Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 17

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 ^17 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þátttakendur á tölvunámskeiði Gæzlunnar, talið frá vinstri: Kristján Jónsson, Ingvar Wihlborg, Hákon Bjarnason, Berent Sveinsson, Þröstur Sigtryggsson, Leif K. Bryde, Valdimar Ólafsson, Sigurður Árna- son, Guðni Skúlason, Hálfdán Henrýsson og Hjalti Sæmundsson. Landhelgisgæzlan: Ný tölva auðveldar skipulagningu leitar LANDHELGISGÆZLAN hefur fest kaup á tölvu fyrir hana, sem sögð er valda byltingu í skipu- lagningu og ákvörðun leitar- svæða. Tölvan ákvarðar leitarsvæði á mjög skömmum tíma. Hún getur ákvarðað nauð- synlegan fjölda leitartækja og breytir fyrri áætlunum í sam- ræmi við breytingar á aðstæðum svo sem veðri, vindum og straum- um. Þá varðveitir tölvan allar upplýsingar, sem leit varða hveiju sinni. Kristján Jónsson, stýrimaður hjá Gæzlunni, segir þetta tæki valda byltingu í möguleikum á skipulagn- ingu leitarsvæða. Hún reikni út svæði á nokkrum mínútum eftir að hafa meðtekið upplýsingar um veð- ur, vinda og strauma, en slíkir hlutir hafi tekið óra tíma áður. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Gæzlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikill fengur væri að þessu tæki. Forritið væri gert sérstaklega af Svía, Ingvar Wihlborg, sem væri hjá björgunar- stöðinni í Gautaborg, en það væri notað bæði í Svíþjóð og Noregi auk fleiri landa. Námskeið í notkun tölv- unnar hefði verið haldið með þátttöku Gæzlunnar, Pósts og síma, Flugmálastjómar og Slysavarnafé- lags íslands, en þessir aðilar störf- uðu allir á einhvem hátt að leit á sjó eða landi. „Þetta er til mikilla bóta og flýt- ir mjög fyrir skipulagningu leitar og nýtingu búnaðar á sem hag- kvæmastan og skynsamlegastan hátt. Kaup þessa tækis eru þáttur í eflingu björgunarstarfa okkar og eiga tvímælalaust eftir að koma að góðum notum,“ sagði Gunnar Berg- steinsson. og vil með því tryggja að hann verði áfram forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Gísli Halldórsson, arkitekt. Á RÉTTRi LEIÐ ... X-D Þú eignast nýtan grip og styður góðan málstað Iðnaöarbanhinn FLUGLEIDIR Arnesingaútibú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.