Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 50

Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 $$$$$$ ibúöirj Gistírými aukið á Flúðum Selfossi. UNNIÐ er að því að stækka gisti- rými á Flúðum í Hrunamanna- hreppi. Búið er að grafa fyrir 12 herbergja stækkun við hús- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Búið er að grafa fyrir 12 herbergja stækkun við húsnæði Skjólborgar. næði Skjólborgar, þar sem fyrir voru 8 herbergi. Einnig hefur þar verið úthlutað lóð undir þjón- ustumiðstöð fyrir ferðamenn og svæði fyrir smáhýsi. Yfir sumartímann hefur sumar- hótelið á Flúðum nýtt félagsheimil- ið, skólann og húsnæði Skjólborgar. Að sögn Jóhannesar Sigmundsson- ar hótelstjóra er ljóst að mikil umferð verður í sumar og hið nýja húsnæði Skjólborgar því kærkomið. Hjá sumarhótelinu hafa unnið 12 til 14 manns. Á síðasta ári var úthlutað 44 lóðum fyrir sumarbústaðí. Meðal lóðarhafa er orlofssjóður Kennara- sambands íslands með 13 lóðir. Systkinin Valgerður Júlíusdóttir og Sveinn Rúnar Júlíusson kunnu vel að meta nýju búningsklefana og endurbæturnar á lauginni. Búið er að byggja á nokkrum lóð- anna og gert ráð fyrir að bústaðir verði risnir á 30 þeirra á þessu ári. ■ , • ■ «3* /C m ■ ■ ... 6w (á0íD cöD gfD ws&uEáfi te 000T000 OSKD otD e(afiEæ aS) SOBARlil 0552’ 6001000 SUBARUIJlilS:TiV( QJSS7 350T000 DREGIÐ 14. APRIL 1987 xi Islands © 91-27600 WM ■ ";"■■ ■'" v' © 91-27600 Bústaðimir eru með heitu og köldu vatni, rafmagni og sameiginlegt skolpkerfi er á svæðinu. Nýbúið er að endurbyggja bún- ingsaðstöðuna við sundlaugina. Þar var sett upp gufubað og ljósabekk- ur er þar líka. Auk þess var laugin klædd innan með gúmmídúk. Flúðir eru mjög vaxandi byggða- kjami. Þar varð fjölgun á síðast- liðnu ári og á hveiju ári eru byggð þar 3 til 4 íbúðarhús. „Vandamálið hjá okkur héma er að vegimir í nágrenninu em ekki nógu góðir. Sérstaklega frá Stóru-Laxá og veg- urinn yfir hjá Brúarhlöðum er sérstaklega slæmur. Kaflinn frá Fossi að Brúarhlöðum er gamla hestvagnabrautin sem lögð var í kringum 1950,“ sagði Loftur Þor- steinsson, oddviti Hrunamanna- hrepps. Hann sagði það mjög nauðsynlegt að bæta ástand veg- anna, einkum vegna hinnar miklu umferðar á sumrin. Sig. Jóns. Skíðasam- bandið með happdrætti NÝLEGA var hleypt af stokkun- um happdrætti Skíðasambands íslands til styrktar starfi sam- bandsins. Gefnir eru út 2.500 miðar, sem hver kostar 1.000 kr. og er aðeins dregið úr seldum miðum. Dráttur fer fram 22. apríl nk. Vinningar em: Fiat Croma-bif- reið, að verðmæti kr. 754 þús., ferðavinningur frá ferðaskrifstof- unni Samvinnuferðum Landsýn, að verðmæti kr. 25.200 kr., skíðabún- aður frá versluninni Utilífi, að verðmæti kr. 20 þús., vikudvöl í Kerlingarfjöllum, að verðmæti kr. 18 þús., og hljómtæki í bílinn frá Hljómbæ, að verðmæti kr. 18 þús. Fjárþörf Skíðasambandsms er gífurleg, bæði vegna útbreiðslu- og fræðslumála og úthalds landsliða. Benda má á að skíðaíþróttin er ein íþrótta, sem em í þeirri aðstöðu að mega ekki selja aðgang að íþrótta- kappleikjum sínum. Miðar í happ- drættinu em seldir um land allt hjá öllum skíðafélögum og sktðaráðum. Skíðasamband Islands væntir þess að velunnarar íþróttarinnar bregð- ist vel við málaleitan þessari, með þvi að kaupa miða í þessu glæsilega happdrætti. (Fréttatilkynning) mmmmmmmmm Kynning á veiðivörum VERSLUNIN Veiðimaðurinn gengst fyrir kynningu á veiðivör- um frá ABU með aðstoð sérfræð- ings frá ABU, föstudaginn 10. apríl nk. frá kl. 10.00-17.00 í veitingahúsinu Gaukur á Stöng, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.