Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Að láta aðra borga fyrir sig brúsann eftirHuldu Sigmundsdóttur Þegar ég las í Mogganum kynn- ingu á fyrsta frambjóðanda Borgaraflokksins á Vestflörðum, Guðmundi Bjama Yngasyni, komu í hug minn_ orð langafa hans, Matthíasar Ólafssonar fyrrv. al- þingismanns með meiru. Hann á að hafa sagt um granna sína og frændur, Haukdæli — „að þleirra einasta mennt væri fótamennt" — gramur yfír áhuga þeirra eða öllu heldur áhugaleysi þeirra á tilteknu máli (e.t.v. hefur Matthías verið lítill dansmaður, veit það ekki). Mig undrar það stórlega — að jafn vestfírskur maður og Guð- mundur virðist vera og dugmikill — að hann skuli ekki vera búinn að uppgötva — að Alberts einasta mennt er fótamennt að því undan- skildu að hann (Albert) virðist hafa „fjármálavit" fyrir sjálfan sig og er prýðisvel að sér í „þjóðarí- þrótt" hinna mörgu íslendinga sem láta aðra borga fyrir sig brú- sann með því að „stela" undan skatti eins og vestfírskir ættingjar Guðmundar myndu tæpitungu- laust nefna þetta atferli og að gefa sér að kostnaðarlausu. Til var hér í fírði mál — nefnt Haukadals- franska (Matthías var reyndar frönskumælandi vel, segir sagan og fleygur á fleiri tungumál) — en danska var líka í tísku, og í „den tid“ var oft sagt að auðlærð væri ill danska — ef mönnum gekk vel að tileinka sér slæma siði eða urðu sér til skammar með „ágæt- um“. Matthías væri mér ábyggi- lega sammála, ef hann mætti mæla, að sumir væru betur komn- ir hingað í framboð á „réttum“ lista eins og þeir mundu hafa kall- að það, bræðumir Matthías og Jóhannes, en ekki í hópi aðdáenda Alberts. Þó vil ég alls ekki kalla þann hóp siðlausan eða heimskan — öðru nær — ég næ því bara ekki hvað veldur siíkri múgsefjun. Kannski hæfíleiki Alberts til að leika píslarvott. Sjálf tæki ég aldr- ei svo djúpt í árinni að kalla nokkum flokk þann eina rétta enda aldrei gert stjómmál að trú- arbrögðum. En — lengi getur vont versnað og svo, að nú eru allir sótraftar á sjó dregnir, líka „trú- litlar" konur. Það er ekki hægt að þegja lengur. Matthías og Jói gamli voru báð- ir gallharðir í „pólitíkinni" — en flokkurinn sem þeir aðhylltust þurfti að hafa málefnalega stefnu- skrá. Það hefði verið ófrávíkjanleg krafa þeirra að flokksforinginn væri ekki bara foringi þeirra sem vilja verðlauna mann fyrir hjálpina við „litla manninn" sem hann hælir sér mikið af og sem er að því er virðist á kostnað ríkis-, bæjar-, eða skipafélaga. Og veí er hann heima í áðumeftidri þjóð- aríþrótt og kannski heillar það suma. Já, dugnaðurinn! Það er hægt að verðlauna hann — en er mönn- um alveg sama í hveiju dugnaður- inn er fólginn — hvemig og hvaða ráðum er beitt til að skara eld að eigin köku. Albert hefði verið maður af meiru ef hann hefði bo- rið gæfu til að taka Guðmund J. Guðmundsson sér til fyrirmyndar og biðjast strax í fyrrasumar und- an því að gegna opinberum störf- um — strax þegar fjölmiðlamold- viðrið keyrði um þverbak vegna meintra „glæpa“ Guðmundar jaka. Nei, sumir menn telja sig heilagar kýr, reisa sér hurðarás um öxl, ekki bara einu sinni eða tvisvar — heldur slag í slag og meira að segja kinnroðalaust. Eitthvað hefur heyrst um og verið haldið á loft — að Borgara- flokkurinn hyggist beita sér fyrir málefnum fatlaðra. Við, sem á einhvem hátt teljumst fötluð að ógleymdum þeim mörgu sem eru fatlaðir, kjósum ábyggilega að beijast hér eftir sem hingað til undir slagorðum SÍBS (Samb. ísl. berklasjúklinga) „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar". Þar fóru og fara menn sem eiga sér hugsjónir í orðsins bestu merkingu, menn sem kunna að gefa — kunna að fara með eigið fé og annarra til stuðn- ings þeim er hallir standa eða eru sjúkir og kunna að vera veitendur — hávaðalaust. — Sjálfsánægjan — sá sem skreytir sjálfan sig ljómar ekki. Sjálfsánægja veitir ekki upphefð né sjálfhælni verðleika. Sá sem upp hefur sjálfan sig ber ekki af öðrum. (Lao Tse). Sjálfsánægjan ríður ekki við einteyming hjá Al- bert. Vonandi bera Vestfírðingar gæfu til að koma auga á, hvað liggur á bak við allt bramboltið — atkvæði sem félli hér á S-listann mundi ekki ijölga þingmönnum á Vestfjörðum. Nei, öðru nær, það væri aðeins til að flölga steftiu- Hulda Sigmundsdóttir „ Já, dugnaðurinn! Það er hægt að verðlauna hann — en er mönnum alveg sama í hverju dugnaðurinn er fólginn — hvernig og hvaða ráðum er beitt til að skara eld að eigin köku.“ lausum þingmönnum á suðvestur- hluta landsins Já, greindir erum við. Við byggðum fyrir peningana sem aðrir ætluðu sér til elliáranna — erum nú samt fyrir þó nokkru farin að greiða fyrir hitann í hús- um okkar — og þó — en er nú meiningin að bæta gráu ofan á svart með því að kenna bömum okkar og bamabömum sem brenglaðast siðgæði, s.s. að gefa Skurðgoðadýrkun, agaleysi o g úlfúð eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Alkunnugt er að konur í tiltekn- um stéttum em vanmetnar í launum. Allir tala um að bæta þurfí úr. Forustumenn launþega- samtakanna virðast lítinn áhuga hafa á að laga það. Samningar em gerðir og þegar hlutur kvenna er lítið eitt bættur og borgarstjóm Reylg'avíkur hyggst gera betur við þetta fólk tryllast forkólfamir af því að þeir hafí ekki átt hlut að máli. Strætis- vagnastjórar ærast af öfund og hegða sér í annað sinn á stuttum tíma af algjöru skeytingarleysi gagnvart því fólki, sem síst átti það skilið, gamalmennum, skóla- bömum og láglaunafólki sem ekki á ökutæki. Slökkviðliðsmenn tapa greinilega glómnni og ætla að fara af vakt sinni, sem er neyðar- vakt, og að sitja einhvem múgsefj- unarfund út af þessari launahækk- un til lægst launuðu kvennanna og að sinna neyðarstörfum frá fundinum og ber tiltækið vott um fáheyrt skilningsleysi á störfum þeirra. í framhaldi af því tekst fjölmiðlum að fá lögreglumenn til þess að setja ofan í við yfírboðara sinn, opinberlega. Var það reyndar ekki í fyrsta sinn að svo fáheyrð framkoma á sér stað þar. Reyndar virðast sumir starfsmenn fjölmiðla vera haldnir þeirri fírru að megin- hlutverk þeirra sé að koma af stað úlfuð innan okkar litla þjóðfélags. í sama mund gerist það að einn æðsti embættismaður í réttarfars- kerfí okkar verður hörmulega ber að því að skilja ekki hveijar skyld- ur hvílda á honum gagnvart dómstólum og hyggst fylgja máli eftir frá rannsóknarstigi til dóms- stigs, sem engum af kollegum hans blandast hugur um að þijár meginástæður gera það með öllu fráleitt. Of langt mál yrði að rekja að. Fullyrða má að hafí nauðsyn þótt bera til þess að ákæra banka- stjórana í því máli, sem hér um ræðir, þá hefði öllu fremur átt að ákæra bankaráðið á sama grund- velli, því það er æðsta ábyrgðar- valdið og hafði sömu skyldur og bankastjóramir, sem voru undir það seldir. í málinu liggur fyrir, að hvergi í fundargerðum bankar- áðsins sé vikið af því máli, sem hér um ræðir og valdið hefur af- skiptum refsivaldsins og má það heita furðulegt sinnuleysi ráðsins. Eitt alvarlegasta dæmið um agaleysið og virðingarleysið fyrir öðrum var þegar framkvæmdir tengdar Laxárvirkjun voru að frumkvæði fullorðinna bænda sprengdar í loft upp með þeim afleiðingum að hætt var við fyrir- hugaða stækkun Laxárvirkjunar og Kröfluvirkjun varð neyðarúr- kostur. Afleiðing þess voru auknar byrðar á herðum almennings. Gef- ur þetta vísbendingu um hvað kann að fylgja því að flytja stjóm- völd í vaxandi mæli heim í hémð. í öllu því fjaðrafoki, sem þyrlað hefur verið upp út af fyrrgreindu gjaldþrotamáli, er vart nema von að sumt fólk eigi bágt með að átta sig á þeirri alvöru sem því fylgir að fjöldi fólks lokar augum fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að einum manni í æðsta stjóm- kerfí landsins má ekki, fremur en öðram og enda síður, haldast upp að svíkja undan skatti, hafa fé af öðram á vægast sagt vafasaman hátt og reka skefjalausa og sið- spillta fyrirgreiðslupólitík á kostn- að almennings. Þannig hefur þetta gengið svo langt, að einn af með- limum þess trúflokks, sem myndast hefur um manninn, gerði að yfírskrift sinni að hann „væri á réttri Ieið“. Tvö mál era meginatriði kosn- inganna. í fyrsta lagi hvort reynt skuli áfram að halda verðbólgunni í skefjum. í því efni treystir undir- ritaður Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ásgrímssyni best þrátt fyrir þau forkastanlegu verkföll og afleiðingar þeirra, sem heijað hafa á þjóðina. Það er trú og von mín að með samstarfí tveggja ábyrgustu stjómmálaflokkanna megi takast að halda þeim hrika- lega vágesti í skeflum. í þeim Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Hitt málið er að ísland haldi áfram þátttöku í vestrænu samstarf i til varnar vestrænu lýð- ræði. I þeim efnum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn jafnan sýnt ábyrgustu afstöðuna, en sama verður ekki sagt um hinn stjórnar- f lokkinn, þar sem innan þingflokks hans eru því miður þingmenn, sem viljað hafa herinn burt og landið varnarlaust.“ blygðunarlausu kröfugerðum og öfíindarköstum, sem virðast hafa heltekið stóran hluta þjóðarinnar hafa flokkar þessir átt örðugt um vik. Hitt málið er að ísland haldi áfram þátttöku í vestrænu sam- ekkert úr eigin vasa, seilast helst í annarra vasa, þegar við gefum „vinargjafír" eða greiða, kenna þeim „löglegar" og ólöglegar að- ferðir til að verða fullnuma í þjóðaríþróttinni. Sú iðja er þegar á góðri leið með að gera fleiri og fleiri að „sportidíótum" á því sviði. „Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Spum- ingin er: Viljum við kjósa yfír okkur rotnara og rotnara þjóðfélag á öllum sviðum? Mikið megum við vera „ánægð“ með okkur — ef við hættum að kunna skil á réttu og röngu með öllu! Að sjálfu leiðir að þá flytjum við ekki í farteskinu mannbætandi hugsjónir til næstu kynslóðar — nei, öðra nær — enda er orðið hugsjón ekki í tísku lengur. En hvemig er tískan? Ekki spamaður eða ráðdeild, og gamal- dags heiðarleiki er af mörgum talinn helber heimska. Það era ekki ýkjamikil ósannindi í vísunni, sem vitnað var til fyrir tugum ára og gæti því eins átt við um daginn í dag: „Ef stelurðu litlu og standir þú lágt í steininn settur verður, en stelirðu miklu og standirðu hátt í stjómarráðið ferðu." Án þess að gera alla að þjófum í einhverri mynd gengur enginn þess dulinn að alltof mörgum líðst það sem var aldrei talið neinum til ágætis. Merki — einkennismerki þeirra S-manna — er táknrænt mjög! Hafíð þið veitt þvi athygli? Takið eftir því í blöðunum. „Engin keðja er sterkari en veikasti hlekk- urinn.“ Já, takið eftir því! S-ið er í bilinu þar sem hlekkurinn brast — milli slitinnar keðjunnar! Það er táknrænt. Illt væri að eiga landfestar komn- ar undir slíkri keðju!!! Það þekkja Vestfírðingar. Höfundur er dýrfirskur kennari af Amardalsœtt, búsettur á Þing- eyri. starfí til vamar vestrænu lýðræði. í þeim efnum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn jafnan sýnt ábyrgustu afstöðuna, en sama verður ekki sagt um hinn stjómarflokkinn, þar sem innan þingflokks hans era því miður þingmenn, sem viljað hafa herinn burt og landið vamarlaust. Lofsverð er öragg framkoma Matthíasar Mathiesen utanríkis- ráðherra til þess að sænskum tækist fyrir vélabrögð að austan í gegnum Finna að ijúfa samstöðu okkar með vestrænu þjóðum. Vestrænt vamarsamstarf er einasta von okkar um að fá haldið sjálfstæði okkar og frið í okkar heimshluta. Því er mikið í húfí, þegar geng- ið verður að kosningaborðinu. Við búum við meira jafnræði og betri kjör en flestar þjóðir heims, þótt alltaf sé verið að klifa á því að endar nái ekki saman. Um það vitnar að allar sólarlanda- ferðir ku vera uppseldar, aldrei meiri bílasala en nú. Við höfum eytt mörgum milljörðum í tölvur, farsíma og myndbönd að ógleymd- um fjórhjólaökutækjunum, sem valdið hafa landspjöllum vélsleðum og öðru í þeim dúr, svo langt umfram það, sem gerst hefur með öðrum þjóðum. Þessi munaður og þetta fyrirhyggjuleysi er háska- legt, þegar það á mestan þátt í aukinni skuldasöfnun erlendis í sjálfu góðærinu. Öðram munaði höfum við enn síður ráð á, sem felst í að offjölga stjómmálaflokk- unum með eintómum ábyrgðar- lausum flokksbrotum og síst þeim, sem virðast stefna til einræðis með dæmalausri skurðgoðadýrkun á einum, tillitslausum stjómmála- manni. Höfundur rekur lögmannsstofu og var fyrrum frambjóðandi Al- þýðuflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.