Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Hættumerki í góðærinu eftirJón Sigvrðsson Við lok kjörtímabils er eðlilegt að litið sé yfir árangurinn af starfi þings og stjómar síðstliðin fjögur ár. Vitaskuld á ríkisstjómin að njóta sannmælis og vera dæmd af verkum sínum. En einmitt þess vegna er mikilvægt, að menn átti sig á því, hverju hún hefur fengið áorkað þann tíma, sem hún hefur setið við stjómvölinn, og hvemig hún skilur við. Forvígismenn stjómarflokk- anna halda því fram, að ríkisstjóm- inni hafi tekist að koma efnahags- málum þjóðarinnar á réttan kjöl og jafnframt hafi hún staðið fyrir ýmsum umbótum, sem stuðli að batnandi lífskjörum í landinu, þegar Iitið er til lengri tíma. í þessu sam- bandi benda talsmenn ríkisstjómar- innar meðal annars oft á hjöðnun verðbólgu og gott atvinnuástand annars vegar og staðgreiðslukerfí skatta og nýskipan bankamála hins vegar. Þessi atriði eiga að vera til marks um það, að núverandi rík- isstjóm sé fær um hvort tveggja: Styrkja efnahagsstjóm á líðandi stund og umbætur í efnahagsmál- um, sem búa í haginn fyrir framtíð- ina. Þetta er því miður ekki rétt. í fyrsta lagi er nú hætta á að ríkis- stjómin sé að glutra niður góðær- inu, sem ríkt hefur síðustu misseri, með lausatökum á stjóm efnahags- mála. í öðru lagi eru skatta- og bankamálin einmitt dæmi um það, hversu vanmegnug núverandi ríkis- stjóm er til að koma fram varanleg- um breytingum, sem til framfara horfa. Góðærið Vissulega er það rétt, að í upp- hafí kjörtímabilsins náði ríkisstjóm- in niður verðbólgunni, sem hafði algerlega farið úr böndunum í stjómartíð sjálfstæðismanna, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags á ámnum 1980—1983. Það er líka rétt, að atvinnuástand hefur verið gott hér á landi allt kjörtímabilið. Strangar aðhaldsað- gerðir, eins og gripið var til vorið 1983, voru nauðsynlegar og skiluðu árangri. Þær bitnuðu þó óþarflega harkalega á þeim, sem áttu helst undir högg að sækja, lágtekjuhóp- um og þeim, sem nýverið höfðu stofnað til mikilla fjárskuldbindinga vegna húsnæðiskaupa. Á árinu 1984 seig svo á ógæfuhlið. Haustið 1984 hækkuðu laun meira en sam- rýmst gat stöðugu gengi. Gengið var fellt í kjölfar kauphækkana og verðbólga færðist í aukana frameft- ir ári 1985. Á síðastliðnu ári urðu hins vegar mikil umskipti til hins betra í þjóðarbúskapnum, sem færðist nær jafnvægi en verið hefur um árabil. Verðbólga hjaðnaði, jöfn- uður náðist í viðskiptum við útlönd og hagvöxtur var ör. Þessi hag- stæða þróun varð fyrst og fremst vegna óvenju hagstæðra ytri skil- yrða. Olíuverð snarlækkaði, sjávar- afli jókst stórum. Fiskverð erlendis hækkaði, og vextir á alþjóðalána- markaði lækkuðu. En eigi einhver einn innlendur aðili heiður skilinn fyrir, að það tókst að nýta þessi hagstæðu skilyrði til að draga úr verðbólgu, er það verkalýðshreyf- ingin, sem féllst á hófsamlega kjarasamninga tvisvar sinnum á árinu. Þá má minna á það, að stjóm- arandstöðuflokkar, einkum Alþýðu- flokksmenn, studdu samningana í febrúar og nóvember 1986, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og á Alþingi. Aðgerðir stjómvalda í tengslum við febrúarsamningana 1986 — lækkun skatta, frumkvæði um lækkun nafnvaxta, stöðugt gengi og aðhald að verðhækkunum opin- berra aðila — greiddu fyrir jákvæðri þróun. Á það skorti hins vegar, að ríkisstjómin skapaði nægilegt fjár- hagslegt svigrúm fyrir þessar aðgerðir með því að draga úr rík- isútgjöldum eða afla tekna með sköttum, sem ekki legðust almennt á launafólk. í þessu fólst hætta á ofþenslu í þjóðarbúskapnum. Enda kom á daginn, að í fyrra fóru launa- hækkanir talsvert fram úr því, sem gert var ráð fyrir í kjarasamningun- um í ársbyijun meðal annars vegna launaskriðs, sem hinir ýmsu hópar launafólks nutu þó í misríkum mæli. Launaskriðið stafaði af þenslu á vinnumarkaðnum ekki síst vegna halla á ríkissjóði. Góðæri er engin nýlunda í ís- lenskum þjóðarbúskap. Á undan- fömum áratugum hafa metafli og batnandi viðskiptakjör oft fylgst að. En jafnoft hefur afturkippur siglt í kjölfarið. Góðærinu hefur gjaman fylgt mikil þensla, sem stjómvöld hafa oft orðið til að magna. Fyrir vikið hefur afturkippurinn orðið erfíðari viðfangs en þurft hefði að vera. Afleiðing þessa öldugangs hefur verið landlæg verðbólga og óhófleg erlend skuldasöfnun. Vonir stóðu til þess í fyrra, að tekist hefði að ijúfa þennan vítahring. Þær von- ir dofna nú óðum, en hættumerki hrannast upp. Hættumerki Hættumerkin eru meðal annars þessi: • Halli á fjárlögum fyrir árið 1987 er nærri 3 milljarðar króna þrátt fyrir góðærið. Líklegt virðist, að hallinn á ríkissjóði verði meiri en stefnt er að í fjárlögum. Á það er rétt að benda, að á bak við þenn- an halla býr án efa meira misvægi í ríkisfjármálum en 3 milljarðar króna, af þeirri einföldu ástæðu, að , í góðæri eru tekjur ríkissjóðs af veltusköttum meiri en í meðalári. Við þetta bætist svo, að ríkisstjóm- in hefur að undanfömu tekið ýmsar útgjaldaákvarðanir, til dæmis um auknar niðurgreiðslur á búvörum og framlög til framkvæmda utan fjárlaga, sem munu auka hallann. • Utlán bankanna vaxa nú mun örar en innlán. Fyrstu tvo mánuði ársins jukust útlán um 4'A milljarð króna en innlán um rúmlega 2V2 milljarð. Af aukningu útlána er IV2 milljarður króna vegna kaupa bank- anna á víxlum af ríkissjóði. En jafnvel að þessum kaupum frátöld- um eru umskiptinj þensluátt mikil frá því í fyrra, því þá jukust útlán um rösklega 1 milljarð króna en innlán um 2V2 milljarð fyrstu tvo mánuði ársins. Lausatök ríkisstjómarinnar á ríkisfjármálum og peningamálum bera því vitni, að kosningar eru í nánd. Ríkisstjómin selur nú al- menningi skuldabréf og bönkunum víxla í miklum mæli, _sem þrýstir vöxtunum upp á við. Á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla er losað um útlánahömlur á bönkun- um. Stjóm peningamála vegur því ekki á móti þensluáhrifum hallans á ríkissjóði. Halli á ríkissjóði, sem er íjármagnaður beint eða óbeint, með seðlaprentun eða erlendum lántökum, magnar hættu á verð- bólg^u og viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Þegar má sjá merki þess, að þróunin stefni í þessa átt. • verðbólgan er því miður ekki 10% á ári um þessar mundir eins og ráðherrar halda fram. Upp á síðkastið hafa verðbreytingar reyndar svarað til 15—20% verð- bólgu á ári samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Verðbólga hér á landi er því enn miklu _meiri en í helstu viðskiptalöndum íslendinga, sem setur stöðugleika í gengismál- um í hættu. • Viðskiptahalli gagnvart út- löndum er að myndast á ný, þótt útflutningur sé meiri en nokkru sinni fyrr. í síðustu þjóðhagsspá var spáð 1 milljarðs króna viðskipta- halla á þessu ári. Hann gæti orðið meiri, ef svo fer fram sem horfír. Skuldasöfnunin heldur því áfram. Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki nóg að tala um jafn- vægisstjóm í efnahagsmálum. Það þarf að framkvæma hana líka. í því efni skortir nú verulega á hjá ríkisstjóminni. Af þeim sökum er hætta á því, að jafnvægi í þjóðarbú- Jón Sigurðsson „í fyrsta lagi er nú hætta á að ríkisstjórnin sé að glutra niður góð- ærinu, sem ríkt hefur síðustu misseri, með lausatökum á stjórn efnahagsmála. I öðru lagi eru skatta- og bankamálin einmitt dæmi um það, hversu vanmegnug núverandi ríkisstjórn er til að koma fram varanlegum breytingum, sem til framfara horfa.“ skapnum, sem er forsenda þess að unnt sé að koma fram varanlegum umbótum í efnahags- og atvinnu- lífí, sé að fara forgörðum. Skatta- og bankamál En það er ekki nóg með að ríkis- stjóminni förlist jafnvægislistin. Umbótamál, sem hún segist hafa komið fram, eru sum sýnd veiði en ekki gefín. Staðgreiðslukerfí skatta og skipulag bankamála eru nærtæk dæmi. Löngu er ljóst orðið, skattakerfi ríkisins er í rúst. Ráðherrar í ríkis- stjóminni lýsa því meira að segja þannig sjálfír að það sé í molum. Allir þekkja hrópandi dæmi um það, að þeir, sem búa við sömu kjör, bera ekki sömu skatta. Heiðarleik- inn er skattlagður og nýjar atvinnu- greinar bera þyngri skatta en gamlar. Ríkisstjómin hefur haft fjögur ár til að lagfæra skattakerf- ið en hefur hvorki mótað heildar- stefnu í skattamálum né komið fram umtalsverðum úrbótum. Á starfstíma stjómarinnar hafa hvað eftir annað verið iagðar fram lítt undirbúnar tillögur um nýja skatta og skattbreytingar, sem svo hefur verið horfíð frá, stundum án greinargerðar eða umræðu. Nægir hér að nefna áform síðastliðið haust um olíuskatt, breytingar á vöm- gjaldi og tollskrá og um virðisauka- skatt í stað söluskatts. Öllu var þessu ýtt á flot með fjár- lagafmmvarpinu, en strandaði síðan eða var dregið til baka. Þetta em afleit vinnubrögð. Menn verða að geta treyst á stöðugleika og skipuleg vinnubrögð í skattamálum. Það er til marks um stefnuleysið, að við fjárlagaumræðuna í haust sagðist ríkisstjómin leggja höfuð- áherslu á virðisaukaskatt, vömgjald og nýja tollskrá, en staðgreiðslu- málið var nánast nefnt í framhjá- hlaupi. Þegar á þingið leið breyttist þetta allt. Virðisaukaskatturinn strandaði og tollskráin nýja var lögð til hliðar. Á síðustu vikum starfs- tíma síns reyndi stjómin að klóra í bakkann og fékk samþykkt lög um staðgreiðslu tekjuskatts og út- svars og ýmissa smáskatta, sem þeim tengjast. Því ber að fagna, að þetta mál skyldi loksins koma fram. Það var hins vegar afleitt að þurfa að keyra svo afdrifaríkar breytingar á skattalögum gegnum þingið í tímaþröng. Málið kom í reynd of seint fram, og er þó ekki nema hluti þess verks, sem vinna þarf á þessu sviði. Það má alls ekki spilla svo góðu máli með fljótfæmis- legum vinnubrögðum. Reyndar átti ríkisstjómin ekki fmmkvæði að staðgreiðslumálinu, heldur var það verkalýðshreyfíngin, sem knúði það fram. En ljóst er að jafnvel þennan þátt skattamálanna verður að end- urskoða strax í haust. Ríkisstjomin hefur viðurkennt þetta með því að skipa milliþinganefnd til að endur- skoða allar helstu tölur í hinum nýsettu lögum áður en á þau reyn- ir árið 1988. Sannleikurinn er sá, að eins og málið var lagt fyrir er ekki ljóst, hvort það felur í sér hækkun eða lækkun tekjuskatts til ríkisins. Hlutur launafólks er ekki vel tryggður með ákvæðum hinna nýju laga. Staðgreiðslukerfí beinna skatta er þó tvímælalaust fram- faraskref sé vel um hnútana búið. En ríkisstjómin hefur ekki undir- búið málið nægilega vel, en hefur látið Alþingi samþykkja lög til bráðabirgða til að hampa í kosn- ingabaráttunni. í bankamálum hefur stjómin sett nýja heildarlöggjöf um banka- kerfið, stuðlað að auknu frjálsræði um vaxtaákvarðanir og að myndun verðbréfamarkaðar. Það er vissu- lega rétt, að ijármagnsmarkaðurinn utan bankanna hefur þróast nokkuð á síðustu ámm og markaðsöfl ráða nú meiru um vaxtamyndun en áð- ur. Þetta er jákvæð þróun. Af skipulagi bankanna er hins vegar aðra sögu að segja. Á síðustu dög- um þingsins vom samþykkt lög um að breyta Útvegsbankanum í hluta- félag. Hlutafélagsformið virðist þó vera nafnið tómtj því í reynd fela lögin í sér, að Útvegsbankinn er endurreistur með allt að eins millj- arðs króna framlagi úr ríkissjóði og Fiskveiðasjóði, sem starfar á ábyrgð ríkissjóðs. Þessi niðurstaða í Utvegsbankamálinu er ekki síst athyglisverð fyrir þá sök, að banka- stjóm Seðlabankans hafði í álits- gerð í nóvember síðastliðnum sagt, að endurreisn Útvegsbankans væri langversti kosturinn, sem fyrir hendi væri í bankamálum. Ríkis- stjómin hefur þetta álit að engu með lögunum um Útvegsbankann, sem hún hefur nú látið samþykkja á Alþingi. Hér er því um vemlegan ágreining að ræða milli ríkisstjóm- arinnar og Seðlabankans. Það er óhætt að fullyrða, að ríkisstjómin hafí einfaldlega viljað fleyta sér framyfír kosningar með því að skila auðu í Útvegsbankamálinu. Hún reynir að láta líta svo út, sem hún hafíst að en gerir í raun og vem ekki neitt, því frá því í ársbyijun 1986 hefur Útvegsbankinn í reynd starfað á ábyrgð ríkissjóðs með milligöngu Seðlabankans. Hug- myndin um að gera Útvegsbankann í ríkara mæli en verið hefur að banka sjávarútvegsins, með þátt- töku sjóða og samtaka innan hans, er byggð á úreltri atvinnustefnu. Það er einmitt sundurhólfun og sérhæfíng lánastofnana á íslandi, sem er ein helsta rót þess vanda, sem Útvegsbankinn glímir nú við. Þetta skipulag virðist nú eiga að festa enn frekar í sessi, og ríkissjóð- ur og Fiskveiðasjóður borga að mestu eða öllu leyti tap Útvegs- bankans. Þessi niðurstaða í Útvegsbanka- málinu er alvarlegt umhugsunar- efni að minnsta kosti af þremur ástæðum. í fyrsta lagi af því, að í reynd var þetta mál prófsteinn á vilja og getu ríkisstjómarinnar til að gera raunhæfar breytingar í átt til heil- brigðari og ábyrgari starfshátta í íslensku viðskipta- og atvinnulífí. Á því prófi féll stjómin. í öðm lagi felast í lögunum um Útvegsbankann mikilvæg frávik frá hinni nýju löggjöf um viðskipta- banka. Reyndar hefur Útvegs- bankinn frá því í ársbyijun 1986 ekki fullnægt ákvæðum þessara laga um hlutfall eiginfjár af niður- stöðutölum efnahagsreiknings. Þannig má segja, að í fyrsta sinn, sem á þessi lög reyndi, hafi ekki verið farið eftir þeim. I þriðja lagi er Útvegsbankamál- ið glöggt dæmi um tvískinnung, það breiða bil sem stundum verður milli orða og athafna í íslenskum stjóm- málum. í þessu máli á þetta sérstak- lega við Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn hans höfðu um það stór orð á liðnu ári, ekki síst á flokksráðsfundi í nóvember 1986, að nú þyldi endurskipulagning bankakerfísins enga bið, dregið skyldi úr ríkisábyrgð á banka- rekstri og aldrei skyldi eyrir renna úr ríkissjóði í Hafskipsgjaldþrotið. Efndir þessar em komnar í ljós. Ekki stendur steinn yfír steini í hinum stóm yfirlýsingum. Menn hafa talað um það í tutt- ugu ár að endurskipuleggja banka- kerfíð í landinu án þess nokkuð hafí verið gert. Enn einu sinni er nú skilað auðu og ekki bættur sá brestur í bankakerfinu, sem birtist í vanda Útvegsbankans. Sjálfhelda helm- ingaskipta Skatta- og bankamálin em tvö dæmi um vanmátt samstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- floks til þess að koma fram haldgóð- um umbótum í efnahags- og atvinnumálum. Þessir tveir flokkar em einfaldlega of nátengdir rót- grónum sérhagsmunum og gömlum hugmyndum, sem standa í vegi framfara. Þeir binda hvor annars hendur á víxl í þeim málum, þar sem annar flokkanna kynni þó að hafa einlægan umbótavilja. Þannig lenda framfaramálin í sjálfheldu helmingaskipta. Þetta ættu kjós- endur að hafa hugfast, þegar þeir gera upp hug sinn í Alþingiskosn- ingunum 25. apríl næstkomandi. Höfundur er hagfræðingur. Hann er efsti maður á framboðslista AJþýðuflokksins íReykjavík við Alþingiskosningarnar 25. apríl næstkomandi. Uppskrifta- samkeppni ísafoldar fyrir börn og unglinga ísafoldarprentsmiðja hf. hyggst á 110 ára afmæli sínu á þessu ári gefa út mat- reiðslubók handa börnum undir nafninu Anægjustundir í eldhúsinu. Börnum og ungl- ingum, 10 ára og eldri, gefst kostur á að senda inn upp- skriftir til birtingar í bókinni og verða veitt verðlaun fyrir bestu uppskriftirnar. Uppskriftimar skulu vera hvort heldur er til daglegra nota eða hátíðabrigða, kökuppskriftir og hvers kyns frumlegir og fljótlegir réttir. Bókinni verður skipt í kafla auk almennra leiðbeininga um áhöld, matvæli ofl. Kaflamir verða: Heit- ir og kaldir drykkir; salöt, brauð og ýmsir kaldir réttir; heitar máltí- ðir; bakstur; garðveislur; nesti og ferðalög; réttir frá ýmsum löndum. Umsjón með útgáfunni annast matreiðslukennaramir Bryndís Steinþórsdóttir og Anna Gísladótt- ir, en uppskriftimar skal senda ísafold fyrir 12. apríl nk. merktar: Uppskriftasamkeppni ísafoldar 1987, Pósthólf 455, 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.