Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1987 22 Heilbrigðisdagur Alþj óðaheilbrigðismálastof nunarinnar: Bólusetning handa hveiju bami 7. apríl er árlegur heilbrigðis- dagur Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Að þessu sinni er dagurinn helgaður bólusetningum og á að minna á mikilvægi þess að gefa hveiju mannsbarni kost á vörn gegn sjúkdómum sem unnt er að koma í veg fyrir. Bólusetning er eitt skýrasta dæmið um mátt virks forvamar- starfs í heilbrigðismálum. Bóluefni eru annað hvort unnin úr dauðum sýklum eða em veiklaðir lifandi sýklar. Gjöf bóluefnis, t.d. mislinga- bóluefnis, veldur framleiðslu mótefna sem vernda síðan einstakl- inginn gegn því að sýkjast af mislingum síðar komist hann í snertingu við sjúkdóminn. Bóluefni em því vemdandi og því ólík lyfjum sem notuð em til að lækna sjúk- dóma sem þegar hafa búið um sig. Virk bóluefni em nú til gegn ýmsum smitsjúkdómum. Má þar helst telja mænuveiki, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mislinga, rauða hunda, hettusótt, bólusótt og fleira. Lítill vafi leikur á því að til þess að út- rýma tilteknum sjúkdómi með öllu em bólusetning og nákvæm skrán- ing á útbreiðslu sjúkdómsins veigamestu vopnin. Á þann hátt tókst að útrýma bólusótt úr heimin- um á einungis 10 ámm. Það dæmi bendir til þess að eina raunhæfa leiðin til útrýmingar alnæmis úr heiminum verði einnig bólusetning. Virks bóluefnis gegn þeim sjúkdómi þarf þó að bíða í nokkur ár enn. Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar hefur sett sér það markmið að útrýma mislingum, mænusótt, stífkrampa í nýbumm, barnaveiki og meðfæddum rauðum hundum úr Evrópu fyrir 1996. Um 80% barna í Evrópu em nú bólu- sett gegn þessum sjúkdómum. Til þess að ofangreint markmið náist þarf þessi hlutfallstala að aukast vemlega eða í 95% árið 1990. Ástand þessara mála er nú einna best á Norðurlöndum og í löndum Austur-Evrópu og á íslandi getum við vel unað okkar hlut hvað snert- ir ofangreinda sjúkdóma með 96—99% bólusetningarhlutfall. Hér á landi snúast umræður í bólusetn- ingarmálum helst um bólusetningu gegn öðmm sjúkdómum en þeim sem hér um ræðir. Ber þar hettu- sótt hæst. Sá sjúkdómur gengur í faröldrum hér og veldur miklum óþægindum (munnvatnskirtils- bólgu, briskirtilsbólgu, heilahimnu- bólgu, eistnabólgu) þó dauðsföll séu nær óþekkt. Til er virkt bóluefni gegn hettusótt og notkun þess í öðmm löndum hefur fækkað tilfell- um allt að 1.000-falt miðað við tíðni sjúkdómsins hér. Vandamál okkar í þessum efnum em þó hjóm eitt miðað við þann vanda sem þróunarlöndin eiga við að stríða. Árið 1974 hóf Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin bólusetn- ingarherferð um heiminn gegn berklum, mænusótt, kíghósta, stífkrampa, barnaveiki og misling- um. Á þeim tíma fengu innan við 5% barna í þróunarlöndunum þessar bólusetningar. Vegna þessa átaks er hins vegar nú nær helmingur barna í þessum löndum bólusettur. Þrátt fyrir að enn sé langt í land að ná æskilegu bólusetningarhlut- falli, t.d. í líkingu við það sem hérlendis hefur náðst, er talið að um milljón dauðsfalla barna sé forð- að árlega nú þegar. Enn deyja þó 3,5 milljónir barna á hverju ári í þróunarlöndunum úr sjúkdómum sem unnt væri að koma í veg fyrir. Þessi mál snerta okkur ekki ein- ungis óbeint, heldur er ljóst að endanleg útiýming þessara sjúk- dóma hérlendis er háð því hvernig til tekst annars staðar. ísland er ekki lengur einangraður útkjálki og hingað berast flestar sóttir fyrr eða síðar. Utrýming umræddra sjúk- dóma í þróunarlöndum er því forsenda þess að þeim verði útrýmt hér og öfugt. Samstillt átak er því nauðsynlegt og þátttaka okkar mik- ilvæg í því efni. Megin vandamál margra þróun- arríkja er þó enn hungur og helsta verkefni þeirra sem vilja leggja hönd á plóginn er að efla leiðir til fæðuöflunar, stemma stigu við fólksfjölgun, bæta menntun svo eitthvað sé nefnt. Eigi að síður nægir það eitt ekki til að hemja útbreiðslu margra þeirra sjúkdóma sem þessi lönd hijá. Þess vegna er ástæða fyrir yfirvöld og allan al- menning í tilefni af Alþjóðaheil- brigðisdegi 1987 að íhuga hver okkar hlutur skuli vera til að veita þessum málum brautargengi. Landlæknir Osköp venjuleg maísstöng, en... ... veislubiti með smjöri! Fáðu þér smjör og finndu muninn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.