Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 60 Spennandi bridsmót á Hótel Loftleiðum um bændadagana: Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson bættu nýrri skrautfjöður í hatt sinn Fengu nýjan bíl frá Daihatsu-umboðinu fyrir sigur í mótinu Brids Arnór Ragnarsson Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sigruðu í Opna Dai- hatsu-stórmótinu sem fram fór á Hótel Loftleiðum um bænadag- ana. Hlutu þeir í verðlaun nýjan ^Jiíl frá Daihatsu-umboðinu og verðlaunabikara. Bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir urðu að sætta sig við annað sæt- | ið eftir að hafa leitt keppnina mestallt mótið. Önnur verðlaun voru 100 þúsund krónur, en 3. verðlaun myndbandstæki frá Japis að verðmæti 80 þúsund krónur. Þau hlutu Þórarinn Sig: þórsson og Þorlákur Jónsson. í fjórða sæti urðu Hrólfur Hjalta- son og Jónas P. Erlingsson og fengu ferð með Polaris að verð- mæti 60 þúsund krónur og fimmtu verðlaun hlutu Guð- mundur Sveinsson og Þorgeir Eyjólfsson, tvær myndavélar af ^Minolta-gerð að verðmæti 40 þúsund krónur. Alls voru veitt 25 verðlaun í þessu móti að verð- mæti á sjötta hundrað þúsund og eru þetta langhæstu verðlaun sem veitt hafa verið í bridsmóti hérlendis og þótt víðar væri leit- að. Mótið var spilað í fjórum lotum og var strax auðséð að okkar sterkustu tvímenningsspilarar ætluðu ekki að sitja eftir í start- holunum. Staðan eftir 1. lotu: Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 171 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 129 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 125 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 115 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 105 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 105 Öll þessi pör áttu eftir að blanda sér í toppbaráttuna að undanskild- um Páli og Magnúsi sem hröpuðu aftur niður og náðu sér ekki aftur á strik fyrr en í lok mótsins og enduðu í 15. sæti sem var neðsta verðlaunasætið. Að lokinni annarri lotu voru bræðumir Hermann og Ólafur komnir í efsta sætið og héldu því þar til í 37. umferð að Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson komust upp fyrir þá. Hermann og Ólafur voru svo efstir eftir 38., 39. og 40. umferð og áttu reyndar 24 stig til góða á Sigurð og Jón fyrir síðustu umferðina. I síðustu umferð fengu Jón og Sig- urður mjög góða skor á meðan bræðumir spiluðu gegn Guðmundi Páli og Símoni Símonarsyni og fengu 21 mínusstig. Reyndar var annað sæti í hættu eftir þessa slæmu setu því Þórarinn og Þor- lákur enduðu aðeins 8 stigum á eftir bræðrunum að stigum. Lokastaðan: Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 387 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 353 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónssort ' 345 Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 309 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir P. Eyjólfsson Kristján Blöndal — 281 Valur Sigurðsson Gunnar Þórðarson — 275 Sigfús Þórðarson Guðlaugur R. Jónsson — 216 Hjalti Elíasson 176 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjömsson Ragnar Magnússon — 163 Valgarð Blöndal Hermann Tómasson — 162 Jón I. Bjömsson Stefán Pálsson — 'J 151 Rúnar Magnússon Ásmundur Pálsson — 149 Karl Sigurhjartarson Eiríkur Jónsson — 145 Jón Alfreðsson 135 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 117 Af þessari upptalningu má sjá að lítt þekktari pörin áttu erfítt uppdráttar í þessú sterka móti. Þó er ástæða til að geta pars nr. 11, Hermanns Tómassonar og Jóns I. Bjömssonar, sem hélt sig mestallt mótið ofarlega: . Getraunaspá var í gangi þar sem hægt var að geta sér til um hverjir yrðu í efstu sætunum og var kassanum lokað í miðju móti. Kostaði 100 krónur seðillinn og eru um 8.700 krónur í pottinum. Urslit eru ekki kunn en verða til- kynnt hér í þættinum síðar. Mótið fór í alla staði mjög vel fram. Agnar Jörgensson stjómaði af sinni aikunnu festu og hafði Ester Jakobsdóttur sér til hægri handar. Umsjón með tölvuút- reikningi hafði Kristján Hauksson sem var til fyrirmyndar. Má geta þess að þetta er í eina sinn sem undirritaður hefir fengið allar umbeðnar upplýsingar jír tölvu- bankanum og vel það og er það mikill hægðarauki þegar að um- fjöllun er komið. VERTU VISS UM lll!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.