Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
49
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í „íslenskum orðskviðum" segir:
„Hætt er lítt fleygum,
að búa sér hreiður í háum eykum. “
— „Þarfligur lærdómur“ —
Meðfylgjandi réttur ætti að
koma mönnum niður á jörðina.
Þetta er hinn ágætasti kjúklinga-
réttur, einfaldur í matargerð og
kjörinn helgarmatur.
Kjúklingar
steiktir með
sinnepi og
bakaðir með
grænmeti
(fyrir 5—6)
2 litlir kjúklingar (800—900 g),
salt og pipar,
3 msk. sinnep (Dijon).
1. Ef grillstilling er ekki á ofni
heimilisins skal byija á því að hita
ofninn í 250 gráður.
2. Kjúklingamir eru hreinsaðir
vel (skolaðir) og þerraðir og síðan
skornir í 4 hluta; leggir heilir og eru
vængir látnir fylgja bringu.
3. Salt og pipar er stráð á kjúkl-
ingahlutana og þeir síðan smurðir
eða penslaðir á öllum hliðum með
sinnepinu.
4. Þeim er síðan raðað í hæfilega
stóra ofnskúffu eða á ofnbakka og
á skinn að snúa niður. Þeir eru síðan
grillaðir þannig í ca. 10 mín. eða
bakaðir við háan yfírhita.
5. Kjúklingahlutunum er því
næst snúið við með skinnhliðina upp
og eru þeir síðan steiktir á sama
hátt í 7—10 mín. til viðbótar. Gætið
þess að þeir brenni ekki, þeir eiga
að brúnast vel.
6. Hitinn á ofninum er lækkaður
niður í 225 gráður.
7. Kjúklingabitamir em bakaðir
áfram í 10 mín. Grænmetið er undir-
búið.
Grænmetið
soðið steikt og
bakað
700 g kartöflur,
3 stórar gulrætur (500 g),
1 laukur,
2 msk. smjörlíki,
salt og pipar.
1. Einfaldast er að afhýða kart-
öflumar fyrst, skera þær síðan í
tvennt og setja í pott með köldu
vatni sem aðeins hylur þær.
2. Gulrætur er á sama hátt af-
hýddar, skomar í sundur eftir
endilöngu og em strimlamir siðan
skornir á ská i u.þ.b. 3 langa bita.
Þeir em settir í pottinn með kartöfl-
unum, salti er bætt út í. Suðan er
látin koma upp og grænmetið soðið
10 mín. Vatnið er síað frá.
3. Smjörlíkið er hitað vel á pönnu.
Laukurinn er skorinn í fremur stóra
bita og þeir látnir mýkjast upp í
heitri feitinni.
4. Grænmetið er sett á pönnuna
með lauknum og steikt við fremur
háan hita í nokkrar mínútur og er
pannan hrist á meðan. Saltið örlítið.
Steikt grænmetið er síðan sett í
hring um kjúklingabitana í ofnskúff-
unni og er það bakað með kjúkling-
unum síðustu 15 mínútumar.
Rétt er að áætla 45 mín. saman-
lagt í eldunartíma fyrir kjúklinginn.
Þarna er komin fullkomin máltíð.
Verði ykkur að góðu.
GuÖni Kjartansson, landsl iösþjálfari í knattspymu:
„Kmfturinn
kemurekki
afsjálfiiséi:
Mnndu ettir mjólkinni*
Menn verða ekki afreksmenn í íþróttum núorðið án alhliða undirbúnings.
Guðni Kjartansson, leikmaður og þjálfari í knattspyrnu leggur ríka áherslu á, aö
einn liöurinn í undirbúningi knattspymumanna, sem annarra íþróttamanna, sé
að borða rétta fæðu, til þess aö líkaminn fái.þann kraft og snerpu sem
nauðsynleg er.
Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegri fæðu þeirra, sem
hugsa um uppbyggingu líkamans. Fáar fæðutegundir eru eins ríkar af
bætiefnum og mjólk.
Nærvonlaustert.d. fyrir okkur aö tryggja líkamanum nægilegt kalk án
mjólkurmatar og kalk verður líkaminn aö fá til vaxtar og viöhalds beina og
tanna. Auk kalksins sér mjólkin líkamanum fyrir mikilvægum próteinum,
B-vítamínum, A-vítamíni, kalíum, magníum, zinki o.fl. bætiefnum sem eru
nauösynleg fyrir heilbrigði okkar.
Þess vegna er mikilvægt að mjólk og mjólkurvörur séu hluti af
hverri máltíð.
MJÓLKURDAGSNEFND
Pétur Pétursson, landsliðsmaður í
knattspyrnu drekkur mikla mjólk og
leysir þar með stóran hluta af
bætiefnaþörfinni enda krefst iþrótt
hans mikillar snerpu, þreks og sterkra
tauga.
Börn og unglingar ættu að nota allan
mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra
býöur.
Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við
fituminni mjólkurmat, raunarviö magrafæðu
yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur
lágmarksskammtur ævilangt. Mundu að
hugtakið mjólk næryfir léttmjólk,
undanrennu og nýmjólk.
Mjólk fyrir alla
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
* (Með mjólk er átt viö nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).