Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 FERMINGARBOÐ Kaupfelaganna ^FTRAPPEUP Gönguskíði, stafir, skór og bindingar: kr. 4.900 Svigskíði, stafir, skórog bindingar: kr. 13.350 Keppnisskíði frá kr. 6.343 AUKUG4RÐUR KAUPFÉLÖGIN I LANDINU Velferðarkerfi 1 andajafnaðarstefnu eftir ívar Jónsson íslenska velferðarkerfið er afar vanþróað samanborið við það sem gerist í löndum jafnaðarstefnunnar á Norðurlöndum. Þetta kerfi er hægt að efla án þess að til þurfí að koma aukin skattheimta á fyrir- tæki eða almenning. Lausnin er fólgin í því að láta hina efnameiri borga hlutfallslega meira en tekju- minna fólk fyrir þjónustu heilbrigð- iskerfísins og aðra félagslega þjónustu og menntun bama á skóla- skyldualdri. Jafnframt myndu bótagreiðslur almannatrygginga vera tekjubundnar. Þetta er stefna t.a.m. Flokks sósíaldemókrata á Bretlandi og ætti að vera stefna okkar hér á landi. Pólitískur bakgrunnur Velferðarkerfí Vesturlanda er skilgetið afkvæmi stéttaátaka og baráttu stjómmálaflokka og hreyf- „Með þvi að auka opin- ber framlög til velferð- arkerf isins samtímis því að hafa greiðslur fyrir þjónustu þess tekjubundnar myndu tekjustofnar velferðar- stofnana ekki aðeins margfaldast, heldur myndum við stíga mik- ilvægt skref í átt að grundvallarmarkmiði jafnaðarstefnunnar.“ inga launþega. Á tímabilum þegar styrkleiki jafnaðarmanna/kvenna og verkalýðshreyfíngar hefur verið mikill og efnahagslegt góðæri hefur ríkt til langframa, hefur barátta félagshyggjuaflanna leitt til efling- SUDURLANDSBRAUT 22 S.-36011 ívar Jónsson ar velferðarkerfísins á Vesturlönd- um. Þessi staða kom upp eftir lok seinni heimsstyijaldarinnar þegar atvinnurekendur og flokkar þeirra féllust á efnahagsstefnu hins svo- kallaða blandaða hagkerfís. Með þessu hagkerfí, velferðarkapítal- ismanum, töldu þeir sig tryggja sér stöðuga eftirspum eftir vöram sínum og tiltölulega áfallalausa gróðamyndun. í dag er öldin önnur. Kreppu- hijáðir atvinnurekendur krefjast ýmist launalækkana eða skatta- lækkana og þá um leið niðurskurðar í velferðarkerfínu. En leiftursókn nýfrjálshyggjunnar hefur nú náð hámarki sínu og andstaða almenn- ings gegn niðurskurðarstefnu hægrimanna/kvenna fer vaxandi. Skoðanakannanir á Vesturlöndum sýna afgerandi stuðning almenn- ings við öflugt velferðarkerfi og það á jafnt við um kjósendur hægri- sem vinstriflokka. Reyndin er líka sú að hægriflokkum hefur mistekist í áformum sínum um veralegan nið- urskurð á velferðarþjónustu og ríkisumsvifum. íslenska velferðar- kerfið Velferðarkerfíð á Vesturlöndum hefur víðast hvar verið byggt ann- ars vegar á þeirri meginreglu að einstakir minnihlutahópar hafa ver- ið skilgreindir sem rétthafar bótagreiðslna almannatrygginga. Hins vegar hafa allir fengið jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu og menntastofnunum, óháð tekjum viðkomandi. Hér á landi hefur hið vanþróaða velferðarkerfí okkar einnig lotið þessum grandvallar- reglum. Helstu sögulegu ástæður þess hvers vegna hér er ekki öflugra velferðarríki era þær, að launþega- hreyfíngin er hér afar veik en jafnframt era atvinnurekendur og hægrifólk allsráðandi á sviði fjöl- miðla og skoðanamyndunar. Þá er að nefna að í efnahagslífinu era örsmá fyrirtæki ríkjandi en það kyndir undir goðsögnina um at- hafnamanninn/konuna sem er engum háð/ur og talin/n grandvöll- ur atvinnulífsins (þrátt fyrir aug- ljósa fyrirgreiðslupólitík á íslandi og velferðarkerfí fyrirtælq'anna sem sýgur í sig þriðjung ríkisútgjalda). Þessi goðsögn styrkir einstaklings- hyggjuna í sessi á kostnað sam- hygðar og félagshyggju. Jafnframt hefur nánast óslitin efnahagsleg velsæld og þensla um áratuga skeið haldið bílskúrahagkerfínu á floti. En síðast en ekki síst hefur her- stöðvamálið klofíð jafnaðarmenn/ konur og stórskaðað hreyfíngu þeirra (vandamál sem ekki verður leyst fyrr en herinn verður rekinn úr landi og e.t.v. Sameinuðu þjóð- imar eða hin Norðurlöndin fást til samstarfs um rekstur eftirlitsstöðva hér á landi).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.