Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 59

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR' 26. MARZ '59 MálfríðurH. Gísla- dóttir — Kveðjuorð Fædd 15. nóvember 1973 Dáin 19. mars 1987 Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hún Málfríður Huld Gísla- dóttir, systurdóttir mín, fæddist fyrir rúmum 13 árum. Ég var tíður gestur á heimilinu og fylgdist með þessari litlu stúlku í gegnum árin. Ég minnist þess þegar hún kallaði mig Stebba stóra. Alltaf þegar ég kom í heimsókn eða hringdi sagði hún: „Hann Stebbi stóri er kom- inn“, eða „hann Stebbi stóri er í símanum." Ég eignaðist mín börn og áttum við margar stundir með Möllu og ijolskyldu hennar sem eru ógleym- anlegar. Minnist ég jólanna, fjöl- skylduboðanna, sumarbústaðaferð- anna, veiðitúranna og samverustundanna í Hollandi síðasta sumar sem eru okkur svo dýrmætar. Hún Malla, eins og við kölluðum hana alltaf, átti við erfíð veikindi að stríða. Ung þurfti hún að vera undir lækna umsjá og á erfiðum lyfjagjöfum. Kom þá best í ljós vilja- styrkur hennar og dugnaður. Hún stundaði nám sitt, skóla og fé- lagslíf eins og allir aðrir unglingar, alltaf á ferð og flugi. Það var alltaf líf og fjör í kringum Möllu. Láfið var svo fullt af bjartsýni. Framund- an var aðgerð sem gefa átti Möllu von um að lifa eðlilegu lífí. Systir hennar, Anna María, ætlaði að gefa henni annað nýrað sitt og voru þær búnar að ganga í gegn um miklar rannsóknir. Allt var til reiðu, aðeins beðið eftir símtali frá Svíþjóð þar sem aðgerðin átti að fara fram. Það er svo sárt að hugsa til þess að einhver sem maður unni og þótti vænt um sé fallinn frá. En enginn ræður sínum næturstað. Fimmtu- daginn 19. mars hvarf Malla af sviði raunveruleikans svo skyndi- lega og skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei fæst fyllt. Það er svo erfítt að sætta sig við að hún skuli aldrei framar vera meðal okkar. En þó söknuður okkar sé sár þá er hann enn tilfinnanlegri hjá öðrum. Elsku Elsa systir, Gísli mágur, Anna María og Hulda mamma, ég bið guð að styrkja ykkur og hjálpa í gegnum sorgina. Minningamar eru margar en allar jafn kærar og mun ég alla tíð minnast Möllu með ást og hlýju. Kveðja Stebbi stóri og Linda Fimmtudaginn 19. mars sl. barst okkur sú sorgarfrétt að hún Malla okkar, Málfríður Huld Gísladóttir, væri látin aðeins 13 ára gömul. Við fáum ekki oftar að sjá stríðnis- og glettnisglampann í augum hennar, en minningin lifír. Malla hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða und- anfarin ár. Én þrátt fyrir það lét hún það ekki á sig fá, var alltaf jafn glettin og glaðvær. Oft skilur maður ekki tilganginn með því að kalla líf 13 ára bams í burtu. En eitt er víst að það verður okkur mikil huggun, að henni líður vel þar sem hún er núna. Malla var í þann mund að gangast undir fermingu er kallið kom. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Með þessum fáu orðum kveðjum við Möllu og þökkum henni fyrir allar samverustundimar. Við biðjum guð almáttugan að styrkja foreldra hennar, Gísla og Elsu, og Önnu Maríu systur hennar í þeirra miklu sorg. Biggi og Birna, Stefán Rúnar, Birgir Þór og Guðrún Hild. Fimmtudaginn 19. mars barst okkur sú sorgarfregn að elskuleg systurdóttir mín hefði látist þá um morguninn. Langri og strangri sjúkrasögu var lokið, en enginn átti von á því á þennari veg. Allt var reiðubúið til utanferðar, beðið var eftir hringingu frá Svíþjóð, Anna María tilbúin að gefa systur sinni líffæri, en allt í einu kom hinsta kallið. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Malla litla var hugrökk og ótrú- lega dugleg. Lífshlaup hennar var hetjusaga. Élsku Elsa, Gísli, Anna María og Hulda amma. Megi góður guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Erlingur Snær, Svava, Gísli Snær og Erlingur Snær yngri. Fimmtudaginn 19. mars lést okk- ar kæra vinkona og bekkjarsystir, Málfríður Huld Gísladóttir, sem okkur var svo annt um. Þessi ár og stundir sem við vomm með henni munu alltaf vera okkur minnisstæð. Hún var ung að aldri, glaðlynd og góð stúlka. Við raunum ætíð minn- ast hennar. Fyrir hönd bekkjarsystkina og kennara, Nanna og Brynja Frida Z. Snæbjörns- son - Minningarorð Fædd 2. júlí 1916 Dáin 16. mars 1987 Amma okkar, Frida Z. Snæ- bjömsson, lést í Reykjavík 16. mars. Hún fæddist 2. júlí 1916, ein átta systkina. Foreldrar ömmu vom þau Elsupa og Hans Joensen útvegs- bóndi. Til íslands kom amma okkar árið 1936, en Signhild systir hennar var þá gift bústjóranum á Vífílsstöðum og starfaði amma þar um tíma. Á Vífílsstöðum kynntist hún afa okk- ar, Ágústi A. Snæbjömssyni skip- stjóra. Afi okkar og amma gengu í hjónaband 12. nóvember 1938. Böm þeirra em þrjú, Elsa, Snæ- bjöm og Ágúst. Elsa er starfsstúlka á Sólvangi í Hafnarfirði. Maður hennar er Baldur Sigfússon húsa- smiður og eiga þau fjögur böm. Snæbjöm er vélstjóri; en kona hans er Sigurbjörg Ögmundsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvo syni, Agúst og Ingvar. Yngstur systkin- anna er Ágúst, sem er múrari. Hann er kvæntur Sigríði Einars- dóttur og eiga þau einn son. Lengst af bjuggu afi og amma á Laugavegi 135, en þegar bömin vom farin að heiman og aldurinn farinn að færast yfír fluttust þau inn á Dalbraut og bjuggu þar sam- an meðan báðum entist aldur. Ágúst afi okkar lést 15. júní 1983. Þótt hann væri þá farinn að heilsu var sár harmur að henni kveðinn, enda var hjónaband þeirra farsælt og þau mjög samrýnd alla tíð. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til ömmu okkar sem ætíð var okkur einstaklega góð, ekki síst fyrstu æviár okkar, en þá fóstraði hún okkur löngum á meðan foreldrar okkar vom við nám og störf. „Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum ímeigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn." (V.Briem) Ágúst og Ingvar Snæbjömssynir Það er svo margt sem ég hefði viljað segja, gera og þakka ömmu fyrir, en nú er hún allt í einu farin frá okkur og því skrifa ég þessi kveðjuorð. Eins langt aftur og ég man var ég að fá að sofa hjá ömmu og afa í Reykjavík. Það var alltaf svo nota- legt og gott að vera hjá þeim. Á kvöldin lá maður í rúminu (stundum á milli), skoðaði dönsku blöðin og fékk jafnvel eitthvað til að narta í. Á morgnana færði afi okkur oft te og brauð í rúmið áður en hann fór í vinnu. Síðan eftir að ég varð full- orðin og byijuð í hjúkrunarskólan- um var ég að koma hlaupandi í hádeginu og fá að borða góðan mat, því amma bjó til góðan mat. Þá fékk ég líka stundum að sofa þegar stutt var á milli vakta hjá mér og styttra til ömmu en suður í Hafnarfjörð. Oft ræddum við amma um líf eftir þetta líf, á það trúði hún og sagði mér sögur því til vitnis. Eftir að afí dó árið 1983, hafði amma oft orð á því að allt væri öðruvísi nú og það vantaði afa við hennar hlið. Og núna er hún komin til hans. Við systkinin fórum aldrei svo í Reykjavík sem böm og unglingar að ekki væri komið við hjá ömmu og afa. En eftir að þau fluttu úr miðbænum og við urðum eldri og fómm að taka meiri þátt í amstri lífsins, urðu heimsóknimar því mið- ur færri. Við áttum þó margar góðar stundir, og mest var gleðin þegar hún fékk að hitta langömmu- strákana sína. Nú fá hvorki þeir, ég né aðrir ástvinir notið hennar lengur. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (Vald. Briem) Fríða Rut + Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, HREFNA MATTHÍASDÓTTIR, Ásvallagötu 81, verður jarösungin frá Dómkirkjunni kl. 13.30 föstudaginn 27. mars. Ingvar Kjartansson, Sigriður Ingvarsdóttir, Guömundur S. Jónsson, Margrót Ingvarsdóttir, Ingólfur Árnason, Matthildur Ingvarsdóttir, Jónas Sveinsson. Ástkær dóttir okkar og systir, MÁLFRÍÐUR HULD GÍSLADÓTTIR, Héteigsvegi 20, veröur jarösungin frá Háteigskirkju í dag, fimmtudaginn 26. mars, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fólag nýrnasjúkra í gegnum Sparisjóö Reykjavíkur, reikn- ingsnr. 1 558. Gísli Jensson, Elfsabet Stefánsdóttir, Anna María Gisladóttir. + Eiginmaöur minn og föðurafi okkar, SALÓMON G. HAFLIÐASON, Hagamel 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. mars kl. 13.30. Sigurbjörg H. Sigurvinsdóttir, Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, . Svanhildur Karlsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, SVEINA SVEINSDÓTTIR, sem lést 21. mars, veröur 13.30. jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag kl. Sveinn Björnsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sólrún Björnsdóttir, Steindór Hálfdánarson, Arnheiður Borg, Kjartan Borg, Birna Björnsdóttir, Viðar Ólafsson og barnabörn. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, frá Gunnhildargerði, Hátúni 10, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Margrét Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Þráinn Jónsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Soffia Jónsdóttir, barnabörn Jóndóra Jónsdóttir, Marteinn Rúriksson, Ingveldur Pálsdóttir, Jóhann Bjarnason, Halldóra Hilmarsdóttir, Slgmar Ingvarsson, Gunnþór Bender. barnabarnabörn. og + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, KATRÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Barrholti 10, Mosfellssveit. Árni Guðmundsson, Hjalti Árnason, Ethel Karlsdóttir, Sigurbjörg Árnadóttir, Magnús Steindórsson, Þórhallur Árnason, Guðbjartur Árnason, Kristján Árnason. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURVEIGAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Álfaskeiði 43, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.