Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 72

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 72
Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! FIMMTUDAGUR 26. MARZ VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Árangurslaus leit að hvalkjöti EYRARFOSS, skip Eimskipafélags Íslands, var á miðvikudag- stöðv- að af tollvörðum í Rotterdam vegna gruns um að hvalkjöt væri í farmi skipsins. Grænfriðungasamtök Hollands fóru fram á leit í skipinu eftir að hafa fengið ábendingu frá íslandi um að hvalkjöt gæri verið í einhverjum af frystigámunum um borð. Samkvæmt upplýsingum Braga Ragnarssonar, forstöðumanns skrifstofu Eim- skipafélagsins i Rotterdam, var ekkert hvalkjöt um borð . Þessar upplýsingar komu meðal annars fram í samtali fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi, Eggerts H. Kjartanssonar, við Braga Ragn- arsson. Bragi sagði, að um borð í skipinu væru þrír frystigámar með rækju og lúðu, sem væru á leið til Japans. Það hefðu verið þeir gám- ar, sem voru skoðaðir. Eggert H. Kjartansson ræddi ennfremur við starfsmann á skrifstofu grænfrið- unga í Amsterdam. Hún sagði samtökin hafa fengið ábendingu um að hvalkjöt væri um borð. Jafnframt sagði hún að grænfriðungar myndu fara fram á kyrrsetningu og leit í öllum skipum frá íslandi ef ábend- ing eða grunur benti til þess að hvalkjöt væri um borð. Grænfriðungar í Hamborg rufu á föstudag innsigli á sjö gámum með hvalkjöti, sem hafði verið skip- að upp á tollfijálsu svæði í höfninni þar. Gámamir áttu að fara með Maersk-skipafélaginu til Japans um miðja næstu viku. Yfirvöld í Ham- borg kyrrsettu þá gámana og hafa farið fram á frekari upplýsingar varðandi þennan útflutning. Krist- ján Loftsson, forstjóri Hvals hf, sagði í samtali við Morgunblaðið, að um þetta giltu breyttar reglur frá því um áramót, sem sér hefði ekki verið kunnugt um. Hann biði þess að fá að vita hvaða upplýsing- ar Þjóðverjar vildu fá. Hann sagði útflutningsleyfi auðvitað liggja fyr- ir, en svo virtist sem þeir vildu eitthvað meira. Stjómendur tollfrjálaa svæðisins, sem grænfriðungar fóru inn á við höfnina í Hamborg, hafa kært grænfriðunga fyrir lögreglu á staðnum fyrir óleyfilegan umgang um svæðið og rof á tollinnsigli. Ráðherra rennir fyrir fisk Morgunblaðið/RAX UFFE Elleman-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur brá sér í sjóstangaveiði frá Höfnum í gærmorgun. Ráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af utanríkisráð- herrafundi Norðurlanda. Elleman-Jensen og föruneyti hans veiddi nokkra fiska í ferðinni, flesta undan Hafnarbergi. Þeir Voru smáir utan einn, sem vó 10-12 kílógrömm. Sérframboð á vegum Alberts? SEINT í gærkveldi var enn ekki Ijóst hvort Albert Guðmundsson og stuðningsmenn hans myndu efna til sérstaks framboðs í al- þingiskosningunum 25. apríl næstkomandi. Helena Alberts- dóttir, dóttir Alberts Guðmunds- sonar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi: „Ég tel að sérframboð verði ekki stöðvað úr þessu.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu Albert Guðmundsson og stuðningsmenn hans líta svo á, að staða hans í efsta sæti D-listans í Reykjavík sé orðin afar erfið, eft- ir þá yfirlýsingu Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í fyrrakvöld, að Albert Guðmunds- son ætti ekki kost á ráðherraemb- ætti á ný. Albert Guðmundsson og stuðningsmenn hans munu líta svo á, að þar með verði hann eins kon- ar annars flokks þingmaður. Jafnframt að allur kraftur verði dreginn úr fyrsta þingmanni Reyk- víkinga og honum gert erfitt um vik að sinna trúnaðarstörfum í þágu borgarbúa. Við þá stöðu geti hann ekki unað. Búist er við að endanleg ákvörð- un um sérframboð liggi fyrir í dag. Framboðsfrestur rennur út á mið- nætti annað kvöld. Um 340 starfsmenn Ríkisspítalanna hafa sagt upp störfum: Sjúklingar verða send- ir til lækninga erlendis - segir Helgi Valdimarsson, formað- ur læknaráðs Landspítalans UM 340 starfsmenn Rikisspítal- anna hafa nú sagt upp störfum og hætta þeir flestir þann 1. apríl. Sljórn læknaráðs Land- spítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa, þar sem fram kemur að nú stefnir í neyð- arástand á spítölunum. Helgi Valdimarsson, formaður lækna- ráðsins, sagði í gær að nú ætti að fara að senda sjúklinga til lækninga erlendis, einkum til hjartaaðgerða og bæklunarað- gerða. Vegna yfirstandandi verkfalla eru 80—90 rúm þegar auð, en Helgi sagði að flestar deildir spítalans myndu lokast 1. apríl, þar á meðal allar skurðdeildir vegna lokunar Blóðbankans, og yrðu þá aðeins örfáir sjúkragangar opnir. Það starfsfólk Ríkisspítalanna sem sagt hefur upp eru hjúkrunar- fræðingar, sjúkraþjálfar, sjúkralið- ar, iðjuþjálfar, næringarfræðingar og líffræðingar. Hann sagði að allt væri þetta sérmenntað fólk og ekki fengist fólk í staðinn fyrir það. Menn yrðu að gera sér grein fyrir. því að fólkinu væri full alvara með uppsögnum sínum. Starfsfólk Ríkisspítalanna hefði verulega lægri laun en því stæði til boða hjá öðrum opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum og eftir því sem tíminn liði tækju fleiri og fleiri at- vinnutilboðum annars staðar frá. Helgi sagði að stjórnendur spítal- ans væru nú að undirbúa aðgerðir vegna lokunar. Meðal annars væri verið að semja við aðra spítala um að taka við þjónustunni og koma þangað þeim sjúklingum sem mest væru veikir. Þá væri ljóst að spítal- inn gæti ekki tekið allar þær bráðavaktir sem honum bæri næstu daga, og hefði hann losað sig undan vaktinni næsta laugardag. Sjá yfirlýsingu stjórnar læknaráðs Landspítalans á blaðsíðu 4. Hækkun á launum þing- manna og ráðherra KJARADÓMUR tók á þriðju- dag ákvörðum um 'laun þingmanna og æðstu embætt- ismanna ríkisins. Nemur launahækkunin 5-10% og gild- ir frá áramótum. Þingfararkaup er nú 97.698 krónur á mánuði, en var áður 93.046 krónur. Nemur hækkun- in 5%. Ráðherrar hækka meira í launum, eða um tæp 10%. Mánaðarlaun þeirra voru 146.808 krónur, en verða 161.223 krónur. Laun forsætis- ráðherra hækka um tæp 10% og verða 177.346 krónur á mán- uði. Laun forseta Islands hækka einnig um 10% frá áramótum og verða 183.503 krónur á mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.