Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 I þágn for- eldra og bama Aþreifanlegur sigur heilbrigðisráðherra á Alþingi eftirHelgu Hannesdóttur Eitt merkasta velferðarmál í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar á því kjörtímabili sem er að ljúka er án efa ný lög um fæðingarorlof, fæðingarstyrk og fæðingardag- peninga, sem gera ráð fyrir 6 mánaða greiðslum frá almanna tryggingum til foreldra vegna fæð- ingar bama. Vissulega marka þessi lög tímamót í velferðarþjóðfélagi okkar enda hefur lengt fæðingar- orlof verið eitt helsta áhugamál foreldra og flestra stjómmála- manna til margra ára. Langnr aðdragandi Árið 1975 stóðu sjálfstæðismenn fyrir lögum um fæðingarorlofsrétt kvenna samkvæmt ákvæðum kjara- samninga eða á gmndvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Ókostur- inn við þessi lög var sá, að rétturinn náði nær eingöngu til þeirra mæðra, sem vom fullgildir félagar í verka- lýðsfélögum og vom útivinnandi. Ný lög vom samþykkt um fæðing- arorlof í stjómartíð Svavars Gests- sonar árið 1980. Það markverðasta með lögunum frá 1980 var að öllum foreldmm var tryggt þriggja mán- aða fæðingarorlof úr lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins, að vísu fengu heimavinnandi húsmæð- ur aðeins þriðjung af þeim greiðsl- um, sem mæður fengu sem vom í fullu starfi. Fljótlega fóm að berast gagnrýn- israddir um fæðingarorlofslögin frá 1980. Einkum og sér í lagi var þetta áberandi eftir að umtalsverð lenging var gerð á fæðingarorlofs- lögum í Svíþjóð, Noregi og Danmörk. í Svíþjóð hefur fæðingar- orlof verið 9 mánuðir undanfarin ár, lengst allra Norðurlanda. Gagn- rýnin beindist einnig að ýmsu öðm svo sem að greiðslur væm tengdar atvinnuþátttöku á undanfömum mánuðum og að nauðsynlegt væri og mikilvægt að mæður væm með böm sín á brjósti lengur en þijá mánuði auk annarra uppeldisþarfa bama á fyrsta ári. Aðgerðir ríkisstjórnar eru fyrirbyggjandi Til þess að börn þroskist eðlilega þurfa þroskamöguleikar þeirra, Helga Hannesdóttir „Hversu vel frumvarpi heilbrigðisráðherra um fæðingarorlof var tekið á Alþingi og hversu skjóta afgreiðslu það fékk bendir á mikilvægi málsins.“ fyrstu ævimánuðina, að vera góðir. Mikilvægasti sálarþroskinn á fyrstu ævimánuðum er tengslamyndun við foreldra. Hegðun bams á fyrstu ævimánuðum einkennist af því að bamið grætur, grípur í, horfir í kringum sig, brosir og sýgur. For- eldrar þurfa að vera meðvitaðir um þessi viðbrögð og alla aðra hegðun bamsins og koma til móts við fmm- þarfir barnsins strax til að ná sem bestum tilfinningatengslum. Btjóstagjöf þarf helst að halda áfram í 5 til 6 mánuði til að bera vemlegan árangur að áliti sérfróðra manna. Böm sem em á bijósti fá jafnframt viðbótarmótefni frá móð- ur í gegnum bijóstamjólkina og em þar af leiðandi betur varin gegn smitnæmum sjúkdómum en pela- börn. Vamarkerfí ungra barna er mjög veikburða gegn smitnæmum sjúkdómum og þar af leiðandi mikil- vægt að auðvelda mæðmm að hafa barn sitt á bijósti sem lengst til að bæta líkamlegt heilsufar þeirra. Lögð hefur verið mikil áhersla á að foreldrar annist böm sín reglu- bundið og svari líkamlegum og tilfinningaþörfum bama sinna, þeg- ar í stað fyrsta æviárið. Þannig em meiri líkur á að tilfinningatengsl myndist milli foreldris og bams og að bömin verði heilbrigðari, líkam- lega og andlega. „í nútímasam- félagi virðist æði mörgum foreldmm það ofviða að sinna bæði maka sínum og barni samtímis að loknum löngum vinnudegi. Enn- fremur virðist það æ algengara að báðir foreldrar láti vinnu sitja í fyr- irrúmi fyrir uppeldi barna þeirra og gæslu heimilis. Til þess að breyta þessu og að foreldrar geti sinnt frumþörfum bama sinna þurfa fyr- irbyggjandi aðgerðir af hálfu stjórn- valda að beinast að fmmþörfum foreldra, t.d. með lengingu á fæð- ingarorlofi og fæðingardagpening- um, til að koma í veg fyrir fjárhagserfiðleika foreldra og tryggja samfellda samvem foreldris og bams á fyrstu mánuðum eftir fæðingu. Því færri sem annast bar- nið á fyrstu ævimánuðum því meiri líkur em á eðlilegri tilfinninga- tengslum milli barns og foreldris. Þess vegna ber sérstaklega að lofa árangursríka framgöngu heil- brigðisráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, á Alþingi nú rétt fyrir þingslit og góðar undirtektir ann- arra þingmanna. Sérstaklega ber að vitna í orð Haraldar Ólafssonar alþingismanns, sem „kvað þetta vera mikið réttlætismál og mál sem allir flokkar ættu að samþykkja“. Hvað er framundan? Eins og fram hefur komið í greinaskrifum í Morgunblaðinu um fæðingarorlofið er um tvenns konar greiðslur að ræða; fæðingárstyrk, sem greiðist öllum fæðandi konum í 4 mánuði frá komandi áramótum, 5 mánuði frá ársbyijun 1989 og 6 mánuði frá ársbyijun 1990 og fæð- ingardagpeninga, sem greiðast aðeins þeim sem verða af launatekj- um vegna bamsburðar og þá er tekið mið af atvinnuþátttöku við- komandi. Gagnrýnisraddir hafa verið í greinaskrifum um málið vegna þess að ósamræmi hefur ver- ið á réttindum þeirra kvenna sem starfa annars vegar hjá hinu opin- bera og hins vegar þeirra kvenna sem starfa á almennum vinnumark- aði. Verkefni stjórnvalda í framtíð- inni verður að draga úr þessu ósamræmi með ýmsum aðgerðum. Heilbrigðisráðherra hefur m.a. lagt til að stofnaður verði sérstakur fæðingarorlofssjóður, sem Trygg- ingastofnun annast vörslu á og daglega afgreiðslu. Fjármagna mætti slíkan sjóð með iðgjöldum atvinnurekenda og með framlögum ríkissjóðs. Alþingismenn þurfa að beita sér fyrir að samráð náist milli aðilja vinnumarkaðarins um þetta mál en það er tvímælalaust í þágu atvinnurekenda að fá aftur reynslu- ríka starfskrafta í þjónustu sína að fæðingarorlofí afstöðnu. Hversu vel frumvarpi heilbrigðisráðherra um fæðingarorlof var tekið á Alþingi og hversu skjóta afgreiðslu það fékk bendir á mikilvægi málsins. Eðlilegt er að um áfangasigra í svona stóru máli verði að ræða, því aðdragandinn hefur verið það lang- ur eða frá 1975. Að lokum langar mig sérstaklega að þakka undirbúningsnefnd og formanni hennar, Ingibjörgu Rafn- ar, fyrir framúrskarandi vel unnin störf. Vinningaskrá happdrættis Slysavarnafélags íslands 14. apríl 1987 2 íbúðir að eigin vali að verðmæti kr. 2.000.000 hvor 28518 175046 4 Subaru 1800 að verðmæti kr. 600.000 hver 87936 88090 125432 136935 18 Subaru Justy að verðmæti kr. 350.000 hver 17150 52705 78244 144720 172830 26638 58278 110698 160246 178432 39989 70581 121541 161986 44589 74881 136974 168486 Slysavarnafélagið þakkar landsmönnum stuðninginn Höfundur er barnageðlœknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.