Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Við upphaf fundar utanríkisráðherranna síðdegis í gær, frá vinstri Uffe Elleman-Jensen, Sten Andersson, Matthías Á. Mathiesen, Paavo
Vayrynen og Thorvald Stoltenberg.
Norræn athugun á kjarnorkuvopnaleysi;
Islendingar skipa fulltrúa
með ákveðnum skilyrðum
Fjárfestingar-
félag íslands:
Þijú fyr-
irtæki
kaupa 40%
hlutafjár
EIMSKIP, Verzlunarbankinn
og Tryggingarmiðstöðin hafa
keypt tæplega 40% hlutafjár í
Fjárfestingarfélagi Islands hf.
Tvö fyrrnefndu fyrirtækin
áttu fyrir nokkurn hlut í félag-
inu.
Eimskip á nú hlutafé að nafn-
verði 5,2 milljónir króna í Fjár-
festingarfélaginu eða tæplega
10%. Verzlunarbankinn er hins
vegar orðinn stærsti hluthafínn
með um 25% hlutafjár. Bankinn
keypti hlutabréf fyrir 11,4 millj-
ónir króna og á nú um 12,5
milljónir.
Hlutur Tryggingarmiðstöðv-
arinnar er tæplega 8% af hlutafé
eða 4 milljónir króna. Heildar-
hlutafé Fjárfestingarfélagsins er
rúmlega 53 milljónir króna.
Sjá nánar frétt B2 og frá-
sögn af aðalfundi Eimskips
sem haldinn var í gær á bls.
SAMTÖK, sem kalla sig Nem-
endaþjónustuna, hafa óskað eftir
að taka á leigu hús Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti til að halda
þar námskeið fyrir nemendur.
Óskar Magnússon lögfræðingur,
sem er einn forsvarsmanna samtak-
anna, sagði að upp á síðkastið hefði
þörfín fyrir leiðbeiningaþjónustu
fyrir nemendur aukist mikið.
„Nokkrir einstaklingar hafa ákveð-
ið að mæta þessari þörf með
námskeiðahaldi og þar sem fram-
haldsskólar eru auðir um þessar
mundir erum við bjartsýn á að fá
húsnæði á leigu,“ sagði Óskar.
„Við erum ekki að ganga inn í störf
kennara fremur en önnur félög sem
standa fyrir námskeiðahaldi. Við
munum kenna samkvæmt óskum
þeirra sem til okkar leita, en gerum
ráð fyrir að bjóða upp á námsefni
sem er svipað að vægi og það sem
lesið er til stúdentsprófs. Ég býst
við að ástæðan fyrir kröfu markað-
arins um slíkt leiðbeiningastarf sé
sú að þetta starf liggur nú niðri.
Utanríkisráðherrar Norður-
landanna, sem hófu fund sinn i
Við tökum hins vegar enga afstöðu
til kjaradeilu kennara. í samtökum
okkar eru nú 14 manns og þar er
meðal annars að finna lækni, tölvu-
fræðing, sálfræðing, uppeldisfræð-
ing, lögfræðing, dýralækni,
rekstrarhagfræðing, eðlisfræðing,
heimspeking, viðskiptafræðing og
tungumálakennara og fleiri leið-
beinendum verður bætt við eftir
þörfum."
Óskar sagði að enn væri óljóst
hvað námskeið þessi myndu kosta
þátttakendur, en að öllum líkindum
yrði greitt fyrir hvern tíma sem
kennt yrði. „Gjaldið verður þó ekki
hátt, ekki nema nokkrir tugir króna
á hvem nemanda fyrir klukku-
stundar kennslu," sagði hann.
Kristín Amalds, aðstoðarskóla-
meistari Fjölbrautaskólans í Breið-
holti, kvaðst ekki vera búin að
kynna sér erindi Nemendaþjón-
ustunnar, enda hefði henni ekki
borist það fyrr en síðdegis í gær.
Hún sagðist því ekkert geta sagt
um hvort til greina kæmi að leigja
skólann til námskeiðahalds.
Reykjavík síðdegis í gær ræða
hvemig staðið skuli að því að
fela embættismönnum að kanna
hugmyndina um kjamorku-
vopnalaust svæði. Heimildir
Morgunblaðsins herma, að Matt-
hías Á. Mathiesen hafi skýrt
starfsbræðmm sínum frá þeirri
afstöðu íslensku ríkisstjórnar-
innar, að eiga aðild að þessari
athugun, ef ákveðnum skilyrðum
yrði fullnægt. Málið var ekki út-
rætt í gær.
Tillaga um að skipa embættis-
menn í norræna nefnd til að kanna
hugmyndir um kjamorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndunum og
semja um þær skýrslur hefur verið
á dagskrá utanríkisráðherra Norð-
urlandanna í eitt ár. Á fundi
ráðherranna í Stokkhólmi síðastlið-
ið vor lýstu utanríkisráðherrar
íslands og Noregs andstöðu við að
ÞORSTEINN Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir það
einungis vera bráðabirgðaráð-
stöfun að hann taki við embætti
iðnaðarráðherra. Það sé skammt
eftir af líftíma þessarar ríkis-
stjórnar og það hafi þótt henta
að formaðurinn tæki þetta að
sér, þann stutta tíma sem eftir
er. Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Þorstein i
gær, þar sem hann var spurður
um ástæður þess að hann tæki
við iðnaðarráðherraembættinu.
Þorsteinn var spurður hvort hann
og flokksforystan óttuðust ekki, að
litið yrði á þessa ráðstöfun, sem
tilhneigingu til fullmikillar miðstýr-
ingar: „Nei, það held ég ekki,“ sagði
Þorsteinn, „við vorum sammála um
að kalla ekki til nýjan mann inn í
ríkisstjórnina þennan mánuð og ein-
hver af ráðherrunum varð að bæta
þessu ráðuneyti á sig. í sjálfu sér
skiptir það engu höfuðmáli, hver
ráðherranna varð fyrir valinu."
„Auðvitað hafa allir mikið að
gera síðustu vikur fyrir kosningar.
Eg er þar engin undantekning,“.
sagði Þorsteinn, þegar blaðamaður
spurði hann hvort ekki hefði verið
slík nefnd yrði skipuð. Eftir að borg-
araflokkamir fóru úr stjóm í Noregi
og Verkamannaflokkurinnn tók við
féllu Norðmenn frá andstöðu sinni.
Á ráðherrafundi í Kaupmannahöfn
síðastliðið haust ítrekaði Matthías
Á. Mathiesen, utanríkisráðherra,
andstöðu sína við nefndina. Uffe
Elleman-Jensen, utanríkisráðherra
Dana, sem styður tillöguna um að
embættismenn kanni málið sameig-
inlega, hefur sagt, að hann vilji
ekki standa að framgangi málsins
nema fulltrúi íslands eigi hlut að
því.
Fyrir utanríkisráðherrafundinn
nú hefur Matthías Á. Mathiesen
unnið að tillögugerð í málinu í sam-
ráði við utanríkisnefnd Alþingis.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er vilji til þess hjá íslensk-
um stjómvöldum að eiga aðild að
þessari samnorrænu úttekt emb-
eðlilegt að einhver annar ráðherr-
anna tæki við embætti iðnaðarráð-
herra, þar sem hann hlyti að hafa
í nógu að snúast um þessar mundir
sem fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn var
spurður hvort það hefði aldrei kom-
ið til tals að fyrrverandi iðnaðarráð-
KJARTAN Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að störf á
skrifstofu flokksins í ValhöII
hefðu verið með hefðbundnun
hætti og ekki hefði orðið vart
mikilla viðbragða flokksmanna,
vegna afsagnar Alberts Guð-
mundssonar fyrrverandi iðnað-
arráðherra.
„Það hafa nánast engin viðbrögð
verið hér á skrifstofunni, enda ger-
ist það mjög sjaldan að við verðum
vör við einhver viðbrögð í símhring-
ingum eða skeytaformi," sagði
ættismannanna, ef unnt er að
standa þannig að framkvæmdinni,
að ekki brjóti í bága við samþykkt
Alþingis um afvopnunarmál frá því
vorið 1985. Hún hefur verið skýrð
á þann veg, að kjamorkuvopna-
lausa svæðið eigi að ná frá Græn-
landi til UralQalla. Þá var ákveðið
að erindisbréf embættismannanna
yrði að vera orðað á þann veg, að
það bryti ekki í bága við stefnu
ríkisstjómarinnar.
Utanríkisráðherramir' vörðust
allra frétta eftir fundinn síðdegis í
gær. Frá því verður hins vegar skýrt
á fundi með blaðamönnum nú fyrir
hádegi í dag, hvort norrænu ráð-
herramir hafí getað fallist á þau
skilyrði, sem Matthías Á. Mathiesen
setti fyrir þátttöku íslands í hinni
samnorrænu könnun á kjamorku-
vopnalausum svæðum.
herra, Sverrir Hermannsson, tæki
að sér embætti iðnaðarráðherra
næsta mánuðinn: „Nei, um þetta
atriði urðu aldrei neinar bollalegg-
ingar," sagði Þorsteinn, „þetta var
ákveðið með þessum hætti, án þess
að menn væru að velta vöngum
yfir þessu máli.“
Kjartan og sagði starfsmenn flokks-
ins bara vinna eðlilega að kosninga-
undirbúningi.
í sama streng tók Gunnlaugur
Svavar Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, en
hann sagði þó að talsvert hefði ver-
ið um hringingar sjálfstæðisfólks,
sem væri að spyijast fyrir um hvað
væri að gerast. „Ég held að sjálf-
stæðismenn voni allir að flokkurinn
komi út úr þessu heill og óskaddað-
ur, en sjónarmið manna em greini-
lega mismunandi," sagði
Gunnlaugur.
Morgunblaðið/Júlíus
Þrírá spítala eftirharðan árekstur
HARDIJR árekstur varð á Suðurlandsbraut um klukkan hálf átta
í gærkvöld. Fjórir voru fluttir á slysadeild til rannsóknar og þurftu
þrír að dvelja á spítalanum í nótt. Þau hlutu minniháttar áverka.
Areksturinn varð með þeim hætti að leigubfll sem var á leið niður
Vegmúla lenti á bíl sem ekið var austur Suðurlandsbraut. í leigubflnum
var bflstjóri einn á ferð, en þrennt í hinni bifreiðinni. Rannsókn málsins
var stutt á veg komin þegar leitað var fregna í gærkvöldi, en ljóst er
að annar bflinn var á töluverðum hraða.
30.
Nemendaþjónustan:
Vill leigja skóla til
námskeiðahalds
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
„Engar bollaleggingar
um hver tæki við em-
bætti iðnaðarráðherra“
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins:
Ekki mikil viðbrögð