Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
49
Bændur - sækjum fram!
Hugleiðingar um stöðu bænda
eftirKarl
Sigurgeirsson
Fortíðin
Fram á 8. áratuginn voru bænd-
ur hvattir af forystumönnum sínum
og stjórnvöldum til að framleiða
sem mest án verulegs tillits til til-
kostnaðar. Um 1980 var komið í
óefni, framleiðsla langt umfram
innanlandsneyslu mjólkur og er-
lendir markaðir fyrir kindakjöt
sífellt óhagstæðari, hvað verðlag
snerti.
I ráðherratíð Pálma Jónssonar
var komið á stjórnun framleiðslunn-
ar með „kvótakerfinu“ ásamt
fóðurbætisskatti. Bændur sættu sig
við þessa stjórnun og virtu þessar
aðgerðir.
andsnúið neytendum. Lenging slát-
urtíma og ófryst kjöt á markaði eru
ótvíræðar óskir neytenda, enda eru
þeir tilbúnir að greiða slíkar vörur
hærra verði.
2. Stórefla þarf markaðsleit
og vöruþróun á landbúnaðarvör-
um. Islenskar landbúnaðarafurðir
eru sem næst ómenguð náttúruaf-
urð, sem á örugglega erindi til
erlendra kaupenda. Vöruþróun
verður að vinnast í heimahéruðum,
í nánum tengslum við sláturhúsin,
þar er hráefnið ferskast og úrvalið
mest. Störf myndu skapast fyrir
fólk, sem menntað hefur sig í þess-
um fögum og vitund framleiðenda
fyrir markaðsmálum aukast.
3. Endurskoða og einfalda
þarf sjóðakerfi landbúnaðarins.
Varla er ofreiknað að meðalbú
greiði beint og óbeint um 100 þús.
krónur til sjóðakerfis landbúnaðar-
ins, sumpart af launum bænda og
sumpart lagt á vöruna í sölu. Sam-
verkandi hækka þessi gjöld verð
búvara og rýra arðsemi framleið-
enda. Framleiðendur verða að fá
vitneskju um ráðstöfun þessa fjár-
magns og vera þeim ákvörðunum
samþykkir.
4. Losa þarf landbúnaðinn
undan valdi SÍS og framsóknar.
Sölukerfi SÍS, sem tengist Fram-
sóknarflokknum á ótal vegu, er
mjög þungt í vöfum og erfitt er
fyrir framleiðendur að hafa yfirsýn
og áhrif á markaðsmálin. Kaup-
félögin, 'sem mörg hver standa sig
vel, hafa selt í hendur Afurðasölu
SIS sölu kindakjöts og mörg hver
einnig sölu á stórgripakjöti. Þetta
Karl Sigurgeirsson
nær yfir sölu utan framleiðslusvæð-
is viðkomandi kaupfélags. Þá eru
hin sláturhús kaupfélaganna þung
í rekstri og geta illa þjónað marg-
breytilegum óskum markaðarins. í
litlu sláturhúsunum er auðveldara
að slátra oftar og færri dýrum í
senn. Framsóknarflokkurinn á
eflaust eftir að gera harða hríð áð
litlu sláturleyfíshöfunum og krefj-
ast að þeir hætti starfsemi, þar sem
fjárfesting í sláturhúsum kaupfé-
laganna sé svo mikil og fækkun
sláturfjár fyrirsjáanleg. Standa
verður vörð um litlu sláturhúsin.
Landbúnaðurinn er í öldudal, en 3
bjartara virðist framundan. All-
margir bændur eru að heija loð-
dýrarækt, sem m.a. sýnir að stéttin
hefur trú á hlutverki sínu. Bændur
í hefðbundnum búgreinum geta líka
litið vongóðum augum til framtíð-
arinr.ar, eftir nokkurra ára erfíð-
leika. Ef þeir fylgjast með markaði
fyrir afurðir sínar og halda uppi
jákvæðri gagnrýni á sölukerfi,
munu hjólin fara að snúast aftur
„á réttri leið“.
Með sumarkveðju.
Höfundur er framkvæmdastjóri &
Hvammstanga og er í 3. sæti D-
lista í Norðurlandi vestra.
Nútíð
I tíð núverandi landbúnaðarráð-
herra hefur flest stjórnun land-
búnaðarmála snúist á verri veg.
Kvótakerfinu kastað og tekið upp
nýtt kerfi, „fullvirðisréttur". Var
þar framleiðsluréttur bænda miðað-
ur við annað hvort árin 1984 eða
1985, það sem hagstæðara var fyr-
ir bóndann. Var þar ekki tekið tillit
til þótt bóndinn hefði orðið fyrir
skakkaföllum á viðmiðunarárinu né
afstöðu frumbýlinga, sem slátrað
höfðu fáu vegna ásetnings líflamba.
Að auki komu tilkynningar um
framleiðslurétt mjög seint, t.d. voru
liðnir 5 mánuðir af framleiðsluári
1985—1986, þegar framleiðslurétt-
ur hvers bónda var kynntur. Einnig
mikil mistök á hausti 1986 með
fullvirðisrétt sauðfjárbænda.
Þrátt fyrir búvörulögin frá 1985
þar sem Itveður skýrt á um tekjur
bænda, er staða bænda í hefð-
bundnum búgreinum slæm og
ótrygg. Vöntun á launalið sauð-
fjárbóndans nú 1. mars ’87 er kr.
225.700, eða 22,8% af launum
hans.
Framsóknarflokkurinn ræður
öllu sem hann vill ráða í stjómkerfí
og sölumálum landbúnaðarins, sér-
staklega í útflutningsmálum. SÍS
og kaupfélögin hafa mjólkuriðnað-
inn allan og a.m.k. 70% af kjötum-
setningunni í landinu. í miðstýring-
arkerfi framsóknar eru margir
gallar. Má t.d. benda á að „fullvirð-
isrétturinn" hefði þurft að taka mið
af mun fleiri þáttum en eins árs
framleiðslu, s.s. framleiðslu á jörð-
inni á lengra tímabili, uppbyggingu
og framfærsluþörf viðkomandi
bónda.
Kaup Framieiðnisjóðs á fram-
leiðslurétti bænda hefði átt að
skipuleggjast í samráði við búnað-
arsambönd í hvetju héraði, en ekki
vinnast með því handahófí, sem
raun ber vitni um. Bændum í hefð-
bundnum búgreinum hlaut að
fækka, vegna örra tækniframfara
• en að sjá ágætis bújarðir í miðri
sveit standa í eyði getur tæplega
talist hagkvæmt með neinum rök-
um.
Framtíðin
Samið hefur verið um heildar-
framleiðslu fyrir næstu fjögur ár,
þar sem ríkissjóður ábyrgist bænd-
um fullt verð fyrir ákveðið magn
mjólkur og sauðfjárafurða. Ljóst er
að næsta haust verða margir bænd-
ur með mun meira sláturfé en
samningur þessi gerir ráð fyrir, þar
sem tími til aðlögunar fyrir bændur
er allt of skammur. Það er ekki
lausn á söluerfiðleikunum, að
bændur neyðist til að selja afurðir
sínar fram hjá vinnslustöðvunum.
En hvað er til ráða?
Ég vil benda á fjögur atriði sem
bændur ættu að athuga vel:
1. Bændur verða að fylgjast
með markaðsmálum. Ekki er nóg
að framleiða kjöt og mjólk og af-
henda við vegg vinnslustöðvar.
Núverandi sölukerfí vinnur að
mestu án hvatningar og gagnrýni
frá framleiðendum og oft á tíðum
Peir eru mapgip sem hafa ágætar tekjur...
... en eiga lítil réttindi í lífeyríssjóðum.
Nú býður Verðbréfamarkaðurinn
EFTIRLAUNASJÓDIEINKAAÐILA
Flestir vilja geta treyst á vísar tekjur í fram-
tíöinni er kemur aö því aö hætta störfum.
Verðbréfamarkaður lönaöarbankans
býður nú sérstaka þjónustu fyrir þá sem
vilja leggja fyrir reglulega og ávaxta
sparnaöinn í verðbréfum. Stofnaöurer
veröbréfareikningur á nafni viðskipta-
vinarins, giróseölar sendir reglulega eftir
óskum, og séö er um aö ávaxta greiösl-
urnar í verðbréfum.
Myndin sýnir dæmi um hvernig slíkur
sparnaöur vex á 15 árum m.v. 9% vexti
umfram verðbólgu og 5.000 króna sparn-
aö á mánuði. Þegar kemur að eftirlauna-
árunum getur fólk valiö á milli þess aö nota
aöeins vextina sem lífeyri eöa ganga á
höfuðstólinn, t.d. þannig aö hann endist í
fastar verötryggöar mánaðargreiðslur í 15
ár (sjá hægri hluta myndarinnar).
H Verðbréfamarkaður
= Iðnaðarbankans hf.
ÁRMÚLA 7, REVKJAVlK «68-10-40
Eftirlaunasjóöir einkaaöila byggjast alger-
lega á trjálsum sparnaöi og þeir eru lausir
til ráöstofunar fyrir eigandann hvenær
sem er. Þjónusta Verðbréfamarkaðarins
felst í því aö senda gíróseðla eöa tilkynn-
ingar um greiöslur, senda yfirlit og aö-
stoöa eigendur eftirlaunasjóða á annan
hátt við umsjón þeirra. Verðtrygging og
vextir umfram veröbólgu eru afar mikil-
væg þegar um langtímasparnaö er aö
ræöa og fyrirhyggja því mikils viröi.
Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld
og örugg.
1
£