Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
27
Leiklistarskóli íslands:
„Rúnar og Kyllikki“ útskriftarverk
Útskriftarverkefni þeirra níu
nemenda, sem ljúka námi í vor
í Leiklistarskóla íslands, verður
leikrit ættað frá Finnlandi sem
heitir „Rúnar og Kyllikki“ eftir
leikritaskáldið Jussi Kylátasku.
Nemendaleikhús leiklistarskól-
ans, sem hefur aðsetur í
Lindarbæ, ráðgerir að frum-
sýna leikritið 22. apríl nk. og
verða sýningar út maimánuð.
Leikritið „Rúnar og Kyllikki"
var fyrst sýnt í heimalandi höfund-
ar uppúr 1970. í frétt frá leiklist-
arskólanum segir að baksvið
verksins sé lítið fínnskt þorp á
árunum 1955—1960. Rúnar og
Kyllikki eru ungmenni sem lenda
í árekstrum við heim fullorðna
fólksins. Þau eiga erfítt með að
fínna sér farveg í lífínu.
Nemendaleikhúsið hefur fengið
fímm gestaleikara til liðs við sig,
atvinnuleikarana Margréti Ólafs-
dóttur, Sigurveigu Jónsdóttur,
Þórhall Sigurðsson og Bjöm
Karlsson, og Stein Magnússon,
nemanda úr 2. bekk leiklistarskól-
ans. Leikstjóri verksins er Stefán
Baldursson, leikmynd og búningar
eru í höndum Grétars Reynissonar
og Ólafur Öm Thoroddsen sér um
lýsingu. Þórarinn Eldjám þýddi
verkið. Halldór Bjömsson, Hjálmar Siguijónsson, Valgeir Skagfjörð,
Nemendumir sem útskrifast í Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Am-
vor eru Ámi Pétur Guðjónsson, Ólafía Jónsdóttir, Stefán Sturla ljótsdóttir.
Nemendur Leiklistarskóla íslands sem útskrifast í vor og gestaleikarar sem taka þátt í uppfærslu á
leikritinu „Rúnar og Kyllikki"; einnig er á myndinni leikstjóri verksins, Stefán Baldursson.
Grípt'ana!
Sanitas
BAUKURINN,
KJÖRBÓKIN OG
LANDSBANKINN
HJÁLPA ÞÉR
AÐNÁENDUM
SAMAN
Þegar lítið fólk ræðst í stórar
fjárfestingar er gott að minnast
þess að margt smátt gerir eitt
stórt. Smámynt sem safnað er
í sparibauk og síðan lögð á
Kjörbók stækkar og ávaxt-
ast hraðar en þig grunar.
Bangsa baukurinn fæst í öllum
sparisjóðsdeildum Lands-
bankans. Þegar spariféð úr
honum er lagt inn er Kjörbók-
in vísasta leiðin að settu
marki. Barnið, baukurinn og
bankinn leggjast á eitt;
tölurnar hækka og að lokum
ná endar saman.
Kennum börnunum okkar að
spara peninga og ávaxta þá,
það er gott veganesti og
gagnlegt.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna (100 ár