Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Þjóðarsátt eða sundrung eftir Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur Áður en gengið er að kjörborðinu er nauðsynlegt að íhuga nokkur eftirfarandi atriði: 1. Hvemig var umhorfs fyrir fjór- um árum þegar ríkisstjómin tók við völdum? 2. Hvað hefur áunnist? 3. Hvert stefnir? Verðbólgnholskefla vinstri stjórnarinnar Þegar núverandi stjóm tók við völdum var ástandið uggvænlegt. Vinstri stjómin hafði nærri kafsiglt þjóðarskútuna í verðbólguholskeflu. Ekki var ein báran stök, og höfðu víxlhækkanir verðlags og launa stórlega slævt allt verðskyn fólks. t Þegar vinstri stjómin fór frá völdum fyrir fjórum árum mældist verðbólgan 130 stig, eða meiri en nokkm sinni fyrr. Þjóðarsátt Þegar núverandi ríkisstjóm tók við árið 1983 var það sett sem meginmarkmið að komast upp úr öldudalnum. í ársbyijun 1986 voru horfur í efnahagsmálum ekki vænlegar, þó miðað hefði í rétta átt. Verðlags- hækkanir höfðu verið miklar á síðustu mánuðum ársins 1985, og flest benti til að stefndi í 40—60% verðbólgu, sem hefði haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir heimilin og allan atvinnurekstur í landinu. Því urðu samningsaðilar sam- mála um við gerð febrúarsamning- anna í fyrra að komast út úr vítahring verðbólgunnar. Þá var mótuð skýr stefna í mikilvægustu þáttum kjara- og efnahagsmála, sem síðan hefur verið fylgt eftir af samningsaðilum og stjómvöldum. Hefur þetta samkomulag verið nefyt þjóðarsátt. í þessum samningum voru miklar breytingar gerðar á húsnæðislána- kerfinu, og samið um að lífeyris- sjóðimir legðu fé af mörkum í Byggingarsjóð ríkisins. Þetta var gert vegna þess m.a. að margir höfðu lent í greiðsluerfíðleikum vegna hárra vaxta og takmarkaðrar lánafyrirgreiðslu og til að stytta biðtíma eftir lánunum, en þó sér- staklega til að tryggja sem best hag þeirra, sem eru að koma sér upp þaki yfír höfuðið í fyrsta sinn. Þá er í þessum samningum ákvæði um það að foreldri sé heim- ilt að verja samtals 7 dögum á hveiju tólf mánaða tímabili til að- hlynningar sjúkum bömum sínum undir 13 ára aldri, yrði annarri umönnum ekki komið við, og héldi dagvinnulaunum svo og vaktaálagi, þar sem það ætti við. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar kenningum vinstri manna um óhjá- kvæmileg’ stéttaátök og sundrungu, en leggur áherslu á samvinnu stétta og starfshópa, karla og kvenna.“ Aðhald í verð- lagsmálum í kjölfar þessara samninga hófst samstarf milli neytendafélaga, ASI • Fyrir fjórum árum hétum við sjálfstæðismenn því að afnema tekjuskattinn á almennum launatekjum. • Síðan þá hefur tekjuskatturinn verið lækkaður um 1600 milljónir króna. • Engir skattar munu greiðast af tekjum sem eru sambærilegar tekjum ársins 1986. • Með nýja staðgreiðslukerfinu verður bæði tekju- skatturinn og útsvarið afnumið af venjulegum launa- tekjum. • Hjón með tvö börn munu engin gjöld greiða fyrr en mánaðartekjur þeirra hafa náð 80 þúsund krónum. • Barnlaus hjón munu enga skatta greiða fyrr en mánaðartekjur þeirra hafa náð 66 þúsund krónum. # Einstætt foreldri með tvö börn á framfæri mun hvorki greiða skatt né útsvar af 60 þúsund króna mánaðartekjum. Og barnabæturnar hafa verið tvöfal- daðar. • Hæsta skattprósentan verður nú 35%. Það er lægsta skattprósenta í Evrópu. Áður var hún 63.8%. • Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið við fyrir- heitin um afnám tekjuskattsins á almennum launatekj- um. Einn allra flokka hefur hann framkvæmt það sem allir aðrir hafa talað um en látið loforðin nægja. ENGIF SKATTAR GREIDDIR AF KR. 80 ÞÚSUND X-D REYKJANES Á RÉTTRI LEID Gunnar G. Schram skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og BSRB um verðkannanir til að stuðla áð stöðugra verðlagi og jafn- vel beinum verðlækkunum. Þetta var m.a. gert til að halda í þann kaupmátt, sem samið hafði verið um. Margar verðkannanir hafa ver- ið gerðar á vörum og þjónustu síðan, og hefur þetta verðlagseftir- lit skilað árangri. Því er nauðsyn- legt að áfram verði gerðar slíkar kannanir, því þær veita nauðsynlegt aðhald í verðlagsmálum. Hækkun lægstu launa Þá var kjararannsóknanefnd fal- ið að standa fyrir umfangsmikilli launakönnun meðal félagsmanna ASÍ. Nú liggja fyrir í meginatriðum niðurstöður þessarar könnunar, en þar sem afar illa gekk að innheimta gögn, er könnun þessi ekki nógu marktæk. Þó kom greinilega fram að margir höfðu fengið verulegar launahækkanir umfram umsamda launataxta. Einnig kom fram í könnuninni mikill launamunur milli karla og kvenna. Því var gerð sú forgangskrafa við gerð samninga ASI og VSÍ í desember sl., að lægstu laun, sem voru 19 þús. kr., yrðu hækkuð veru- lega. Samningar tókust um 26.500 kr. lágmarkslaun, eða um 30%, en aðrir fengu 4,59% launahækkun frá 1. desember. Þá var samið um að öll laun hækkuðu um 2% 1. mars, 1,5% 1. júní og 1,5% 1. okt., enda hefði viðkomandi samningi ekki verið sagt upp. Skipuð var sérstök launanefnd, sem hefði það hlutverk að fylgjast með breytingum verðlags og kaup- máttar, svo og þróun efnahags- mála. Þá gáfu stjómvöld fyrirheit um breytingar á skattakerfínu, stöðugt gengi og aðhald í verðlags- málum. Gengið var frá þessum hluta samningsins í desember, en eftir er sá hluti hans að færa launataxt- ana til samræmis við greidd laun og á því að vera lokið 1. september. Nýtt launakerf i Viðræður eru nú hafnar milli samningsaðila um gerð nýrra launataxta. Við gerð umræddra launasamninga skal miðað við eftir- greindar forsendur: 1. Að launakerfí nýs samnings verði í sem bestu samræmi við launakerfí fyrirtækja í hlutað- eigandi starfsgrein og gerð launasamninga þessara miðist við skráningu kauptaxta, sem best samræmist greiddu kaupi í starfsgreininni, en leiði ekki sjálfkrafa til hækkunar á greiddu kaupi. 2. Að leitast verði við að auka hag- ræðingu og framleiðni, þannig að vinnan nýtist sem best og skili sem mestum verðmætum til hagsbóta fyrir alla samnings- aðila. 3. Að launamunur, með tilliti til starfsreynslu, menntunar og hæfni taki mið af raunveruleg- um aðstæðum í hveiju tilviki. 4. Að samningsbundin launakerfi miðist sem mest við að laun séu greidd fyrir raunverulega unn- inn tíma án þess að gengið sé á hefðbundinn hvíldartíma. Hvert stefnir? Af framansögðu er ljóst, að stjómvöld og aðilar vinnumarkaðar- ins hafa unnið markvisst að lækkun verðbólgu og bættum lífskjörum og mikið hefur áunnist að reisa við efnahagslíf þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar kenningum vinstri manna um óhjá- kvæmileg stéttaátök og sundrungu, en leggur áherslu á samvinnu stétta og starfshópa, karla og kvenna. Það er augljóst, að forsenda árangursríkrar atvinnustefnu og batnandi kjara launþega er sú að verðbólgunni verði haldið í skeíjum. Höldum því áfram á sömu braut til betri framtíðar og bættra kjara undir styrkri stjóm Sjálfstæðis- flokksins, því við erum á réttri leið. Höfundur er varaformaður VR og' skipar 11. sæti D-listans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.