Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 60

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 60 Spennandi bridsmót á Hótel Loftleiðum um bændadagana: Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson bættu nýrri skrautfjöður í hatt sinn Fengu nýjan bíl frá Daihatsu-umboðinu fyrir sigur í mótinu Brids Arnór Ragnarsson Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sigruðu í Opna Dai- hatsu-stórmótinu sem fram fór á Hótel Loftleiðum um bænadag- ana. Hlutu þeir í verðlaun nýjan ^Jiíl frá Daihatsu-umboðinu og verðlaunabikara. Bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir urðu að sætta sig við annað sæt- | ið eftir að hafa leitt keppnina mestallt mótið. Önnur verðlaun voru 100 þúsund krónur, en 3. verðlaun myndbandstæki frá Japis að verðmæti 80 þúsund krónur. Þau hlutu Þórarinn Sig: þórsson og Þorlákur Jónsson. í fjórða sæti urðu Hrólfur Hjalta- son og Jónas P. Erlingsson og fengu ferð með Polaris að verð- mæti 60 þúsund krónur og fimmtu verðlaun hlutu Guð- mundur Sveinsson og Þorgeir Eyjólfsson, tvær myndavélar af ^Minolta-gerð að verðmæti 40 þúsund krónur. Alls voru veitt 25 verðlaun í þessu móti að verð- mæti á sjötta hundrað þúsund og eru þetta langhæstu verðlaun sem veitt hafa verið í bridsmóti hérlendis og þótt víðar væri leit- að. Mótið var spilað í fjórum lotum og var strax auðséð að okkar sterkustu tvímenningsspilarar ætluðu ekki að sitja eftir í start- holunum. Staðan eftir 1. lotu: Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 171 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 129 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 125 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 115 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 105 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 105 Öll þessi pör áttu eftir að blanda sér í toppbaráttuna að undanskild- um Páli og Magnúsi sem hröpuðu aftur niður og náðu sér ekki aftur á strik fyrr en í lok mótsins og enduðu í 15. sæti sem var neðsta verðlaunasætið. Að lokinni annarri lotu voru bræðumir Hermann og Ólafur komnir í efsta sætið og héldu því þar til í 37. umferð að Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson komust upp fyrir þá. Hermann og Ólafur voru svo efstir eftir 38., 39. og 40. umferð og áttu reyndar 24 stig til góða á Sigurð og Jón fyrir síðustu umferðina. I síðustu umferð fengu Jón og Sig- urður mjög góða skor á meðan bræðumir spiluðu gegn Guðmundi Páli og Símoni Símonarsyni og fengu 21 mínusstig. Reyndar var annað sæti í hættu eftir þessa slæmu setu því Þórarinn og Þor- lákur enduðu aðeins 8 stigum á eftir bræðrunum að stigum. Lokastaðan: Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 387 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 353 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónssort ' 345 Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 309 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir P. Eyjólfsson Kristján Blöndal — 281 Valur Sigurðsson Gunnar Þórðarson — 275 Sigfús Þórðarson Guðlaugur R. Jónsson — 216 Hjalti Elíasson 176 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjömsson Ragnar Magnússon — 163 Valgarð Blöndal Hermann Tómasson — 162 Jón I. Bjömsson Stefán Pálsson — 'J 151 Rúnar Magnússon Ásmundur Pálsson — 149 Karl Sigurhjartarson Eiríkur Jónsson — 145 Jón Alfreðsson 135 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 117 Af þessari upptalningu má sjá að lítt þekktari pörin áttu erfítt uppdráttar í þessú sterka móti. Þó er ástæða til að geta pars nr. 11, Hermanns Tómassonar og Jóns I. Bjömssonar, sem hélt sig mestallt mótið ofarlega: . Getraunaspá var í gangi þar sem hægt var að geta sér til um hverjir yrðu í efstu sætunum og var kassanum lokað í miðju móti. Kostaði 100 krónur seðillinn og eru um 8.700 krónur í pottinum. Urslit eru ekki kunn en verða til- kynnt hér í þættinum síðar. Mótið fór í alla staði mjög vel fram. Agnar Jörgensson stjómaði af sinni aikunnu festu og hafði Ester Jakobsdóttur sér til hægri handar. Umsjón með tölvuút- reikningi hafði Kristján Hauksson sem var til fyrirmyndar. Má geta þess að þetta er í eina sinn sem undirritaður hefir fengið allar umbeðnar upplýsingar jír tölvu- bankanum og vel það og er það mikill hægðarauki þegar að um- fjöllun er komið. VERTU VISS UM lll!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.