Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
37
'%r-
* ;v
Reyklausa daginn, 27. mars '87
ganga allir í reyklausa liðið!
/.f
TÓBAKSVARNANEFND
Veggspjald reyklausa dagsins.
reyklausa liðið“. Þorvaldur sagði
að vonast væri til þess að vegg-
spjaldið vekti upp umræður á
heimilum viðtakenda. Þorsteinn
Blöndal yfirlæknir sagði að svo virt-
ist sem unglingar gætu séð reyking-
ar í raunsæjara ljósi en þeir
fullorðnu. „Þau vita að hér er um
líf og dauða að tefla," sagði hann.
í tilefni reyklausa dagsins verður
gefínn út bæklingurinn „Út úr kóf-
inu“, með hollum ráðum til þeirra
sem vilja hætta að reykja. Þá er
boðið upp á tóbaksvamamámskeið
á 13 stöðum á landinu um þessar
mundir: Akureyri, Egilsstöðum,
Akranesi, Bolungarvík, Seyðisfirði,
Húsavík, Reykjalundi, Sauðárkróki
í Stykkishólmi, Borgamesi, og
Keflavík auk Heilsuvemdarstöðvar-
innar í Reykjavík og hjá Krabba-
meinsfélaginu. Þorsteinn sagði að
aldrei yrði hægt að bjóða ölium sem
ætla að hætta að reykja upp á nám-
skeið. Það væri enda ekki ætlunin;
í öllu tóbaksvamarstarfi væri meg-
inmarkmiðið að hvetja reykinga-
menn til að hætta af sjálfsdáðum.
Á fundinum var vakið máls á því
að algengt er að bömum undir 16
ára aldri séu selt tóbak í verslunum.
Þetta er brot gegn tóbaksvamar-
lögum. Uppi eru hugmyndir um að
gera tóbakssölu leyfísskylda og
hefur sá möguleiki meðai annars
verið ræddur í nefnd á vegum Holl-
ustuvemdar ríkisins. Fundarboð-
endur sögðu að hugsanlega mætti
hafa betra eftirlit með tóbakssöl-
unni ef hún yrði háð leyfí.
Morgunblaðið/Bjami
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra og Óskar Gíslason, einn
af frumkvöðlum kvikmyndagerðar hér á landi, við nokkrar kvik-
myndavélar sinar sem eru nú í eigu Kvikmyndasafnsins.
Samtök kvikmynda-
gerðarmanna og lista-
manna fá eigið húsnæði
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Sverrir Hermannsson, vígði í
gær 320 fermetra húsnæði að
Laugavegi 24, þriðju hæð, sem
hýsa mun Kvikmyndasjóð, Kvik-
myndasafn og Bandalag
islenskra listamanna. Auk þess
mun Félag kvikmyndagerðar-
manna og Samband íslenskra
kvikmyndaframleiðenda hafa
aðstöðu í húsinu.
Ekkert þessara félaga hefur haft
eigið húsnæði til umráða. Bandalag
íslenskra listamanna er elst þeirra,
var stofnað árið 1928 og verður því
sextíu ára á næsta ári. Guðbrandur
Gíslason, framkvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs og Kvikmyndasafns,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að sömu sögu væri að segja um
sjóðinn og safnið, sem hefðu hvergi
átt höfði sínu að halla frá stofnum
árið 1979. Knútur Hallsson ráðu-
neytisstjóri menntamálaráðuneytis
hafði Kvikmyndasjóð í sinni hendi
þar til í fyrra að Guðbrandur var
ráðinn framkvæmdastjóri hans.
„Kvikmyndasafnið hinsvegar var í
góðu leiguhúsnæði að Skipholti 31,
en bjó þó við þröngan kost. Áhugi
manna vaknaði því á að fá húsnæði
til eignar undir þessa margþættu
starfsemi og beitti menntamálaráð-
herra sér mjög fyrir því að sá
draumur yrði að veruleika og síðar
einnig fjármálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson einnig."
Menntamálaráðherra sagði með-
al annars við vígsluna að Kvik-
myndasafn hefði lengi legið undir
skemmdum og hefði því með sam-
þykki fjármálaráðherra ráðist í
kaupin. Þar með hefði Bandalag
íslenskra listamanna auk annarra
félagasamtaka fengið samastað í
fyrsta sinn. Ráðherra heimilaði
jafnframt forráðamönnum félag-
anna að kaupa innbú fyrir 90.000
krónur. Ráðherra sagði að lokum
að hann ætti ekki von á því að lista-
menn þyrftu að kvíða framtíðinni
þó ýmislegt væri ennþá óunnið.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON
Stefnunni sem hófst í
Yalta lauk í Reykjavík
Bitbein stórveldanna er nú geimurinn í stað Evrópu
Skyndileg heimsfrægð Reykjavíkur og Höfða í október í haust
var ekki stundarljómi, sem fyrnist fljótt undir tímans tönn, held-
ur verða Reykjavík og Höfði nöfn í veraldarsögunni, sem seint
munu gleymast, sökum þeirrar stefnubreytingar í alheimsmálum,
sem þar varð á hátindarfundi þeirra Gorbachevs og Reagans.
Evrópa, sem skipt var í
áhrifasvæði stórveldanna á
Yalta-fundinum 1945, er ekki
lengur þrætuepli miUi risaveld-
anna. Nú er geimurinn þrætu-
eplið, sem barist verður um.
Þessi þáttaskil mannkynssög-
unnar urðu í Höfða. Reykjavík
og Höfði eru orðin nöfn í ver-
aldarsögunni i framtíðinni á
borð við Versali, Friðarhöllina
í Genf, Waterloo og aðra merk-
ustu sögustaði heimsins, þar
sem sagan hefir tekið sin
stærstu spor og örlagaríkustu,
til góðs eða ills fyrir mannkyn-
ið.
Þessar fullyrðingar eru ekki
mikilmennskuórar íslendings,
sem ber sér á bijóst, heldur
rökréttar ályktanir af skoðun
merks rithöfundar og heim-
spekings, Edmund J. Os-
manczyk að nafni.
blómstrar í vestur að Atlants-
hafínu, en hinn er að kafna í
þrengingum austur að Úralfjöll-
Hættulegnr vígtoúnaður
of dýru verði keyptur
Nú slær höfundur fram þeirri
spumingu hvort Sovétríkin og
Varsjárbandalagið geti valdið, eða
séu fær um, að halda áfram
vígbúnaðarkapphlaupinu við
Bandaríkin og NATO.
„Vitanlega geta þau það,“ seg-
ir hann. „En það myndi kosta
gífurlegar fómir í lffsviðurværi
almennings í þessum löndum, sem
býður hættum heim fyrir Evrópul-
stað í Tékkóslóvakíu gæti það
haft hættulegar og uggvekjandi
afleiðingar, ekki aðeins í Evrópu
heldur og víða um heirn."
Osmanczyk dregur þáályktun,
að einasta ráðið til að forðast al-
varleg átök í heiminum sé algjör
afvopnun og eyðilegging allra
kjamorkuvopna hvar sem þau
fínnast í veröldinni. En hann játar
um leið, að ekki sé líklegt að
hægt verði að ná samkomulagi
um algera afvopnun á næstunni.
Þegar stórveldin verða
í minnihluta I heiminum
Hvorki Bandaríkin né Sovét era
tilbúin í algjörar afvopnunará-
kvarðanir að dómi höfundar, þrátt
fyrir hættuna sem af áframhald-
andi vígbúnaði stafar. En hann
bendir á, að nú sé 21. öldin á
næsta leiti. Samkvæmt opinber-
um tölum frá Sameinuðu þjóðun-
Yalta/Reykja-
vík/geimurinn
Þegar Osmanczyk, sem er fyrr-
verandi pólskur þingmaður og
formaður pólska höfundarréttar-
sambandsins, var á ferð hér í
Washington í haust fól hann vini
sínum handrit að grein, sem hann
hafði ritað um Reykjavíkurfund-
inn. Hugleiðingar hans hafa nú
verið birtarí Washington Post.
„Sögu nútímans, sem hófst með
Yalta-fundinum 1945, lauk með
hátindsfundinum í Reykjavík
1986,“ segir höfundurinn. „Allt
sem gerðist eftir Yalta-fundinn
tilheyrir óumflýjanlega fortíð Evr-
ópu. Allt sem gerist í alþjóðamál-
um eftir Reykjavíkurfundinn lofar
heiminum nýrri stefnu í átökunum
milli stórveldanna, sem, því miður
verð ég að segja, hvorki Evrópa
né stórveldin era viðbúin að ta-
kast á við.
mim
v
Var stigið skref i Höfða, sem á eftir að marka þáttaskil í sambúð-
arsögu þjóða? Pólskur rithöfundur svarar þessari spurningu
játandi í grein, sem birtist nýlega í bandariska blaðinu Was-
hington Post
Yalta," heldur Osmanczyk
áfram, „var síðasti hlekkurinn í
atburðarás tiirauna, sem hófust
með Tordesillas-samningnum frá
1494 um skiptingu heimsins í
áhrifasvæði stórveldanna. Skipt-
ing Evrópu í Yalta var röng, en
henni lauk í Reykjavík þegar Evr-
ópa var ekki iengur aðalþrætuepli
stórveldanna, heldur geimurinn."
Meira hagsmunamál
en augað sér
„Bandaríkin," segir höfundur,
„ákváðu að auka tæknilega yfír-
burði sína yfír Rússum með
vopnatilraunum í geimnum, til
hags bæði fyrir vopnaframleiðslu
sína sem og til bóta fyrir efnahag
þjoðarinnar í heild. Skipting Evr-
ópu, sem var réttlætt með því að
hún væri nauðsynleg til öryggis
og vemdar stór veldunum, er nú
gersamlega úr sögunni og hefír
enga þýðingu lengur. Hún er
meira að segja stórhættuleg
vegna óhemju fjölda kjamorku-
fiauga og vígbúnaðar beggja
vegna Elbu-fljóts. í þessu sam-
bandi ber og að hyggja að tví-
skiptingu Evrópu í austur og
vestur, þar sem annar hlutinn
öndin og raunar heiminn í heild."
Og höfundurinn heldur áfram:
„í stjómskipulagi, þar sem
hemaðarlegum tæknilegum fram-
föram og nýjungum er haldið
leyndum í tugi ára áður en kolvit-
iaust og háyfírbyggt skrrifstofu-
bákn leyfír almenningi að njóta
góðs af framföram, hljóta að
skapast óánægja og órói.
Ástandið er margbrotnara
vegna þeirrar staðreyndar, að inn-
an Sovétsamsteypunnar era
þjóðir, sem öldum saman hafa
lotið einveldisstjómum, en aðrar
sem hafa reynslu af lýðræðislegu
stjómarfari, eins og Vestur-Evr-
ópulöndin. Þrátt fyrir 40 ára
þéttriðið einvaldsskipulag innan
Varsjárbandaiagsins era þjóðimar
innan þess ennþá félagslega ólíkar
að hugsun. Það er hugsanlegt,
að ef sultarólin verður hert enn
meira í þessum löndum gæti kom-
ið til þess að Varsjárbandalagið
neyddist til að taka til sinna ráða.
Kæmi til atburða líkt og áttu sér
um verða stórveldin tvö árið 2025
aðeins 8 prósent af íbúum heims-
kringlunnar, en þá verður íbúatala
veraldarinnar samtals átta þús-
und milljónir manna.
„Ég á bágt með að trúa því,“
segir Osmanzcyk að lokum, „að
svo tittölulega fámenn þjóðfélög
geti til lengdar undirokað heiminn
á næstu tugum ára. Það væri
þeim því hollast að láta undan og
gangast undir að haldin verði ný
heimsráðstefna í framhaldi af
Yalta-samningnum og Reykjavík-
urfundinum, þar sem samið yrði
um afvopnun og heimsfrið."
Höfundurinn lýkur grein sinni
með því að segja, að verði ekkert
gert á næstu áram til að tryggja
frið í heiminum með samkomulagi
allra þjóða hljóti að fara svo, að
ragnarökkursspámenn hafí rétt
fyrir sér og mannkynið ljúki til-
veru sinni á þessari jörð með
sjálfsmorði."
Höfundur er fréttaritari Morgunblaðs-
ins i Washington