Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 70

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 Minning: Sveinbjörn Egilsson útvarpsvirkjameistari Fæddur 28. nóvember 1907 Dáinn 10. apríl 1987 Sveinbjörn Egilsson útvarps- virkjameistari lést í Borgarspítalan- um hinn 10. apríl sl., 79 ára að aldri. Hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða síðustu fjögur ár, en var þó vel ern, fylgdist prýði- lega vel með og hafði fótavist allt fram undir það síðasta. Utför hans verður í dag í Dómkirkjunni kl. 15.00. Sveinbjörn var ættaður frá Múla í Biskupstungum, sonur Egils Sveinssonar Jónssonar bónda þar og Sigríðar Jónsdóttur konu hans. Ný öld, tækniöld, var þá byrjuð og hugur Sveinbjarnar stefndi frá unga aldri að því marki að ná tökum á þeim nýjungum, sem þá voru að halda innreið sína hér á landi. Fyrst lærði hann til loftskeytamanns og síðai- útvaipsvirkjun og hlaut meist- araréttindi í þeirri iðn. Hann varð stöðvarstjóri Vatnsendastöðvarinn- ar 1928 og tók þátt í uppsetningu stöðvarinnar. Hann gegndi því starfi þar til 1943. Sveinbjörn var pví stöðvarstjóri Vatnsendastöðvar- innar, þegar ríkisútvarpið hóf starfsemi sína árið 1930. Frá árinu 1943 rak hann sitt eig- ið radíóverkstæði á Óðinsgötu 2, fyrst í félagi við Magnús Jóhanns- son útvarpsvirkjameistara (sem nú er starfsmaður Alþingis) og síðar með syni sínum, Ulfari, meðan heilsa og kraftar entust. Þótt ég geti aðeins fjallað af af- spurn um fyrri æviár Sveinbjarnar, leikur ekki vafi á því, að hann naut mikils trausts og virðingar í sinni sérgrein og það hlýtur að hafa ver- ið honum mikil lífsfylling að taka þátt í annarri eins tæknibyltingu og hér átti sér stað á hans mann- dómsárum og vera jafnvel braut- ryðjandinn á því sviði. A Óðinsgötu 2 var einnig heimili Sveinbjarnar heitins og eftirlifandi eiginkonu hans, Rannveigar Helga- dóttur. Voru þau hjónin einkar samrýnd og stafaði sérstakri birtu og hlýju frá því glæsilega heimili. Einnig byggðu þau hjónin sér sum- arbústað á Iðu í Biskupstungum og dvöldust þar oft langdvölum, enda var það þeirra annað heimili að sumrinu. Fjölskylda mín og ég áttum því láni að fagna að kynnast þeim Sveinbirni og Rannveigu fljótlega eftir að við fluttumst heim frá út- löndum. Atvikin höguðu því þannig, að eftir heimkomuna vann ég um tíma hjá Loftleiðum hf. og þar kynntist ég yngri dóttur þeirra Sveinbjarnar, Oglu, sem þá starfaði sem ritari hjá fyrirtækinu. Hún hafði dvalist um árabíl í Chile hjá frænku sinni, Maríu Helgadóttur Knoop, og manni hennar, Robert t Bróðir okkar og stjúpfaðir, JAKOB LOFTSSON, áður til heimilis á Hringbraut 76, lést á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 18. apríl. Ágúst Loftsson, Jón Guðmundsson, Einar Loftsson, Maria Á. Guðmundsdóttir, Guðmundur Loftsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ingvar Loftsson, Sigurbjartur Loftsson. f SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Austurtúni 12, Álftanesi, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju í dag, miðvikudaginn 22. apríl, kl. 13.30. Finnur Guðmundsson, Hildur Finnsdóttir, Gunnar Finnsson, Eiríkur Finnsson, Ingimundur Hjörleifsson, Gunnar Gunnarsson, Sigrfður Halldórsdóttir, Hafdfs Þorvaldsdóttir og barnabörn. Blómabúðin Hótel Sögu sími12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta Laugavegi 61 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. Legsteinar Við erum fluttir 'Umíl &.(. Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. Opið frá kl. 15-19. Knoop, sem þá var ræðismaður ís- lands í Chile. Agla var mikil málamanneskja, talaði reiprennandi spænsku, þýsku og ensku, auk Norðurlandamála. Tókst með okkur konu minni og Öglu mikil vinátta og einnig lét hún sér mjög annt um börn okkar hjóna. í framhaldi af þessu tókust órofa kynni við for- eldra Öglu og systkini. Árið 1965 lést Agla á ferðaiagi í Chile, aðeins 29 ára gömul. Hún hafði átt við hjartamein að stríða allt frá fæðingu og aldrei gengið heil til skógar, þótt ekki sæjust þess nein merki. Það hafði einmitt þá nýlega verið ákveðið að hún gengist undir aðgerð til lækningar þessu meini í Bandaríkjunum. Voru miklar vonir bundnar við þessa hjartaaðgerð og loks hillti undir að bati fengist. En enginn ræður sínum næturstað og meðan hún beið eftir sjúkrahúsvist kom kallið. Agla Sveinbjörnsdóttir varð öllum harm- dauði, sem hana þekktu. Og má nærri geta, hvílíkur harmur var að foreldrum og systkinum hennar kveðinn við þetta áfall. Önnur böm þeirra Sveinbjörns og Rannveigar eru Kristín, sem lengi var ritari í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og sá um árabil um óskalög sjúklinga í ríkisútvarp- inu, nú gift Þorgeiri Þorsteinssyni, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, Úlfar, útvarpsvirki, kvæntur Kristínu Steingrímsdóttur og Helgi kvikmyndatökumaður, sem lengi starfaði hjá sjónvarpinu, nú garð- yrkjubóndi á Iðu, kvæntur Björgu Ólafsdóttur. Sveinbjörn heitinn var velviljaður maður og hreinskiptihn. Hann var einarður í skoðunum, hvort sem um var að ræða menn eða málefni. Hann fylgdist af lifandi áhuga með framvindu mála á öllum sviðum þjóðlífsins og tækniframfarir lét hann ekki fram hjá sér fara. Kynni okkar beggja af Suður-Ameríku áttu drjúgan þátt í vináttu okkar og áttum við þetta sameiginlega áhugamál um nær þriggja áratuga skeið. Ekki get ég látið hjá líða þegar ég hugsa um höfðingsskap og alúð þeirra Sveinbjarnar og Rannveigar, að minnast þess hvernig þau greiddu götu námsmanns frá Chile, sem hingað kom til að nema norræn fræði við Háskóla íslands. Eduardo Barriga eða Eddi eins og við kölluð- um hann ævinlega, kom hingað með meðmælabréf frá systur Rann- veigar, Maríu Helgadóttur Knoop, sem þá var ræðismaður íslands í Chile (hún lést árið 1983). Voru þau hjónin stoð hans og stytta hér á landi uns hann lauk fullnaðar- prófi. Lét Eddi þess oft getið við mig, að sú hvatning og umhyggja, sem þau hjónin sýndu honum, hefði vafalítið ráðið úrslitum um það, að hann lauk hér námi. Nú, þegar komið er að kveðju- stund á ég erfitt með að virða Sveinbjörn heitinn fyrir mér einan. Þau hjónin voru svo samrýnd og einhvern veginn svo óaðskiljanleg, að í hugskoti mínu sé ég þau jafnan fyrir mér sem eina heild. Fjölskylda mín og ég munum ætíð minnast þeirra hjóna og barna þeirra fyrir þá einmuna velvild, sem þau hafa ávallt sýnt okkur og óvenjulegt er hjá vandalausum. Við vottum Rann- veigu, börnum hennar og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Þórir Á. Ólafsson Sveinbjörn Egilsson, útvarps- virkjameistari, Óðinsgötu 2, Reykjavík, lést á Borgarsjúkrahús- inu í Reykjavík hinn 10. apríl sl. á áttugasta aldursári sínu. Verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Sveinbjörn fæddist í Reykjavík hinn 28. nóvember 1907 og ólst hann upp í þáverandi austurbæ, lengst af við Laugaveginn, að því er ég hygg. í Reykjavík bjó hann öll sín æviár að undanskildum rúm- um áratug er hann átti heimili á Vatnsendahæð, þar sem hann veitti forstöðu fjarskiptastöð Ríkisút- varpsins. Hann var því borinn og barnfæddur Reykvíkingur, en sonur aðfluttra foreldra, hjónanna Egils Sveinssonar, smiðs, og Sigríðar Jónsdóttur, er bæði komu úr Árnes- þingi og áttu þar ættir að rekja. Sveinbjörn naut venjulegs uppeldis, eins og þá tíðkaðist á alþýðuheimil- um í Reykjavík og var elstur þriggja systkina. Á 17. aldursári hans veiktist Egill, faðir hans, og varð allsendis óvinnufær eftir það, allt til æviloka. Kom það þá í hlut Sveinbjarnar, sem frumburðar, að annast uppeldi og framfærslu yngri systkinanna ásamt móðurinni. Mun hann, 17 ára unglingurinn, hafa axlað þá ábyrgð með slíkri prýði, að hver fullorðinn gæti verið vel sæmdur af. Jafnframt því að standa dyggilega við hlið móður sinnar við uppeldi og fram- færslu yngri systkina lét hann sig ekki muna um að afla sér aukinnar menntunar og lauk loftskeyta- mannsprófi er hann var um tvítugt. Hann fylgdist grannt með þróun fjarskipta og hverskyns tækninýj- ungum þeim samfara og starfaði m.a. með Ottó B. Arnar, við rekstur fyrstu útvarpstöðvar hér á landi. Þegar stjórnvöld tóku síðan að huga að opinberum útvarpsrekstri var Sveinbjörn þegar tilkvaddur við undirbúning slíks rekstrar. Starfaði hann síðan samfellt hjá Ríkistú- varpinu fram á fimmta áratuginn, lengst af sem stöðvarstjóri á Vatn- sendahæð, en lét þá af störfum og hóf rekstur eigin fyrirtækis, fyrst með Magnúsi Jóhannssyni og nú síðustu árin ásamt Úlfari, syni sínum. Árið 1931 steig Sveinbjörn eitt sitt mesta gæfuspor er hann gekk að eiga Rannveigu Helgadóttur, dóttur hjónanna Helga Helgasonar, verslunarrnanns, og Kristínar Sig- urðardóttur, en þau hjón voru bæði af grónum reykvískum ættum. Sveinbimi og Rannveigu varð fjögurra barna auðið, tveggja dætra, Kristínar, sem gift er undir- rituðum og Öglu, sem lést ógift í blóma lífsins, og var sárt saknað af öllum sem ti) hennar þekktu. Þá eignuðust þau tvo syni, Úlfar, raf- virkja, kvæntan Kristínu Stein- grímsdóttur og Helga ljósmyndara, nú garðyrkjubónda að Iðu og Laug- arási í Biskupstungum áður kvæntan Rögnu Fossberg, en nú kvæntan Björgu Ólafsdóttur. Öll eru þessi börn hið mannvænlegasta fólk og vel vandað til orðs og æðis. Ég kynntist ekki Sveinbirni fyrr en hann var kominn langt á sjötugs- aldur og þá farinn að rifa seglin eins og eðilegt er, að því er varðaði rekstur fyrirtækisins. Hann var þó enn við góða heilsu og fullur af eldmóði við allskyns framkvæmdir á eignarhluta sínum á jörðinni Iðu í Biskupstungum. Fyrir nokkrum ámm fór líkam- legri heilsu hans að hraka er leiddi til langvarandi sjúkrahúsdvalar, sem hann þó sigraðist ítrekað á, að því er ég tel með einstökum vilja- styrk og lífsorku. Að endingu varð hann þó undan að láta eins og við öll, þegar lokakallið kemur. Sveinbjörn gerði víðreist og hafði hvarvetna farið með opin augu. Þá var hann vel lesinn og því vel upp- lýstur bæði um menn og málefni. Við ræddumst oft við um lands- ins gagn og nauðsynjar, enda Sveinbjörn vel heima í öllu og öll- um. Hann hafði mjög fastmótaðar skoðanir jafnt á mönnum sem mál- efnum og enda þótt skoðanir okkar fæm ekki alltaf saman og við oft og einatt á öndverðum meiði, pólitískt séð, varð ekki annara kosta völ en að virða skoðanir hans sakir vel mótaðrar röksemdafærslu og vandaðs málflutnings. Ég var því alltaf nokkurs vísari af viðræðum mínum við Sveinbjöm og hygg að svo hafi verið um fleiri. Lokið er nú lífshlaupi Sveinbjarn- ar Egilssonar, eftir gifturríkt ævistarf. Hans er sárt saknað af öllum hans nánustu og öðmm sem þekktu náið til hans, en bót er, að eftir lifa minningar um góðan dreng, föður og lífsfömnaut. Þorgeir Þorsteinsson t Móðir okkar, SIGURJÓNA JÓHANNESDÓTTIR frá Laxamýri, til heimilis á Háteigsvegi 23, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavik föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennnar vinsamlega láti Hjartavernd njóta þess. Gunnlaugur Stefán Baldursson, Guðbjörg Þórdís Baldursdóttir, Jóna Margrét Baldursdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SVEINBJÖRN EGILSSON, Óðinsgötu 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni ( dag, miðvikudaginn 22. apríl, kl. 15.00. Rarinveig Helgadóttir. Kristín Sveinbjörnsdóttir, Þorgeir Þorsteinsson, Úlfar Sveinbjörnsson, Kristín Steingrímsdóttir, Helgi Sveinbjörnsson, Björg Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SÍMON TEITSSON, Þórólfsgötu 12, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, miðvikudag 22. apríl, kl. 14.00. Unnur Bergsveinsdóttir, Örn S. Simonarson, Sonja Ásbjörnsdóttir, Teitur Símonarson, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Símonardóttir, Ólafur Á. Steinþórsson, Sigurbjörg Si'monardóttir, Sigurður Óskarsson, Bergsveinn Símonarson, Jenný Jóhannssen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.