Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 33

Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1987 33 og að auka útflutning iðnaðarvara. Lánshæf verkefni í vöruþróun eru: forathuganir, tilraunir með nýjung- ar, smíði frumgerða, verndun hugmynda, framleiðniathuganir og endurbætur. Hvað markaðsaðgerð- um viðvíkur eni láns- og styrkhæf verkefni: markaðskannanir, gerð kynningarefnis, þátttaka í sýning- um erlendis, heimsóknir erlendra viðskiptamanna og stofnun sölufé- Hreinn Jakobsson laga erlendis. Umsóknum þarf að fylgja sundurliðun á áætluðum kostnaði, tímaáætlun verkefnis, upplýsingar um markmið verkefnis og væntanlegur árangur og árs- reikningar sl. þriggja ára. Hreinn gat þess að lánshlutfall væri allt að 50% af kostnaði, lánstími væri 1-5 ára, sem réðist af væntanlegum árangri af verkefninu og hefst lánstími ekki fyrr en við lok verk- efnis. Deildin lánar fé með 5% vöxtum, verðtryggt. Styrkir eru einnig veittir vegna sýningarþátt- töku erlendis og útgáfu á kynning- arbæklingum. Styrkurinn getur verið allt að 50% kostnaðar, þó ekki meira en 400.000 krónur á hvert fyrirtæki. Að sögn Hreins eru öll lán deild- arinnar áhættulán í þeim skilningi að ef niðurstöður vöruþróunarverk- efnis leiða ekki til þess árangurs sem vænst var getur lántakandi óskað þess að eftirstöðvar lánsins verði felldar niður að hluta eða öllu leyti endi leggi hann fram fullnægj- andi greinargerð um málið. Ef lán er afskrifað á sjóðurinn kauprétt á niðurstöðum verkefnisins og enn- fremur getur hann krafist fullrar endurgreiðslu lánsins, ef verkefnið leiðir síðar til arðbærrar fram- leiðslu. Ráðstöfunarfé deildarinnar í ár eru 110.752.000 krónur en voru 74.303.000 í fyrra. Tryggingardeild útflutningslána „Hlutverk deildarinnar er að taka að sér að tryggja lán er bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutningslán- um sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum," sagði Stef- án Melsteð um þessa deild sjóðsins. Ennfremur sagði Stefán það hlut- verk deildarinnar að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur er- lendum kaupendum, enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslensk- um vörúm eða þjónustu. Stefán sagði alla íslenska útflytjendur geta fengið útflutningsábyrgð hvort heldur sem þeir fljdja út vöru og þjónustu og deildin væri ekki bund- in við iðnaðinn. Umsóknum þarf að fylgja síðasti ársreikningur viðkomandi fyrirtæk- is. Eftir að útflutningsábyrgð hefur verið fengin þarf viðkomandi aðili svo að senda Iðnlánasjóði tilkynn- ingar um útflutninginn á þriggja mánaða fresti ásamt greiðslu þókn- unar fyrir ábyrgðina. Tryggingardeildin hefur sér- stakan ijárhag og má hún ábyrgjast 100 milljónir SDR á ári. Áhættufjármagnsdeild Bragi Hannesson kynnti að síðustu áhættufjármagnsdeildina. Þar kynnti hann hlutafjáreign Vöruþróunar- og markaðsdeildar í hinum ýmsu fyrirtækjum. Sagði hann stefnu sjóðsins að eiga ekki meira en helming hlutafjár í fyrir- tækjum og einnig að bréfin yrðu seld eftir ákveðinn tíma. Hluta- bréfaeign Iðnlánasjóðs í árslok 1986 var sem hér segir; upphæðir eru nafnverð og í sviga er hlutfall sjóðsins af hlutafé í fyrirtækinu: í Glit hf. 70.000 (5,9%), Nord-Invent A/S 3.957.299 (4,2%), DNG hf. Stefán Melsted 900.000 (3,3%), Tækniþróun hf. I. 000.000 (10,1%), Mát hf. 5.000.000 (33,3%), Hlutabréfa- markaðurinn hf. 200.000 (26,7%), Þjónustumiðstöð fataiðnaðarins 630.000 (15%). Þetta eru samtals II. 757.299. Auk þessa á Iðnlána- sjóður, skv. sérstökum lögum, hluti í eftirfarandi fyrirtækjum: 1.497.877 í Fjárfestingarfélagi ís- lands hf. (4,9%), 25.287.093 í Útflutningslánasjóði (33,3%) og 30.000.000 (8,7%) í Þróunarfélagi Islands hf. Hlutafé alls í árslok 1986 var því 68.542.269. Innlán Iðnlánasjóðs í árslok 1986 námu alls 2.676.791.000 og var þar hæst hlutfall lána háðum láns- kjaravísitölu. Þau voru 947.405 þúsund eða 36%. Lán háð gengi Bandaríkjadals voru 806.390 þús- und eða 30%. Erlend innlán um síðustu áramót skiptust þannig að 56% var í Bandaríkjadölum, 22% í japönskum yenum, 18% í þýskum mörkum og 4% í breskum pundum. SDR-karfan skiptist hins vegar þannig að 37% er í Bandaríkjadöl- um, 22% í þýskum mörkum, 17% í yenum, 13% í frönskum frönkum og 11% í pundum. Sagði Bragi það stefnu sjóðsins að taka lán í frönsk- um frönkum á þessu ári til ■ að staðan yrði sem líkust SDR-körf- unni. Lán yfir fimm milljónum króna úr Iðnlánasjóði eru lánuð í SDR, eins og áður kom fram, til að samræma út- og innlán sjóðsins. Heildarútlán sjóðsins í árslok 1986 voru 3.356.760.000. Lang- stærstur hluti lánanna er háður lánskjaravísitölu, 81% eða 2.727.644.000. Lán háð gengi SDR eru 7%, 222.871.000. Sjóðurinn hóf að lána háð gengi SDR í fyrra og því á hlutfall þeirra lána eftir að hækka mikið þegar frá líður, að sögn Braga. Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu var afkoma Iðnlánasjóðs mjög góð á síðasta ári. Hagnaðurinn á árinu var 161 milljón króna og eigið fé fór í fyrsta skipti yfir milljarð króna, var um áramót 1.016,8 milljarðar. Eigin- fjárhlutfall var 27,2% af niðurstöðu- tölum efnahagsreiknings á móti 25,7% um áramótin 85-86. Sagði Bragi sjóðinn eiga að geta veitt iðnfyrirtækjum hagstæðari lán en annars staðar fást því vextir hans séu hagstæðari en gerist ann- ars staðar hér á landi. Eftir framsöguerindin svöruðu fulltrúar Iðnlánasjóðs ýmsum fyrir- spurnum fundarmanna um sjóðinn. T-íöföar til Xl fólks í öllum starfsgreinum! SERVERSLUN MEÐ ELDHUS- 0G BORÐRUNAÐ 8.340- 7980- 2.386. 3.761- 6.136- 1.616.- r\ 2.878- 1.997- 3.323.- ismet PÖSTKRÖFUÞJÖNUSTA 4.294- 2.641- —4r i.... J ' * 6 ; i.45a- rpýfs/ifr-i/ss- 4.582- 3.144-, 1.778- HT4TO 4^1 M RS óö2 V 1.831- 2.490- r r NYBYLAVEGI 24 - SIMI 41400 íá S. MAGNUSSON HF. S. MAGNUSSON HF. hleildverslun Nýbýlavegi 24 202 Kópavogur S: 91-41866 EÍNKAUMBOÐ Á ÍSLANDÍ ■■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.