Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 SVIPMYNDIR UR BORGINNI i f Ormsson í strætísvagni í miðri kosningabaráttu Senn dregur til tíðinda. íslend- ingar ganga að kjörborðinu laugardaginn 25. apríl og velja fulltrúa sína á Alþingi næstu fjög- ur árin. Kosningamar eru víða aðalumræðuefnið og spennan fer vaxandi dag frá degi. Það var einn morgun í miðri viku snemma í aprílmánuði að þær bárust í tal í strætisvagni, leið eitt, Lækjart- org — Norðurmýri. — Ég hef fylgst með kosninga- baráttu síðan snemma á öldinni og man varla eftir annarri eins óvissu um úrslitin og nú, heyrði ég eldri mann, eitthvað á sjötugs- aldri, segja við kunningja sinn þar sem þeir sátu aftarlega í vagnin- um og ræddu málin. Þeir létu neftóbaksdós ganga á milli sín. Sá sem sat nær glugga var sam- mála því að óvissan væri mikil. Hann sagðist vera hálfáttræður og muna tímana tvenna. Sagðist vera utan af landi og hafa búið í borginni undanfarin tuttugu ár og væri nú á elliheimili, færi samt allra sinna ferða. og kvaðst vera furðu brattur miðaði við að hafa stundaö erfiðisvinnu í landi og á sjó alla sína tíð. Kvartaði yfir þvi að hann væri oröinn ansi gleym- inn, myndi varla nokkurn skapað- an hlut frá fyrri árum, ekki eftir 1970. Rámaði þó í að hafa verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn fyrir norðan á striðsárunum eða rétt fyrir stríð, neðarlega á lista. Hann sagði að jafnaðarstefnan hefði átt hug sinn allan. Það var skal ég segja þér á þeim árum þegar fyrir flokknum voru menn eins og Héðinn og Jón Baldvinsson. Nú eru aðrir tímar o g helst tölvusérfræðingar í fram- boði fyrir flokkinn. Er það ekki annars? spurði hann og sessu- nautur hans sagðist ekki hafa hugmynd um það. „Hvemig líst þér á stjómmálin í dag? — Æ, ég veit það ekki. Ég leit inn í kaffí og kökur á kosninga- skrifstofu Borgaraflokksins um daginn, sagði sá eldri og hellti neftóbaki á handarbakið. „Nú, já, var það ekki gaman? — Jú, jú, og ég hef ekki smakk- að betra kaffi og kökumar maður. Og þama var Albert. „Jæja. Og flutti hann ræðu? spurði sá yngri, maður líklega hálfsjötugur í úlpu, með gleraugu og gráhærður. — Nei, það held ég ekki, ekki varð ég var við það. Ekki á með- an ég var þama. Það var nokkuð margt, svaraði sá er sagðist vera hálfáttræður og hafa stutt Al- þýðuflokkinn á stríðsárunum. Hann var að mér sýndist nokkuð framlágur, boginn í baki, hvítur fyrir hærum. „Og hvaða stefnu hefur þessi Borgaraflokkur?" — Stefnu? Elsku vinur. Spurðu mig ekki að því. Ég hef ekki hug- mynd um það. „Nú. Hvemig stóð þá á því að þú varst þama í kaffísamsætinu?" Vagninn var lagður af stað úr Lækjargötunni og ók upp Hverfís- götuna. — Dóttir mín styður Borgara- flokkinn. Hún vinnur á skattstof- unni. Hún segir að það sé búið að fara illa með Albert. „Jæja. Hvemig má það vera? Mér þykir hann brattur. Hóar saman liði og orðinn hálfsjötugur. Stofnar flokk eins og ekkert sé auðveldara." — Já, já. Og þama var Helena. „Nú, flutti hún ræðu? — Nei, hún var nú aðallega í símanum. „Er hún ekki í framboði? — Jú, er það ekki? Er ekki öll fjölskyldan í framboði? Strákurinn í VeSturlandskjördæmi. Og leiðir ekki stelpan listann fyrir austan? Vagninn ók um Njálsgötuna og það var fámennt en góðmennt í vagninum. „Hvemig var andinn þama á kosningaskrifstofunni? Fannst þér fólkið vera bjartsýnt fyrir hönd Borgaraflokksins? — Það vom nú flestir að dá- sama bakkelsið og tertumar, maður. „Talaðirðu nokkuð við Albert? Hann hefur ekki boðið þér vindil? — Nei, elsku vinur. Ekki bauð hann mér vindil, en hann kinkaði til mín kolli. Það var einhver að tala um það þama á kosninga- skrifstofunni að Borgaraflokkur- inn væri til viðtals um endurskoð- un vamarsamningsins. „Jæja. Vilja þeir kannski láta herinn fara? — Ég hef ekki hugmynd um það. Hver veit það, hvað þeir en* að hugsa? Það er skrítið. Ég sá þama á kosningaskrifstofunni yfírlýsta framsóknarmenn og það sem er öllu verra, yfirlýsta kom- múnista. „Hvað segirðu? Kommamir hafa nú ekki hingaö til stutt Al- bert — Nei. Samt vom þeir þama á kosningaskrifstofunni í spjald- skrárvinnu, það fór ekki á milli mála. Það em heldur ekki ein- göngu sjálfstæðismenn á listan- um. Þar em menn úr öllum flokkum. Vagninn var kominn yfir á Hlemm. Þar fór sá yngri úr vagn- inum en spurði rétt áður: „Hvað ætlarðu að kjósa? — Æ, ég veit það ekki. Kannski Albert. Hún Kristín mín segir að það hafí verið farið illa með hann. Ég hef alltaf samúð með mönnum sem farið er illa með. „Ertu þá ekki lengur krati? Ertu hættur að kjósa Alþýðu- flokkinn? — Alþýðuflokkinn? Ég hef aldrei kosið Alþýðuflokkinn. Hver segir að ég hafi kosið Alþýðu- flokkinn? „Nú, þú sagðir áðan að þú hefð- ir verið í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn, fyrir norðan, á stríðsár- unum. — Jæja, sagði ég það. Getur það annars verið? Svei mér þá ég man það ekki, sagði sá eldri og þeir vinimir fengu sér í nefið, rétt áður en sá yngri kvaddi og fór úr vagninum við Rauðarárstíg- inn ... Hverjum er myndbandamarkaður- ínn skyldari en kvikmyndahúsunum? eftir Gretar Hjartarson Greinilega er Magnús Ólafsson vel móttækilegur fyrir ósannindum og óstaðfestum fullyrðingum um þróun á myndbandamarkaðnum. Grein hans er svarað í þeirri von að hann sé jafn móttækilegur fyrir sannleikanum. Mig langar að fara nokkrum orð- um um tilkomu Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna, þar sem sú saga virtist vefjast fyrir Magnúsi í blaðagrein hans. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna var stofnuð af Guðgeiri Leifssyni árið 1981. Rak Guðgeir fyrirtækiö til ársins 1985 og síðustu árin í samvinnu við Jó- stein Kristjánsson (JB Myndbönd). Vai- Myndbandaleiga kvikmynda- húsanna i einkaeign þessara manna þar til í september 1985, en þá var reksturinn kominn í mikii vand- ræði. I desember 1985 stofnuðu Hafnarbíó, Háskólabíó og Laugar- ásbíó Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna hf., en við höfðum áður lagt inn efni til MK á prósentukjör- um. Þegar þessi þijú bíó yfirtóku MK hófst mikið stríð, sem fólst í því að nokkuð margir myndbanda- leigumenn hættu að kaupa efni af okkur rétthöfum. Mótleikur okkar var sá að efla M.K. með því að opna fleiri leigur. Nú í dag rekum við leigur á 4 stöðum í Reykjavík. Þá eru 7 einkaaðilar með efni frá MK á jafnmörgum stöðum á lands- byggðinni. Ég er ekki sammála M.Ó. um að myndbandaleigur eigi eingöngu að vera reknar af einkaaðilum til framfærslu fjölskyldu þeirra. Laug- arásbíó hefur verið rekið í 27 ár og hefur hagnaður af rekstrinum runnið til Hrafnistuheimilanna til að byggja yfir aldraða, sem telja verður mjög verðugt verkefni. Það var skoðun stjómar bíósins að þeg- ar aðsókn fór að minnka að kvikmyndahúsum væri rétt að finna nýjar leiðir, ein af þessum leiðum var að taka þátt í myndbandamark- aðnum. M.Ó. veður reyk þegar hann tal- ar um Laugarásbíó sem opinbert fyrirtæki. Laugarásbíó er eign Sjó- mannadagsins í Reykjavík og Hafnarfírði, sem og einnig Hrafn- istumar og Happdrætti DAS. Ég er hræddur um að stjómir og félag- ar í Sjómannadagsráði séu ekki „Ég tel að skrif M.Ó. séu ekki til bóta fyrir þennan atvínnurekstur og ekki till að koma friði á milli framleiðenda, leigueigenda og við- skiptavina.“ sammála M.Ó. um að Dvalarheimili aldraða sjómanna séu í eigu hálf opinberra sjóða. Ég held að M.Ó. ætti að kynna sér málin betur áður en farið er með fleipur sem þetta. Ég er ekki alveg viss um hvort M.Ó. hefur efhi á að tala um sið- leysi í viðskipturn þeirra sem standa að rekstri MK. 1 þaö minnsta lagði lögreglan ekki hald á ólögleg mynd- bönd hjá MK í aðgerðum sínum þann 22. desember 1986. Aftur á móti var lagt hald á milli 14 og 15 þúsund ólöglegar spólur hjá félög- um í Samtökum íslenskra mynd- bandaieiga, en M.Ó. kom ekki til starfa þar fyrr en eftir þær aðgerð- ir. Grétar Hjartarson Ég er ósammála M.Ó. um að það sé hægara fyrir opinbert eftirlit i smáum rekstri. Eins og við rekum MK er allt okkar leigukerfi tölvu- vætt og höfum við ekki fengið neinar kvartanir varðandi það frá opinberum aðilum. Varðandi þá fullyrðingu M.Ó. að við eigendur MK fjölföldum myndir okkar í slíku upplagi að við fyllum okkar leigur af efni sem ekki selst, er það að segja: Laugarásbíó leggur inn í MK 5 til 15 eintök af hverjum titli sem dreifast á 4 leigur í Reykjavík og 7 úti á landi. Þessar upplýsingar hefði M.Ó. getað fengið staðfestar áður en hann birti skrif sín. Varðandi starfsmann MK, Leó Pálsson, er það að segja að hann starfaði hjá MK frá 1981 þar til við tókum við rekstrinum. Ég tel að hæfari mann hafi ekki verið hægt að fá til starfsins. Því vísa ég á bug þeim rógi hjá M.Ó. að maður sé verri fyrir það að eiga bróður sem er forstjóri Háskólabíós. Fullyrðingu M.Ó í niðurlagi greinarinnar „Allir tapa“ um að viðskiptavinir M.K. fái ekki þá þjón- ustu sem á öðrum leigum vísa ég á bug. Ég tel starfsfólk M.K. mjög hæft og hjálplegt við viðskiptavini sína, og að það sé betra annars staðar er rangt. Ad lokum verð ég aö segja að ég tel að skrif M.Ó. séu ekki til bóta fyrir þennan atvinnurekstur og ekki ti! að koma friði á milli framleiðenda, leigueigenda og við- skiptavina. Höfundur er stjórnarformaður Myndbandaleigu kvikmyndahús- ' anna ogstarfar sem forstjóri Laugarásbíós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.