Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 49 Bændur - sækjum fram! Hugleiðingar um stöðu bænda eftirKarl Sigurgeirsson Fortíðin Fram á 8. áratuginn voru bænd- ur hvattir af forystumönnum sínum og stjórnvöldum til að framleiða sem mest án verulegs tillits til til- kostnaðar. Um 1980 var komið í óefni, framleiðsla langt umfram innanlandsneyslu mjólkur og er- lendir markaðir fyrir kindakjöt sífellt óhagstæðari, hvað verðlag snerti. I ráðherratíð Pálma Jónssonar var komið á stjórnun framleiðslunn- ar með „kvótakerfinu“ ásamt fóðurbætisskatti. Bændur sættu sig við þessa stjórnun og virtu þessar aðgerðir. andsnúið neytendum. Lenging slát- urtíma og ófryst kjöt á markaði eru ótvíræðar óskir neytenda, enda eru þeir tilbúnir að greiða slíkar vörur hærra verði. 2. Stórefla þarf markaðsleit og vöruþróun á landbúnaðarvör- um. Islenskar landbúnaðarafurðir eru sem næst ómenguð náttúruaf- urð, sem á örugglega erindi til erlendra kaupenda. Vöruþróun verður að vinnast í heimahéruðum, í nánum tengslum við sláturhúsin, þar er hráefnið ferskast og úrvalið mest. Störf myndu skapast fyrir fólk, sem menntað hefur sig í þess- um fögum og vitund framleiðenda fyrir markaðsmálum aukast. 3. Endurskoða og einfalda þarf sjóðakerfi landbúnaðarins. Varla er ofreiknað að meðalbú greiði beint og óbeint um 100 þús. krónur til sjóðakerfis landbúnaðar- ins, sumpart af launum bænda og sumpart lagt á vöruna í sölu. Sam- verkandi hækka þessi gjöld verð búvara og rýra arðsemi framleið- enda. Framleiðendur verða að fá vitneskju um ráðstöfun þessa fjár- magns og vera þeim ákvörðunum samþykkir. 4. Losa þarf landbúnaðinn undan valdi SÍS og framsóknar. Sölukerfi SÍS, sem tengist Fram- sóknarflokknum á ótal vegu, er mjög þungt í vöfum og erfitt er fyrir framleiðendur að hafa yfirsýn og áhrif á markaðsmálin. Kaup- félögin, 'sem mörg hver standa sig vel, hafa selt í hendur Afurðasölu SIS sölu kindakjöts og mörg hver einnig sölu á stórgripakjöti. Þetta Karl Sigurgeirsson nær yfir sölu utan framleiðslusvæð- is viðkomandi kaupfélags. Þá eru hin sláturhús kaupfélaganna þung í rekstri og geta illa þjónað marg- breytilegum óskum markaðarins. í litlu sláturhúsunum er auðveldara að slátra oftar og færri dýrum í senn. Framsóknarflokkurinn á eflaust eftir að gera harða hríð áð litlu sláturleyfíshöfunum og krefj- ast að þeir hætti starfsemi, þar sem fjárfesting í sláturhúsum kaupfé- laganna sé svo mikil og fækkun sláturfjár fyrirsjáanleg. Standa verður vörð um litlu sláturhúsin. Landbúnaðurinn er í öldudal, en 3 bjartara virðist framundan. All- margir bændur eru að heija loð- dýrarækt, sem m.a. sýnir að stéttin hefur trú á hlutverki sínu. Bændur í hefðbundnum búgreinum geta líka litið vongóðum augum til framtíð- arinr.ar, eftir nokkurra ára erfíð- leika. Ef þeir fylgjast með markaði fyrir afurðir sínar og halda uppi jákvæðri gagnrýni á sölukerfi, munu hjólin fara að snúast aftur „á réttri leið“. Með sumarkveðju. Höfundur er framkvæmdastjóri & Hvammstanga og er í 3. sæti D- lista í Norðurlandi vestra. Nútíð I tíð núverandi landbúnaðarráð- herra hefur flest stjórnun land- búnaðarmála snúist á verri veg. Kvótakerfinu kastað og tekið upp nýtt kerfi, „fullvirðisréttur". Var þar framleiðsluréttur bænda miðað- ur við annað hvort árin 1984 eða 1985, það sem hagstæðara var fyr- ir bóndann. Var þar ekki tekið tillit til þótt bóndinn hefði orðið fyrir skakkaföllum á viðmiðunarárinu né afstöðu frumbýlinga, sem slátrað höfðu fáu vegna ásetnings líflamba. Að auki komu tilkynningar um framleiðslurétt mjög seint, t.d. voru liðnir 5 mánuðir af framleiðsluári 1985—1986, þegar framleiðslurétt- ur hvers bónda var kynntur. Einnig mikil mistök á hausti 1986 með fullvirðisrétt sauðfjárbænda. Þrátt fyrir búvörulögin frá 1985 þar sem Itveður skýrt á um tekjur bænda, er staða bænda í hefð- bundnum búgreinum slæm og ótrygg. Vöntun á launalið sauð- fjárbóndans nú 1. mars ’87 er kr. 225.700, eða 22,8% af launum hans. Framsóknarflokkurinn ræður öllu sem hann vill ráða í stjómkerfí og sölumálum landbúnaðarins, sér- staklega í útflutningsmálum. SÍS og kaupfélögin hafa mjólkuriðnað- inn allan og a.m.k. 70% af kjötum- setningunni í landinu. í miðstýring- arkerfi framsóknar eru margir gallar. Má t.d. benda á að „fullvirð- isrétturinn" hefði þurft að taka mið af mun fleiri þáttum en eins árs framleiðslu, s.s. framleiðslu á jörð- inni á lengra tímabili, uppbyggingu og framfærsluþörf viðkomandi bónda. Kaup Framieiðnisjóðs á fram- leiðslurétti bænda hefði átt að skipuleggjast í samráði við búnað- arsambönd í hvetju héraði, en ekki vinnast með því handahófí, sem raun ber vitni um. Bændum í hefð- bundnum búgreinum hlaut að fækka, vegna örra tækniframfara • en að sjá ágætis bújarðir í miðri sveit standa í eyði getur tæplega talist hagkvæmt með neinum rök- um. Framtíðin Samið hefur verið um heildar- framleiðslu fyrir næstu fjögur ár, þar sem ríkissjóður ábyrgist bænd- um fullt verð fyrir ákveðið magn mjólkur og sauðfjárafurða. Ljóst er að næsta haust verða margir bænd- ur með mun meira sláturfé en samningur þessi gerir ráð fyrir, þar sem tími til aðlögunar fyrir bændur er allt of skammur. Það er ekki lausn á söluerfiðleikunum, að bændur neyðist til að selja afurðir sínar fram hjá vinnslustöðvunum. En hvað er til ráða? Ég vil benda á fjögur atriði sem bændur ættu að athuga vel: 1. Bændur verða að fylgjast með markaðsmálum. Ekki er nóg að framleiða kjöt og mjólk og af- henda við vegg vinnslustöðvar. Núverandi sölukerfí vinnur að mestu án hvatningar og gagnrýni frá framleiðendum og oft á tíðum Peir eru mapgip sem hafa ágætar tekjur... ... en eiga lítil réttindi í lífeyríssjóðum. Nú býður Verðbréfamarkaðurinn EFTIRLAUNASJÓDIEINKAAÐILA Flestir vilja geta treyst á vísar tekjur í fram- tíöinni er kemur aö því aö hætta störfum. Verðbréfamarkaður lönaöarbankans býður nú sérstaka þjónustu fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega og ávaxta sparnaöinn í verðbréfum. Stofnaöurer veröbréfareikningur á nafni viðskipta- vinarins, giróseölar sendir reglulega eftir óskum, og séö er um aö ávaxta greiösl- urnar í verðbréfum. Myndin sýnir dæmi um hvernig slíkur sparnaöur vex á 15 árum m.v. 9% vexti umfram verðbólgu og 5.000 króna sparn- aö á mánuði. Þegar kemur að eftirlauna- árunum getur fólk valiö á milli þess aö nota aöeins vextina sem lífeyri eöa ganga á höfuðstólinn, t.d. þannig aö hann endist í fastar verötryggöar mánaðargreiðslur í 15 ár (sjá hægri hluta myndarinnar). H Verðbréfamarkaður = Iðnaðarbankans hf. ÁRMÚLA 7, REVKJAVlK «68-10-40 Eftirlaunasjóöir einkaaöila byggjast alger- lega á trjálsum sparnaöi og þeir eru lausir til ráöstofunar fyrir eigandann hvenær sem er. Þjónusta Verðbréfamarkaðarins felst í því aö senda gíróseðla eöa tilkynn- ingar um greiöslur, senda yfirlit og aö- stoöa eigendur eftirlaunasjóða á annan hátt við umsjón þeirra. Verðtrygging og vextir umfram veröbólgu eru afar mikil- væg þegar um langtímasparnaö er aö ræöa og fyrirhyggja því mikils viröi. Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg. 1 £
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.