Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ KSÍ 40 ára í dag: Metnaður, skap og sjálfsagi Rætt við Ellert B. Schram, formann KSÍ Knattspyrnusamband íslands á afmæli í dag, þegar fjörutíu ár eru liðin frá stofnfundi þess þann 26. mars 1947. Margir hafa komið við sögu félagsins í gegnum árin, ekki síst sá maður sem stýrir sambandinu nú, Eilert B. Schram. Hann tók við formennsku í KSÍ 1973, en kynntist sambandinu iöngu fyrr, bæði sem knattspyrnumaður og ekki síst í gegnum starf föður síns, Björgvins Schram, sem átti sæti í fyrstu stjórn KSÍ og gegndi formennsku þar um 14 ára skeið frá 1954. „Það hafa oröið gífurlegar breyt- ingar á starfsemi KSÍ á þessum fjörutíu árum," segir Ellert og minnist þeirra tíma er fundahöld og skrifstofuvinna þess fóru að mestu fram í „eldhúsinu heima." Skrifstofan er komin í öllu betra húsnæði í [þróttamiðstööinni og næsta sunnudag verður þeim áfanga náð að taka allt húsnæði sambandsins í notkun um leið og efnt verður til afmælishófs. Stórhuga menn „Þó 40 ár séu liðin frá því starf- semi KSÍ hófst, er saga knatt- spyrnunnar hér lengri. Hún hófst ’skömmu fyrir síðustu aldamót. Fyrsta mótið hér var haldiö 1912 og fyrsti landsleikurinn 1946. En það voru stórhuga menn með stóra drauma sem fóru af stað með KSÍ og margir hafa ræst. Þetta er fjölmennasta íþróttasam- bandið, með um 22.000 virka þáttakendur og ótrúlega mikinn fjölda æskufólks innan sinna vé- banda," segir Ellert. Hann var sjálfur ekki svo ýkja hár í loftinu þegar byrjað var að sparka bolta. „Ætli ég hafi ekki byrjað að spila fótbolta um þaö leyti sem ég byrj- aði að ganga," segir hann og hlær. „Ég man satt að segja ekki hvenær þetta byrjaði, finnst fótboltinn hafa verið með mér alla tíð. Ég er KR- ingur í húð og hár og spilaöi með öllum aldursflokkum í KR. Var svo með meistaraflokki í 14 ár." Ekki hefur hann þó látið þar við sitja því hádegið er enn notað til að sparka bolta og Ellert hefur verið í „Old boys" liði KR - og vonast til að komast í liðið í sum- ar! Hann segist vera búinn að sjá miklar breytingar á knattspyrnunni í gegnum árin. Úr tveimur landsleikj- um í 30 * „Á upphafsárum KSÍ voru spil- aðir kannski tveir landsleikir á ári og þótti nokkuð gott. Núna eru landsleikirnir um 30 árlega og landsliðin orðinn sex talsins, A- landslið, 21 árs liðið, unglinga- landslið 18 ára og yngri, drengja- landslið 14-16 ára, Olympíuliðið og kvennalandsliðiö. Landsmótið hefur líka aukist verulega að vexti og líklega eru hátt á 4. hundrað leikir spilaðir í því á hverju ári, enda aðildarfélög KSÍ vel á 2. hundraö talsins. Launaðir starfs- menn KSÍ eru sex þjálfararog tveir skrifstofumenn og viðbótarfólk á sumrin. Svo situr í sambandinu 14 manna stjórn og það má segja að hver og einn stjórnarmeðlimur sé upp fyrir haus í verkefnum sem öll eru unnin í sjálfboðavinnu. Það er ótrúlega mikið starf sem þessir menn og aðrir sem starfa við knattspyrnuna eins og fleiri íþróttir leggja á sig í sjálfboða- vinnu. Það er líka eins gott því að fjárhagur KSl er ekki mikill og tek- justofnar stopulir. Ég veit ekki hvernig svona starfsemi færi ef menn væru ekki reiöubúnir til að leggja mikið á sig launalaust. Dýr rekstur Hins vegar höfum við í seinni tíð farið út í samstarf með fyrir- tækjum eins og að kalla bikar- keppnina okkar mjólkurbikar- keppni og fá með því stuðning frá mjólkurdagsnefnd. Svo horfum við fram á aðeins betri tíð með Lottó- peningunum, en rekstur KSÍ kostar um 40 milljónir króna á ári og hvar sem litið er blasa við verkefni, þannig að við verðum víst ekki í neinum vandræðum við aö koma þeim fjármunum í lóg.“ Knattspyrnan gefandi Aðspurður um þann tíma sem fer í félagsstarfiö segist Ellert ekki vita hvað betra mætti við þann tíma gera. „Knattspyrnan hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíöina að mér er Ijúft að endur- gjalda þó ekki sé nema lítið brot af því með því að sinna forystu- störfum hjá hreyfingunni. Enda er þetta ekki spurning um tíma, ef ekki væri knattspyrnan þá væri ég bara að gera eitthvaö annað og það er nú einu sinni svo, að þegar mikið er að gera þarf bara að skipuleggja sinn tíma betur." Én með það í huga að viðmæl- andi hefur sinnt ýmsu öðru en knattspyrnuna um dagana, er lög- fræðingur sem hefur bæði setið í ritstjórastól Vísis og DV og gegnt þingmennsku fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, er hann spurður um hvort knattspyrnan hafi aldrei rekist á annað. „Jú, hún hefur bæði rekist á vinnuna og fjölskylduna, en ég hef verið heppinn, átt fjölskyldu og vinnuveitendur með góðan skiln- Fomnaður Í14ár Ellert B. Schram. Fæddur 10.10. 1939. Lögfræðingur að mennt. Blaðamaður á námsárunum. Skrifstofustjóri borgarínnár 1966. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1971. Ritstjóri Vísis 1980 og sfðar DV og þingmaður jafnhliða því. Liðsmaður KR í knatt- spymu og lék í meistaraflokki frá 1967-71. Meistaraflokks- leikir 290. Landsleikir 23. íslandsmeistari 5 sinnum í meistaraflokki. Bikarmeistari 7 sinnum í meistaraflokki. ing á knattspyrnuáhuga, þannig að engir stórárekstrar hafa átt sér stað. Svo er ég nú laus við eitt af þessun þremur störfum, þannig að það rýmkast aöeins vinnutím- inn," segir Ellert, en hann ætlar ekki í framboð í komandi kosning- um. Segir þó þingmönnum ekki síður hollt en öðrum að stunda knattspyrnu eða aðrar íþróttir. Ekki einvaldur „Annars deilast störf mikið inn- an stjórnar KSÍ og ég hef veriö nokkuð laginn að undanfömu við að koma mér undan vinnu og koma verkefnum yfir á aðra, það er nú kosturinn við að vera formaður," segir hann og brosir við spurning- unni um hvort þarna sé á feröinnt einvaldur knattspyrnusambands- iris. „Ég held að ég hafi ekki verið einráður í stjórn KSÍ, þó svo að formaður verði að hafa ákveönar skoðanir og geta tekið af skarið." • Ellert B. Schram, formaður KSÍ, ritstjóri DV og fráfarandi þingmað- ur. „Það er þingmönnum sem öðrum hollt að hreyfa sig.“ Vantar herslumuninn Ellert minntist áður á menn með stóra drauma fyrir hönd KSÍ í upp- hafi og á honum er að heyra að draumar manna fyrir hönd sam- bandsins nú séu síst minni. Talið berst að landsliðinu, sem hann telur víst að eigi eftir að skipa sér í röð þeirra bestu í framtíðinni. „Það háir okkur svolítið í dag að okkar leikmenn eru dreyfðir um Evrópu og því lítið um samæfing- ar. Hins vegar hefur sami hópurinn að mesti skipaö A-landsliðið á undanförnum árum og menn þekkja þvi ágætlega hver annan. Svo eru þeir í góðri leikþjálfun sem skiptir miklu máli. Okkur vantar herslumuninn á að vera komnir í hóp fremur góðra liða og mjög góðra. En miðað við þann éfnivið sem við höfum í höndunum núna þá er ekki óraunhæft að tala um að slíkt takmark náist á næstu þremur árum. Tímabilið of stutt Það sem háir þessu einnig er aö hérfendis er ekki leikið af at- vinnumennsku og keppnistímabilið er stutt, alltof stutt. Það koma rúmir sex mánuðir á hverju ári sem menn eru ekki að leika og það eyðileggur alla nýtingu. Tímabilið þarf að standa lengur yfir því það aö spila og spila og spila, það gerir menn að meisturum. Betra en urð og grjót Auðvitað verðum við að horfast í augu við okkar landfærðilegu legu og veðurfar sem henni fylgír, en það er ekki bara það. Knattspyrnu- vellir eru ófullnægjandi og gervi- grasvöllurinn í Laugardal er búinn að sanna það að ef menn mögu- lega geta þá spila þeir knattspyrnu allan ársins hring. Völlurinn er í notkun að segja má frá morgni til kvölds. Auövitaö kemur gervigra- sið ekki í staðinn fyrir náttúrulegt gras og leikurinn verður nokkuð frábrugðinn á því, en það er þó betra en urð og grjót." Aðstöðu ábótavant Reyndar vill formaðurinn ekki einungis sjá fleiri gervigrasvelli, draumurinn er að hér rísi yfir- byggður knattspyrnuvöllur með aðstöðu fyrir 30.000-40.000 áhorf- endur. Hann segir að tilkoma gervigrasvalla á landsbyggðinni myndi stórauka alla aðstöðu liða þar, en er þar fyrir utan mjög án- ægður með stöðu knattspyrnunn- ar úti á landi, „enda er ekki til það byggðarlag á íslandi sem ekki hef- ur á að skipa a.m.k. einum knatt- spyrnuvelli. Dæmi um hvaða sess íþróttin skipar eru augljós á stöð- um eins og Húsavík og í Garðinum, sem báðir koma til með að eiga lið í 1. deild á næsta keppnistímabili. Akranes er heldur ekki stór stað- ur...“ Ellert viðurkennir að aðsókn áhorfenda hafi nokkuð dregist saman að undanförnu, en bendir um leiö á að bæði megi þar um kenna að víða sé aðstöðu fyrir þá ábótavant, auk þess sem fólk nú vilji almennt frekar taka þátt sjálft í íþróttum heldur en að láta sér duga að horfa á. „Sá hópur sem stundar knattspyrnu og aðrar íþróttir stækkar sífellt og fjöldi æskufólks sem kemur til liðs við knattspyrnuna á ári hverju fer vax- andi. Það út af fyrir sig er ómetan- legt því varla er til betri vörn en íþróttir gegn eitri og annarri spill- ingu sem steðjar að æskufólki nú. En það er mikill fjöldi æskifólks sem KSÍ skipuleggur starf fyrir, allt niður í sex ára aldurshópinn, sem hefur átt kost á að stunda knattspyrnuskóla á vegum sam- bandsins. Það er ekkert skrýtið að fólk vilji stunda knattspyrnu, þetta er skemmtileg íþrótt og einfaldur leikur sem allir geta tekið þátt í.“ Hvatning fjölmiðla Út frá þessu og ekki síst því að viðmælandi situr enn í ritstjórastól DV, eftir að hafa fyrst kynnst blaöamennsku sem íþróttafrétta- maður Vísis á námsárunum, berst talið að þætti fjölmiðla i auknum áhuga á íþróttum. „Umfjöllun fjöl- miðla í íþróttum er mjög af hinum góða og það hefur sýnt sig að íþróttir eru efni sem selur og fólk vill lesa um," segir hann og talar af eigin reynslu. Kveðst sjálfur hafa þann sið að byrja lestur á forsíðu blaða, en halda síðan ra- kleitt inn á íþróttasíðurnar og vera alæta á alla slíka umfjöllun. „Ég man það líka sjálfur að einu sinni komumst við strákarnir í KR, þá 17 ára, á forsíöu Vikunnar. Það þótti okkur mikil upphefð og vita- skuld kitlaði slík umfjöllun hégóma- gimina þá. Ég held að það hafi verið með mig eins og aðra íþrótta- menn, þeim finnst lofið gott og auðvitaö hvetja fjölmiðlar fólk til dáða með sinni umfjöllun. Slík hvatning er góö, enda kemst eng- inn neitt í íþróttum nema með metnaði, skapi og sjálfsaga," segir Ellert og svarar að bragði spurn- ingu blaðamanns um fyrrnefnda þætti í eigin fari. „Ég hafði allavega mikinn metnaö og sumir segja nú að ég hafi Ifka minn skammt af skapinu." Starfað hjá UEFA En timi ritstjórans er á þrotum, enda formaður KSÍ á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll, til að komast utan á fund hjá UEFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu, en á þess vegum situr Ellert í tveimur nefndum. Aganefnd, sem úrskurð- ar um brot á knattspymureglum, hvort heldur er af hálfu leikmanna, dómara eða áhorfenda og segir Ellert að nánast undantekninga- laust komi nefndin saman eftir hverja umferð í Evrópukeppninni. Hin nefndin sem hann situr í fjallar um öryggismál á knattspyrnuvöll- um og úrskurðar hvort vellir séu í fullnægjandi ásigkomulagi, t.d. fyr- ir úrslitaleiki. Kveöur Ellert eftirlitið vera mjög strangt í báðum nefnd- unum, enda takmarkiö að koma í veg fyrir hörmungar eins og þær sem mönnum eru í fersku minni frá Heysel-leikvanginum í Brussel 1985. Afmælishátíð KSÍ er svo á dag- skrá f vikulokin og verkefni komandi keppnistímabils liggja í bunkum á borðinu, þannig að í mörg horn er að líta - og blaöa- maður ákveður að Ifta beint í það hornið sem hurðin er næst, kveður og fer. illli'llll llil II —f—■■ Viðtal: Vilborg Einarsdóttir Myndir: Þorkell Þorkelsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.