Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Þannig vinna þeir að því að móta samstarf við aðrar stofnanir, skapa ný félagsleg úrræði og efla mögu- leika siqólstæðinganna til þess að nýta eigin forsendur. Félagsráðgjafínn er fulltrúi skjól- stæðings þegar hann þarf að ná rétti sínum í hvers konar félagsleg- um og persónulegum málefnum. Hér getur verið um að ræða samstarf við lögfræðing, Félagsmálastofnun, skólakerfí, ráðuneyti, húsnæðisfull- trúa, öldrunarfulltrúa, Skattstofu eða Tryggingastofnun svo að eitt- hvað sé nefnt. Þetta samstarf fer fram í formi samráðs- og samninga- funda, símtala, bréfaskrifta og heimsókna af ýmsu tagi. í sumum málum er félagsráðgjafí bakhjarl skjólstæðinga, leiðbeinir, hvetur og styður. í öðrum vinnur hann fyrir skjólstæðinginn og beitir sér beint í hans stað. I enn öðrum málum vinn- ur félagsráðgjafínn að því með skjólstæðingi sínum að hjálpa honum yfír persónulega erfíðleika, ná tök- um á tilfínningalegri röskun vegna ytri eða innri aðstæðna, vinna úr samskiptatogstreitu við nánustu að- standendur og skapa þar nýtt jafnvægi. Þannig veita félagsráð- gjafar upplýsingar, fræðslu og þjálfun af ýmsu tagi eða vinna að meðferð einstaklinga, hjóna og fjöl- skyldna. Erfitt að rjúfa starfið Þegar félagsráðgjafar á geðdeild Landspítalans fara í verkfall eða segja störfum sínum lausum, eins og nú stendur fyrir dyrum, er það hvorki misbeiting valds, þtjóska við ráðamenn né ábyrgðarleysi. Þetta mátti hins vegar skilja á vandlæting- arfullum leiðara Morgunblaðsins í síðustu viku. Ég hef um margra ára skeið tekið þátt í umræðum starfs- félaga minna um þá mótsögn sem felst í þvi að vinna ábyrgðarmikið starf, en fá lágmarkslaun. Stundum varðar þessi ábyrgð ráðstöfun á al- mannafé, stundum afdrifaríkar ákvarðanir í fjölskyldu- eða einstakl- ingsmálefnum og stundum beinlínis líf og dauða skjólstæðings. Daglega standa félagsráðgjafar á geðdeild frammi fyrir nauðsyn fræðilegrar þekkingar sinnar, skipulagshæfni, þrautseigju og úthalds í erfíðum málum. Þar er sífellt minnt á mikil- vægi áreiðanleika, trausts og fag- legra viðbragða og krafan um skilyrðislausan skilning og viður- kenningu á annarri manneslq'u er forsenda starfsins. Það væri undar- legt, ef starfsfólk, sem hlotið hefur margra ára háskólamenntun í að tileinka sér þessi viðhorf ásamt sið- fræði í mannlegu samstafi, væri skyndilega orðið að ábyrgðarlausum eiginhagsmuna- eða tækifærissinn- um, sem þráðu það eitt að meija út einhveija aura sér til handa með sem siðlausustum aðferðum. Nei, það er of langsótt. Þegar félagsráðgjafar á geðdeild Landspítalans fara í verkfall eða segja störfum sínum lausum, kostar það mikið átak. Á síðustu vikum hefur ekki sá dagur liðið, að einhver þeirra hafí ekki átt viðræður við mig um áhyggjur sínar og ósætti við að vera neyddir til að grípa til þessara óhjákvæmilegu aðgerða. Áhyggjumar hafa beinst — að félagsráðgjafaþjónustunni sem slíkri — að einstökum skjólstæðingsmál- um, þar sem mikilvæg fyrir- greiðsla er í sjónmáli (t.d. atvinna eða húsnæði) — að áfangastöðum og sambýlum, þar sem reglulegir stuðnings- og eftirlitsfundir eru forsenda starf- seminnar — að því að þurfa að tjúfa viðkvæm meðferðartengsl við skjólstæð- inga, sem hvekkjast auðveldlega (þess eru dæmi, að mánaðarsum- arfrí þurfí að undirbúa í margar vikur og samt hefur það raskandi áhrif) — að þurfa að hætta langtímafjöl- skyldumeðferð í miðjum klíðum — að þurfa að fara frá málefni, sem búið er að leggja margra mánaða vinnu í og er að komast á fram- kvæmdastig (nýtt félagslegt úrræði) — að þurfa að hverfa frá samstarfi í bráðu bamavemdarmáli af jandsbyggðinni. Ég gæti nefnt ótal fleiri dæmi. Ef félagsráðgjafar væru sjálf- boðaliðar, góðgerðarstarfsfólk, eða ynnu eingöngu af hugsjón eins og sögulegir forverar þeirra gerðu þeg- ar þjóðfélögin voru einfaldari og samskipti og hlutverk öll skýrari, þegar kynslóðabilið, hraðinn og breytileikinn var ekki fundinn upp, þá væmm við tímaskekkja. Án menntunar okkar og sérhæfíngar megnuðum við einfaldlega ekki að hjálpa fólki til þess að skilja og ráða við flókin félagsleg og tilfínningaleg vandamál samtímans. Fræðileg þekking, fagleg ábyrgð og siðfræðileg skólun er undirstaða slíks starfshlutverks. Háskóla- menntun, sífelld ábyrgð og afskipti af viðkvæmum einkamálum krefst hæfs fólks. Hæft fólk krefst viðeig- andi launa og starfsaðstæðna, sem gerir því kleift að vinna krefjandi störf með fullri einbeitingu og rausn. Höfundur er yfirfélagsráðgjafi Geðdeiidar Landspítalans. I 1 i — — ■ : . HRINGDU wmsmmzmmm SÍMINN ER ,691140 691141 | JHnpntUit greiðslukortareikning þinn mána&ariega. JE s® Sýningin er haldin í AKOGES húsinu og er opin 27. mars, kl. 13°°-1900 og 25 mars, kl.10°°-1800 ■ Kynning á BIRKI bókhaldshugbúnaði frá Þróun hf. ■ Kynning á skrifstofukerfi frá DIGITAL og Skagfjörð. M.a.: áætlanagerð, ritvinnsla, dagbók tölvupóstur, tölvusími o.fl. ■ Kynning á AGNESI, forriti fyrir útgerð- arfyrirtæki, frá Hugtaki hf. ■ Kynning á STARRA, forrit fyrir lækna og sjúkrahús, frá Hugtaki hf. Við þessa kynningu verða notuð; MicroVAX II, Ericsson PC, Micro PDP 11/53, Tektronix grafiskur skjár, NEC prentarar. ^tjkristjan o ÖUSKAGFJÖRD HF Hólmaslóð 4,101 Reykjavík, s. 24120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.