Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Hin glæsilega Flugstöð Leifs Eiríkssonar: andlit íslands út á við, hlið umheimsins að íslandi. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: „Minnisvarði forheimsk- unar og niðurlægingar, “ - sagði Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) Flugstöð Leifs Eirikssonar verður eins konar andlit íslands út á við. Rúmlega 600 þúsund ferðamenn fóruum Keflavikur- flugvöll liðið ár: íslendingar, sem fóru utan, erlendir ferðamenn, er sóttu landið heim, auk aragrúa fólks á ferð milli hins nýja (Ameríka) og gamla (Evrópa) heims. Viðhorf þessa fólks til lands og þjóðar mótast m.a. af þeim áhrifum, sem þetta íslenzka „andlit“ hefur á viðkomendur, ekki sizt þann fjölda farþega sem „millilendir" hér. Gamla flug- stöðin var fráhrindandi andlit, sem fól auk þess í sér hættur, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Flughöfn Leifs Eiríkssonar er aðlaðandi andlit, sem býður við- komendum traust og öryggi. Engu að síður vóru skoðanir mjög skiptar um þessa flugstöð á árum undirbúnings og upp- byggingar, þó nú vilji flestir „Lilju kveðið hafa“. Hér á eftir verður lítillega vikið að andstöðu einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna við flugstöð- ina. Neitunarvald Alþýðu- bandalagsins Morgunblaðið segir í forystu- grein 18. september 1982: „Hinn 8. september sl. beittu kommúnistar neitunarvaldi sínu í nkisstjóm íslands og felldu tillögu Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráð- herra, um að ráðist skuli í byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli.. “ Þar með var teflt í tvísýnu 20 milljóna dala fjárframlagi Banda- ríkjastjómar, sem Einar Agústsson (utanríkisráðherra 1974-1978) hafði samið um og var tímabundið. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra 1982, brá við með þeim hætti, að fara fram á það við Banda- ríkjamenn að þeir frestuðu niður- fellingu Ijárveitingarinnar. Hún var byggð á samkomulagi um aðskilnað farþegaflugs og starfsemi vamar- liðsins, sem lengi hafði verið stefnt að, sem og fleiri efnisatriðum. Framsókn spannaði skoðanalitrófið Mjög skiptar skoðanir vóru í Framsóknarflokknum um þetta mál, þó utanríkisráðherrar flokks- ins, Einar Ágústsson og síðar Ólafúr Jóhannesson, fylgdu fram hliðstæðri stefnu og Sjálfstæðis- flokkurinn. Dagblaðið Tíminn studdi og afstöðu utanríkisráðherr- anna. Þannig segir í forystugrein Tímans 25. september 1982: „Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur flugstöðvarmálið allt ein- kennst af áróðurskenndum fullyrð- ingum, þar sem íslenzkir hagsmunir eru fyrir borð bomir til að þjóna öfgakenndum þjóðemisrembingi og einangrunartilhneigingum þeirra alþýðubandalagsmanna ... Fram- lag Bandaríkjamanna til bygging- arinnar er engin ölmusa, sem að okkur er rétt. Það eru líka þeirra hagsmunir að umsvif íslenzks far- þegaflugs og hersins á Keflavíkur- flugvelli verði aðskilin. Þeir munu fá gömlu bygginguna til afnota og mannvirki henni tengd. Hér er því fremur um makaskipti að ræða en framlag. . .“ Morgunblaðið lét að því liggja — og taldi gagnrýni vert — að Steingrímur Hermannsson hafi vilj- að ganga enn lengra en Einar og Ólafur. Það segir í forystugrein (18/9/82): „f spilinu er þó Svarti-Pétur, Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. Hann hefur lýst óánægju sinni yfir því, að Einar Ágústsson fékk því ekki framgengt, að Bandaríkjamenn tækju að sér að greiða flugstöðina alla...“ Yzt á hinum kantinum sat síðan Páll Pétursson, nú formaður þing- flokks framsóknarmanna, sem leit flugstöðvarbyggingu homauga. Hann sagði í viðtali við Alþýðublað- ið 5. október 1982: „Persónulega flnnst mér ýmis- legt brýnna í þjóðfélaginu en þessi flugstöðvarbygging..." Þannig spannaði Framsóknar- flokkurinn nær allt skoðanalitrófið til flugstöðvarbyggingarinnar. „Hroðalegur bastarður“! Alþýðubandalagið hefur frá upp- hafi haft allt á homum sér gagnvart Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar lán vegna flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli kom til umræðu í neðri deild Alþingis 2. maí 1984 sagði Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) m.a.: „Eg vil lýsa eindreginni andstöðu minni við þau fjárfestingarafglöp, það skipbrot íslenzks sjálfstæðis og þá röngu forgangsröðun í íslenzk- um flugmálum og síðast en ekki sízt þau reginmistök í skipulagn- ingu og hönnun, sem hér virðast ætla að eiga sér stað. Gróðurhús em tiltölulega einföld mannvirki ein og sér til síns brúks. Sömuleiðis geta flugstöðvar verið tiltölulega einföld mannvirki ef þær em reistar einar sér og til síns brúks. En það er alveg greinilegt, herra forseti, að þegar þessu tvennu er blandað saman verður útkoman úr því hroðalegur bastarður. Ég vil sem sagt enn og aftur endurtaka andstöðu mína við þetta mál, þenn- an minnisvarða forheimskunar og niðurlægingar, sem á að fara að reisa suður á Keflavíkurflugvelli fyrir erlendar blóðtalentur." Ræða þessa þingmanns Alþýðu- bandalagsins segir máske allt sem segja þarf um afstöðu þess til flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. En Ólafur Ragnar Grímsson, frambjóð- andi Alþýðubandalagsins í Reykja- neskjördæmi, hnýtti engu að síður slaufu á slagorð Steingríms Sigfús- sonar með margfrægri grein um „monthöll", en svo nefndi hann flugstöð Leifs Eiríkssonar (DV í júlí 1983). Og Geir Gunnarsson, frambjóðandi Alþýðubandalags í sama kjördæmi, sagði í þingræðu að hér væri verið að „reisa alltof stóra flugstöð" - „flugstöð sem jafn- vel hæstvirtur forsætisráðherra [Steingrímur Hermannsson] viður- kennir að sé of stór miðað við þarfir þjóðarinnar". Kvennalistinn: „Hern- aðarmannvirki ef þurfa þykir“ Við fyrstu umræðu í neðri deild um lán til flugstöðvarinnar lýstu Samtök um kvennalista eindreginni andstöðu við málið. Andstaða þeirra var byggð á þremur meintum rök- semdum: 1) rangri forgangsröðun verkefna, 2) flugstöðin verði nýtt sem „hemaðarmannvirki ef þurfa þyki“, 3) að flugstöð til farþega- flugs ættu íslendingar einir að kosta og sníða að eigin fram- kvæmdagetu. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) sagði orðrétt í þingræðu: „í fyrsta lagi er hér um að ræða forgangsröðun sem er í fullkomnu ósamræmi við almennt ástand ríkis- búskaparins og ekki síður við afkomu fjölmargra einstaklinga og heimila í Iandinu í dag. . . Hverjum dettur í hug að okkur vanti risavax- ið glæsihús þegar vaxandi hluti þjóðarinnar á ekki fyrir nauðþurft- um og enn fleiri horfast í augu við verulegar og alvarlegar þrengingar. Fyrir hvern er þessi forgangsröð?" Stærð og kostnaður Guðmundur Einarsson, sem enn var í Bandalagi jafnaðarmanna í febrúar 1984, tók undir efnisrök Samtaka um kvennalista. Hann sagði í þingræðu: „Áformuð flugstöð er alltof dýr og í engu samræmi við lífskjör þjóð- arinnar sem reisir hana. Hún verður óhagkvæm, enda hönnuð með hlið- sjón af „gróðurhúsinu, tákni orku- linda landsins", svo vitnað sé til byggingarlýsingar húsameistara ríkisins." Hann hjó enn í sama kné- runn og sagði: „Ef menn hafa áhuga á að byggja grasasafn er hægt að gera það ein- hversstaðar annarsstaðar nær fleiri skólum og rannsóknarstofnunum landsins en Miðnesheiði er.“ Geir Hallgrímsson, þáverandi ut- anríkisráðherra, svaraði gagnrýni um stærð og kostnað m.a. með þessum orðum: „Ég vil að gefnu tilefni undir- strika að álætanir og teikningar af flugstöð á Keflavíkurflugvelli hafa verið endurskoðaðar í ljósi nýrra staðreynda og nýrra spásagna um farþegaumferð um flugvöllinn — og flugstöðin, eins og hún nú liggur fyrir, hefír einnig verið minnkuð þrisvar til að mæta þeirri gagnrýni að við værum að byggja of stóra flugstöð. Það er sannfæring mín að svo er ekki. Hér er um flugstöð að ræða sem verður að vera hlut- verki sínu vaxin og því er það sannfæring mín að hér sé fremur um lágmarksstærð nýrrar flug- stöðvar að ræða. Og reynslan á vonandi eftir að sýna að við hlið þessarar flugstöðvar rísi aðrar byggingar um leið og sú starfsemi, sem fram fer í flugstöðinni, krefst meira húsrýmis.“ Það kom einnig fram í máli for- mælenda byggingarinnar að hún ætti ekki að vera baggi á skatt- greiðendum. Þvert á móti. Rekstur- inn eigi að standa undir öllum kostnaði. Alþýðuflokkur meðmæltur Þingmenn Alþýðuflokks studdu yfirhöfuð flugstöðvarbygginguna. Kjartan Jóhannsson (A-Rn.) sagði þá aðstöðu, sem fyrir var, „ekki geta flokkast undir annað en ónýtan skúr og þjóðinni til skammar. Ég verð að segja það eins og er, að í hvert skipti sem ég kem þarna suð- ur eftir fyrirverð ég mig, einkum • „Monthöll,“ sag’ði Ólafur Ragnar Grímsson • „Má byggja smærri flugstöð,“ sagði Steingrímur Hermannsson • „Glæsihús þegar vaxandi hluti þjóðarinnar á ekki fyrir nauðþurftum,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.