Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 36

Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 36
36__ Kúba MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Kastro í nöp við markaðshyggjuna Havana, Reuter. KASTRO, forseti Kúbu, sagði í fyrradag, að markaðsstefn- an, sem nú væri að skjóta upp kollinum í sumum kommún- istaríkjum, ætti ekkert erindi við Kúbumenn og fór höröum orðum um neysluhyggjuna. „Gróði, gróði, gróði — hvað kemur hann byltingunni við,“ sagði Kastro í lokaræðunni á fimm daga þingi æskulýðssam- taka kommúnistaflokksins. Sagði hann, að það væri „blekk- ing og heimska“ að halda, að markaðsöflin og arðbær ríkis- fyrirtæki gætu tekið við því hlutverki kommúnistaflokksins að byggja upp sósíalismann og stuðla að framförum. Kastro talaði blaðalaust í þijár klukkustundir samfleytt og sagði, að neysluhyggjan, þessi þráhyggja, væri „kapitalísk upp- finning". Kvaðst hann vera mjög ánægður með pólitíska vitund þingfulltrúanna og að hann og aðrir frammámenn á Kúbu væru „vissir um, að framtíð byltingar- innar væri í góðum höndum". Reuter Jóhannes Páll páfi II blessar sjúka konu Cordoba í Argentínu í gær. í dómkirkju borgarinnar Samkomulag náðíst um heimsókn páfa Varsjá, Reuter. Samkomulag hefur náðst milli pólsku stjórnarinnar og kaþólsku Danmörk: Óeining um fram- lög til varnarmála Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓEINING ríkir í dönskum stjóm- um til varnarmála. Þykir nú útséð, málum um framlög til varnar- mála. Stjórnin hefur viðrað tillögu, sem Jafnaðarmanna- flokkurinn og Det Radikale Venstre geta ekki fallist á. Og þar með skortir meirihluta fyrir tillögunni. Samkvæmt tillögu stjómarinnar á 400 milljóna danskra króna aukafjárveiting að ganga til varnar- mála á þessu ári og 100 milljónir á ári til 1992. Féð á að nota til að kveðja til fleiri menn, sem komnir eru á her- skyldualdur, og til að kaupa nýjar flugvélar, skriðdreka og skip, þar á meðal fjögur til landhelgisgæslu. Jafnaðarmenn halda fast við, að útgjöld til vamarmála verði óbreytt, hvað sem líði kostnaðarauka vegna verðhækkana, aukins lauriakostn- aðar og verðbólgu. Þingflokkur Det Radikale Venstre hefur oft sagt, að hann muni ekki greiða atkvæði með fjárlögunum fyrir 1988, ef þar verði að finna hækkanir á framlög- Sovétríkin: Kunnir andófsmenn farnir brott Vínarborg, Reuter. TVEIR kunnir sovézkir andófs- menn, hjónin Tatyana Osipova og Ivan Kovalyov, hafa fengið að fara úr landi. Fóru þau í fyrra- dag til Vínarborgar, en þaðan halda þau til Bandaríkjanna. Osipova, sem er 38 ára kerfís- fræðingur, var handtekin í maí 1980. Hún var dæmd ári síðar í fimm ára þrælkunarvinnu og fimm ára útlegð í framhaldi af því i vinnubúðum. Var hún dæmd fyrir andsovézkan óhróð- ur en hún var félagi í Helsinki- nefndinni í Moskvu. Hún var látin laus úr þrælkunarbúðum í október í fyrra og send í útlegð. Kovyalov, sem er 32 ára verk- fræðingur, var handtekinn í ágúst 1981 og dæmdur ári seinna. Hlaut hann sömu refsingu og Osipova. Osipova sagði að þau hjónin hefðu ekki haft í hyggju að yfirgefa Sov- étrikin. Hún hefði hins vegar þurft á læknishjálp að halda vegna kven- sjúkdóms; meðferð sem ófáanleg væri í Sovétríkjunum. Andófshjónin ætla að sækja um að fá að setjast að í Bandaríkjunum. að vamarmálin verði ofarlega á baugi í komandi kosningabaráttu, en að dómi flestra verður gengið til kosninga í haust. kirkjunnar þar í landi um skipu- lag heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II til Póllands 8.-14. júní næstkomandi. Áreiðanlegar heimildir hermdu að í gær hefði lokið margra mánaða erfiðum samningaviðræðum full- trúa kirkjunnar og stjórnvalda um dagskrá heimsóknarinnar. Páfi kemur til Varsjár 8. júní en auk höfuðbrogarinnar heimsækir hann Lublin, Tarnow, Krakow, Szczecin, Gdynia, Gdansk, Czestoc- howa og Lodz. Þá hefur stjórnin samþykkt að hann fari að gröf prestsins Jerzy Popieluszko, sem lögreglumenn myrtu árið 1984. Hann var stuðn- ingsmaður Samstöðu, óháðu verka- lýðsfélaganna, sem bönnuð var með setningu herlaga árið 1981. Strax eftir komuna til Varsjár er fyrirhugað að páfi eigi fund með Wojciech Jaruzelski, aðalritara pólska kommúnistaflokksins. Páfi mun messa í borgunum, sem hann heimsækir, og setja presta- stefnu í Varsjá. í Tarnow mun hann taka í dýrlingatölu Karolinu Kozka, táningsstúlku, sem rússneskur her- maður myrti árið 1914 er hún veitti mótspymu þsgar hann reyndi að nauðga henni. Einnig mun hann taka Michal Kozal, biskup, í dýrlin- gatölu við útimessu í Varsjá á lokadegi heimsóknarinnar. Kozal dó í fangabúðum nasista í Dachau árið 1943. Flóttamannabúðirnar í Líbanon: Palestínumenn fagna sýrlenskum hermönnum Beirút, Reuter. ÖRÞREYTTIR Palestínskir skæruliðar föðmuðu að sér yfir- menn úr sýrlenska hernum, sem . komu í gær inn i Bourj al-Baraj- neh flóttamannabúðirnar til að undirbúa að senda setulið þangað og binda enda á hina langæju orrustu um búðirnar. Sýrlendingar höfðu fyrr í gær umsjá með því að 23 særðir Pa- lestínumenn voru fluttir frá Shat- ila-búðunum. Sýrlendingar komu sér þar fyrir á miðvikudag. Fréttaritari Reuter-fréttastof- unnar gekk inn í Bouij al-Barajneh, þar sem tólf þúsund flóttamenn dveljast, ásamt 25 eftirlitsmönnum sýrlenska hersins. Sagði hann að flóttamennimir hefðu flestir virst teknir og illa farnir þegar þeir reik- uðu út í dagsljósið úr myrkum byrgjum og húsarústum. Sagði hann að skeggjaðir og úttaugaðir skæruliðar hefðu faðmað að sér Sýrlendingana, sem gerðu samning við foringja Palestínumanna um að sýrlenskir hermenn yrðu staðsettir á átta stöðum. Vopnaðar sveitir síta, sem Sýr- lendingar styðja, hafa setið um flóttamannabúðirnar í Beirút síðan 29. október. Ummerki umsátursins í Bouij al-Barajneh eru greinileg. Göt eftir byssukúlu eru í veggjum hvers ein- asta húss og fæst standa heil og íbúðarhæf. „Þið hélduð að við værum að ljúga. Eg þurfti að borða rottu," sagði þrettán ára gamall drengur. Erlendir Iæknar I búðunum sögðu að flóttamenn í búðunum hefðu þurft að leggja sér ketti, hunda, múlasna og rottur til munns til að halda lífi. Menn sem misst hafa fætur sínar fóru um á hækjum eða var ýtt áfram í hjólastólum. Vart er hægt Reuter Maður heldur á veiku barni sínu í Shatila-flóttamannabúðunum skammt frá Beirút. Yfirmenn úr sýrlenska hernum höfðu umsjón með brottflutningi særðra úr búðunum í gær. að komast um götur fyrir úrgangi, vatni og frárennsli. Chris Giannou, grísk-kanadískur skurðlæknir í Shatila-búðunum, sagði á þriðjudag að 110 manns hefðu verið drepnir og 600 særðir í umsátrinu. 3200 manns hafa dval- ið í búðunum. Sýrlenskir verðir munu gæta Bouij al-Barajneh búðanna á sex stöðum til að tryggja að flóttamenn geti farið fijálsir ferða sinna. Eins og áður segir hafa sítar setið um búðirnar síðan í október. Undan- famar fímm vikur hafa konur fengið að fara þaðan fótgangandi til að kaupa mat, en Palestínumenn segja að leyniskyttur hafi skotið um þijátíu konur til bana. Sýrlenskir hermenn tóku sér stöðu á fjórum stöðum í Shatila- búðunum í gær og lögðu mörg hundruð konur og börn leið sína í verslanir fyrir utan búðimar. „Við höfðum gleymt hvað það er yndislegt að geta farið fijáls ferða sinna og verslað eftir að hafa verið innilokuð í rúmt hálft ár,“ sagði hálffimmtug kona á leið inn í búðimar eftir verslunarferð. A-Berlín: Ráð- herrason- ur flytur vestur Austur-Berlín, Keuter. HARTMUT Grátz, sonur Manfreds Gráetz aðstoðar- varnarmálaráðherra Aust- ur-Þýzkalands, hefur fengið leyfi til að flytjast til Vestur- landa og fór hann til Vestur-Þýzkalands í síðustu viku. Austur-Þýzki lögfræðingur- inn Wolfgang Vogel, sem verið hefur fulltrúi Austur-Þjóðveija í viðræðum um mannréttinda- mál og samningaviðræðum um fangaskipti, staðfesti að Hartmut Grátz hefði fengið að fara til Vesturlanda. Faðir hans er hershöfðingi í austur- þýzka hemum og einn af níu aðstoðarvarnarmálaráðherr- um landsins. Venjan er að maður í stöðu af þessu tagi og fjölskylda hans fái ekki að ferðast til Vesturlanda eða eiga samskipti við Vestur- landamenn í Austur-Þýzka- landi. Rússar auglýsa sænskar tölvur Stokkhólmni, Reuter. Landslið Sovétríkjanna í ísknattleik var með auglýsingu frá sænsku tölvufyrirtæki á keppnisfatnaði sínum í lands- leik gegn Svíum í fyrrakvöld. Er þetta ný aðferð sovézkra yfirvalda í gjaldeyrisöflun. Talið er að Sovétmenn hafi fengið 15.000 dollara fyrir auglýsinguna og sagði Ana- toly Kostryukov. formaður sovézku ríkisfþróttanefndar- innar, að sovézkir íþróttamenn myndu glaðir auglýsa vestræn fyrirtæki. Undantekning væri þó tóbaks-, lyfja-, áfengis- og klámauglýsingar. Landsleikn- um töpuðu Sovétmenn 1-2. Nýr f lokkur í S-Kóreu Seoul, Reuter. Kim Dae-jung og Kim Yo- ung-sam, tveir helztu leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Suð- ur-Kóreu, sögðust í gær vera að undirbúa stofnun nýs stjórnmálaflokks. Leiðtogarnir stóðu á sínum tíma að stofnun Nýja kóreska lýðræðisflokksins (NKDP) en í gær sögðu þeir að valdabar- átta innan hans hefði rýrt flokkinn trúnaði. Sögðu þeir að 74 af 90 þingmönnum NKDP hefðu sagst ætla að ganga hinum nýja flokki á hönd. Chirac hlýtur traust París, Reuter. Traustsyfirlýsing á ríkis- stjórn Jacques Chirac, forsæt- isráðherra Frakklands, var samþykkt með 294 atkvæðum gegn 282 í franska þinginu í gær. Chirac óskaði eftir trausts- yfírlýsingu við stefnu stjórnar- innar og varð að ósk sinni, eins og búist hafði verið við. Þingmenn Lýðveldisfylkingar- innar (RPR), flokks Chiracs, og Lýðræðisbandalagsins (UDF) greiddu tillögunni at- kvæði en þingmenn Jafnaðar- mannaflokksins, Kommúnista- flokksins og Þjóðernisflokks- ins voru á móti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.