Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Mikið fiskframboð í Þýzkalandi:
Dregið úr gáma-
sendingum héðan
Þeir sem taka þátt í uppsetningu á söngleiknum „Lísa i Undralandi“.
„Lísa í Undralandi“
frumsýnt á Akranesi
LISTAKLÚBBUR nemendafé-
lags Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi frumsýnir
söngleikinn „Lisa í Undralandi"
föstudaginn 27. mars. Söngleik-
urinn er eftir Klaus Hagerup
með tónlist eftir Sverre Berg,
í útsetningu Jóhanns G. Jó-
hannssonar.
Þetta er nfunda verkefnið sem
listaklúbburinn tekur sér fyrir
hendur, en síðasta verkefni var
„Kitlur" eftir Steinunni Jóhannes-
dóttur.
Alls taka um 40 manns þátt í
uppsetningunni en leikaramir eru
16 talsins.
Söngleikurinn „Lísa í Undra-
landi" byggir að nokkru leyti á
hinu fræga ævintýri Lewis Ca-
roll, en er þó ekki síður við hæfi
fullorðinna. Leikstjóri er Emil
Gunnar Guðmundsson.
mmm
•“+.r
VERÐ á ferskum fiski fer nú
lækkandi á mörkuðunum í Þýzk-
alandi vegna vaxandi framboðs
frá Bretum og Frökkum. Vegna
þess var dregið verulega úr fyr-
irhuguðum sendingum héðan til
Þýzkalands í næstu viku, gámum
var fækkað um nær helming og
eitt skip hætti við sölu.
Síðastliðinn föstudag hugðust
fiskútflytjendur senda 25 fiskgáma
utan á markaðinn í næstu viku auk
þess, sem tvö skip höfðu bókaða
löndun í Þýzkalandi. Vegna fyrir-
sjáanlegrar verðlækkunar vegna
framboðs frá Bretum og Frökkum
var gámum fækkað í 11. Auk þess
hætti Már SH við löndun í Þýzkal-
andi en sendi hins vegar fisk þangað
í þremur gámum. Því verður alls
selt úr 14 gámum héðan og einu
skipi með 325 lestir í Þýzkalandi í
næstu viku. Gámaútflutningur til
sölu í þessari viku var talinn innan
hæfílegra marka en verð fyrir fisk-
irm liggur ekki fyrir, KarAsefni RF
seidi á mánudag 254 lestir í Bre-
merhaven fyrir samtals 21,1 milljón
króna. Meðalverð var 47,83.
Enginn gámafiskur héðan var
seldur í Bretlandi á mánudag, en á
þriðjudag var seld 621 lest úr gám-
um. Heildarverð var 38 milljónir
króna, meðalverð 60,90. Fyrirþorsk
fengust 59,17 að meðaltali á kíló,
74,00 fyrir ýsu, 37,33 fyrir ufsa
og 66,00 fyrir kola. Á miðvikudag
var selt svipað magn úr gámum í
Bretlandi_ en síðdegis þann dag
hafði LÍÚ ekki fengið endanlegar
upplýsingar um magn og verð.
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag um útkomu fjórðu bókar
Gunnars Sverrissonar var sagt að
bókin væri fjölrituð. Það er ekki
rétt, bókin er offsetprentuð. Þetta
mjshermi er hér moð leiðrétt.
Meðalland:
Tófu fjölgar mjög
Mikil óvissa í
framhaldsskólum
þá dauðastríðið orðið langt og ægi-
legt.
En Eyjaijallarefurinn sem Síðu-
menn drápu hefur sjálfsagt verið á
aflífúnamámskeiði hjá náttúru-
vemdarmönnum. Veitti þeim ekki
af að taka fleiri tófur í læri, ef
bændur eiga að verða sáttir við þær.
Nú fyrir skömmu las ég í Al-
þýðublaðinu að bændur fá ‘A af
verði afurða sinna. Er þá miðað við
það verð sem neytandinn greiðir.
Gæti þetta vel verið nærri lagi og
segir sína sögu. Það er alltaf verið
að tala um erfiðleika bænda. Hvað
með þjónustuaðila, ef hefðbundni
landbúnaðurinn fer í rúst. Oll
sveitaþorpin, að mestu leyti, furðu-
stór hluti kaupstaðanna og meira
að segja að hluta í Reykjavík hefur
fólk af landbúnaðinum, bæði beint
og óbeint. Að halda að sölutregða
á landbúnaðarvörum sé vandamál
bændanna einna er hreinn bama-
skapur.
Mikið er rætt um nýjar búgrein-
ar. En einnig mætti styrkja þær sem
fyrir eru. Nauðsynlegt er að leita
nýrra beitaijurta sem gætu þrifist
hér. Er í raun og veru algerlega
óafsakanlegt að slík tilraun skuli
ekki hafa verið gerð á þeim svæðum
jarðar er hafa lík veðurskilyrði og
ísland. Væri hægt að stytta tímann
sem búfé er við hús, gæti það haft
mikla þýðingu.
Þorrablót vom með hefðbundnu
sniði. Var það fyrsta í Efri-Éy, þá
á Kirkjubæjarklaustri og Skaftár-
tungumenn ráku lestina. Þetta voru
skemmtanir með heimatilbúnum
skemmtiþáttum og ágætri stemmn-
ingu.
Þessi vetur hefúr verið frosta-
lítill það sem af er. Hér í Meðallandi
er nær allstaðar vatn sigið niður í
túnum. Tíðarfar hefur verið mjög
gott frá áramótum. En fram til
þess tíma var veturinn frekar um-
hleypingasamur og haustið einnig,
allt frá því að óvenjumiklum þurrk-
um lauk hér í september.
Lómurinn sem alltaf kemur hér
fyrstur af sumarfuglum er nú kom-
inn óvenjusnemma.
- Vilhjálmur.
Skákmót
grunnskóla
Reykjavíkur
SVEITAKEPPNI grunnskóla
Reykjavíkur í skák hefst föstu-
daginn 27. mars nk. Áætlaður
fjöldi skáksveita er u.þ.b. 27.
Mótinu verður fram haldið á
laugardag og sunnudag. Keppnis-
staðir verða í húsakynnum Taflfé-
lags Reykjavíkur að Grensásvegi
46.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Nemendur hafa komið sér fyrir á göngum fjármálaráðuneytisins.
Skátaskeyti
í Kópavogi
SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar í Kópa-
vogi er með sina árlegu skeyta-
sölu fyrir fermingarnar. Verð
skeytana er 200 kr. sem hægt
er að greiða með greiðslukortum
símleiðis.
Safnað verður skeytum í Kópa-
vogi fyrstu þijár fermingamar og
er Kópavogsbúum bent á að kynna
sér formið í Fermingarblaði Kópa-
vogs. Einnig er hægt að hringja í
síma 44075 laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 10.00-16.00 alla
fermingardagana.
„ÞAÐ RÍKIR alltof mikil óvissa
ennþá til þess að nokkuð sé hægt
að segja um það hvaða afleiðing-
ar verkfallið kann að hafa fyrir
nemendur,** sagði Kristján Bersi
Ólafsson, skólameistari Flens-
borgarskólans, í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Ástandið í
skólanum er slæmt, mjög lítil
kennsla er í gangi, innan við 10%
af þeirri kennslu sem ætti að
vera. Það er mjög erfitt að segja
nokkuð um hvaða afleiðingar
langt verkfall getur haft fyrr en
séð er fyrir endann á því.“
„Ég veit ekki til þess að nemend-
ur hafí hætt námi, en það er ekki
ólíklegt að svo verði ef þetta dregst
miklu lengur. Það var talsvert um
það í verkfallinu 1985. Þeir nem-
endur komu samt margir aftur til
náms síðar. Endanlega veit maður
ekki hvemig það verður núna fyrr
en kennsla kemst í gang aftur. Því
lengri tíma sem þetta tekur þeim
mun erfiðari viðureignar verða af-
leiðingamar,“ sagði Kristján Bersi.
í Menntaskólanum á ísafirði
fengust þær upplýsingar hjá Bimi
Teitssyni, skólameistara, að næst-
um allir nemendur menntaskólans
sem þar væm í heimavist væru
famir heim til sín og margir væru
búnir að fá sér vinnu. „Þetta er
ófremdarástand, þótt stundakenn-
arar hafi aðeins reynt að halda
uppi kennslu má í raun segja að
hún hafi alveg legið niðri."
Nemendur framhaldsskóla á höf-
uðborgarsvæðinu hafa með ýmsu
móti sýnt kennurum stuðning, nú
seinast með því að búa um sig á
göngum fjármálaráðuneytis eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær.
Hópurinn sem þar hefur komið
sér fyrrir stækkaði eftir því sem leið
á gærdaginn. Nemendur segjast
munu halda þar kyrru fyrir þar til
lausn er fundin og „ákveðin hefur
verið menntastefna“, eins og segir
í tilkynningu sem nemendur hafa
dreift.
Hnausum í Meðallandi.
NOKKUR lömb komu dýrbitin til
réttar á Síðu I haust, sum illa
leikin. Hefur tófu fjölgað mjög
á afréttunum. Hér hafa sést blá-
refir sem sloppið hafa úr búrum.
Eiga þeir e.t.v. þátt í fjölgun
refa hér, því mikil fijósemi verð-
ur við blöndum fjarskyldra
stofna.
Hafa bændur á Síðu nú borið út
æti fyrir tófuna og munu ekki ætla
að vanda henni kveðjumar komist
þeir í færi. Þeir sem séð hafa að-
ferðir tófunnar þegar hún ræðst á
sauðfé munu fáir sáttir við hana.
Hún mylur upp snoppuna á kind-
inni og tætir hold frá beini. Ekki
er betri aðferðin ef hún fer í þær
að aftan, rekur jafnvel úr þeim
gamimar. í sumum tilfellum slepp-
ur kindin lifandi frá tófunni. Getur
Hljómsveitin Rauðir Fletir.
Rauðir Fletir
á Borginni
í kvöld
HLJÓMLEIKAR verða í Hótel
Borg í kvöld, 26. mars, þar sem
hljómsveitin Rauðir Fletir kemur
fram ásamt hljómsveitinni Sog-
blettirnir.
Á hljómleikunum verður spilað
efni sem væntanlegt er á hljóm-
plötu hljómsveitarinnar Rauðir
Fletir. Hljómsveitin Sogblettimir er
ný hljómsveit sem flytur rokk.