Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Agripaf sögu Olafsvikiir ITILEFNIAF 300 ARA AFMÆLIVERSLUNARRETTINDA * eftir Gísla Agúst Gunnlaugsson Hinn 26. mars 1687 undirritaði Kristján Danakonungnr fimmti konunglega tilskipun til Gyldenlöve stiftamtmanns yfir íslandi þar sem hann viðurkenndi Ólafsvík á Snæfellsnesi sem verslunarstað. í dag er 300 ára afmælis verslunarréttinda minnst með hátíðahöldum í Ólafsvík. En ekki er einungis hægt að minnast afmælis verslunarréttinda í Ólafsvík í ár, því einnig er þess að minnast að 200 ár eru liðin frá því að Neshreppi hinum forna var skipt í Neshrepp innri og ytri 1787, þá er í ár 100 ára afmæli samfellds skólahalds í Ólafsvík, verkalýðsfélagið Jökull er 50 ára á árinu og Sjálfstæðisflokksfélagið 25 ára. Árið 1987 er því sannkallað afmælisár í sögu Ólafsvíkur og verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu. Skólaböm efna til sögusýningar, íþróttamót verða haldin á árinu og aðstaða fyrir ferðamenn bætt. Aætlað er að leggja veg frá Fróðárheiði uppá Jökulháls og í sumar verður gengist fyrir skipulögðum ferðum frá bænum á Snæfellsjökul. Miðstöð þeirrar þjónustu verður í „gamla pakkhúsinu“ í hjarta bæjarins. Aðalhátíðahöldin í tilefni afmælis verslunarréttinda verða í ágúst er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun sækja Ólsara heim. í tilefni afmælisársins hefur bæjarsljórn Ólafsvikurkaupstaðar fengið Gísla Agúst Gunnlaugsson sagnfræðing til að rita sögu Ólafsvíkur. Hefur hann í tilefni afmælisdagsins tekið saman ágrip það af sögu sveitarfélagsins sem hér birtist. Séð yfir Ólafsvík. InngangTir Með tilskipun dagsettri hinn 26. mars 1687 viðurkenndi Kristján kon- ungur fímmti Ólafsvík sem verslun- arstað. Samkvæmt manntalinu 1703 voru íbúar Olafsvíkur 77 talsins og lítill þorpsbragur á byggðinni þar. íbúar voru flestir þurrabúðarmenn, en út frá jörðinni Olafsvík, sem var konungsjörð metin á 16 hundruð (meðaljörð var að fomu talin 20 hundruð), voru byggðar fímm „gras- nytjabúðir" og fímmtán þurrabúðir. Það má því ljóst vera að ekki tók konungur til þess bragðs að viður- kenna staðinn verslunarstað sakir fjölmennis eða viðgangs þéttbýlis. Hvaða orsakir lágu þá til þess að konungur setti undirskrift sína og innsigli undir tilskipunina frá 26. mars 1687? Sagan sýnir að myndun þéttbýlis á sér að öllu jöfnu ákveðnar land- fræðilegar og efnahagslegar for- sendur. Þorp og bæir mynduðust þannig einatt á mótum samgöngu- leiða á landi, í grennd við dreifbýli sem þarfnaðist þjónustu og markað- ar eða við strendur og ár þar sem hafnarskilyrði voru góð eða fískimið í nánd. Þrátt fyrir þá hættu sem sjósókn- urum var búin af völdum Ægis var það einkum útræðið sem dró fólk að fiskiverunum í Neshreppi fyrr á öldum. Snemma urðu miklar ver- stöðvar utan og norðan við jökul: Sandur og Rif í ytri hluta Neshrepps og Ólafsvík og Brimilsvellir í innri huta hreppsins. Til verstöðva þess- ara sótti um vertíðir mikill fjöldi vermanna, oft úr fjarlægðum héruð um. A 18. öld skipti tala vermanna á Rifí og Sandi einatt þremur til fjór- um hundruðum. í grein um íslenska kaupstaði 1600—1800 bendir Bjöm Teitsson réttilega á að verstöðvamar á utanverðu Snæfellsnesi hafí um miðja 18. öld verið mesta þéttbýli á íslandi, þótt ekki væri þar um að ræða þorpsmyndun í hefðbundnum skilningi. Rifshöfn var mikilvæg verslunarhöfn allt fram á 17. öld. Þangað beindu kaupmenn skipum sínum og höfðu nokkum viðbúnað í landi, reistu m.a. hús til íbúðar og verslunar. Arósinn á Rifí þjónaði sem höfn, þar lögðust skip við festar og vamingur var ferjaður úr þeim og í. Á 17. öld tók þessari höfn að hraka sakir framburðar Hólmkelsár, uns hún varð svo grunn að ekki varð lengur við búið. Þegar svo var kom- ið tóku kaupmenn að leita fyrir sér um heppilegri hafnaraðstöðu og töldu sig fínna hana í Ólafsvík. Árið 1602 hófst einokunarverslun á íslandi. Landinu var þá skipt í kaupsvæði og voru landsmenn skyld- aðir til þess að versla einvörðungu við þann kaupmann er konungur hafði selt á leigu verslun í því kaup- svæði er þeir tilheyrðu. Einatt áttu menn langan veg að sækja í versl- un, en ströng viðurlög voru við því að eiga viðskipti við kaupmenn utan kaupsvæðisins (þótt skemmra væri til annarra verslana). Á ofanverðri 17. öld hafði Henrik Höyer, assessor í verslunarskrifstofu Danakonungs, Rifsverslun á leigu. Hann kvartaði yfír versnandi hafnarskilyrðum á Rifí við Kristján konung fímmta og fór þess á leit að mega beina skipum sínum til Ólafsvíkur, þar sem akker- isfesta væri betri og aðstæður til að ferma og afferma skip heppilegri en á Rifí. Kom fram í bón hans til konungs að hann hefði látið kanna allar aðstæður í Ólafsvík. Konungur brást við þessari málaleitan með því að senda Gyldeniöve stiftamtmanni tilskipun þá sem getið er um í upp- hafí þessa ágrips. Með henni var Ólafsvík, sem fyrr segir, viðurkennd sem verslunarstaður, en í tilskipun konungs var gert ráð fyrir því að verslun myndi jafnframt stunduð á Rifi og skipum beint þangað. Væri nauðsynlegt að flytja fískafurðir landsmanna frá Rifí til útskipunar í Ólafsvík skyldu seljendur, þ.e. ís- léndingar, annast og kosta flutning- inn. Höyer varð að sækja um leyfí konungs til þess að hefja verslun í Ólafsvík, þar sem ásetningur hans hafði í för með sér verslun á nýjum stað auk þess sem Ólafsvík var kon- ungseign og þess vegna þurfti að sjálfsögðu leyfi konungs til bygging- ar og verslunarreksturs á jörðinni. Landnám — Einokunar- verslun á 18. öld Heimildir um Ólafsvík eru ekki ýkja fjölskrúðugar fyrr en eftir 1687. I Landnámu er greint frá landnámi Ólafs belgs innan Ennis „til Fróð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.