Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 41

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ AKUREYRI Hluti bátaflotans lá bundinn við bryggju á Hjalteyri, er blaðamaður átti leið þar um fyrir skömmu. Gamla fiskimjölsverksmiðjan á eyrinni, sem ekki hefur starfað í áratugi, er nú notuð sem skreiðar- geymsla. __ m j Morgunblaðið/HelgiBjamason Kyrrð yfir Hjalteyri Kjarasamningur sex stéttarfélaga við Slippstöðina hf Felur í sér 7-8% launahækkun UNDIRRITAÐUR hefur verið kjarasamningur starfsmanna Slippstöðvarinnar hf. og fyrir- tækisins. Einn samningur var gerður við alla starfsmenn, og eru sex stéttarfélög aðilar að honum. Að sögn Gunnars Ragn- ars forstjóra Slippstöðvarinnar felur samningurinn í sér 7-8% launahækkun en starfsmenn fyr- irtækisins hafi raunar fengið mjög litla hækkun við gerð des- embersamninganna. „Við höfum haft af því miklar áhyggjur undanfarin ár að þróunin hefur verið sú hjá okkur að það hefur ekki orðið nein endumýjun í Söngtríó íSjallanum ERLENT söngtríó, Jeun- nesse, kemur fram í Sjallan- um helgina 27. og 28. marz. Tríóið syngur bæði og dansar og þykir þvi svipa til söng- flokksins „Five star“. málmiðnaði. Það hefur nánast ekk- ert aðstreymi verið í greinina og okkar lið því verið að rýma. Við þessu urðum við að bregðast á ein- hvem hátt. Við vomm með afkasta- hvetjandi premíu-kerfí. Það átti fyrst og fremst við um nýsmíðar en þar sem ekkert hefur verið að gera í þeim hefur kerfíð ekki fallið vel — óánægju hefur gætt meðal starfsmanna og búið var að segja upp premíunni. Við urðum einnig að bregðast við því og nýttum því heimildarákvæði frá því í desember- samningunum um sérstakan vinnu- staðasamning," sagði Gunnar Ragnars í samtali við Morgunblað- ið. „Með þessu vona ég að við náum að snúa þróuninni við, að við löðum fleiri menn inn í þessi störf og náum meiri framleiðni." Að sögn Gunnars var það haft að leiðarljósi við samningsgerðina að nýta vinnutímann betur. Nú hafa kaffitímar verið lagðir niður, fataskipti fara fram utan vinnutíma og hálf klukkustund er í matarhlé. Störf hófust skv. nýja kerfínu síðastliðinn mánudag. Skv. samningnum eiga málmiðn- aðarmenn sjálfír verkfæri þau sem þeir vinna með og fá í staðinn ákveðna hækkun launa. Þá hafa fæðis- og flutningsgreiðslur verið færðar inn í kaupið. Premían svo- kallaða fellur einnig niður en er tekin inn í fastakaupið. Þess má geta að trésmiðir og rafvirkjar hafa í fjölda ára átt verkfæri sín, eins og málmiðnaðarmenn gera nú, og hefur það gefið góða raun. „Það er farsælla, menn hugsa betur um verkfærin," sagði Gunnar Ragnars. Hann sagðist fagna þessum nýja samningi. „Ég trúi því að við getum hífað málmiðnaðinn upp með þessu en auðna ræður því svo hvort við fáum einhver verkefni." Eins og áður sagði eru það sex félög sem standa að þessum samn- ingi við Slippstöðina: Félag málm- iðnaðarmanna, Trésmiðafélag Akureyrar, Sveinafélag rafvirkja, Verkamannafélagið Eining, Félag verslunar- og skrifstofufólks og Verkstjórafélag Akureyrar. Sjónvarp Akureyri FIMMTUDAGUR 26. mars § 18.00 Knattspyma. Umsjónar- maður er Heimir Karlsson. 19.10 Ljósbrot. Valgerður Matt- híasdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklar á helstu viðburðum menningarlífs- ins. 19.50 í sjónmáii. Að þessu sinni mæta í stúdíó Ingimar Eydal, Knút- ur Ottersted og Magna Guðmunds- dóttir og ræða tónlistarmálefni í bænum. Einnig er rætt við Boga Pétursson forstöðumann Ástjamar og að endingu við Pétur Jósepsson, fasteignasala, og Sigurð Sigurðs- son, framkvæmdastjóra, um fast- eignamarkaðinn á Akureyri. 20.55 Morðgáta. §21.45 Barist um bömin. Nýleg sjónvarpsmynd með Lindu Gray, John Getz og John Lithgow í aðal- hlutverkum. 23.10 Af bæ í borg. 23.45 Alcatraz. Fyrri hluti sjón- varpsmyndar um flótta úr einu rammgerðasta fangelsi í Banda- ríkjunum á eyjunni Alcatraz. Aðalhlutverk: Telly Savalas, Micha- el Beck, Art Camey og James Macarthur. Seinni hlutinn verður á dagskrá annað kvöld. 01.20 Dagskrárlok. Skákþing Akureyrar 1987: Gylfi og Arnar heyja úrslitaeinvígi GYLFI Þórhallsson og Amar Þorsteinsson urðu efstir og jafn- ir í opna flokknum á Skákþingi Akureyrar 1987 sem lauk um síðustu helgi. Þeir þurfa því að eigast við í fjögurra skáka ein- vígi, sem reyndar er hafið — þeir tefldu fyrstu skákina í fyrrakvöld, hún fór í bið og átti að teflast áfram í gærkvöldi. Þeir Gylfi og Amar hlutu 7 vinn- inga af 9, Bogi Pálsson varð í 3. sæti með 6 vinninga og Rúnar Sig- urpálsson og Siguijón Sigurbjöms- son í 4.-5. sæti með 5 V2 vinning hvor. Tómas Hermannsson sigraði glæsilega í unglingaflokknum, vann allar sínar skákir, níu talsins. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Tómas verður Ákureyrarmeistari í ungl- ingaflokki. Hann vann því til eignar bikarinn sem keppt var um. Rúnar Sigurpálsson og Bogi Pálsson urðu jafnir í 2.-3. sæti með V/2 vinning, Magnús Teitsson hlaut 5 vinninga og Skúli Skúlason 4V2 vinning. í drengjaflokki, 12 ára og yngri, sigraði Þorleifur Karlsson. Hann fékk 5l/2 vinning af 9 mögulegum. í öðru til fimmta sæti urðu Páll Þórsson, Ólafur Gíslason, Örvar Amgrímsson og Birkir Magnússon, allir með 4 vinninga. Þess má geta að Hraðskákmót Akureyrar verður haldið nk. sunnu- dag kl. 13.30 í Skákheimilinu í Þingvallastræti 18. Firma- og stofnanakeppni hefst svo miðviku- daginn 1. apríl kl. 20.00 og verða tefldar 7 umferðir eftir monrad- kerfi. Umhugsunartími verður hálftími á keppenda og er keppt í tveggja manna sveitum. Teflt verð- ur þrisvar alls, á miðvikudögum. Aðalfund- ur Þórs AÐALFUNDUR íþróttafélagsins Þórs verður haldinn á laugar- daginn kl. 14.00 í starfsmannasal KEA í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Á fundinum verður, auk venjulegra aðalfundar- starfa, rætt um væntanlega byggingu félagsheimilis á svæði félagsins í Glerárhverfi. Tónleikar í Sam- komuhúsinu HRÖNN Hafliðadóttir kontra- altsöngkona og Þóra Friða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardaginn 28. mars nk. kl. 16.00. Á efnis- skránni verða ljóð eftir J. Brahms, F. Schubert, Richard Wagner og Richard Strauss, einnig verða fluttar óperuaríur eftir Gluök, Ponchielli og Tchaik- ovsky. Hrönn lauk einsöngvaraprófí frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Vínar- borg. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum bæði í íslensku óperunni og í Þjóðleikhúsinu. Þóra Fríða lauk píanókennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún í Þýskalandi, við tón- listarháskólann í Freiburg og í Stuttgart, þar sem hún valdi ljóða- flutning sem sérgrein. Þóra Fríða starfar sem pfanóleikarí og kennari í Reylqavík. Þóra Fríða Sæmundsdóttir Hrönn Hafliðadóttir söngkona. píanóleikari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.