Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 80
STERKTKDRT Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Póstmenn sömdu á miðnætti SAMNINGANEFNDIR ríkisins og' póstmanna höfðu á miðnætti náð samkomulagi um nýjan kjarasamning. Búist var við und- irritun í nótt. Búist var við að verkfalli póstmanna, sem hefjast átti á miðnætti, yrði frestað. Samningurinn er að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samninganefndar rikisins, mjög á svipuðum nótum og samningur- inn við Starfsmanrtafélag ríkis- stofnana. Þá náðist einnig samningur við Félag tækniskóla- kennara, sem er aðili að BHM. Indriði sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi að þeir sem iengju mestar kjarabætur af póst- mönnum væru bréfberar, en þó væri ekkert starfsheiti sem skæi’i sig sérstaklega úr, hvað hækkanir varðar. Þá var einnig undirritaður samningur við Félag tækniskóla- kennara, og Indriði kvaðst telja markverðast við þann samning að launatryggingarákvæði væru óbreytt frá öðrum samningum sem náðst hafa. Verkfall múrara skall á á mið- nætti síðastliðnu og hefur enginn iúndur verið boðaður í deilu þeirra. Sáttafundur hefur ekki verið boðað- ur með símamönnum, en nú er búist við slíkri boðun, eftir að samningar við póstmenn hafa tekist. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, hefur boðað sátta- fundi í dag með háskólastéttum í verkfalli og samninganefnd ríkisins, og hefst fyrsti fundurinn kl. 15.30. Morgunblaðið/Kr.Ben. Laxinn slægður og hreinsaður í Gullvik hf. LAXISLA TRAÐIGULL VIK Grindavík. SLÁTRUN á laxi er hafin hjá fiskvinnslufyrirtækinu Gullvík hf. í Grindavík, en þar var slátr- að tveimur tonnum fyrir laxeld- isstöðina Eldi hf. sl. þriðjudag. Forráðamenn Gullvíkur hf. hafa sérhæft stöðina til laxa- slátrunar í samráði við forráða- menn íslandslax hf., en þar mun slátrun hefjast á næstunni. „Við Grindvíkingar eigum að leggja metnað okkar í að þessi vinna fari ekki til annarra byggð- arlaga enda er hér um að ræða verkefni, sem verður í gangi allt árið, en ekki í þijá, íjóra mánuði eins og hefðbundnar vetrarvertíð- ir. Við höfum komið upp hjá okkur sérstakri aðstöðu til að slægja og pakka laxinum og verður þeirri vinnu sinnt jafnhliða annarri fisk- vinnslu," sagði Ágústa Gísladóttir hjá Gullvík í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins. Jón Pétursson, framkvæmda- stjóri Eldis hf., sagði að laxinn yrði sendur til prufu á markað í Hollandi og dreift um nágranna- löndin á vegum íslenska markaðs- félagsins, sem er nýtt fyrirtæki í útflutningi. Kr.Ben. Tap Járnblendiverksmiðjunnar 1986 212 milljónir: Verðið getur aðeins hækkað úr þessu Islands- titlinum fagnað ÍÞRÓTTAMAÐUR Reykjavíkur og fyrirliði Víkings, Guðmundur Guðmundsson, tók í gærkvöldi við nýjum íslandsbikar í hand- knattleik. Víkingar töpuðu reyndar síðasta leik sínum í 1. deildinni, gegn KA, en höfðu fyrir nokkru tryggt sér titilinn. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, afhenti bikar- inn, sem Reykjavíkurborg gaf. Sjá nánar á íþróttasíðum. — segir Paul Falch upplýsingafull- trúi Elkem í Osló um verð á járnblendi TAP íslenska járnblendifélags- ins á Grundartanga nam 212 milljónum á sl. ári, sem jafngild- ir 17,5% af veltu fyrirtækisins, samkvæmt íslenska reikningn- um. Jón Sigurðsson, forstjóri á Grundartanga, sagði i samtali við Morgunblaðið að markaðsverð þyrfti ekki að hækka nema um 10% til þess að afkoman yrði já- Fiskafli fj ór ðungi meiri en á sama tíma síðasta ár FISKAFLI landsmanna fyrsta ársfjórðunginn varð 665.053 lest- r—“ív •' og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri á þessum tíma. Aflinn er fjórðungi meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verkfall sjó- manna í janúar. Munar þar mestu um aukinn loðnuafla, 139.404 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Aflinn í marz varð nær helmingi meiri en í fyrra og þar ■‘•••oar einna mest um loðnu, en þorskafli í marz nú varð einnig meiri en í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Is- lands. Þess ber að geta við samanburð á aflamagni, að mestu munar um loðnu. Hún er hins vegar mun verð- mætari afurð nú en í fyrra vegna þess hve mikið af loðnu og loðnu- hrognum var fryst. Verðmætin hafa því aukizt verulega milli áranna. Heildaraflinn varð eins og fyrr segir 665.053 lestir nú á móti 532,031 í fyrra. Nú öfluðust 484.626 lestir af loðnu, 345.222 í fyrra, 116.675 af þorski, 118.025 í fyrra og 54.819 Iestir af öðrum botnfiski, en 57.899 í fyrra. I marz nú öfluðust 214.258 lest- ir, en 109.974 í fyrra. Af loðnu fengust nú 134.708 lestir, en 36,181 í fyrra. Af þorski fengust 54.382 lestir en 45.625 í fyrra og af öðrum botnfiski fengust 22.777 lestir nú, en 25.545 í fyrra. Langmestur afli barst á land í Vestmannaeyjum fyrstu þijá mán- uði ársins, 109.663 lestir. Þar af var loðna 98.153 lestir. Næsthæstu löndunarhafnir voru Seyðisfjörður með 62.661 lest, Eskifjiirður með 50.965, Neskaupstaður með 41.731 og Grindavík með 41.230 lestir. Mest af þorski barst á land í Ól- afsvík, 6.702 lestir, á Hornafirði, 6.099 og í Keflavík 6.000 lestir. kvæð og stjórnendur Elkem í Osló, sem á 30% í verksmiðjunni á Grundartanga, segjast telja að verðið geti aðeins farið hækk- andi úr þessu. Hlutabréf Elkem á verðbréfa- markaði í Osló hafa hækkað um 16 norskar krónur frá áramótum, eða úr 90 norskum krónum í 106. í fyrradag hækkuðu þau um 5 norskar krónur. Samtals hafa hlutabréf í Elkem því hækkað um tæp 18% frá áramótum. Paul Falch, upplýsingafulltrúi Elkem, sagði í samtali við Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló: „Við lítum ekki á þessa hækkun sem vísbendingu um betri markaðshorfur fyrir afurðir okkar hvorki hér í Noregi né frá verk- smiðjunni á Grundartanga, þar sem við eigum 30% hlut.“ Falch sagði jafnframt að stjórnendur Elkem teldu að verð á járnblendi yrði ekki lægra en nú er. „Ég trúi því að við séum á botni þess öldudals og héð- an í frá geti verðið aðeins farið hækkandi,“ sagði Falch, „ég trúi því að það verði bráðlega, án þess þó að vilja eða geta tímasett það nokkuð frekar." Sjá nánar frétt um afkomu íslenska járnblendifélagsins á bls. 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.