Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 47 Þróunin erlendis Fróðlegt er einnig að skoða hvernig þróunin hefur verið er- lendis á þessu sviði. Ef t.d. er litið á Japán þar sem lífskjör hafa au- kist hvað mest, kemur í ljós að þar eykst fjárfesting mest síðan landsframleiðsla og einkaneysla en ríkisútgjöld hafa aukist minnst þar í landi ’71—’83 þar sem ríkisútgjöld aukast mest, síðan einkaneysla. Þá landsframleiðsla, en fjárfesting eykst hvað minnst, þ.e. aukning í eyðslu á tímabilinu ’71—’83, hefur verið mun meiri hér en aukning í verðmætasköpun. Ef litið er á OECD í heild sést, að aukningin á ríkisútgjöldum miðað við fjárfestingu, landsfram- leiðslu og einkaneyslu er einna minnst á tímabilunum af áður- nefndum liðum og sömu sögu er að segja um Bandaríkin. Aukning í eyðslu hefur því verið svipuð og verðmætasköpunin, þ.e. lands- framleiðsla, og hefur því ekki komið til aukinnar verðbólgu né skuldasöfnunar af þeim sökum. Ef miðað er við Svíþjóð hinsveg- ar virðist svo sem ríkisútgjöld hafi aukist meir hér á landi miðað við landsframleiðslu en þar, sem er athyglisvert. Engu að síður hafa ríkisútgjöld þar aukist töluvert umfram landsframleiðslu eins og hér. Afleiðingin hefur hinsvegar orðið önnur þar, þ.e. auknum ríkisútgjöldum hefur verið mætt með auknum sköttum á almenning og fyrirtæki og er Svíþjóð nú með -einhveija mestu skattheimtu í heiminum, sem er orðin u.þ.b. helmingi meiri en hér er. Nauðungaruppboð Árin 1984, ’85 og ’86 hefur orðið nokkur aukning á nauðung- aruppboðum hér á landi. Hvers vegna skyldi þetta nú vera? Á tímum vinstri stjómarinnar ’79—’83 fór verðbólgan upp í 130% sem þýddi að þeir sem skulduðu 3 milljónir í húsnæði eða öðru í upphafí árs skulduðu litlar 6,9 milljónir í lok ársins. Ef árið eftir hefði verið 90% verðbólga hefðu skuldimar farið upp í 13 milljónir. Hækkunin sem varð á launum á þessum tíma dugðu ekki einu sinni fyrir hækkunum á nauðsynjum hvað þá afborgunum af lánum sem hækkuðu um milljónir. Þetta er í aðalatriðum skýringin á því hvers vegna nauðungarupp- boðum fjölgaði svo ört á seinustu árum. Þetta er dæmi um það sem gæti gerst ef vinstri flokkamir næðu aftur völdum, þar sem reynsla hefur hvað eftir annað sýnt að verðbólgan hefur ævinlega farið af stað á nýjan leik hafí þeir komist til valda. Húsbyggjendur og ungt .fólk ætti því að athuga vel hvað það leggur undir í kosn- ingunum. Lærum af reynslunni í núverandi ríkisstjóm hefur það verið Sjálfstæðisflokkurinn sem haft hefur forgöngu um að ná jafnvægi í efnahagsmálum og lækkun verðbólgu. í komandi kosningum mun kjós- endum gefast tækifæri á að marka stefnu fyrir framtíðina. Mikilvægt er í því sambandi að lært sé af reynslunni ef mögulegt á að verða að ráða niðurlögum verðbólgu og stöðva skuldasöfnun og skapa skil- yrði til aukinnar verðmætasköpun- ar og kaupmáttar í framtíð. Dómur reynslunnar hefur áþreifanlega sýnt það að Sjálf- stæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til þess að hafa for- göngu um að ná jafnvægi í efnahagsmálum og ná verðbólgu niður á sama stig og gerist í okk- ar samkeppnislöndum og skapa þannig grundvöll að bættum lífskjörum í framtíð. Að öðrum kosti mun verðbólga að nýju fara á fulla ferð með kjaraskerðingu og verri lífskjörum, það hefúr reynslan einnig sýnt. Morgunblaðið/Theodór Þjónustuíbúðir fyrir aldraða Borg-amesi. Þarna eru starfsmenn Loftorku heimili aldraðra i Borgarnesi. hf., Borgarnesi, að steypa sökkla Þarna verða fjórar 70 fermetra fyrir þjónustuibúðir aldraðra, hjónaíbúðir, sem geta i framtið- sem byggðar eru á vegum Borg- inni tengst dvalarheimilinu arneshrepps við hliðina á Dvalar- þjónustulega. I Jón Sigurðsson EFTIR KOSNINGAR verður það fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að stöðva skuldasöfnun ríkisins. Það kallar á heildarendurskoðun skattakerfisins og upp- rætingu skattsvika. Það kallar líka á endurskipulagningu á ríkisbúskapnum; að stöðva sóun í þágu sérhagsmuna, fá BRUÐLIÐ BURT. Þá væri traustvekjandi að hafa JÓN SIGURÐSSON við stóra borðið í stjórnarráðinu með tilbúna verklýs- ingu að heildarendurskoðun skattakerfisins. Þess vegna er það mikilvægt að JÓN SIGURÐSSON og ALÞÝÐUFLOKKURINN hafi sterka aðstöðu á Alþingi. Það er rétta leiðin til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn — ÁBYRGA STJÓRN í ANDA JAFNRÉTTIS - EFTIR KOSNINGAR. Höfundur er viðskiptafræðingvr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.