Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 75

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Áfengisauðvaldið spyr ekki að tilfinningnm Kæri Velvakandi. Afengisauðvaldið spyr ekki að tilfinningum annarra. Þessi orð komu mér í hug þegar ég heyrði um nýjustu aðferðir eiturlyfja- smyglara til að koma þessum alvarlegu efnum á framfæri. Þar er engu til sparað og harðneskja og peningagræðgin, falsið og flá- ræðið á fullu spani. Við tölum um eyðni. Uggvænlegasta sjúkdóm sem enn hefir komið upp og menn standa agndofa yfir. En skyldi ekki upphaf þessarar plágu liggja í eitur- efnum og öllu því siðleysi sem því fylgir. Þetta er íhugunarefni. Skyldi ekki vera besta lausnin á baráttu við þennan sjúkdóm að vinda sér í upphaf og orsakir, ráðast á upp- sprettuna, vímuefnin? í eyðni er kannski ein tegund af „gróða“ áfengisins og vímunnar. Hafa menn hugleitt það? Þegar svo þeir sem ánetjast þess- um vímuefnum hafa eytt því fijómagni, sem lífið gaf þeim, verð- ur samfélagið að taka við og koma til hjálpar sem í flestum tilfellum er þá orðið mjög seint. Á meðan áfengis- og vímuefnagróðinn streymir í sjóði og púkinn á fjós- bitanum hefir aldrei verið feitari en nú, horfa heilbrigðir menn til fram- tíðarinnar með ugg og hafandi þessar veitur jafn óstöðvandi í far- vegi hollra hátta. Þetta er stað- reyndin sem skiptir máli. Að upphafi skal líta og þökk sé þeim sem hafa áttað sig á þessari óheillaþróun. Lionshreyfingin á íslandi hefir tekið þessi alvarlegu mál til bar- áttu. Eg hefi veitt því athygli að menn, sem að baráttunni standa, höfðu aldrei gert sér grein fyrir að þetta böl væri eins alvarlegt og slungið eins og það er í raun og veru; höfðu ekki ímyndað sér hversu barátta fyrir afnámi og varnaði þessara eiturefna væri mikil. En þar verða ekki lagðar árar í bát. Þá má ekki gleyma því að trúin á Jesúm Krist og hans boðskap lyftir björgum í sambandi við björgun þeirra sem undir hafa orðið fyrir þessu eitri. Þar sannast svo áþreif- anlega að Kristur meguar að frelsa. Frelsa frá þessum eiturlindum. Þar er lífið, þar eru þau verðmæti sem gefa lífinu allt gildi í þessum kalda heimi. Efling hins sanna og eina kristindóms er ávísun á bjarta og góða framtíð. Það sér maður svo víða. Guð gefi þarpikla uppskeru. Árni Helgason Klapplið á framboðs- fundum Reið dreifbýliskona skrifar: Þessa dagana er verið að útvarpa framboðsfundum úr hinum ýmsu kjördæmum landsins. Öllum hlýtur að þykja eðlilegt að stuðningsmenn flokkana safnist um sína menn og styðji þá en þó sýnist sitt hverjum um framgöngu sumra þeirra. Þó keyrir um þverbak þegar borgara- flokkurinn mætir á þessa fundi með klapplið í rútu frá Reykjavík. Því spyr ég, ér raunverulegt fylgi flokksins út á landi svo lítið að þeir þurfi að nota utankjördæmis- fólk til að hvetja sína menn? Þetta minnir óneitanlega á ameríska íþróttakeppni, það vantar bara dansandi píur í stuttum pilsum. „Hafa menn velt því fyrir sér hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur áorkað í skattamálum á síðustu mánuðum? Eftir ára- tuga ráðleysi hefur staðgreiðsla orðið að veruleika undir forystu Þorsteins Pálssonar. Allir flokkarnir áttu fjármála- ráðherra, sem gátu komið á staðgreiðslu, en gerðu ekkert. Framkvæmd í stað fagurgala. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að honum er einum treystandi til að takast á við verðbólguna. Reynslan af vinstri stjórnum er ömurleg. Viljum við aftur 130% verð- bólgu? Niðurstaða mín er einföld: Öflugur Sjálfstæðisflokkur er forsenda þess að haldið sé uppi ábyrgri og markvissri stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar." Bergur Guönason, lögmaður. Á RÉTTRI LEIÐ x-D Iheilræði Ökumenn: Á tímum hálku og erfiðra aksturskilyrða verður að gæta ítrustu varkárni við aksturinn. Lélegir og slitnir hjólbarðar auka stórlega líkur á óhöppum þar sem ökumaður getur misst stjórn á ökutækinu eða nær ekki að stöðva þegar skyndilegar hindranir verða á veginum. Hafið ökutæk- in sem best búin til vetraraksturs. Hvað er venja að gera fyrir umboðsmenn? Ráðamenn þjóð- arinnar taka mikla áhættu Til Velvakanda. í byijun desember sl. urðu nokkr- ar umræður um væntanlegan kjördag 1987. Birti ég þá í þessu blaði þá tillögu að kosið yrði 23. maí og þingmenn framlengdu um- boð sitt um 30 daga með þingálykt- un (sbr. 1940). Nú hefir þingið ákveðið að hafa kjördag 25. apríl og þar með sýnt ábyrgðarleysi. Lengst af man ég fyrstu sumar- helgina, sem árvissa illviðrahelgi. Og eftir það óvenjulega veðurfar, sem verið hefur frá áramótum, tel ég ennþá meiri hættu á stórviðrum um sumarmálin. Hefði kjördagur verið mánuði seinna hefði þingið getað staðið fram að páskum og ekki þurft að afgreiða þýðingarmikil lög með „forgangs hraði“ af úrvinda þing- mönnun á næturfundum. Þá fellur öll blaðaútgáfa niður í sex daga af níu síðustu dögum fyrir kjördag, vegna páskanna. Ekki get ég ársett þau skaðaveð- ur, sem ég minnist á þessum árstíma. En sjálfsagt minnast margir páskaáhlaupsins 1963 eftir langan góðviðriskafla, sem eyði- lagði tijágróður um allt Suðvestur- land, sem sér enn merki. Vil ég að lokum taka upp veðurfarslýsingu frá öldinni sem leið úr annál nítjándu aldar svohljóðandi: „Á Suðurlandi fraus ekki að mun fyr en eftir páska. 30. marz gerði þar stillingar og blíðviðri. En 10. apríl tók að frysta með norðanátt og hríðum og 24.-26. apríl var ofviðri svo mikið, að þess eru fá dæmi. ... eigi var betra vestra því heita mátti, að þar væru óslitnar hríðir frá 10. apríl til 6. maí.“ Vonandi kemur ekki til stór- felldra vandræða vegna veðurfars 25. apríl nk. En hér hafa ráðamenn þjóðarinnar tekið mikla áhættu að þarflausu sem gæti orðið dýrkeypt. „Teikn oss gefur tíð ósær tímans vefur kljáður. Skaltu ei efa að skéð en fær skéð, sem hefir áður.“ Sigurjón Sigurbjörnsson Til Velvakanda. Svo er helst að skilja að mistök Alberts Guðmundssonar í sambandi við skattaskil hafi að einhveiju leyti verið þau, að honum hafi láðst að telja sér til tekna endurgreiðslu á hluta af flutningskostnaði. Þar sé um að ræða flutningsgjald fyrir áfengi, sem ÁTVR hafi greitt, en afsláttur hafi síðan verið sendur umboðsmanninum, — í þessu tilfelli Heildverslun Alberts Guðmunds- sonar. Nú veit ég ekki hvað venja er að gera mikið fyrir umboðsmenn áfengistegunda. Því spyr ég: Er það venja að skipafélag það, sem fær áfengi til flutnings, endurgreiði umboðinu af því flutningsgjaldi sem ÁTVR hefur greitt svo sem þóknun fyrir að hafa notið viðskiptanna? H.Kr. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar: 689004 - 689005 - 689006 Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14- 18. Lokaðföstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn- ingunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekkí heima á kjördag. VARA] U VER igar í síma 1621566 Og nú erum við í Borgartúni 28 EUORNINN HF Borgartún 28 — sími 621566 Reykjavík Þú svalar lestrarþörf dagsins ásKjum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.