Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 61 Hugleiðingar um sjálfstæðishugsjónina eftir Ragnheiði Ólafsdóttur Ég hef setið þó nokkra landsfundi Sjálfstæðisflokksins og geri þar af leiðandi greinarmun á þeim. A sum- um hafa menn skipst á skoðunum með hávaða, á öðrum landsfundum hefur verið einhuga samstaða. Ég hef aldrei upplifað landsfund eins og þann síðasta, 5.-8. mars sl. Loftið var rafmagnað, en flokks- forystan bað fólk að gæta stillingar, þar sem stutt væri til kosninga, fjöl- miðlafólk væri til staðar og þannig yrði að sýna einingu út á við. Allir þeir, sem voru óánægðir og reiðir tóku tillit til þess. Hinn almenni borg- ari vissi ekki, að megn óánægja var með þennan landsfund en það kom óspart fram í nefndarstörfum. Fólk reyndi að sýna samstöðu út á við með því að efna ekki til opinbers uppgjörs um málefnaágreining á sameiginlega fundinum. Eg var með- al þeirra fjölmörgu, sem þetta gerðu. En svo sannarlega sauð á fólki reiði og vonbrigði, þar á meðal í mér og tveimur ungum kvenframbjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi yfír því ofríki og ósvífni, sem nefndarfólki um fjölskyldu- og jafn- réttismál var sýnd af aðilum úr innsta kjama flokkseigendaforystunnar. Ég hef víða frétt af því, að í öðmm nefndum var hvorki hlustað á fólk né skoðanir þess virtar. Hvað var þama á ferðinni? Ekki var það lýð- ræði, svo er víst. Það má benda á, að einni trúrri og dyggri sjálfstæðiskonu, sem var áheyrnarfulltrúi, var vísað af fundi vegna sögusagna og rógburðar án þess að hún gæti varið sig. Einn góður vinur minn og mikill stjómmálaspekúlant af Vesturlandi sagði við mig að honum hefði flökrað við þeirri sýndarmennsku, sem var allsráðandi á landsfundinum. Er Jón Magnússon raunverulega hissa? Ef Jón Magnússon, hdl. hefur ekki tekið eftir andrúmsloftinu og ágreiningnum, sem þama var eins og kemur fram í grein hans í Morg- unblaðinu 2. apríl sl. og virðist vera hissa á stofnun Borgaraflokksins, vil ég upplýsa hann og reyndar fleiri um það, hvers vegna Borgara- flokkurinn er stofnaður. Fjölmargt Sjálfstæðisflokksfólk og reyndar allur almenningur, sem ekki hefur skipt sér mikið af pólitík, er orðið langþreytt á ofríki og miðstýringu hjá forystu Sjálfstæðisflokksins og klíkuskapar innan hans og sjálfsagt annarra flokka líka. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur til fyrir fólkið í þessu landi eins og stendur í stefnuskrá þess flokks: „Stétt með stétt" og „frelsi einstaklingsins í fyrirrúmi", heldur er fólkið til fýrir flokkinn. Það er nógu gott til að greiða at- kvæði sitt á kjördag. Ef þetta fólk býður sig fram til starfa og lætur skoðanir í ljós sem ekki falla flokkseigendaforystunni í geð hefur innsta klíka miðstýring- arafls Sjálfstæðisflokksins mark- visst stefnt að því að kæfa sjálfstæðishugsjón þessa fólks með framferði sínu, en ætlast samt til að fá atkvæðin út á stefnu sem er andstæð grundvallarhugsjón Sjálf- stæðisflokksins. Borgaraflokkurinn er stofnaður á sama grunni og gamla sjálfstæð- ishugsjónin. Hann er til fyrir fólkið, og hann virðir skoðanir þess. Ein- staklingsfrelsi til tjáningar og framtaks sé í öndvegi og áhersla lögð á samstarf fjöldans til átaka í velferðarmálum íslensku þjóðar- innar og gætt að reisn hennar í samskiptum við aðrar þjóðir. Sjálfstæðisflokkurinn gerist sjálfstæðisfélag Eftir öll þau ár, sem ég hef starf- að í og fyrir Sjálfstæðisflokkinn hef ég komið inn einni og einni setningu í stefnuskrá hans. í raun hafa landsfundafulltrúar verið hafðir að fíflum með því að stefna þeim til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði fulltrúa til að setja saman stefnuskrá, sem síðan er sett í skúffu til næsta lands- fundar. Á Alþingi framfylgja þingmenn flokksins stefnunni ekki nema að litlu leyti og þegar þeim hentar. Samanber það að fella niður tekjuskatt af almennum launatekj- um á 4 árum o.fl. o.fl. Auðvitað er gott að flokksmenn hittist og skiptist á skoðunum en Jón Magnússon þarf ekki að undra stofnun Borgaraflokksins (enda veit ég að hann gerir það ekki innst inni). Það eru ijölmörg ár sem hópur fólks hefur verið óánægður innan flokksins yfír þeirri ómannúðlegu stefnu miðstýringar sem þar hefur ríkt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sífellt fjarlægst fólkið í landinu og nú síðasta kjörtímabil tekið upp haftastefnu framsóknar í land- búnaðar- og sjávarútvegsmálum sem stuðlar eingöngu að meðal- mennsku í þjóðfélaginu. Jón Magnússon spyr: Brást Al- bert GuðmUndsson stuðningsmönn- um sínum? Mitt svar er: Sjálfstæðis- flokkurinn brást öllu því sjálfstæðisfólki sem nú fylkir sér í Borgaraflokkinn, þar á meðal Al- bert Guðmyndssyni. Hvers vegna? spyr fólk. Jú, vegna þess að það hefur aldrei af flokksforystunni í Reykjavík og víðar út um land Ragnheiður Ólafsdóttir mátt taka á innanflokkságreiningi og leysa hann mannúðlega áður en allt hefur komist í óefni. Alþjóð sá jú niðurstöður síðustu sveitarstjóm- arkosninga þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn fékk víða afhroð. Það hefur aldrei mátt hlusta á skoðanir hins almenna flokksmanns, hvað þá að taka tillit til þeirra. Aðförin leiddi til stofn- unar Borgaraf lokksins Þegar Þorsteinn Pálsson kom upp á Akranes til að tala við sjálf- stæðisfólk þar sem kandidat í formannskjöri sagði hann, að stefna sín væri að sætta hin ólíku öfl inn- an Sjálfstæðisflokksins. Þar brást formaðurinn. Þessi ungi maður, sem ég og fjölrnargir aðrir trúðu á, hefur brugðist vonum okkar, enda uppnuminn af rússn- eskri kosningu á landsfundi. Aðför hans að Albert Guðmundssyni leiddi til stofnunar Borgaraflokksins. Þor- steinn Pálsson hefur haft sér við hlið misvitra ráðgjafa í þessu efni sem hefur leitt til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn er nú endanlega klof- inn undir forystu hans. Höfundur var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi síðasta kjörtímabil. Er nú 14. sæti Borg- araflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. millimetrar og þú ert vindþéttur Steinullarverksmiðjan hf. hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð einangrunar með vindþéttilagi, Vindplötu Vindplata er nýtt vindþéttilag ætlað til að verja einangrun að utanverðu fyrir lofthreyfingum. Vindplata er harðpressuð steinullarplata 25 mm þykk með álímdum vindpappa. Vindplata einangr- ar jafn vel og 25 mm þéttull og má því þynna aðra einangrun sem því nemur. Vindþéttilag þarf að standast miklar kröfur t.d. þarf það að vera nægilega stíft til að halda við einangrunarefnið, það þarf að þola veðurálag sem þaðgetur orðið fyrir á byggingartímanum og vera rakaþolið. Vindplata frá Steinullarverksmiðjunni hf. uppfyllir allar þessar kröfur. Fæst í öllum helstu byggingarvöruverslunum landsins. Vindvörn og einangrun íeinulagi. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur eftirlit með allri framleiðslu Steinullarverksmiðjunnar hf. STEINULLARVERKSMIDJAN HF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.