Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið.
Fulltrúi
góðs granna
Thorvald Stoltenberg, hinn
nýi utanríkisráðherra Nor-
egs, hefur fetað í fótspor fyrir-
rennara síns, Knuts Frydenlund,
og farið í fyrstu opinberu heim-
sókn sína hingað til íslands.
Þessi ákvörðun hans er til marks
um þá nánu og miklu vináttu,
sem er á milli Norðmanna og
íslendinga. Öllum eru hinar
sögulegu rætur þessarar vináttu
ljósar. í samtímanum er einnig
fjölmargt, sem sameinar þjóðim-
ar, eins og fram hefur komið í
frásögnum af viðræðum þeirra
Thorvalds Stoltenberg og Matt-
híasar A. Mathiesen.
í tíð Knuts Frydenlund var
gengið frá hinu einstæða sam-
komulagi um hafsvæðið um-
hverfís Jan Mayen. Þar er
annars vegar viðurkennd lög-
saga íslands í 200 mflur í átt
að eyjunni og hins vegar réttur
okkar til að nýta auðlindir innan
norsku lögsögunnar umhverfís
Jan Mayen. Frydenlund sætti
ámæli heima fyrir vegna þessa
samnings, sem staðfesti í huga
okkar Islendinga, að sambandið
við Noreg er sérstakt og meira
virði en tengslin við flest önnur
ríki. Það leiðir af Jan Mayen-
samkomulaginu, að við þurfum
að hafa náin samráð við Norð-
menn til dæmis vegna nýtingar
á loðnustofninum. Nú liggur fyr-
ir að taka ákvarðanir um
loðnuveiðar Færeyinga og á veg-
um Grænlendinga á Jan
Mayen-svæðinu. Er mikils virði
fyrir okkur, að þar sé okkar hlut-
ur ekki fyrir borð borinn.
í fískveiðum og sölu á físki
eru Norðmenn keppinautar okk-
ar. Náið er fylgst með því hér á
landi, hvemig miðar í norskum
sjávarútvegi. Flest bendir til
þess, að á næstu árum muni
þorskveiði Norðmanna aukast
töluvert. Fiskstofnar í Barents-
hafí virðast til dæmis vera að
komast úr þeirri lægð, sem hefur
einkennt þá undanfarin ár. A
því er engin launung, að tiltölu-
lega lítill afli Norðmanna á
síðasta ári jók verulega eftir-
spum eftir íslenskum físki.
Þegar íslenskir útgerðarmenn,
sjómenn og físksalar ræða um
keppinauta sína í Noregi, staldra
þeir oft við þá staðreynd, að
norskur sjávarútvegur nýtur
umtalsverðra ríkisstyrkja. Þegar
grannt er skoðað, er það að vísu
álitamál, hvort þessir styrkir
auðveldi Norðmönnum að selja
fískinn. En sanngjamar óskir
íslendinga em, að þeir séu ekki
notaðir til að greiða niður verð
á mörkuðum eða til að stunda
undirboð.
Norðmenn eru á sama báti
og við að því leyti, að þeir eru
ekki í Evrópubandalaginu (EB).
Þeir hafa eins og við gert sér-
stakan samning við bandalagið
um sölu á fiski þangað. Almennt
séð hefur verið talið, að okkar
samningar séu ívið hagstæðari
en Norðmanna. Á hinn bóginn
hafa Norðmenn stigið það skref,
sem við viljum ekki stíga, að
heimila skipum frá EB-löndum
að stunda fískveiðar í lögsögu
sinni. Innan EB heyrast raddir
um, að kröfu um veiðiréttindi
innan íslensku lögsögunnar verði
að sinna eigi að liðka frekar fyr-
ir sölu á íslenskum físki í
bandalagsríkjunum.
Norðmenn ákváðu á sínum
tíma í þjóðaratkvæðagreiðslu að
gerast ekki aðilar Evrópubanda-
laginu. Nú fímmtán áram síðar
sjást þess æ fleiri merki í Nor-
egi, að áhugi er á aðild að EB.
Enginn stjómmálaflokkanna
setur það mál á oddinn og það
er ekki mikið rætt í opinberam
stjómmálaumræðum. Þróunin er
almennt á þann veg, að yfír-
gnæfandi líkur era á norskri
aðild að EB á næstu áram. Það
eru ekki aðeins viðskipta- og
efnahagsmál, sem þar ráða,
heldur einnig og ekki síður sú
staðreynd, að á vettvangi Atl-
antshafsbandalagsins og i al-
þjóðamálum er samvinna
EB-landanna orðin svo mikil, að
þau Evrópuríki, sem era utan
bandalagsins, eiga stundum í
vök að veijast. Hafa norsk
stjómvöld lagt mun meira upp
úr því en íslensk að fylgjast með
þessu pólitíska samstarfí EB-
ríkjanna.
Samstarf Norðmanna og Is-
lendinga á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins er náið og
gott. Vegna legu landanna falla
öryggishagsmunir þeirra að
veralegu leyti saman. Norðmenn
hafa að nokkra valið aðra leið
en við. Sjálfír hafa þeir öflugan
her undir vopnum en vilja ekki
heimila erlendar herstöðvar í
landi sínu á friðartímum. Hitt
er ljóst, að Noregur verður ekki
varinn ef til ófriðar kæmi nema
með aðstoð annarra. Hvemig að
því yrði staðið sést best á þeim
fjölþjóðlegu heræfíngum, sem
era mjög tíðar í Noregi. Stefna
Islendinga í vamarmálum er
mikilvægur þáttur í öryggis-
kerfí, sem er Norðmönnum og
okkur öllum besta tryggingin
fyrir því, að friður haldist í okk-
ar heimshluta.
Heimsókn Thorvalds Stolten-
berg hingað er til þess fallin að
treysta og efla hin góðu tengsl
okkar við Norðmenn — einmitt
þess vegna eru hún fagnaðar-
efni.
Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon
Aðstandendur reyklausa dagsins, Þorkell Halldórsson, Ingimar Sigurðsson, Árni Johnsen sem heldur á
námsefni tóbaksvamamámskeiða, Þorsteinn Blöndal, Kristín Kvaran og Þorvarður Öraólfsson.
Reykingamenn hvattir
til að ganga í „reyk-
lausa liðið“ á morgun
STEFNT ER að því að sem flest-
ir láti af reykingum á morgun
og gerist í framhaldi af því full-
gildir meðlimir í „reyklausa
liðnu.“ Þetta er markmið Tó-
baksvaraarnefndar og samtak-
anna um Reyklaust ísland árið
2000 með reyklausa deginum.
Mörg fyrirtæld, stofnanir og fé-
lagasamtök hafa lieitið stuðningi
við þetta framtak. Fjallað verður
um tóbaksvarnir á ýmsum vett-
vangi og Krabbameinsfélag
íslands verður með opið hús fyr-
ir þá sem vilja fá upplýsingar
og holl ráð til að hætta reyking-
um. A fréttamannafundi sem
haldinn var í gær kom fram að
samkvæmt skoðanakönnunum
hefur meirihluti reykingamanna
hug á að láta af vananum en
skortir tilefnið.
Að mati Tóbaksvamamefndar
urðu þáttaskil þegar lög um
reykingavamir vom samþykkt á
Alþingi árið 1984. Skýrslur ÁTVR
sýna að sala á tóbaki fór vaxandi
fram að þeim tíma, en síðan þá
hefur hún minnkað umtalsvert.
Þorvarður Örnólfsson sem hefur
verið erindreki Krabbameinsfélags-
ins í tóbaksvömum um langt skeið
taldi að mestu breytinguna mætti
kenna meðal skólabama. „Reyking-
ar þykja orðið hallærislegar meðal
ungu kynslóðarinnar," sagði Þor-
varður. „Þegar farið er í skóla og
spurt um þessi mál lýsa heilu bekk-
imir því yfir að reykingar séu bara
bull."
Skólaböm að tólf ára aldri hafa
fengið afhent veggspjald sem prent-
að er í 26.000 eintökum. Mynd-
skreyting þess er sótt í teiknimynd
Tóbaksvamamefndar sem birtist á
síðasta ári. Þar gefur einnig að líta
slagorð dagsins: „Reyklausa dag-
inn, 27. mars ’87 ganga allir í
Norræni kvartett-
inn fer til Kína
Fyrsti vestræni hópurinn sem fer með nútímatónlist þangað
NORRÆNI kvartettinn hefur
þegið boð Alþýðulýðveldisins
Kína um tónleikaferð til lands-
ins. Hefst tónleikaferðin á
morgun, en áður en haldið
verður til Kína mun hópurinn
æfa saman og halda tónleika
í Svíþjóð. Þetta mun vera í
fyrsta skipti sem kvartettinn
fer í tónleikaferð.
Kvartettinn skipa þeir Einar
ÞRÍHLIÐA viðræður um stjóra-
armyndun i Stúdentaráði eru
hafnar. Oddvitar Vöku, Vinstri-
manna og umbótasinna komu til
fundar í Félagsstofnun í gær, en
samkvæmt heimildum blaðsins
hafa aðilar átt með sér viðræður
sfðan í vikubyijun.
Umbótasinnar stofnuðu til við-
ræðnanna með bréfi í síðustu viku.
Áður hefur verið reynt að koma
samstjóm fylkinganna á laggimar,
en slíkar tilraunir strandað. Enn er
óljóst um árangur af þessum við-
Jóhannesson, klarinettleikari,
Joseph Ka-Cheung Fung, gítar-
leikari og tónskáld, Roger Carls-
son, slagverksleikari og Áskell
Másson, handtrommuleikari og
tónskáld. Að sögn þeirra fjór-
menninganna, mun þetta vera í
fyrsta skipti sem vestrænni
hljómsveit, sem spilar nútíma-
verk, er boðið að koma til Kína.
Verkin sem verða á efnis-
ræðum.
„Stúdentar eiga lágmarkskröfu á
því að fylkingamar reyni að mynda
samstjóm, enda kusu þeir samstöðu
í nýafstöðnum kosningum," sagði
Sveinn Andri Sveinsson efsti maður
á lista Vöku til Stúdentaráðs að-
spurður um stöðu viðræðnanna.
„Slíkt er þó ekki markmið í sjálfu
sér heldur gæti slík stjórn hugsan-
lega verið góð leið til að ná þeim
markmiðum sem Stúdentaráð setur
sér, það er að ná árangri í hags-
munabaráttunni."
skránni era „Fantasy on a
Chinese Poem,“ fyrir klarinett og
handtrommur, eftir Áskel Más-
son, „Toccata“ fyrir Gítar eftir
Þorstein Hauksson, „Impromtu"
fyrir fjórar congatrommur eftir
Áskel Másson, „Choreographic
Poems“ fyrir kvartett eftir Joseph
Ka-Cheung Fung, „Duo Concert-
ante“ eftir Joseph Ka-Cheung
Fung, „Blik“ eftir Áskel Másson,
„Waves“ eftir Per Nörgaard og
„Divertimento" fyrir kvartett eft-
ir Áskel Másson.
Aðeins eitt af þessum verkum
hefur verið flutt hér á íslandi,
en það er Blik eftir Áskel Másson.
Eins og fyrr segir, hefst ferðin
í Svíþjóð, nánar tiltekið í Gauta-
borg, þar sem kvartettinn mun
dvelja í eina og hálfa viku við
samæfingar og halda tónleika
áður en lagt er upp í sjálfa förina
til Kína. Hún hefst 7—8. apríl,
með tvennum tónleikum í borg-
inni Shenshen. Þá verða tvennir
tónleikar í Canton og að lokum
mun kvartettinn koma fram í
hinu nýja og glæsilega
„Kínverska ópera- og dansleik-
húsi“ í Peking, sem tekur 1600
manns í sæti. Mun ferðin innan
Kína taka hálfan mánuð. I lok
fararinnar er ætlunin að hljóðrita
tónverkin á efnisskránni fyrir
hljómplötu í Gautaborg.
Viðræður um sam-
stjórn fylkinganna
í Stúdentaráði