Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Flokkur Glístrups á Islandí eftirBerg Sigurbjörnsson Miðað við áratuga verðbólgu okkar íslendinga og sjúklega ástríðu þeirra, sem nokkur tök höfðu á, að auðgast á skattsvik- um, má segja, að það sé vonum seinna, að flokkur eins og „Fram- faraflokkur" Glistrups hins danska nái að skjóta rótum hér á landi. En nú hefur það gerst. Og skyldi enginn láta sér á óvart koma, þó að þróunin hér yrði hlið- stæða þess sem gerðist í Dana- veldi: Kjósendafylgi, sem gæti ógnað tilveru gömlu flokkanna og lýðræði hérlendis. Upphafið nánast eins Upphaf Framfaraflokksins og Borgaraflokksins er nánast tekið eins: Einstaklingur, sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð fjár- hagslega, telur, að peningamir eigi að lyfta honum til metorða og valda. Báðir telja að afl pen- mgsins geti komið í stað andlegra yfirburða við val leiðtoga. Skattamál dropinn sem fyllti í báðum tilfellum er það fijáls- leg umgengni „leiðtoganna" Glistrups og Alberts við skattalög, sem fyllir mælinn og verður þess valdandi, að þeir taka með nán- ustu vinum og vandamönnum þá ákvörðun að láta til skarar skríða og stofna eigin stjómmálaflokk. í tilfelli Glistmps var það stofnun gervifyrirtækja til að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum, o.fl. af því tagi, sem talið var varða við skattalög, sem varð kveikjan að flokksstofnun hans. Kveikjan að flokksstofnun Alberts er þessi, skv. því sem frá er greint í fjöl- miðlum, eftir að Albert hafði svarað fyrirspumum skattrann- sóknarstjóra: 1. Albert eða fyrirtæki hans, sem er eitt og hið sama (sama nafnnr.) hafði tekið við greiðslu fyrir afslátt af farmgjöldum á áfengi a.m.k. tvö ár í röð, sem ÁTVR, sem greiddi farmgjöldin, hefði átt að fá. 2. Jafn oft hafði „gleymst" að telja upphæðimar fram til skatts. 3. Upphæðimar em greiddar út af leynireikningi fyrirtækis, sem er eða var mjög nátengt Al- berti, á nafni Alberts og lagðar inn á einkareikning hans eftir því sem fram er komið. 4. Þetta gerist meðan Albert er fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksms og því æðsti yfírmaður bæði ÁTVR og skattayfírvalda í landinu. Hér þarf í raun engin orð um. „Er nokkur furða þó nautinu blöskri", sagði Kjarval eitt sinn í frægri vísu. Nýir herrar Af öllu því sem Albert hefur um framangreind atriði sagt í fjöl- miðlum má ráða, að hann skilur einfaldlega ekki hvaða veður Þor- steinn Pálsson og þeir, sem með honum standa, em að gera út af svona „smotteríi". Leyfíst ekki fjármálaráðherra að „gleyma" að telja fram ein- hvem tittlingaskít eins og öðmm? Hér er litið á íjárupphæð en ekki verknað. Pólitísku „flokksnautin", sem Albert þekkti frá ferli sínum, hefðu nefnilega ekki látið sér „blö- skra“, heldur notað „sambönd" og „ítök“ hér og þar til að breiða yfír málið og láta niður falla, þeg- ar „ráðherra átti í hlut“. En nú vom komnir nýir herrar í Sjálfstæðisflokknum, nýir vendir með aðrar siðgæðiskröfur til flokks og frammámanna en áður giltu. Það höfðu orðið kynslóða- skipti í flokksforystunni og þessi nýja kynslóð ætlaði ekki að sætta sig alveg við siðgæðismat og sið- ferði gömlu kerfiskarlanna úr samtryggingarkerfínu. Alberti var því gefínn kostur á að segja af sér ráðherradómi. Peningarnir og valdið En þegar hér var komið sögu vaknaði margur skattafúskarinn upp við vondan draum og mikla martröð. Ætlaði formaður Sjálfstæðis- flokksins að ganga fram fyrir skjöldu og fara sem æðsti yfír- maður skattayfírvalda að láta menn axla pólitíska ábyrgð fyrir skattsvik — skatt„gleymsku“? Var maðurinn orðinn vitlaus? Hver gat þá búist við að sleppa, ef ráðherra var látinn bíta í súrt epli fyrir svo sem ekkert, miðað við stóm laxana í skattafúskinu? Sennilega hefði Albert þegið það að sitja sem fastast í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og bíða átekta, ef „Hulduher" skattleysingjanna hefði ekki grip- ið harkalega í taumana. Þorsteinn Pálsson og hans nótar skyldu kúskaðir til að hætta svona kúnst- um eða liggja pólitískt dauðir ella. Hér fóm menn, sem höfðu pening- ana og valdið. „Ég hef peningana og valdið," sagði bílakóngurinn hér á ámm áður. Ógnunin var nýr stjóm- málaflokkur, sem tæki atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum í kom- andi kosningum. Og nú skyldu allir þeir, sem meta af einlægni lýðræði, frelsi og mannhelgi, staldra við og opna augun. Það er hættulegt að vanmeta peninga- liðið — fasisminn er þvf víðast nærtækur, eða „goullisminn". Vinur litla mannsins Borgaraflokkurinn mun þó ekki telja sér hagkvæmt að ganga fram í kosningunum með skattamálin sem gunnfána. Menn muna enn, að það varð Glistmp að falli um síðir. Borgaraflokkurinn mun að sjálfsögðu lofa skattalækkun og stóraukningu allra framkvæmda um leið. En á gunnfána skattleysingja Borgaraflokksins munu standa gullnu letri orðin: „Vinir litla mannsins". Til er gömul saga um „vin litla mannsins" og vináttu hans, sem ástæða er til að rifja upp á þessum tímamótum. Hún er svona: Einu sinni var lítill mað- ur sem var alveg voðalega mikið veikur. Hann var líka svo voðalega feitur, að hann var lasinn í fítunni sinni. En hann átti óskaplega góð- an og háttsettan vin. Og þegar litli maðurinn var alveg að sálast úr veikindum, kom vinurinn og sagði: „Þú skalt ekki vera lengur veikur, ég ætla að gefa þér mikla peninga svo að þú getir farið til góðu læknanna í útlandinu, sem lækna þig fljótt og vel. En vinur litla mannsins tók ekki peningana frá sjálfum sér. Sei, sei, nei. Hann Bergur Sigurbjömsson „Sennileg'a hefði Albert þegið það að sitja sem fastast í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins og bíða átekta, ef „Hulduher“ skattleys- ingjanna hefði ekki gripið harkalega í taumana. Þorsteinn Pálsson og hans nótar skyldu kúskaðir til að hætta svona kúnstum eða liggja pólitískt dauðir ella.“ sendi mann til Gufuskips og Sjó- skips og lét segja þeim að það væri „góð §árfesting“ fyrir þau að gefa litla manninum peninga svo að hann gæti farið til góðu læknanna í útlandinu og orðið heill heilsu. Þetta skildu skipin og samþykktu. Gufuskip gaf 50 þús- und og Sjóskip gaf 70 þúsund og færðu á leynireikning í bókhaldinu sínu. Og vinur litla mannsins færði nú litla manninum umslag með 100 þúsund krónum, eftir því sem litli maðurinn sagði síðar, sór og sárt við lagði, þegar upp komst um vináttubragðið, og vondir menn hleyptu öllu í bál og brand og þingsæti litla mannsins fauk út í buskann. Svona er nú sagan um vináttu vina litlu mannanna, líka vina litlu svöngu bamanna. Þeir þurfa að fá eitthvað sjálfír fyrir það að láta aðra gefa, fyrir vináttuna og góð- semina. Þó nú væri. Ármann Öra Ármannsson inn ekki að fara í slfkan sparðatín- ing þegar leitað er að afrekum á kjörtlmabilinu. Nær væri að nefna afnám tolla af skfðum. Frelsi fjölmiðlarekstrar, sem hef- ur leitt af sér Bylgjuna og Stöð 2, verður okkur vonandi til góðs og Hart leikin þjóðfélög1 Við erum, eins og Danir, hart leikið þjóðfélag. Verðbólga, lífsgæðakapphlaup, peninga- græðgi, vinnuþrælkun, vímuefna- ofneysla, samviskulaus fyrir- greiðslupólitík stjómmálamanna og miðlungsmennska, sem tröllríður valdastofnunum og fjöl- miðlum o.s.frv., er kjörlendi fyrir flokka eins og Framfaraflokk Glistrups og Borgaraflokk Al- berts. Hér er, eins og var í Dan- mörku, mikil hætta á ferð. Fólk er orðið uppgefíð á orðafroðu flokkanna áratugum saman og gerðir í engu samræmi við fyrir- heit. Munurinn er sá, að Danir áttu þó þann manndómsneista eftir, að allir stjómmálaflokkar þar tóku höndum saman til að kveða flokk Glistrups í kútinn og tókst það, með erfíðismunum á löngum tíma. Það má efast stór- lega um, að við eigum enn það siðferðisþrek eftir innan gömlu flokkanna, að þetta tækist hér, þó að nýir herrar Sjálfstæðis- flokksins hafí sýnt góð tilþrif og Jón Baldvin lofí góðu. Verður ekki sú þjóðar- íþrótt kerfískarla og fyrirgreiðslu- pólitíkusa okkar ofan á eftir kosningar, eins og venjulega „að heiðra skálkinn svo að hann skaði þig ekki?“ Hefði ekki Glistrup orðið for- sætisráðherra á íslandi? Talníng skatt- svikaranna Má vera að framangreindar hugleiðingar um siðferðisþrek þjóðarinnar séu of svartsýnar. Má vera að ný forysta og hreinsaður Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur undir nýrri forystusveit og kvennalistakonur, með augljósum yfírburðum, beri gæfu til að taka höndum saman um að forða landi og þjóð frá stórslysi. Má vera. Þá væri vel og aldrei skyldi maður leggja árar í bát. En þá gæti líka verið í uppsigl- ingu veisla fyrir skattayfírvöld heiðarlegra stjómvalda. Geta þau ekki blátt áfram talið upp skatt- svikarana í öllum kjördæmum landsins, framkvæmt einskonar birgðatalningu fyrir ríkissjóð? Væri ekki auðvelt handverk að heimta þessa milljarða í ríkissjóð, sem sérfræðingar fullyrða að af honum séu hafðir með skattsvik- um? Stjómvöld þyrftu ekki annað að gera en lifa eftir hinni gömlu en einföldu og sjálfsögðu lífsreglu: „Let justice be done“. Höfundur er fyrrverandi þing- maður Þjóðvamarflokks Ialanda. er sjálfsagt mál, enda þótt sumum reynist erfitt að sjá hvað það eigi skylt við framtak í menningarmál- um. Sú breiðfylking fólks sem Sjálf- stæðisflokkurinn er í okkar fá- mfenna landi gerir sér held ég betur grein fyrir en stjómmálamennimir að efnahagsleg auðsæld og fram- farir einar sér em lítils virði, ef ekki er hugað að þroska einstakl- ingsins um leið. Fomstumenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa þó þá sérstöðu umfram marga aðra stjómmálamenn að þeir hafa í verki meir en í orði haft frumkvæði að nýju átaki I menning- armálum. Ég hygg að listalíf hafí aldrei verið jafti þróttmikið á ís- landi og síðasta kjörtfmabil. Megi það halda áfram með sjálfstæðis- menn í fomstu ríkisstjómar. Aliar nágrannaþjóðir okkar hafa markað mun ákveðnari stefnu í menningarmálum og veita til þeirra meira fé en íslendingar. Við þurfum að taka þessi mál nýjum tökum, því við viljum halda áfram að vera íslensk þjóð. Til þess treysti ég Sjálfstæðisflokknum best allra stjómmálaflokka. Höfundur er framkvæmdaatjóri Ármannafella hf. Sj álfstæðisflokkur- inn og menningarmál eftir Armann Om * Armannsson Hvers vegna kýs ég Sjálfstæðis- flokkinn? Margir finna hjá sér þörf, þessa síðustu daga fyrir kosningar, á að láta í ljósi ástæður þess að þeir kjósi frekar þennan en hinn. Það er eðlilegt og vonandi höldum við slíku skoðanafrelsi um ókomna framtíð. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn ein- faldlega þar sem hann stendur vörð um frelsi einstaklinga til hugsana og athafna auk félagslegrar vel- ferðar allra. Mér fínnst ástæða til að leggja áherslu á þessar einföldu staðreyndir, sérstaklega nú eftir hin slæmu mistök sem sá ágæti maður Albert Guðmundsson hefur látið hafa sig út í nýlega. Menningarmál hafa farið lágt í þessarí kosningabaráttu sem oftar og held ég að þar sé bæði við venju og stjómmálamenn að sakast. Stjómmálabarátta snýst nánast eingöngu hefðbundið um efnahags- mál. Stór hluti þjóðarinnar hefur sem betur fer mikinn áhuga á menningarmálum þó hann hrópi ekki um það á torgum. Ýmissa orsaka vegna hefur eng- inn flokkur komið sér upp stefnu í menningarmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn á þar kjörið tækifæri og núverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hefur sýnt í verki, á þeim skamma tíma sem hann hefur verið í embætti, meiri framkvæmdahug en margir fyrir- rennarar hans á heilum lqörtímabil- um. Þar má m.a. nefna húsnæðis- mál Þjóðarbókhlöðu, Þjóðskjala- safns, Listasafns og Leiklistarskóla. Ungir framsæknir stjómmála- menn Sjálfstæðisflokksins þurfa þvf „Forustumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa þó þá sérstöðu umfram marga aðra stjórn- málamenn að þeir hafa í verki meir en í orði haft frumkvæði að nýju átaki í menningarmál- um. Eg hygg að listalíf hafi aldrei verið jafn þróttmikið á íslandi og síðasta kjörtímabil.“ ekki að hrósa flokknum fyrir tolla- leysi málarapensla og hljómplatna sem sérstöku framlagi til menning- armála. Sem betur fer þarf flokkur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.