Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
Bókin „Veður-
far á íslandi“
fáanleg á ný
VEÐURFAR á íslandi eftir
Markús Á. Einarsson veður-
fræðing er nú aftur fáanleg hjá
Bókaútgáfunni Iðunnni en hún
hefur verið uppseld um tíma.
Bókin gefur yfirlit um helstu
niðurstöður rannsókna á veðurfari
íslands og skiptist í tíu megink-
afla. í fréttatilkynningu frá
útgáfunni segir að hún sé í 'enn
handbók og almennt fræðslurit —
jafnt til fróðleiks áhugamönnum
sem og til nota fyrir verkfræð-
inga, náttúrufræðinga og fleiri þá
sem upplýsinga er þörf um veður-
far starfa sinna vegna.
Morgunblaðið/Júlíus
Á blaðamannafundi félaga í BHM í gær. Frá vinstri: Sigurrós Sigurðardóttir frá Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa, Ólafur Karvel
Pálsson frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Ólöf Steingrímsdóttir frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, Hugó Þórisson frá Sálfræðingafé-
lagi íslands, Valgerður Gunnarsdóttir fundarstjóri, Eydís Arnviðardóttir frá Félagi bókasafnsfræðinga, Rósa Hauksdóttir frá Iðjuþjálfafélagi
íslands, Hildur Einarsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfærðinga, Júlíus Björnsson formaður BHMR og Birgir Björn Siguijónsson hag-
fræðingur BHMR.
Semjum ekki til tveggja ára
án kaupmáttartryggingar
- segja fulltrúar í samninganefndum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna
ÝMSAR stofnanir ríkisins hafa
lamast að miklu leyti vegna verk-
falla félaga í Bandalagi háskóla-
manna. Hjúkrunarfræðingar og
sjúkraþjálfarar hafa nú verið í
verkfalli í þijár vikur, félagsráð-
gjafar, sálfræðingar og iðjuþjálf-
ar í tvær vikur og náttúrufræð-
ingar og matvæla- og
næringarfræðingar og bóka-
safnsfræðingar í eina viku.
Ágreiningur samninganefnda
stendur um lengd samningstímans
og verðtryggingarákvæði. I upphaf-
legum kröfugerðum félaganna var
krafist að kjarasamningur gilti til
eins árs, frá 1. janúar 1987 til 31.
desember 1987. Fjármálaráðherra
býður hinsvegar kjarasamninga til
tveggja ára án verðtryggingar
síðara árið. Félögin standa enn við
upphaflega kröfu um árssamning
en eru einnig reiðubúin að gera
tveggja ára samning með annað
tveggja uppsagnarákvæðum eða
kaupmáttartryggingu.
Þetta kom meðal annars fram á
blaðamannafundi í gær er boðað
var til af þeim átta félögum í BHMR
sem nú standa í samningaviðræðum
fyrir félagsmenn sína við samninga-
nefnd ríkisins.
„Viðræðumar við öll félögin hafa
strandað á kaupmáttartrygging-
unni. Við erum tilbúin til að semja
til tveggja ára, eins og samninga-
nefnd ríkisins, er að reyna að þvinga
okkur til, en ekki án kauptrygging-
ar síðara árið. Við verðum að
tryggja félagsmönnum okkar út-
gönguleið um áramótin komi til
óðaverðbólgu," sagði Júlíus Bjöms-
son, formaður BHMR, í samtali við
Mórgunblaðið. „Ég skil ekki af
hverju ríkið getur ekki boðið okkur
þessa útgönguleið eins og kennur-
um var boðið upp á úr því þeir
sömdu til tveggja ára,“ sagði Júlíus.
„Það er verið að setja okkur afar-
kosti, sem við göngum aldrei að
enda höfum við aldrei ætlað að
semja til tveggja ára með slíkum
ákvæðum. Við fengum samnings-
réttinn í okkar hendur í fyrra og
við emm ekki hrifin af því ef það
á að fara að taka hann af okkur á
næsta ári aftur," sagði Ólafur Kar-
vel Pálsson, náttúrufræðingur. Upp
úr viðræðum slitnaði við félögin um
og upp úr sl. helgi og ekki hefur
verið boðað til formlegra funda við
félögin aftur. Að sögn fulltrúa fé-
laganna er viðræðugrundvöllur
fyrir hendi um ýmis mikilvæg at-
riði, til dæmis varðandi röðun í
launaflckka og fleira.
Á fundinum kom fram að upp-
lausn ríki hjá ýmsum stofnunum. I
heilbrigðiskerfinu yfirgefur fólk nú
störf sín og ekki er von til þess að
hæft fólk fáist í staðinn til að sinna
þeim sérhæfðu störfum sem þannig
losna. Brýnar rannsóknir til dæmis
fyrir sjávarútveginn eru ekki fram-
kvæmdar með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
JHfargnttÞlðfcifc
SIEMENS
Hann er venjulegur ofn, grillofn og
örbylgjuofn, allt í senn.
Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo
vitaskuld á venjuleg heimili.
íslenskur leiðarvísir.
(Mfeí/®OT@00©
SMITH& NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Rekstrarvandi Hraðfrystihúss Stokkseyrar:
Tekið allt of seint
á þessu vandamáli
- segir Árni Johnsen alþingismaður
„ÞAÐ ER
nettóskuld
200
á
milljóna króna
Hraðfrystihúsi
00
Tímarit fyrír áhugafólk um þjóðfélagsmál!
Nerdisk Kontakt
Einstakt tímarit sem stendur á gömlum
merg. Kemur nú út í nýjum búningi. Fjallar
um þjóöfélags-og menningarmál á Norður-
löndum.
Gefió út afNorðurlandaráði sautján sinnum
á ári. Sjálfstæó ritstjómastefna. Skrifaó
á dönsku, finnsku, norsku og sænsku.
Blaóamenn í Danmörku, Finnlandi, íslandi,
Noregi, Svípjóö, Grænlandi, Færeyjum og
á Álandseyjum.
Gerist áskrifendur að hinu nýja NORDISK
KONTAKT. Áskriftargjald ÍSK 600 fyrir
allan árganginn 1987 greióist inn á póstgíró-
reikning S-851236-0. Skrifið heimilisfang
greinilega á póstgíróseðilinn.
Hió nýja NORDISK KONTAKT ergagn-
legt tímarit fyrir fólk i stjómmálum og í
opinberri pjónustu, Qölmiðla - og listafólk,
áhugamenn um þjóófélagsmál og aðra þá
sem vilja hafa yfirlit um þróun mála á
Norðurlöndum.
Afgreiðsla: Nordisk Kontakt
(Nordiska rádets presidiesekretariat)
Tyrgatan 7, Box 19506, S-10432 Stockholm 19.
Telefon: 143420.
Stokkseyrar og sennilega stend-
ur ekkert frystihús á landinu
jafn illa. Hverju sem þar er um
að kenna er ljóst að það var tek-
ið allt of seint föstum tökum á
þessum vanda fyrir hönd Stokks-
eyringa. Sú ábyrgð er samtvinn-
uð á milli stjórnar fryustihússins
og hreppsnefndar Stokkseyrar-
hrepps og auðvitað ber Margrét
Frímannsdóttir sem oddviti ekki
hvað sísta ábyrgð í því máli,“
sagði Árni Johnsen alþingismað-
ur í samtali við Morgunblaðið.
í Þjóðviljanum_ í gær er haft eft- ■
ir Ólafi M. Óskarssyni fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss
Stokkseyrar að það sé lúalegur
áburður Árna Johnsen á hendur
Margreti Frímannsdóttur oddvita
og frambjóðanda Alþýðubandalags-
ins til Alþingis, að hún eigi sök á
rekstrarvanda hraðfrystihússins.
Erfiðleikarnir hafí byijað fyrir odd-
vitatíð Margrétar, eða árið 1979
þegar húsið brann og það síðan
endurbyggt á verðbólgutíma fyrir
dýrt lánsfé.
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Ámi hafa gert þetta að umtals-
efni á sérstökum fundi út af
hraðfrystihúsmálinu og í srná
klausu í blaðinu Suðurlandi. Álit
sitt væri samhljóða áliti Byggða-
stofnunar og fleiri aðila sem fylgst
hafi með vanda Hraðfrystihússins,
og þótt núverandi framkvæmda-
stjóri væri ef til vill að ná tökum á
rekstrinum nú hefði hann aðeins
starfað þar í ár og það afsakaði
ekki að ekki var tekið á þessu
máli fyrr.
Passíusálmar fluttir í
sjónvarpi í fyrsta sinn
PASSÍUSÁLMAR eru nú lesnir í
sjónvarpi í fyrsta sinn f sögu
þess. Sigurður Pálsson rithöf-
undur les og eru myndskreyting-
ar eftir Snorra Svein Friðriks-
son, deildarstjóra leikmynda-
deildar sjónvarpsins.
Einn sálmur er lesin í hvert skipti
í lok dagskrár á sunnudögum og
byrjaði lesturinn sunnudagskvöldið
29. mars sl. Þá var annar sálmur
fluttur þann 5. apríl og síðan verða
passíusálmar lesnir í lok dagskrár
þann 12. apríl og á páskadag, þann
19. apríl.
Samkvæmt upplýsingum frá
sjónvarpinu hafa undirtektir sjón-
varpsáhorfenda verið góðar og
hefur það fólk, sem látið hefur í sér
heyra vegna þessarar nýbreytni,
helst viljað fá alla passíusálmana
fiutta í sjónvarpi á þennan hátt.