda lyfíð. Verðskrá lyfjaheildsala byggist ekki á Dansk lægemiddelstatistik, enda er Dansk lægemiddelstatistik ekki verðskrá, heldur staðtölulegar upplýsingar um lyfjasölu í Dan- mörku. Fyrirtækið Dansk læge- middelstatistik sér jafnframt um útgáfu á bók sem nefnist „Icelandic Drug Market", og er þar að finna upplýsingar um lyfjasölu á íslandi. Sú bók er tekin saman á kostnað lyQaframleiðenda, innflytjenda og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis- ins, og er hún ekki opinbert rit. Heilbrigðisráðuneytið gefur hins vegar út lyíjaverðskrá fjórum sinnum á ári, og er það opinbert plagg, sem allir geta keypt. Að lokum viljum við leggja áherslu á, að lyfjafræðingar eru sérmenntað- ir til umfjiillunar og meðferðar á lyíjum. Laun þeirra eru áþekk laun- um annarra háskólamenntaðra manna á fijálsum vinnumarkaði. Teljum við enga ástæðu til að ætla að lyfjafræðingar séu haldnir meiri gróðafíkn en aðrir menn. Við viljum benda á, að í mörgum litlum apótek- um er apótekarinn eini lyfjafræðing- urinn í fyrirtækinu. Sjáum við enga hagkvæmni í því að setja einhvern annan yfír hann. Við viljum hins vegar benda á einfalda leið til að lækka lyfja- kostnað um 300—400 milljónir króna á ári: Fella niður söluskatt á lyfjum. Þar er ríkið að taka úr einum vasa sínum til að setja í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.