Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9: APRÍL 1987 43 ÁVARP TIL REYKVÍKINGA ---------——----------------------i frá GUÐMUNDI G. ÞÓRARINSSYNI og FINNI INGÓLFSSYNl BRJÓTIÐ AF YKKUR HLEKKI VANANS! Sfðustu ár hefur Framsóknarflokkurinn átt erfitt uppdráttar í Reykjavík. Á sama tíma hefur náðst stórkostlegur árangur í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum undir forystu Framsóknarflokksins. • Verðbólga hefur ekki verið minni í 15 ár • Atvinnuleysi er hið minnsta í Evrópu • Sjávarútvegurinn hefur verið endurreistur • Velferð er meiri en nokkru sinni fyrr Fylgi flokksins í Reykjavík er ekki í neinu samræmi við árangur hans í ríkisstjórn. Þetta er hrópandi þversögn. Ástæðan fyrir þessu er sú að kjósendur hafa látið tungulipra slagorðasmiði villa sér sýn og því hafa þeir hallast á sveif með stjórn- málaflokkum sem hafa af litlu að státa öðru en fordómum og kreddum erlendra kennisetninga. Lífið er ekki svart eða hvítt, frjálshyggja eða sósíalismi. Besta yfir- sýnin er frá miðjunni og þaðan, á grundvelli umburðarlyndis og mannúðarstefnu, hefur Framsóknarflokkurinn leitt íslensku þjóðina í sókn til betri lífskjara einstakl- inganna jafnt sem þjóðarinnar í heild. Reykvíkingar! Dæmið stjórnmálaflokkana eftir gerðum þeirra en ekki innantómum slagorðum. Framsóknarflokkurinn óttast ekki þann dóm. FESTA GEGN GLUNDROÐA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.