Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 47 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Getraun I tilefni vorsins og þess að birta eykst frá degi til dags ætla ég að leggja getraun fyrir lesendur. Veitingahús Þetta var á laugardags- kvöldi. Veitingahúsið er ekki stórt, en fallega innréttað. Fremst er lítið anddyri, síðan matsalur og inn af honum til vinstri er lítill bar og setu- stofa. GóÖur matur Við pöntuðum okkur í for- drykk einfaldan vodka, kalúa og freska með ís. Af matseðl- inum leist mér best á grísarif með bökuðum kartöflum og madeirasósu, en ástin mín fékk sér lambalundir með bakaðri kartöflu og béam- aisesósu. Með fengum við okkur hálfa flösku af rauð- víni, Chatauneuf du pape 1983. Athyglin vaknar Að loknum matnum lét ég augun reika um salinn. Og þá sá ég það sem vakti at- hygli mína. Eigandi staðarins var að afgreiða hvítvín á næsta borði. Við borðið sátu átta manns. Tignarleg skref Hann kom gangandi hægum og tignarlegum skrefum að borðinu. I hendinni hélt hann á silfursleginni ísfötu með hvítvíni. Hann lagði hana á borðið, tók flöskuna upp með ákveðnum handtökum og sýndi hana borðherranum. Eigandinn stóð á sérstakan hátt, hendurnar voru þráð- beinar og andlitsfallið virðu- legt. Hann var að þjóna herramanni. Glœsileiki Þegar borðherrann hafði kinkað kolli dró eigandinn, með töluverðum tilþrifum, fram tappatogara. Öruggum handtökum skar hann inn- siglið af flöskunni. Með drifhvítum klút þurrkaði hann af stútnum. Það gerði hann á þann hátt að hann sneri flöskunni fimlega í hendi sér. Síðan dró hann tappann úr. Þegar hér var komið sögu var þögn fallin yfir borðið. Gullskeiö Það sem gerðist næst hef ég sjaldan séð hér á landi. Eig- andinn hélt á flöskunni í vinstri hendi en með þeirri hægri teygði hann sig rólega innfyrir jakkaboðunginn og dró fram litla gullskeið. Hann hélt henni á lofti til að allir gætu séð hana, leit síðan spyrjandi á borðherrann sem aftur kinkaði kolli. Varfæm- islega hellti hann nokkrum dropum af víninu í skeiðina og bar hana að vörum sér. Hann hallaði höfði og horfði til himins. Stóð kyrr dágóða stund. Síðan gekk hann frá skeiðinni og hellti í glas borð- herrans, einungis botnfylli að sjálfsögðu. Síðan beið hann, horfði fram og hélt höfði reistu, vinstri hendi á baki. Þegar borðherrann hafði kinkað kolli í þriðja sinn var galdurinn rofínn. Leikrœn tilþrif Það sem vakti athygli mína var glæsileikinn og það á hversu leikrænan og drama- tískan hátt er hægt að afgreiða eina flösku af hvítvíni. Einnig var athyglis- vert að eigandinn stal senunni. Þann tfma sem tók að afgreiða vínið beindist öll athyglin að honum. Og ég hugsaði: Alveg er hann dæmigerður fyrir . .. Og spumingin er: í hvaða merki er eigandi veitingastaðarins. Skrifíð bréf stíluð á Getraun stjömuspekiþáttar, Morgun- blaðið, Aðalstræti 6. I boði em að sjálfsögðu vegleg verðlaun. DÝRAGLENS LJOSKA FERDINAND SMÁFÓLK I WENT INTO NEEPLE5 VE5TERPAY ANP TALKED TO A P5VCHIATRIST... /0-/0 q ^935 united Feature Syndlcate.lnc. Ég fór i bæinn i gær og talað við sálfræðing... I ASKED HIM IF TALKIN6 TO A CACTU5 WA5 A 5I6N I UIA5 GOING CRAZV... Ég spurði hann hvort það væri merki um að ég væri að verða geðveikur að ég talaði við kaktusa ... „Nei,“ sagði hann, „nema þegar kaktusinn fer að svara þér!“ þegja... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Val suðurs á lokasögn bar ekki vott um mikla sagnspeki, en hann bætti fyrir mistök sín í úrspilinu: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G84 ¥ KG952 ♦ D4 + D63 Austur IIUU +976 | ¥ 1064 s ♦ 8 ♦ Á109852 Suður ♦ ÁD ¥ — ♦ ÁKG109763 *KG4 Vestur Norður Austur Sudur Vestur Norður Austur Sudur — • — — 2 tíglar 3 tíglar 3 hjörtu Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Vestur ♦ K10532 ¥ ÁD873 ♦ 52 ♦ 7 Þriggja tígla sögn vesturs við hálfkröfu suðurs sýndi hálitina, og var hálfvegis tilboð í fóm. Eftir þá sögn hlaut norður að meina þijú hjörtu sem fyrirstöðu þar, en ekki í spaða. Því hefði, suður átt að segja þijú grönd frekar en fimm tígla. Grandgeiminu verður ekki með nokkm móti haggað, en fímm tíglar komust í hættu eftir lauf út. Austur drap á ásinn og gaf makker sínum stungu. Og vestur átti tígulhund eftir til að koma sér skaðlaust út úr spilinu. Nú leit út fyrir að sagnhafi hlyti að gefa slag á spaða. En hann hafði sýnt þá fyrirhyggju að geyma sér innkonu á lauf- drottninguna í blindum og gat því unnið spilið með því að lesa lokastöðuna rétt. Hann tók öll trompin og spilaði svo blindum inn á laufdrottninguna í þessari stöðu: Norður ♦ G ¥ K ♦ - ♦ D Vestur Austur ♦ K10 ♦ 9 ¥ Á II ¥10 ♦ - ♦ - ♦ - Suður ♦ ÁD ¥ — ♦ - ♦ G ♦ 10 Vestur varð að fara niður á kónginn blankan í spaða, sem kom þá siglandi undir ásinn í næsta slag. j SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Minsk í Sovétríkjunum fyrir áramótin kom þessi staða upp í skák stór- meistarans Juri Balashov, sem hafði hvítt og átti leik, og al- 28. Rf5! - Dc7, 29. Re7+ - Dxe7, 30. Dxc4 og með skipta- mun yfír vann hvítur auðveld- lega. Balashov sigraði á mótinu, hlaut 8 v. af 11 mögulegum en næstir komu Englendingurinn Anthony Kosten og Sovétmaður- inn Gelfand með 7 'h v. Sovézki stórmeistarinn Psakhis varð fjórði með 7 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.