Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
Sólaéu á
Pólódós
fró Sanitas
Sanitas
MAGN-
ÞRUNGNAR
RAFHLÖÐUR
Norræn listahátíð í Stirling
eftir Guðmund Heiðar
Frímannsson
í Stirling í Skotlandi hefur staðið
yfír í vetur norræn listahátíð, mjög
glæsileg og fjölbreytileg. Hún hófst
í ágúst sl. og stendur alveg fram í
maí. Gestum í Stirling hefur gefízt
kostur á að kynnast mörgu því
bezta í list á Norðurlöndum í nútíð
og fortíð. Sýningar hafa glatt augað
og tónleikar örvað eyrað. Mac-
Robert, listamiðstöðin í Stirling,
hefur staðið fyrir þessu fyrirtæki
og notið til þess stuðnings ýmissa
fyrirtækja og stofnana á Norður-
löndum og Norðurlandaráðs og
Scottish Arts Council. Hátíðin hefur
verið vel heppnuð í alla staði og vel
sótt af almenningi.
Eitt af því, sem vekur athygli
manns hér á Bretlandseyjum, er
verulegur stuðningur fyrirtækja við
listir. Ég veit, að listamönnum
fínnst það ekki nóg og þá uggir
nokkuð um sinn hag, en samt sem
áður er þetta meira áberandi hér
en á íslandi til dæmis. Nokkur fyrir-
tæki á íslandi hafa lagt nokkurt fé
til listá og ber sennilega Flulgleiðir
hæst. Því hef ég orð á þessu hér,
að víðsýnir og snjallir fram-
kvæmdamenn ættu að sjá, að það
getur komið þeim sjálfum til góða
að styðja listir og menningarstarf-
semi. Þetta á sérstaklega við á
erlendri grund. Til að efla virðingu
og veg þjóðarinnar í umheiminum
eru listir tilvalið tæki. íslenzkar
vörur þurfa fyrst og fremst á því
að halda, að fólk taki eftir þeim og
trúi því, að þær séu vandaðar. Góð
list er einföld leið til að ná því
marki. Auðvitað fínnst listamönn-
um sjálfum ekkert sérlega
skemmtilegt, að þeir séu tæki ann-
arra og eflaust telja sumir, að verið
sé að lítillækka þá með því að líta
á þá eins og hér hefur verið gert.
En ég held, að það sé hreinn mis-
skilningur. Þá mætti alveg eins
segja, að sala á mynd eða bók sé
lítillækkun á listamanni. Og það
fellst varla nokkur maður á. Það
er því ástæða til að hvetja íslenzka
framkvæmdamenn til að leggja fé
VERÐI
DÖMUR OG HERRA
Verð kr. 16.900,-
IU
//
K
SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05
Merki listahátíðarinnar.
í listir og listkynningu erlendis.
Þeir sjálfír hagnast á því, þótt það
sé oft erfítt að mæla það í bein-
hörðum peningum, og listamennim-
ir fá aukin tækifæri á að spreyta
sig í list sinni.
Á þessari norrænu listahátíð hef-
ur mátt sjá sýningu á myndum
fínnska listamanninn Akseli Gall-
en-Kallela við Kalevala-ljóðin.
Einnig hefur mátt sjá veggspjöld
eftir Bjöm Wiinblad frá Danmörku.
Dansflokkur hefur komið frá Raa-
tikko-leikhópnum í Finnlandi og
Tukak-leikhópurinn hefur komið
frá Danmörku en hann er uppmnn-
inn á Grænlandi. Að sjálfsögðu
hefur verið leikin tónlist eftir þtjú
helztu tónskáld Norðurlanda: Grieg,
Sibelius og Carl Nielsen. Osló-
strengjakvartettinn, Strengjakvart-
ett Síbelíusarakademíunnar og
Kontra-kvartettinn frá Danmörku
hafa leikið á tónleikum í MacRo-
bert-listamið_stöðinni í Stirling.
Framlag íslands á þessari nor-
rænu listahátíð hefur einvörðungu
verið í tónlist. í ágúst á sl. ári söng
Hamrahlíðarkórinn og í maí mun
Pétur Jónasson gítarleikari leika í
Stirling.
Hafliði Hallgrímsson sellóleikari
og tónskáld hefur átt þijú verk, sem
hafa verið flutt á tónlekum á þess-
ari hátíð. Hamrahlíðarkórinn flutti
miðhluta af kórverki hans,
Triptych, og Pétur Jónasson mun
frumflytja verk hans, Jakobsstig-
ann, sem er sérstaklega samið fyrir
Pétur. Og á tónleikum kammer-
sveitarinnar Symphonium, undir
stjóm Richard Honner, var frum-
flutt verk hans, Næturskuggar, 16.
marz sl. Það er fyrir víólu, selló og
strengi og er tileinkað minningu
Andrei Tarkovsky.
Höfundur segir sjálfur, að þetta
verk hafi verið samið sérstaklega
fyrir Symphonium-hljómsveitina
fyrir þessa tónleika á norrænu lista-
hátíðinni. Síðan segir hann: „Ég var
byijaður á þessu verki, þegar ég
frétti af dauða Tarkovskys og ég
fann mig þegar knúinn til að skrifa
tónlist í minningu hans. Frumleiki
og sýn kvikmynda hans hafði snort-
ið mig djúpt og nýjasta mynd hans,
Fómin, hafði verið mér mikil
reynsla.
Jafnvel þótt ég þættist viss um,
' að mér tækist ekki að nálgast list
hans á þeim stutta tíma, sem ég
hafði til að semja þessa tónlist,
ákvað ég að sýna þakklæti mitt í
minni dularfullu og erfiðu list, tón-
listinni.
Ég byijaði upp á nýtt og valdi
verkinu heiti úr einu kvæða föður
hans.“
Í Glasgow Herald segir Martin
Wilson, tónskáld og hljómsveitar-
stjóri, að verkið sé ekki einvörðungu
sorgarljóð heldur sé í því skoðað
af vemlegri leikni litir og hugar-
ástand. „I verkinu, sem er átta
mínútna langt, em tónlistin og
formið bæði skýr og ljós. Hallgríms-
son notar einfaldar leiðir og nær
góðum árangri, sem er hægara sagt
en gert. Hann hefur samið gott og
verðmætt verk.“
Skotar leggja meira upp úr sam-
bandi við norræna menn en aðrar
þjóðir á Bretlandseyjum. Þessa sér
ekki sízt stað í listalífi.
Höfundur er fréttaritari Morgun
blaðsins í Skotlandi.
HRINGDU
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfœrð á greiðslukorta-
SIMINN ER
691140
691141