Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Flensan gerð útlæg með bólusetningu? EMBÆTTI borgarlæknis hefur ekki skráð nein flensutilfelli i:nd- anfarnar vikur. Telur Skúli Johnsen borgarlæknir að farald- ur sá, sem óttast var að gæti borist til landsins, hafi ekki náð fótfestu vegna víðtækrar bólu- setningar í vetur. Um 30.000 manns létu bólusetja sig á öllu landinu. „Sú kenning er að vísu ekki byggð á óyggjandi rannsóknum. Við teljum engu að síður hugsan- legt að hægt sé að bægja frá flensufaraldri með bólusetningu al- mennings," sagði Skúli. Hann sagði að læknar hefðu verið hvattir til að ráðleggja sjúklingum sínum bólusetningar. Það væri stefna heil- brigðisyfirvalda að þeir sem til- heyrðu áhættuhópum, svo sem gamalt fólk og lasburða, væru bólu- settir gegn flensustofnum sem talið væri að gætu borist til landsins. „Við höfum líka fundið fyrir áhuga hjá frísku fólki að koma til bólusetningar. Það er öllum heim- ilt, en kostnaður er ekki greiddur af almannatryggingum. I vetur kostaði slík bólusetning um 300 krónur," sagði Skúli. Þeir sem bólusettir voru núna geta búist við því að hafa mótefni gegn flensu í eitt ár. Það er þeim annmörkum háð að aðeins var bólu- sett gegn fjórum flensustofnum. Næsta ár gæti allt önnur flensa verið á ferðinni. Morgunblaðið/Júlíus í sumar verður Laugavegur frá Klapparstíg að Vitastíg endurnýjað- ur. Laugavegi breytt fyrir 11 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Víkurveija hf., sem bauð rúmar 11 milljónir í endurnýjun Laugavegar, 2. áfanga, frá Klapparstíg að Vita- stíg. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, forstöðumanns borgarskipulags Reykjavíkur, á verkinu að ljúka í júlí næstkom- andi. Þorvaldur sagði að í verklýsingu væri gert ráð fyrir að í 2. áfanga yrði Laugavegur hellulagður með mismunandi stórum hellum. „Götu- gögn, eins og bekkir, grindur í kring um tré og steyptir pollar verða ekki eins og í fyrsta áfanga," sagði Þor- valdur. „Laugavegurinn er svo langur að það er nauðsynlegt að breyta aðeins til.“ Skipt verður um lagnir í götunni og lagður hiti í hana alla. Að sögn Þorvaldar hafa endurbætur sem gerðar voru í 1. áfanga mælst afar vel fyrir, bæði meðal kaupmanna og vegfarenda. Ný stafrófs- röðun tekin upp í símaskránni NÝRRI símaskrá verður dreifí í næsta mánuði. Að sögn Ágústar Geirssonar símstjóra í Reykjavík er búið að setja og brjóta um meirihluta bókarinnar, en unnið er að prófarkalestri og frá- gangi. Utgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Grundvallar- breyting verður á skipan sima- skrárinnar með nýrri stafrófs- röðun, sem unnin var i samvinnu við Hagstofuna og íslenska mál- nefnd. _ „Nú eru allir íslenskir stafir jafn réttháir, þannig að grönnu sérhljóð- amir fá hver sinn kafla," sagði Ágúst. „Nýja stafrófsröðunin gæti vafist fyrir sumum í fyrstu, sérstak- lega þar sem grönnu sérhljóðamir eru annar eða þriðji stafur nafna.“ Ágúst sagði að bókin lengdist að vonum ár frá ári. Símum færi fjölgandi. Þá væri nú sífellt meira um að hjón létu bæði skrá sig í símaskrána, þanníg að fleiri notend- ur væru skráðir á hvem síma. Auk þess verður í bókinni fyrsta skráin yfir farsímanúmer, sem vom orðin 2000 þegar bókin fór í vinnslu. Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Vænum þorski landað í Ólafsvík í fyrrakvöld. Mikill afli í Breiðafirðinum: Ævintýri á miðunum og örtröð í höfninni MIKILL afli hefur verið hjá bátum frá Snæfellsnesi siðustu sólarhringa. Aflinn er mestur hjá smábátunum, sem margir hveijir hafa tvíhlaðið og dæmi eru til um að þeir hafi þríhlaðið. Að sögn Rafns Þórðarsonar, vigtarmanns á Ólafsvík, hófst hrotan um helgina, eftir að nokk- uð dauft hafði verið yfir því um hríð. Á mánudag var landað um 600 tonnum í Ólafsvík, á þriðju- dag vom tonnin 530 og svipaður afli kom á land í gær frá um fjör- utíu bátum. Mikill fjöldi aðkomu- báta er í Ólafsvík og var líkt og smáþorp væri á sjónum úti fyrir hafnargarðinum þar sem bátarnir biðu þess að komast inn á höfn- ina. Fjöldi vömbíla flytur hluta hráefnisins í vinnslustöðvar ann- ars staðar á landinu. Smábátamir vom við veiðar alveg upp við land, eða „í kálgörðunum“, eins og vigt- armaðurinn orðaði það. Svipaða sögu er að segja annars staðar af Snæfellsnesinu, til dæmis em annir miklar í Stykkishólmi. Ríkharð Magnússon, skipstjóri á Gunnari Bjarnasyni SH 25, sagði að þorskurinn væri mjög vænn og góður, lítil loðna í honum og lítið af ormi. „Það hefur geng- ið sæmilega að veiða. Fyrst vomm við á línu og það var nokkuð gott að hafa og nú er reitingsafli í netin,“ sagði Ríkharð, en hann er aflahæstur skipstjóra í Ól- afsvík. „Það hefur hins vegar verið óvenju gott fiskerí á gmnn- slóð og þetta hefur verið hálfgert ævintýri undanfarna daga. Það er mikið af aðkomubátum hér og ég hef aldrei séð annan eins flota á Breiðafjarðarmiðum og nú. Það er örtröð í höfninni hjá okkur, en það gengur ágætlega að landa." Ríkharð sagði menn fá næga hvíld, þrátt fyrir mikið fiskerí. „Við fömm út um fimmleytið á morgnana og komum inn svona sjö, átta á kvöldin. Það þykir nú bara nolckuð rólegt.“ Aukning í sölu á bú- vörum til vamarliðsins Tvö naut, tvö svín, 1.800 kjúklingar og 21.600 egg á viku ÍSLENSK fyrirtæki eru byijuð að selja egg, kjúklinga, nauta- kjöt og svínakjöt til varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, í samræmi við samninga sem gerðir voru fyrr á þessu ári. Til skamms tíma hefur verið til talsvert af þessum vörum á Vellinum, innfluttum, og búast forráðamenn fyrirtækjanna við að salan aukist þegar þær verða búnar. Tvær afurðastöðvar hafa vam- arliðsviðskiptin með höndum. Það em Sláturfélag Suðurlands, sem selur nauta- og svínakjötið, og ísfugl í Mosfellssveit, sem selur kjúklingana og hefur auk þess milligöngu um eggjasöluna fyrir hönd helstu eggjadreifingarfyrir- tækjanna. Steinþór Skúlason, framleiðslu- stjóri SS, sagði að á Keflavíkur- flugvöll fæm nú 400 kg af nautahakki á viku og 130 kg af svínarifjum, og var hann ánægður með viðtökumar. Hann sagði að kjötið væri framleitt sérstaklega fyrir þennan markað og gerðu Bandaríkjamennimir miklar kröf- ur um rétta tilreiðslu og frágang vömnnar. Væri það mjög hollt fyrir fyrirtækið og kæmi þeim til góða á innanlandsmarkaðnum. Steinþór sagði að vikuleg sala nú samsvaraði rúmlega 2 nauta- skrokkum og rúmlega 2 svína- skrokkum. Hins vegar samsvaraði árssalan til Varnarliðsins, sam- kvæmt samningum, 225 nautum og tæplega 100 svínum. Alfreð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri ísfugls, sagði að eggja- og kjúklingasalan væri komin vel af stað, og vonaðist hann til að á næstunni yrðu seld minnst 1,5 tonn af kjúklingum á viku og 2 tonn af eggjum. Salan væri ekki orðin svo mikil ennþá vegna birgða sem enn væm á Vellinum af innfluttum afurðum. Þeir seldu nú eingöngu í stórmark- aðnum, en væm ekki komnir inn í klúbbana. Hann sagði að vikuleg sala samsvaraði 1.800 kjúklingum og 21.600 eggjum, en heildar- samningurinn samsvaraði 62.000 kjúklingum og 900.000 eggjum. Alfreð sagði að neytendur á Keflavíkurflugvelli tækju íslensku vömnum sérstaklega vel, enda legði ísfugl sig fram við að fram- leiða vömna eftir þeirra kröfum. ísfugl var með kynningu á kjúkl- ingum í stórmarkaðnum á Keflavíkurvelli um síðustu helgi og var Alfreð ánægður með undir- tektimar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.