Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Svo segirí elstu fundargerða bók félagsins________ Vorboða:_________ „Að tilhlutan nokkurra_________ áhugaríkra_______ sjálfstæðis-_____ kvenna í_________ Hafnarfirði hefur verið umtalað og orðið að_________ samkomulagi, að koma á fótfélagi sjáifstæðis-_____ kvenna í_________ Hafnarfirði. “ Fremri röð: Sigríður Ólafsdóttir, gjaldkeri, Sólveig Eyjólfsdóttir, Ásta Michaelsdóttir, formaður, Kristjana Gísladóttir, ritari. Aftari röð: Asgerður Hjörleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Sólveig Ágústsdóttir, varaformaður, Bergþóra Björnsdóttir og Elín Jóhannsdóttir. Sj álfstæðiskvennafélagið Yorboðinn í Hafnarfírði 50 ára eftir Sólveigu Eyjólfsdóttur Því var boðað til stofnfundar þessa félagsskapar föstudaginn 23. apríl 1937 kl.8:30 e.m. að Hótel- Bjöminn. Fundinn setti frú Jakobína Mat- hiesen með hressilegu ávarpi. Að því loknu bauð frúin orðið laust. Tók þá til máls frú Rannveig Vig- fúsdóttir og sagðist eindregið vera fylgjandi því að stofnað yrði til fé- lagsskapar sjálfstæðiskvenna hér í bænum. þess skal getið að fund þennan sóttu allar stjómarkonur í sjálf- stæðiskvennafélaginu „Hvöt“ í Reykjavík, að undanskildum for- manni þeirra, frú Guðrúnu Jónas- son, sem ekki gat komið vegna veikinda. Fröken María Maack bar fundin- um kveðju frá frú Guðrúnu og skýrði frá stofnun „Hvatar" og var gerður mjög góður rómur að máli hennar. Frú Jakobína Mathiesen hafði tekið að sér að semja tillögu að félagsstofnun þessari. Las frúin til- Sólveig Eyjólfsdóttir löguna upp fyrir fundarkonum og fer hún hér á eftir: Fundurinn samþykkir að stofna sjálfstæðiskvennafélag hér í Hafn- arfírði, er hafí á stefnuskrá sinni að vinna að eflingu Sjálfstæðis- flokksins á gmndvelli einstaklings- framtaksins, til aukinnar velmegunar og velferðar fyrir allan landslýð. Auk þess beini félagið starfí sínu að því, að heilbrigðis- og heilsu- vemd þjóðarinnar verði aukin — og uppeldismálin tekin til rækilegrar rannsóknar — og þau færð til þess horfs að einstaklingseðli og sjálf- stæð hugsun bama og unglinga nái að þroskast sem best — og ennfrem- ur að glæða ættjarðarást þeirra og virðingu fyrir þjóðlegri menningu á öllum tímum. Tillagan var síðan borin upp til atkvæða og einróma samþykkt, fé- lagið stofnað og kosin stjóm. Kosningu hlutu: form. frú Rann- veig Vigfúsdóttir, varaform. frú Jakobína Mathiesen, ritari fröken Sólveig Eyjólfsdóttir, gjaldkeri fr. María Ólafsdóttir. Meðstjómendur: frú Geirlaug Þorgilsson, frú Guðbjörg Kristjáns- dóttir, fröken Guðrún Eiríksdóttir, frú Jóhanna Símonardóttir, frú Ragnheiður Magnúsdóttir, frú Halldóra Jóhannsdóttir, frú Soffía Sigurðardóttir og frú Valgerður Erlendsdóttir. Endurskoðendur: frú Helga Jón- asdóttir og frú Halldóra Zoéga. Auk Rannveigar Vigfúsdóttur hafa gegnt formennsku í Vorboða: frú Jakobína Mathiesen, frú Laufey Jakobsdóttir, frú Elín Jósefsdóttir, frú Helga Guðmundsdóttir, frú Ema Sveinbjamardóttir Mathiesen og frú Ema S. Kristinsdóttir. Núverandi formaður er frú Ásta Michaelsdóttir. Á 2. fundi félagsins var því gefíð nafnið — Vorboði — það var hin mæta kona frú Guðrún Einarsdóttir í Gunnarsbæ sem átti uppástung- una að því nafni sem var einróma samþykkt. í fundargerðabók stendur skrifað orðrétt: „Svo sem nafnið bendir til, þá vonum við svo innilega að félags- stofnun þessi fái því áorkað að það verði einmitt vor með komandi sumri og sól á hvert einasta hafn- fírzkt heimili." Á þennan fund barst okkur kveðja frá öldruðum sjálfstæðis- manni og hún er svona: Setjið lög og semjið frið, sjálfstæðinu bjargið við. Ánauð hatið engu glatið, öllum samleik veitið lið. Vísukomið er ekki fyrirferðar- mikið við fyrstu sýn, en felur í sér gildan sannleik sem höfðar í raun til hvers einasta íslendings. Þann 23. apríl 1937 var stofn- dagur Vorboða og nú þann 23. apríl 1987 er Vorboði 50 ára. Öll hin gengnu 50 ár hafa mikið og margt að geyma sem vert væri að minnast, sem ekki verður við- komið í stuttri blaðafregn. Enn í dag starfa Vorboðakonur af miklum áhuga — félagsfundir haldnir í hveijum mánuði yfír vetr- artímann. Fundarsókn er með ágætum, enda lögð áhersla á að hafa fundina eftirsóknarverða, þar sem margt er flutt bæði til fróðleiks og skemmtunar. Vorboðakonur ætla að minnast merkra tímamóta í félagi sínu með hófí í veitingastaðnum Skútunni á sumardaginn fyrsta. Höfundur er einn af stofnendum Vorboðana og hefur átt sæti í stjóm féiagsins fri upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.