Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Traustur bakhjarl Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors. lj6sm./PéturThoms«n eftír Sigurð E. Haraldsson Á árinu 1981 gaf Almenna Bóka- félagið út bók, sem Matthías Johannessen skáld ritaði um Ólaf Thors, formann Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra. Ekki verður fjallað um þessa bók nánar í þessu greinarkomi, en á hana verður þó vart minnst án þess fram komi, að undirritaður metur hana með þeim hætti að verk söguritara sé svo vel af hendi leyst að aðdáun vekur. Sú alúð, sem Matthías skáld leggur í verk sitt, glæðir líf og störf Ólafs Thors svo ljóslifandi veru- leika, að þegar bækumar tvær eru lagðar til hliðar að lestri loknum vildi maður gjaman hefja lesturinn að nýju. Á þessa bók um æfí og störf Ólafs Thors er minnt að gefnu til- efni. Það hefur gerst á síðustu dögum að hópur fólks, sem hefur um lengri eða skemmri tíma fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, gerir nú harða hríð að flokknum og réttkjörinni forystu hans. Sýnist öll viðleitni þessara fyrrum liðs- manna markvisst stefnt að því að veikja Sjálfstæðisflokkinn og koma höggi á skoðanabræður í stjóm- málum. Mörgum mun þykja sem mér, að þetta sé ekki sársaukalaust. Það er ekki vandalaust að semja sig að siðum Qölmennra samtaka og taka því, að ekki er ávallt hægt að taka ákvarðanir með þeim hætti að öllum líki. { bókinni um Ólaf Thors segir á einum stað: Ólafur Thors var kröfúharður leiðtogi og gat einnig verið eigingjam stjóm- málaforingi. En hann hugsaði fremur um flokk sinn en sjálfan sig. Hann tók frekar upp þykkjuna fyrir flokkinn en eigin persónu. Það var honum persónulegt sársauka- efni, þegar honum þótti vegið að virðingu Sjálfstæðisflokksins. Ég vænti þess að þessi afstaða hins mikilhæfa foringja megi verða umhugsunarefni. „Hann tók frekar upp þykkjuna fyrir flokkinn en eig- in persónu." Hvað segja þeir um þetta, sem nú beijast fast um og bregða jafnvel nafni Ólafs Thors á loft og láta að því Iiggja að fetað sé í hans fótspor? Það misklíðarefni, sem nú hefur komið upp í Sjálfstæð- isflokknum, verður ekki gert að umræðuefni hér, um tildrögin vita allir sem láta sig málið varða. En mig langar að fara nokkrum orðum um þá kenningu, sem m.a. hefur mátt sjá í ritstjómargrein í Morgun- blaðinu, að hugsanlegt sé að yngri kynslóð sjálfstæðismanna geri strangari kröfur til siðferðis í stjómmálum en þeir sem eldri eru. Þessu hefur raunar verið varpað fram án þess að um fullyrðingu væri að ræða. Undirritaður getur ekki fallist á að tilefni sé til slíkra ályktana. Allir hljóta að sjá, að stjómmálastarf sem er afvegaleitt af fyrirgreiðslupólitík er ekki mikils virði. Stjómmál snúast um lífsskoð- anir manna og viðleitni til að finna leiðir, sem líklegar em til að ná árangri. Ég er þess fullviss að þorri eldri jafnt sem yngri sjálfstæðis- manna er þeirrar skoðunar. í bók Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors er þess getið að Ámi Helgason, þáverandi sýslufull- trúi í Stykkishólmi, átti náin samskipti við Ólaf Thors. Ámi hélt dagbók og skráði þar ýmislegt, sem þeim Ólafí fór á milli. í bókinni má m.a. lesa þessa tilvitnun í dag- bækur Áma: Ég hafði mikinn áhuga á því að eignast bifreið 1946. Þá var allt háð leyfum og því flúði ég á náðir Ólafs. Ekki var bréf mitt fyrr kom- ið í hans hendur en ég fékk upphringingu — ogþvert nei. „Þetta geri ég ekki fyrir nokkum mann, “ sagðihann. „Eghefskömm á þess- um aðferðum og mundi aldrei fá mér bifreið á þennan hátt. Nei, ég tek ekki þátt í að mismuna fólki. Ég vildi heldur vera bíllaus en aka í bifreið, sem annar hefði e.t.v. meiri siðferðilegan rétt á en ég. Þetta kemur ekki til mála.“ Ólafí varð ekki þokað. Ég skildi þetta svar miklu betur, þegar frá leið, og var þá þakklátur Ólafí fyr- ir að hafa vakið mig til umhugsunar um slík viðskipti. Hvað segja þeir, sem nú draga fyrirgreiðslupólitíkina að hún, um þessa lífsskoðun Ólafs Thors: „Ég vildi heldur vera bíllaus en aka í bifreið sem annar hefði meiri sið- ferðilegan rétt á.“ Náinn vinur ólafs Thors og sá sem tók við formennsku af honum var Bjami Benediktsson. Bjami var mikill stjómmálaskörungur eins og alþjóð er kunnugt. Ólafur Egilsson sendiherra annaðist útgáfu bókar um Bjama Benediktsson, þar sem ýmsir honum gjörkunnugir gera nokkra grein fyrir starfí hans og lífsskoðun. í bókinni segir Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, m.a.: Bjami Benediktsson var ávallt mjög varkár í kosningaloforðum. Honum fannst ávallt að sér væri mjög misboðið ef menn settu það sem skilyrði fyrir stuðningi við hann eða flokkinn að einhver ákveðin mál yrðu fram að ganga. Bjami brást hinn versti við öllum slíkum tilmælum og enn minnast sam- starfsmenn ákveðinna dæma um það að Bjami rak menn umsvifa- laust á dyr sem báru fram slíkar málaleitanir. Á sama hátt særðiþað mjög réttlætiskennd Bjama efhon- um var borið það á brýn af pólitísk- um andstæðingum að hann notaði aðstöðu sfna til að hygla sérstak- lega samhetjum í stjómmálum, en slíkt var mjög fjarri skapi Bjarna. Væntanlega kemur það fáum á óvart, sem þekktu til Bjama Bene- diktssonar, að ekki sló hann af ströngum kröfum til siðferðis og fullra heilinda. Meðal þeirra sem rita um Bjama Benediktsson í áðumefndri bók er Matthías Johannessen skáld. Hann var náinn vinur Bjama um langt árabil. Hann hefur orðrétt eftir Bjama Benediktssyni þessi ummæli hans: „Það er enginn vandi að stjóma landi, en það er miskunnarlaust ■ starf að vera formaður Sjálfstæðis- flokksins. “ Núverandi formaður Sjálfstæðis- fíokksins virðist hafa einsett sér að hafa það lögmál Ólafs Thors í heiðri, að virðingu Sjálfstæðis- flokksins beri að setja í öndvegi. Skildi hans beri að halda flekklaus- um sé þess kostur. Ég er þess fullviss að margir, sem muna for- ingjana Ólaf Thors og Bjama Benediktsson, sjá nú í Þorsteini Pálssyni verðugan arftaka þeirra. Þorsteinn Pálsson hefur efalaust fundið það að undanfömu að for- Sigurður E. Haraldsson „ Allir hljóta að sjá, að stjórnmálastarf sem er afvegaleitt af fyrir- greiðslupólitík er ekki mikils virði. Stjórnmál snúast um lífsskoðanir manna og viðleitni til að finna leiðir, sem líklegar eru til að ná árangri. Ég er þess full- viss að þorri eldri jafnt sem yngri sjálfstæðis- manna er þeirrar skoðunar." mennska í Sjálfstæðisflokknum er „miskunnarlaust starf". Ég er sann- færður um að Þorsteinn hafi til að bera dómgreind, gáfur, heilindi og einbeitni til átaka á þeim vett- vangi, þar sem hann hefur nær einróma verið kjörinn til að ganga í fararbroddi. Þeir verða margir, sem áður hugðust kjósa aðra stjómmála- fiokka, en kjósa Sjálfstæðisfíokkinn nú. Ég þekki marga slíka. Menn vilja styrkja og styðja ungan og framsækinn forystumann, sem sjálfstæðismenn hafa kjörið til for- ystu. En hann hefur að bakhjarli lífsstarf og steftiumótun þjóðmála- skörunga, sem lítillega hefur verið drepið á í þessari grein. Ég ber til hans flillt traust, megi honum vel famast. Höfundurer fyrrverandi formað- UTKaupmnnnnnnmtjílrn talands. Innilegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig á sjötugsafmœli mínu. Laufey Þórunn Samsonardóttir. MIÐALDA- HLJÓÐFÆRI Okkur vantar tvær lútur, krummhorn og önnur blásturs- hljóðfæri, vegna kvikmyndarinn- ar „í skugga hrafnsins“. Vinsamlegast þafið samband beint við Egil Ólafsson í síma 14021 eða Karl Júlíusson í síma 623441. Hugsjúkur sjúkraliði Rogberar og mðskrifarar eftír Alvar Óskarsson Margir eru þeir sem stungið hafa niður penna með það fyrir augunum að níða niður og rægja Albert Guð- mundsson og Borgaraflokkinn. Hafa þar verið að verki málpfpur flestra þeirra fíokka sem bjóða nú fram til Alþingis. Eitt eiga þeir all- ir sameiginlegt, það er rakalaus þvættingur og rógur. Hvergi hafa þeir reynt á málefna- legan hátt að benda á veilur eða annmarka á baráttumálum flokks- ins eða máiflutningi. Sem dæmi um þessa rógsherferð, sem fyrst og fremst hefur birst í Morgunblaðinu, vil ég benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu 14. þ.m., eftir Guðjón V. Guðmundsson. Grein sem er í sjálfri sér ekki svara verð, nema fyrir það eitt að benda á hve sjúkleg og rakalaus hún er og það að höfundur þessara sjúk- legu skrifa skuli kenna sig við heilbrigðisstétt. Þegar greinin er lesin kemur það berlega fram, að höfundurinn er Alvar Óskarsson „Svona skrif munu verða til þess eins að fólk, sem hefur ógeð á svona málflutningi, þjappar sér saman um Borgaraflokkinn og að standendur hans.“ haldinn sjúklegu ofstæki í garð Borgaraflokksins, sem hann raka- laust kennir við Glistrup. Þá gerir höfundurinn árás á kosningastjóra flokksins, Helenu Albertsdóttur, sem verður að óarga- dýri fyrir það eitt að vera búsett f Bandaríkjunum og hafa áhuga á bandarískri pólitík. Svona skrif munu verða til þess eins að fólk, sem hefur ógeð á svona málflutningi, þjappar sér saman um Borgaraflokkinn og aðstandendur hans. Ekki hefur það verið ætlun höfundar. Fátt verður níðskrifurum og róg- berum til framdráttar. Það mun þjóð-in sanna 25. apríl nk. með því að kjósa gegn slefberum, kjósa flokkinn sem hefur vilja til að leiða hann til bjartari framtíðar. Kjósa Borgaraflokkinn. E.s. Undirritaður er einn af þeim sem beijast gegn slefberum og vilja gera veg Borgaraflokksins sem mestan í komandi kosningum. Höfundur er söluntaður hjá Salt- sölunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.