Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 1- Þroskaþjálfar uppeldisstétt eftir Astu Maríu Hjaltadóttur Þegar talað er um uppeldis- stéttir í þjóðfélaginu er að sjálf- sögðu ailtaf minnst á kennara og fóstrur, en mjög sjaldan eða aldr- ei á þá uppeldisstétt sem þroska- þjálfar nefnast. Má segja að ekki sé hægt að búast við öðru þar sem við höfum lítið sem ekkert gert í þeim málum að kynna okkur. Við þroskaþjálfar á dagheimil- inu Lyngási (Lyngás er rekið af Styrktarfélagi vangefinna og þar eru um 40 þroskaheft börn og unglingar yfir daginn) komum okkur því saman um að reyna að bæta úr þessu í eftirfarandi grein og með henni gera tilraun til að kynna þessa uppeldisstétt; það er starfssvið okkar, hvers vegna við teljum okkur mikilvæga uppeldis- stétt í samfélaginu og launakjör, því við þurfum einnig að beijast fyrir bættum launum eins og kennarar og fóstrur. í tímans rás hefur margt breyst hvað varðar starf þeirra er vinna með þroskaheftum. Hér áður fyrr var starfið aðallega fólgið í gæslu og umönnun, þ.e.a.s. séð var um þroskahefta á sama hátt og korna- börn sem eru ósjálfbjarga og þurfa þ.a.l. að reiða sig á alla aðstoð og umhyggju hins fullorðna. En sem betur fór gerðu menn sér smám saman grein fyrir því að hinn þroskahefti var fær um að læra ýmislegt og átti rétt á þjálfun og kennslu við sitt hæfi, sem gerði það að verkum að hann var ekki eins upp á aðra kominn. Starfið með þroskaheftum tók því miklum breytingum, fólk afl- aði sér sérþekkingar varðandi þjálfun og kennslu þroskaheftra og í dag er það svo að Þroska- þjálfaskóli Islands útskrifar eftir 3 ár uppeldisstétt sem ber starfs- heitið þroskaþjálfar. „Markmið allrar þjálf- unar og starfs þroska- þjálfa er því að gera hinn þroskahefta sem mest sjálfbjarga í því umhverfi sem hentar honum best.“ En í hveiju er starf okkar þroskaþjálfa fólgið og hvert er markmiðið með því? Starfssvið þroskaþjálfa Þar sem þetta er skrifað fyrir hönd okkar þroskaþjálfa, sem störfum á dagheimilinu Lyngási, mun hér verða leitast við að koma því til skila á sem skýrastan hátt í hveiju starf okkar er fólgið. Fyrst ber að geta þess að hinir þroskaheftu einstaklingar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Því þarf að miða alla þjálfun við þarfir hvers og eins. Fyrsta stigið er því að meta hvern einstakling, en við það mat styðjast þroskaþjálfar við þar til gerð þroskamöt. Eftir að þroskamat hefur verið unnið og í samráði við aðra fagaðila, sál- fræðing, kennara o.fl., er tiltölu- lega gott að sjá hvar viðkomandi einstaklingur er staddur með til- liti til getu og greindaraldurs. Þá er hægt að fara að setja saman þjálfunaráætlun, sem þroskaþjálf- arar og meðferðarfulltrúar vinna síðan eftir, en þjálfun er veiga- mesti þátturinn í starfi þroska- þjálfa og bera þeir ábyrgð á uppsetningu hennar og fram- kvæmd. Undir þjálfun fellur meðal ann- ars: ADL-þjálfun (þjálfun í athöfn- um daglegs lífs). Þess ber að gæta að það sem við álítum oft að sé sjálfsagt að geta/kunna höfum við lært smám saman frá því að vera börn og fram á þenn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.