Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 landi. Hann segir ennfremur í við- talinu að myndlistarmenn, sem ætli að sýna í Norræna húsinu, fái hvorki fyrirgreiðslu né greiddan ferðakostnað og uppihald eins og tónlistarmenn fá gjarnan. Knut sagði það rétt vera að Sig- urður hafi ekki fengið að vita um frestunina strax, enda hefði hann ekki verið boðinn til landsins á veg- um Norræna hússins og slík ferð ekki bundin í samningum við hann. „Það er rétt hjá Sigurði að við greið- um heldur ferðakostnað fyrir tón- listarmenn en fyrir myndlistarmenn því það eru tónlistarmennirnir, sem þurfa að vera á staðnum til að spila. Hinsvegar höfum við meiri áhuga á að fá verk myndlistar- mannanna til landsins en þá sjálfa og greiðum við þá gjarnan ferða- kostnaðinn undir verk þeirra," sagði Knut. Varðandi þá staðhæfingu Sigurð- ar, að á Islandi byggju aðeins viðvaningar á sviði lista, sagði Knut að það gæti vel verið. „Listráðu- nautur Norræna hússins, Ólafur Kvaran, er menntaður frá Svíþjóð og ég veit ekki til þess að hann sé neinn viðvaningur miðað við þá sem menntaðir eru í öðrum löndum, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða Hollandi.“ INNLENT Greiðum fyrir tónlist- arfólk til landsins og verk myndlistarfólks - segir Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, um gagnrýni Sig- urðar Guðmundssonar á bls. 31 Þyngsta stykki loftræstibúnaðarins hift niður um gatið á þakinu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flugstöðvarbyggingin; Urðu að rjúfa þekjuna Keflavík. STARFSMENN Hagvirkis urðu að rjúfa gat á þekju nýju flug- stöðvarbyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli til að koma loftræstibúnaðinum, sem var að koma til landsins, fyrir. Við verkið var notaður stór krani og gekk mönnum vel að koma búnaði þessum, sem vegur um 8 tonn, fyrir á sinum endanlega stað. Gatið, sem rofið var á þakið, var 4x2,20 metrar og sagði Val- þór Sigurðsson, verkstjóri hjá Hagvirki, að þessi vinnubrögð hefðu ekki verið samkvæmt upp- haflegri áætlun. En það hefði tekið menn alltof langan tíma að ákveða hvaða loftræstibúnaður yrði keyptur. Þeir hefðu því orðið að ganga frá þakinu á sínum tíma. Loftræstisamstæðan saman- stóð af 6 stykkjum og vóg þyngsta stykkið hátt í 3 tonn. Tæplega 400 menn vinna nú af kappi í flug- stöðinni við hina ýmsu verkþætti sem þarf að ljúka áður en hægt verður að taka bygginguna í notk- un. Verkinu miðar vel og vonast menn til að sem flestar áætlanir standist. Á myndunum er verið að koma loftræstibúnaðinum fyrir og sýnt þegar þyngsta stykkið, sem vegur um 3 tonn, var híft inn í flugstöð- ina. BB „MÉR þykir mjög sorglegt að fresta hafi þurft um viku sam- sýningu á verkum þeirra Sigurð- ar Guðmundssonar, Olafs Strömme og Björns Tufta, en það var óhjákvæmilegt þar sem ekki tókst að koma verkunum um borð í skip i tæka tíð. Per Hov- denakk, listfræðingur Nýlista- safnsins í Osló, var ráðinn til þess að safna verkunum saman og koma þeim til íslands, en við komum þar hvergi nærri,“ sagði Knut Ödegárd, forstjóri Nor- ræna hússins, í samtali við Morgunblaðið. í viðtali við Sigurð Guðmundsson í Morgunblaðinu í dag sem birtist á bls. 31 kemur fram hörð gagn- rýni á forstöðumenn Norræna hússins fyrir að láta sig ekki vita um frestun sýningarinnar, en Sig- urður er búsettur í Hollandi og segist hann í viðtalinu hafa aðeins haft vikutíma til að dvelja hér á Mjólkurbú Flóamauna: 735.411 lítra sam- dráttur í mjólkur- framleiðslu frá í fyrra Selfossi. Drög að fiskeldisfrumvarpi; Allt fiskeldi verði sett undir eitt ráðuneyti INNVEGIN mjólk í Mjólkurbúi Flóamanna var 735.411 lítrum minni tvo fyrstu mánuði ársins en var í fyrra, sem er 11,44% sam- dráttur. Þessi litrafjöldi er að verðmæti 19,1 milljón króna miðað við fullt verð til bænda. Innvegin mjólk var í janúar 2.974,312 lítrar, í febrúar 2.717,327 lítrar sem gera samtals 5.691,639 lítra. Tvo fyrstu mánuði síðasta árs var innvegin mjólk 6.427.050 lítrar. Að undanfömu hafa um 500 bænd- ur á Suðurlandi sótt fræðslufundi sem haldnir eru vegna nýrrar reglugerðar um mjólk og mjólkurvörur. I þessari reglugerð eru breyttar flokkunarregl- ur sem tóku gildi 1. mars. Á fundun- um fluttu fyrirlestra um meðferð á mjólk menn frá Mjólkurbúi Flóa- manna, Rannsóknarstofnun mjólkur- iðnaðarins og dýralæknir. Sig.Jóns. í DRÖGUM að lögum um fisk- eldi, sem Össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur og Árni Sv. Mathiesen dýralæknir, hafa sam- ið að beiðni Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, er gert ráð fyrir að allt fiskeldi í landinu verði sett undir eitt ráðu- neyti. í drögunum er ekki gerð tillaga um hvaða ráðuneyti það ætti að vera. Fiskeldisfrumvarpið bíður um- fjöllunar í fískeldisnefnd forsætis- ráðherra. Össur sagði frá helstu atriðum fmmvarpsins á ráðstefnu Rannsóknaráðs ríkisins og Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva á föstudag. Sagði Össur að fiskeldið væri „hálf munaðarlaust" í kerfinu og hefði það háð fram- þróun þess verulega. Sagði hann að fiskeldisfrum- varpið væri hugsað sem rammalög, og fengi viðkomandi ráðherra mikil völd. Gert er ráð fyrir að ráðherra til ráðgjafar verði þriggja manna fiskeldisráð, skipað fulltrúum land- búnaðar-, sjávarútvegs- og heil- brigðisráðuneyta. Ákvæði er um að fiskeldisfyrirtæki þurfi að sækja um leyfi til fiskeldisráðs, en það sagði Össur að væri aðeins hugsað sem skrásetningarleyfi. í frumvarps- drögunum eru ákvæði um 5 manna tilraunaráð, stofnun rannsóknar- stofu fiskeldis og um útgáfu reglugerða um mengunarvarnir, svo nokkur atriði séu nefnd. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins; Jón Baldvin á langt í land með að verða forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins segir það ekki vera skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að flokk- urinn fái forsætisráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Hins vegar fari það ekkert á milli mála að í þeirri pólitísku stöðu, sem við búum við og í ljósi styrkleika- hlutfalla stjórnmálaflokkanna, sé eðlilegt ef Sjálfstæðisflokk- urinn á aðild að ríkisstjórn, að hann fari með forsætisráðu- neytið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Þor- steinn hélt á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Þorsteinn var á fundinum spurður um það hvort hann hafn- aði því fyrirfram, að Alþýðuflokk- urinn fengi forsætisráðuneytið, ef Sjálfstæðisflokkur myndaði ríkis- stjórn með Alþýðuflokki: „Við erum nú ekki komnir út í stjómar- myndunarviðræður," svaraði formaðurinn brosleitur og bætti við: „Ég hygg að Jón Baldvin eigi langt í land með það að eiga möguleika á því að verða forsætis- ráðherra." Þorsteinn var spurður um það hver væri höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann sagði að Alþýðubandalagið hefði um áratugaskeið verið höfuðand- stæðingurinn, en það væri ekki þess verðugt lengur að hafa það sæmdarheiti, „þar sem það lifði í pólitísku tilgangsleysi". Á meðan Alþýðubandalagið er í þessari lægð eigum við enga alvöru and- stæðinga, en við eigum keppi- nauta,“ sagði Þorsteinn. Sjá myndir og frásagnir af landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á bls. 22, 23, 24 og 25. Akureyri; 10af 11 raf- virkjum hættir störfum í Slipp- stöðinni TÍU AF ellefu rafvirkjum í Slipp- stöðinni hf. eru nú hættir störf- um vegna deilna um launakjör. Rafvirkjarnir mættu ekki til vinnu á fimmtudagsmorguninn. Sá ellefti, sem enn er við störf, er verk- stjórinn og hefur honum nú verið falið að ráða menn í stað þeirra sem hættu. Mennimir sögðu allir upp fyrir þremur mánuðum og hættu því á löglegan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.