Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 32

Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 ODYRU UNGLINGAHÚSGÖGNIN KOMIN KommóÖur 4ra skúffu 2.825,- stgr. 6 skúffu 3.700,- stgr. 8 skúffu 4.210,- stgr. Svefnbekkir meÖ dýnu og rúmfataskúffu. Verö frá kr. 7.850,- stgr. Fataskápar kr. 6.685,- stgr. KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ, ÞAU KOMA Á ÓVART Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs á Akureyri Iðnlánasjóður getur veitt fyrir- tækjum hagstæðari lán en aðrir — sagði Bragi Hannesson, bankastjóri og forstöðumaður sjóðsins IÐNLÁNASJÓÐUR var stofnaður árið 1935. Hlut- verk hans er að efla fram- leiðslu og framleiðni í iðnaði með því að veita stofnlán og styðja við almennt umbóta- starf í iðnaði. Forstöðumað- ur sjóðsins er Bragi Hannesson, bankastjóri. Iðnlánasjóður gekkst fyrir kynningarfundi á Akureyri fyrir skömmu þar sem Gísli Benediktsson, Hreinn Jak- 1 obsson og Stefán Melsteð, ásamt Braga Hannessyni, kynntu starfsemi sjóðsins ítarlega. Áður hefur slíkur kynningarfundur verið haldinn í Hafnarfirði og ' framhald verður á þeim. Fyrstu áratugina var lánageta ; Iðnlánasjóðs lítil en gjörbreyttist árið 1963 þegar ákveðið var með lögum að ieggja sérstakt iðnlána- sjóðsgjald á öll iðnfyrirtæki í landinu. Árið 1984 yfírtók sjóðurinn verkefni Iðnrekstrarsjóðs með stofnun sérstakrar deildar sem lán- ar og veitir styrki til vöruþróunar 1 og markaðsstarfsemi. Vorið 1986 var svo með lögum stofnuð trygg- ingadeild útflutningslána við Iðn- lánasjóð. Iðnaðarbanki íslands hf. annast samkvæmt lögum daglegan Bragi Hannesson rekstur Iðnlánasjóðs og hefur sjóð- urinn aðsetur í húsnæði bankans, Lækjargötu 12 í Reykjavík. í stjórn sjóðsins, sem skipuð er af iðnaðar- ráðherra, sitja Jón Magnússon hdl., formaður, Gunnar S. Bjömsson húsasmíðameistari og Olafur Daví- ðsson framkvæmdastjóri. Skrif- stofustjóri sjóðsins er Gísli Benediktsson viðskiptafræðingur. Sjóðurinn skiptist í fjórar deildir: Fjárfestingarlánadeild, vöruþróun- ar- og markaðsdeild, tryggingadeild útflutningslána og áhættufjár- magnsdeild. Gísli Benediktsson Fjárf estingarlánadeild Gísli Benediktsson kynnti fjár- festingarlánadeild. Fram kom í máli hans að deildin veitir stofnlán til véla- og tækjakaupa fyrir iðnað- inn, til byggingar og kaupa verk- smiðju- og iðnaðarhúsa, endur- skipulagnirigar iðnfyrirtækja, hægræðingar í iðnrekstri og til framkvæmda er auka hollustu og öryggi og bæta starfsumhverfi á vinnustöðum. Gísli skýrði síðan hvað þyrfti að fylgja umsóknum; og með byggingarlánum er það eft- irfarandi: sundurliðaður byggingar- kostnaður, byggingarlýsing á sérstökum eyðublöðum, teikningar, ráðgerður byggingartími og ef um kaup á fasteign er að ræða þarf að fylgja umsókninni kaupsamning- ur eða drög að kaupsamningi. Umsóknum um vélalán þarf hins vegar að fylgja eftirfarandi: kostn- aðarverð einstakra véla, nafn og ríkisfang framleiðenda, ráðgerður kauptími, flutningur og aðflutn- ingsgjöld, niðursetningarkostnaður og ef um kaup eldri véla hér á landi er að ræða kaupsamningur. Gísli gat þess í erindi sínu að lánshlut- fall væri allt að 50% af fjárfestingu. Hámarkslánstími byggingalána er 15 ár en 7 ár hvað vélalánin varð- ar. Lánskjör eru þannig, varðandi byggingalánin, að lán undir 5 millj- ónum er með 6,5% vöxtum, verð- tryggð en lán yfir 5 milljónum króna eru lánuð í SDR og með 8% vöxt- um. Vélalán undir 700.000 eru verðtryggð með 6,5% vöxtum en lán yfir þeirri upphæð eru í SDR og með 8% vöxtum. Gísli sagði eftirspurn eftir lánum frá fjárfestingarlánadeild hafa verið mikla. Ráðstöfunarfé deildarinnar í fyrra voru 595 milljónir króna en verða 602,6 milljónir á þessu ári. Vöruþróunar- og markaðsdeild Hreinn Jakobsson sagði markmið deildarinnar þríþætt: að stuðla að vöruþróun og aukinni samkeppnis- hæfni iðnaðarins, að örva nýsköpun VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveöur hitastigiö og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA 75ÁRA VATNSLEKI ? THORO á svarið við vandræðum vegna vatns- I e ka THOROSEALer upplagt til að bera á t.d. sökkla. Það fyllir og lokar steypunni en andar þó tii jafns við steypuna. WATERPLUG þenst út við hörðnun og rýrnar ekki. Það stöðvar vatns- leka. Kynntu þér kosti THORO — efnanna og hafðu samband við Steinprýði. Við hjálpum þér. steinprýöi Stangarhyl 7. s. 672777

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.