Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Gengnir íslenzkir stjómmálaflokkar: Flokkar sem fæðast og deyja Umbúðir um menn fremur en málefni Borgaraflokkur, Bandalag jafnaðarmanna, Flokkur manns- íns, Samtök um kvennalista og Þjóðarflokkur, sem bætzt hafa við hefðbundna framboðsflóru íslenzkra stjómmála, eiga sér forvera, sem risu úr sæ eins og eyjar í eldgosi augnabliksins og héldu velli tímabundið, en brotn- uðu síðan í brimi timans og reynslunnar — og heyra nú sög- nnni til. Af gengnum stjórninálaflokk- um má nefna: Bændaflokkinn, Lýðveldisflokkinn og Þjóðveldis- flokkinn af mið- og hægriflokk- um og Samtök fijálslyndra og vinstri manna og Þjóðvarnar- flokkinn vinstra megin við miðjuna. Bændaflokkurinn Framsóknarflokkurinn, sem stofnaður var 1916, klofnaði árið 1933, eftir mikinn ágreining innan flokksins vegna stjómarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Meðan á aukaþingi stóð þá um haustið var tveimur þingmönnum flokksins, Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni í Stóradal, vikið úr flokknum, þegar þeir neituðu að styðja stjómar- myndun með Alþýðuflokknum. Þá sögðu sig úr flokkum þrír aðrir þingmenn, þar á meðal Tryggvi Þórhallsson, formaður þingflokks framsóknarmanna. Stofnuð vóm flokksfélög Bænda- flokksins vítt og breitt um landið. Flokkurinn bauð fram til þings 1934 og fékk þijá menn kjöma. Einn þeirra gekk úr flokknum þeg- ar árið 1935 og studdi ríkisstjóm Hermanns Jónassonar. Flokkurinn hafði kosningabanda- lag við Sjálfstaeðisflokkinn 1937 og hlaut tvö þingmenn kjöma. Hann taldist starfandi til 1942. Fylgis- menn hans hurfu siðan til Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Lýðveldisflokkurinn Lýðveldisflokkurinn, sem stofn- aður var 1953, minnir um sumt á Borgaraflokkinn. Hann var stofnað- ur í marzmánuði, eins og Borgara- flokkurinn, sótti fylgi sitt einkum til Sjálfstæðisflokksins, eins og Borgaraflokkurinn, og formaður hans var stórkaupmaður eins og formaður Borgaraflokksins nú. Aðdragandinn að stoftiun þess- ara tveggja flokka er hinsvegar gjörólikur um flest. Formaður Lýðveldisflokksins var Óskar Norðmann, stórkaupmaður, en varaformaður hans Gunnar Ein- arsson, bókaútgefandi. Flokkurinn, sem kallaði sig „samtök fijálsra lq'ósenda", haslaði sér völl á hægri væng íslenzkra stjómmála. Hann bauð fram í þrem- ur kjördæmum sama ár og hann var stofnaður en fékk engann þing- mann kjörinn. Flokkurinn mun hafa starfað formlega fram á árið 1955 en þá var saga hans og málgagns hans, Varðbergs, öU. Samtök frjálslyndra og vinstri manna Samtök fijálslyndra og vinstri manna vóm stofnuð árið 1969. Forgöngu um stofnun flokksins höfðu tveir þingmenn, sem sagt höfðu skilið við Alþýðubandalagið, Gils Guðmundsson, annar af tveimur þingmönnum Þjóðvarn- arflokks 1953. Hannibal Valdimarsson og Bjöm Jónsson. Félög ftjálslyndra og vinstri manna vóm stofnuð um allt land þetta sama ár. Flokkurinn byggði á jafnaðar- stefnu, að eigin sögn, og var stofnaður til þess „að ijúfa hið staðnaða flokkakerfí", svo sú boðun er ekki ný af nál. Samkvæmt stefnuskrá flokksins skyldi ísland „standa utan hemaðarbandalaga". Flokkurinn krafðist þjóðaratkvæðis um aðild íslands að Nató. Flokkurinn bauð fyrst fram í sveitarstjómarkosningum 1970 og fékk víða kjöma fulltrúa, m.a. í Reykjavík. í kosningum til Alþingis 1971 fékk flokkurinn milli 9 — 10 þúsund atkvæði og 5 þingmenn kjöma. Flokkurinn átti aðild að vinstri stjóm sem Ólafur Jóhannesson myndaði 1971 og og hélt út í þijú ár. í desember 1972 sagði Bjami Guðnason sig úr þingflokki Sam- takanna vegna óánægju með stefnu ríkisstjómarinnar í efnhagsmálum. Vorið 1974 sagði Bjöm Jónsson af sér ráðherraembætti og hætti stuðningi við stjómina, ásamt öðr- um þingmönnum Samtakanna, að Magnúsi Torfa Ólafssyni undan- skyldum, sem hélt áfram ráðherra- störfum. Tryggvi Þórhallsson, fyrsti formaður Bændaflokksins 1933-1935.. Samtökin höfðu samflot með Al- þýðuflokknum í sveitarstjómar- kosningum í mai 1974 en guldu mikið afhroð. Eftir kosningamar sagði Bjöm Jónsson sig úr Samtök- unum og gekk til liðs við Alþýðu- flokkinn. í Alþingiskosningum í júní 1974 gekk hópur vinstri manna úr Fram- sóknarflokknum (Möðruvallahreyf- ingin — Ólafur Ragnar Grímsson) og til liðs við Samtökin, sem töpuðu miklu fylgi og fengu aðeins tvo þingmenn kjöma. Samökin störfuðu formlega fram á árið 1976 en lognuðust síðan út af. Þjóðvamarflokkur Islands Þjóðvamarflokkurinn var stofn- aður 1953. Hann fylgdi „sósíal- demókratískri stefnu" og „barðist gegn erlendri hersetu í landinu". Formenn flokksins vóru Valdimar Jóhannsson 1953—1959 og Bjami Arason 1959—1963. Flokkurinn bauð fram bæði til sveitarstjóma-og Alþingis. Fék tvo alþingismenn kjöma 1953 en missti þá í kosningum 1956. Þjóðvamar- flokkurinn hafði samflot með Alþýðubandalagi 1963. Annar af tveim þingmönnum Þjóðvamar- fíokks, Gils Guðmundsson, sat síðan um skeið á Alþingi sem þingmaður Alþýðubandalags. Þjóðvamarflokkurinn mun ekki hafa starfað formlega eftir 1963. Flokkur þj óðveldismanna Flokkur Þjóðveldismanna var stofnaður 1942 og tók þátt í kosn- ingum til Alþingis það sama ár. „Stofnendur vóru einkum óánægðir fylgismenn Sjálfstæðisflokks", seg- ir í íslandssögu Einars Laxness, sem m.a. er stuðst við í þessari samantekt. Flokkurinn vildi Hannibal Valdimarsson, formað- ur Samtaka og vinstri manna 1969-1974. „hnekkja flokksræði", „færa vald og fjárráð til landshluta" og „færa stjómkerfí ríkisins til óbrotnara og kostnaðarminna horfs". Flokkurinn lagði og áherzlu á breytta stjóm- skipan, m.a. að þjóðkjörinn þjóð- höfðingi skipaði ríkisstjóm án íhlutunar Alþingis. Flokkurinn bauð fram f Reykjavík við tvennar Alþingis- kosningar 1942 en fékk engan þingmann kjörinn. Bjami Bjama- son, lögfræðingur, var efstur á lista flokksins í fyrri kosningunum og Ámi Jónsson frá Múla í þeim síðari. Hann mun hafa starfað um tveggja ára bil. Bandalag jaf naðarmanna Máske er rétt að telja Bandalag jafnaðarmanna, sem fékk fjóra þingmenn kjöma 1983, til genginna stjómmálaflokka, þar eð þingmenn þess hafa nú flutt pólitískt sveit- festi sitt til annarra stjómmála- flokka. Það þykir samt sem áður ekki við hæfí, þar eð flokkurinn stendur fyrir framboði í tveimur kjördæm- um við í hönd farandi Alþingiskosn- ingar. Skoðanakannanir mæla flokkn- um það lítið fylgi að hér er nánast um málamyndaframboð að ræða. Allt á eina bókina lært Af framangreindu má sjá að tímabundin sérframboð, til hliðar við hefðbundna „fjórflokka" íslenzkra stjómmála, eru engin nýj- ung, þó nú keyri máske um þver- bak. Framboðsflokkar fæðast, fá stundum óskabyr í einum, jafnvel í tvennum kosningum, en sofna síðan svefninum langa. Ástæðan er máske sú að þessir dægurflokkar hafa verið umbúðir utan um menn frekar en málefni, þ.e.a.s. hafa engu bætt, sem lífslíkur hefur, við þær stjómmálastefnur, þá vakosti, sem fyrir eru í Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Allir hefðbundnir íslenzkir stjóm- málaflokkar hafa sætt tímabundn- um áfóllum, mismiklum, þegar nýjum „tækifærisflokkum" hefur skotið upp. Alþýðuflokkur klofnaði 1930, 1938 og 1956, þegar Kommúnista- flokkur íslands, Sósíalistaflokkur og loks Alþýðbandalag urðu til. Alþýðubandalag léði lið til Fijáls- lyndra og vinstri manna, Þjóðvam- arflokks og nú Samtaka um kvennalista. Framsóknarflokkur til Bændaflokks og raunar fleiri flokka. Og Sjálfstæðisflokkur til dægurflugna hægra megin við miðju. Og síðan breiðir tíminn og sagan værðarvoð sína yfír atburða- rásina. Að smágosunum loknum grær yflr hraunbleðlana á til þess að gera skömmum tíma. Framboðsflóran nú kann hins- vegar að leiða til þess að stjómar- myndun eftir kosningar reynizt erflð, jafnvel ógerlegl Fjölflokka- stjómir hafa og undantekningar- laust reynzt skammlífar og vanhæfar. Hugsanlega verður ein slík talin upp úr kjörkössunum að- faramótt komandi sunnudags? Eða fáum við máske haustkosningar, ef okkur tekst ekki að hanna kosn- ingaúrslit þann veg að gagnist okkur til einhverrar frambúðar, þegar við göngum að kjörborði á laugardaginn kemur? sf. Akranes: Einingahús flutt út til Grænlands Bjartsýnn á framhaldið, sagði Stefán Teitsson framkvæmdastjóri TRÉSMIÐJAN Akur hf. á Akra- nesi hefur hafið útflutning á einingahúsum til Grænlands og fór fyrsta húsið áleiðis með skipi 16 mars sl. Stefán Teitsson framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Akurs hf. sagði í sam- tali við Morgunblaðið að búið væri að vinna að því að koma framleiðslu þeirra á einingahúsum á markað í Grænlandi í rúmt ár og hefðu þeir látið sérteikna hús fyrir þann mark- að, enda gerðar meiri kröfur um bæði vindálag og burðarálag en hér á landi og eins væru byggingarkröf- ur mismunandi eftir byggðarlögum. Stefán sagði að þeir hefðu sent fyrsta húsið til Qaqortoq á Græn- landi 16 mars sl._ og yrði því húsi skilað fullbúnu. 1 næstu ferð til Grænlands um miðjan maí fara síðan Morgunblaðið/JG Einingahús af sömu gerð og Trésmiðjan Akur hf. á Akranesi hefur selt til Grænlands. innréttingar og eins iðnaðarmenn til að setja húsið upp og ljúka frágangi þess. Það virðist vera mikill spenn- ingur fyrir uppsetningu þessa húss, enda mikill áhugi hjá Grænlending- um fyrir því að versla við íslendinga. Nokkrar umsóknir um hús bíða af- greiðslu hjá okkur og töluvert mikið hefur verið spurt um hús og húsa- gerðir, sagði Stefán og kvaðst bjartsýnn á framhaldið. Hjá Trésmiðjunni Akri hf. starfa nú um 30 manns og eru næg verk- efni fyrir hendi. Stefán Teitsson sagði að flest þeirra verkefni væru nú utan Akraness við byggingar á einingahúsum og sumarbústöðum víðsvegar um landið. Um 20% af starfsemi Akurs hf er bygging ein- ingahúsa. Aðspurður um stöðu byggingariðnaðarins á Akranesi svaraði Stefán að á Akranesi væri uppgangur og mikil vinna og hann væri bjartsýnn á að byggingariðnað- urinn næði sér á strik á Akranesi að nýju eftir tveggja ára lægð. Nýja húsnæðislánakerfið er að komast í gang og íbúðaverð á Akranesi hefur snarhækkað og því getum við litið bjartsýnir til framtíðarinnar, sagði Stefán Teitsson að lokum. - JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.