Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Stórfelld lækkun á farm-
gjöldum til vamarliðsins
Önnur flutningafyrirtæki óttast afleiðingarnar
Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni, fréttaritara
Morgunblaðsins i Bandaríkjunum.
Heildartekjur Eimskipafélags ís-
lands hf. af vamarliðsflutningunum
næsta ár verða að líkindum aðeins
fimmtihluti af þeirri upphæð, sem
fengist miðað við þau farmgjöld
sem gilt hafa um vamarliðsvörur.
Talsmenn annarra tilboðsaðila lýstu
í gær undrun sinni á þessu lága
tilboði Eimskip og óttast að aðrir
aðilar sem senda vörur milli Islands
og Bandaríkjanna geri nú kröfur
um samsvarandi lækkun farm-
gjalda.
Samkvæmt upplýsingum Nancy
Hart hjá umboðsaðilum Sambands-
ins í New York er munurinn á
helstu farmgjöldum í tilboði Eim-
skips og þeim farmgjöldum sem
gilt hafa hingað til þessi: Tilboð
Eimskips hljóðar upp á 19,60 doll-
„ÉG óska Eimskipafélaginu til
hamingju með að hafa fengið
flutningana fyrir Varnarliðið.
Svona ganga hlutirnir. Sjálfsagt
hefur Eimskipafélagið boðið
bezt og því fengið flutningana,"
sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri
skipafélagsins Víkur, í samtali
við Morgunblaðið.
Skipafélagið Víkur var eitt þeirra
skipafélaga, sem buðu í flutning-
ana, en fékk ekki. Finnbogi sagði,
að þetta væri ekkert áfall fyrir fé-
lagið, en hann hefði orðið ánægður,
ara fyrir mælitonnið af gámavörum
í 20 feta gámum, en hefur verið
154,70 dollarar frá Portsmouth.
Tilboð Eimskips hljóðar upp á 26,85
dollara á mælitonnið af gámavörum
í 40 feta gámum, en hefur verið
176 dollarar frá Portsmouth. Fyrir
frystigámaflutning bauð Eimskip
50 dollara á mælitonnið en hingað
til hafa verið teknir 240,90 dollarar
fyrir mælitonnið frá Portsmouth til
Islands.
Aðrir tilboðsaðilar, sem vilja ekki
láta nafns getið, lýstu furðu sinni
á því hversu lágt Eimskip hefði
boðið og bentu fréttaritara á að
spyija hvort þeim sem flytja frosið
grænmeti í 40 feta gámum bjóðist
þetta lága verð. Þessir aðilar töldu
að fyrir sömu flutninga og með
farmgjöldum sem gilt hafa, hefðu
fengist um 200 milljónir króna, en
hefði tilboði félagsins verið tekið.
Hann vissi ekkert um önnur tilboð,
en gerði ráð fyrir því, að öllum leik-
reglum hefði verið fylgt í þessu
máji.
Ómar Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri skipadeildar Sambandsinsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að síðastliðin tvo til þijú ár hefði
skipadeildin sagt, að íslenzk skipa-
félög ættu að hafa alla möguleika
á því að bjóða upp á framgjöld, sem
stæðust samkeppni annarra. Því
væri eðlilegast að íslenzku skipafé-
samkvæmt tilboði Eimskip fáist
aðeins um 40 milljónir króna. Þegar
Rainbow Navigation tók við flutn-
ingunum voru heildartekjur af
öllum íslandsflutningum fyrir vam-
arliðið um 11 milljónir dollara á
ári, það er að segja 440 milljónir
króna á núgildandi gengi.
Mark Young forstjóri Rainbow
Navigation sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins í gær
að þessi farmgjöld í tilboði Eimskips
séu góðar fréttir fyrir þá sem senda
vörur sjóleiðis milli Bandaríkjanna
og Islands. „Raunar þýðir tilboðið
að mínu mati að Eimskip sé best
rekna skipafélag í heimi, það væri
gaman að kunna þeirra rekstrarað-
ferðir," sagði Mark Young. Hann
sagðist búast við að ef Rainbow
Navigation hljóti 35 prósent flutn-
inganna, verði skip þeirra tekið í
lögin byggju við jafnrétti, þegar
keppt væri um þessa flutninga.
Þetta hefði nú gerzt og Eimskipafé-
lagið fengið flutningana fyrir
Vamarliðið. „Við buðum ekki í
þessa flutninga með það í huga að
tapa á þeim eða standa á sléttu.
Það er ef til vill af þeim sökum,
meðal annars, sem Eimskipafélagið
fékk þessa flutninga. Ég veit ekki
um önnur tilboð en okkar í þessa
flutninga og get því ekki borið þau
saman. Það hefur nú verið sýnt
fram á að íslenzku skipafélögin
hafa ekki síðri möguleika í þessari
samkeppni en erlend félög. Það var
skilyrta leigu hjá flotanum. „Þá
gætum við ekki keppt í almennum
flutningum, þar eð flotinn getur
tekið skipið í önnur verkefni hvenær
sem er, og því ekki hægt að sigla
eftir áætlun," sagði Mark Young.
Eimskipafélag Íslands hf. gerði
lægsta tilboð í vömflutninga á veg-
um bandaríska flotans og fær því
65 prósent varnarliðsflutninga milli
Bandaríkjanna og íslands í sinn
hlut. Óstaðfestar fregnir herma að
Rainbow Navigation hljóti 35 pró-
sent flutninganna, en sjóflutninga-
deild bandaríska flotans hefur enn
ekki tilkynnt hvaða bandarískt fé-
lag hlýtur þann hluta flutninganna.
Talsmaður flutningadeildar flot-
ans staðfesti í gær að fjögur íslenzk
skipafélög hefðu boðið í flutning-
ana. Hann vildi hins vegar ekki tjá
sig um fjölda bandarísku félaganna,
en talið er að aðeins Rainbow hafl
gert tilboð í flutningana.
bara spurningin hver spilaði djarf-
ast. Mér skilst að Eimskipafélagið
muni ekki tapa á þessum flutning-
um og það þýðir ákveðinn hlut. Eg
vona að framtíðin verði á þann
hátt, að íslensk skipafélög eigi
möguleika á að ná þeim, en verði
ekki útilokuð í skjóli einokunar-
laga,“ sagði Ómar Jóhannsson.
Tilboð Eimskip gerir ráð fyrir
19,60 til 26,85 dollurum á mæli-
tonnið af gámavömm, sem fluttar
em frá Bandaríkjunum til Íslands.
Fyrir ökutæki er gjaldið 48,65 til
62,95 dollarar á mælitonnið. Fyrir
frystivömr er gjaldið 50 dollarar á
mælitonnið.
Haraldur Ingi Haraldsson ásamt
einu verka sinna.
Sýnir í Ný-
listasafninu
HARALDUR Ingi Haraldsson
opnar myndlistarsýningu í Ný-
listasafninu við Vatnsstíg 3b
laugardaginn 28. mars nk. kl.
14.00. Haraldur Ingi sýnir þar
olíu- og akrílmyndir, teikningar
og pastelverk.
I sambandi við sýninguna gefur
Rauða húsið á Akureyri út tvær
bækur eftir Harald Inga; „Ljóð í
blárri bók“ og bók án nafns með
teikningum og texta.
Haraldur Ingi stundaði nám við
MHÍ 1978-81 og framhaldsnám í
Hollandi í tvö ár við AKÍ akademie
voor beldende kunst Enschede og
eitt ár við de frije akademie psyko-
polis i den Haag.
Slasaðist
um borð
Siglufírdi.
RÆKJUBÁTURINN Hákon kom
inn til Siglufirði í gærkvöldi með
slasaðan sjómann. Maðurinn
hafði orðið fyrir vír sem brast.
Þær upplýsingar fengust á sjúk-
arhúsinu í að líðan mannsins væri
eftir atvikum góð.
mj
Flutningarnir fyrir Varnarliðið:
Oska Eimskip til hamingju
- segir Finnbogi Kjeld, forsljóri
i'j&M
Að loknum tónleikum á Lækjartorgi var gengið að Borgartúni 6, þar sem utanrikisráðherrar Norð-
urlandanna funduðu. Þar fluttu ávörp þeir Thor Vilhjálmsson, séra Gunnþór Ingason og Erik Alfsen.
Morgunblaðið/Júlíus
Hljómsveitin Foringjarnir hóf tónleikana á Lækjartorgi í gær,
þar sem hópur fólks lagði áherslu á kröfu sína um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd.
Krafa um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
Fimm hundruð manns sóttu
tónleikana á Lækjartorgi
TÓNLEIKAR og útifundur
voru haldnir á Lækjartorgi í
gær og var markmiðið að und-
irstrika kröfu um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd. Tilefnið
var fundur utanríkisráðherra
Norðurlandanna, sem hittust í
húsnæði ríkisins að Borgartúni
6 í gær.
Að sögn lögreglu voru um 500
manns á Lækjartorgi í gær. Val-
geir Guðjónsson tónlistarmaður
stjórnaði fyrsta hluta tónleikanna,
en þá léku hljómsveitimar For-
ingjarnir og Grafík, auk þess sem
Valgeir og Bjarni Tryggvason
tóku lagið. Síðan tók Bubbi
Morthens við stjórninni ásamt
Ævari Kjartanssyni. Pétur Gunn-
arsson flutti ávarp og Jón Gúst-
afsson stjórnaði loks lokahlutan-
um. Þá stigu Ragnhildur
Gísladóttir og Jakob Magnússon
á svið til tónlistarflutnings og
fluttu meðal annars lag sem
Ragnhildur samdi sérstaklega fyr-
ir tónleikana. Lag hennar ber
heitið „Ekki ég“.
Skeyti barst frá Yoko Ono,
ekkju John Lennon, og kvaðst
Yoko fagna framlagi íslenskra
listamanna til friðarmála í heimin-
um og sagðist hugsa til fundar-
manna. Eftir að Ævar Kjartans-
son hafði lesið skeytið upp tók
Ragnhildur Gísladóttir við blóm-
vendi frá Yoko, fyrir hönd lista-
mannanna sem fram komu.
Eftir að tónleikum og ávörpum
á Lækjartorgi lauk, um kl. 17,
var gengið að Borgartúni 6 undir
forystu Lúðrasveitarinnar Svan-
ur. Þar héldu Thor Vilhjálmsson
og séra Gunnþór Ingason stuttar
ræður, auk Norðmannsins Erik
Alfsen, sem hefur starfað með
samtökunum „Nej til atomvápen"
í Noregi. _Að þessu loknu var
Matthíasi Á. Mathiesen færð að
gjöf bók Halldórs Laxness,
„Atómstöðin", með áritaðri kveðju
höfundar.