Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Tefla skal til sigurs eftirBjörgu Einarsdóttur Framundan eru nú afdrifaríkar kosningar til Alþingis. Farsælu stjómartímabili tveggja flokka, Sjálfstæðis- og Framsóknar-, er að ljúka. Tekist hefur að halda efna- hag landsmanna í böndum og ná stjóm á verðbólgunni, gera spamað eftirsóknarverðan og hagnýta góð- æri til lands og sjávar til að grynnka á erlendum skuldum landsmanna. Ringnlreið og óvissa Ætla hefði mátt að fólk vildi fylgja þessu eftir með því að styrkja þær stjómmálafylkingar sem fyrir era í landinu til að koma okkur enn betur á kjöl. En þá bregður svo við að upp spretta flokkabrot fólks sem annaðhvort hefur ekki þolinmæði til að drífa stjómmál eftir meginlín- um eða fær sér tylliástæður til framboðs. FVamboðsflóran, eins og hún birtist íslenskum kjósendum fyrir þess£r Alþingiskosningar, býður heim dreifíngu atkvæða í þeim mæli að íjöldi þeirra getur fallið gagnslaus niður. Auðvelt er að sjá fyrir ringulreið og óvissu um land- stjómina eftir kosningar þegar þvílíkur málatilbúnaður er fyrir þær. Glundroði af því tagi sem íslensk- ir kjósendur standa nú frammi fyrir er ekki vænlegur til festu í stjómar- háttum né líklegur til að draga fram þjóðarviljann í kosningunum. Jón Þorláksson Breiðfylkingin — miklir foringjar Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður 1929 og hefur lengst af þeim tíma verið breiðfylking landsmanna um sjálfstæði, frelsi og öryggi þjóð- arinnar, ræktun einstaklinganna og samvinnu stéttanna, dreifingu valdsins og varðveislu lýðræðis meðal borgaranna. Aðal sjálfstæð- isstefnunnar er mannúð og mildi vegna þeirra sem höllum fæti standa og hennar metnaður varð- staða um íslenska tungu og menningararf þjoðarinnar. í þessu felst sá grandvöllur sem nútíma samfélag íslenskt byggir á og það hefur borið gæfu til að efla Þorsteinn Pálsson með sér stóran og sterkan stjóm- málaflokk sem hefur lagt áherslu á að sameina lýðræðisöflin í landinu. Og gæfa Sjálfstæðisflokksins, og þjóðarinnar um leið, er hversu mik- ilhæfir menn hafa valist til forystu í flokknum þau tæp sextíu ár sem liðin era frá stofnun hans. Nægir í þvi efni að nefna nöfn formanns Sjálfstæðisflokksins svo kunnir era þeir af verkuum sínum: Jón Þor- láksson, Ólafur Thors, Bjami Benediktsson, Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson og frá árinu 1983 Þorsteinn Pálsson. Pólitískt hugrekki Þorsteinn Pálsson var yngstur sinna forvera að áram þegar hann W Attu enn eftir að múra og mála? Hefur þú hugleitt verðmunínn á heföbundnum frágangi með pússningu og málningu og sléttri yfirborðsmeðhöndlun með Thoro efnum? Þeir hjá Hagvangi hf. sýndu fram á 40% verðmun Thoro í vil og tíl eru húsbyggjendur sem náð hafa 60% sparnaði með því að nota Thoro efní Ertu að byggja og enn í vafa? Þeir sem önnuðust frágang, fegmn og vatnsþéttingu á Htigvísíndahúsí Háskólans, Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossl, LaugardalshöII og fjölda einbýlishúsa vissu að þeir völdu fljótlegasta og endingarbesta fráganginn. Þeir völdu Thoro. Ættír þú ekki að slást í hópinn? Gerðu verðsamanburð steinprýfli Stangarhyl 7. s. 672777 Útsölustaðir: BYKO B.B. BYGGINGAVÖRUR HÚSASMIÐJAN var valinn formaður Sjálfstæðis- flokksins. Einurð hans og festa í eldraun síðustu vikna hafa vakið verðskuldaða athygli og pólitískt hugrekki hans aðdáun margra. Skyldu sinnar vegna hlaut hann að láta atvik til sín taka sem snertu ráðherra úr hans eigin flokki og gerðir viðkomandi sem samrýmdust ekki ráðherrastarfi. Málefni þessi hafa að undanfömu margsinnis verið rakin í fjölmiðlum og því öllum kunn sem á annað borð fylgjast með gangi þjóðmála (sem raunar flestir íslendingar munu gera). Formaður Sjálfstæðisflokksins vék aldrei um hársbreidd frá máls- atvikum í samskiptum sínum við ráðherrann sem afgreiddi gerðina með því að óska lausnar frá ráð- herradómi. Málalok sem eiga sér fá fordæmi hér á landi en era þekkt hjá nágrannaþjóðum okkar þegar svipað stendur á. Þetta snerti ekki framboðsmál vegna komandi Al- þingiskosninga, þar átti ráðherrann sitt vísa sæti sem efsti maður lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjölmennasta kjördæmi landsins, eins og niðurstöður prófkjörs höfðu leitt til. Um þetta vora þeir sam- mála flokksformaðurinn og ráð- herrann fráfarandi. En eins og hendi væri veifað hófust fimin. Al- bert Guðmundsson sté upp af listanum, stofnaði til nýs stjóm- málaflokks og fór í framboð á hans vegum í Reykjavík. Fyrir þá sem hafa starfað með Albert í Sjálfstæðisflokknum er auðvelt að rifja upp hvemig hann, að því er virtist af heitu hjarta, lýsti sig sjálfstæðismann og fylgjandi stefnu flokksins. í Sjálfstæðis- flokknum sýndist hann vera innan hirðar þar sem hann ætti heima og þar átti hann mikið starf að baki. Harma ber að hann skuli þannig hafa snúist gegn flokki sínum og vonandi að sagan beri í skauti sér skýringar á þeim umskiptum. Arfur Jóns Þorlákssonar Ekki mun ég vera ein um að minnast hátíðahaldanna í Reykjavík hinn 18. júní 1944 þegar höfuðstað- arbúar fögnuðu lýðveldistökunni á Þingvöllum daginn áður. Að kveldi dags vora hátíðarsamkomur í flest- um samkomuhúsum bæjarins og Heimdellingar hópuðust saman til fagnaðar í Oddfellowhúsinu. Þang- að komu foringjar flokksins og ávörpuðu ungliðana. Mér era minnisstæðir þeir Sigurður Eggerz og Ólafur Thors er þeir komu samtímis að heilsa okkur tendraðir af þeirri gleði að sjá hugsjónir sínar rætast: Lýðveldið ísland fijálst og fullvalda í fjölskyldu þjóðanna. Ólafur ávarpaði okkur: „Ungu vinir mínir" og sagði okkur af sinni alkunnu glettni frá því þegar hann, ungur maður sem var að he§a stjómmálastarf, og Jón Þorláksson, þáverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, gengu yfir Tjamarbrúna Björg Einarsdóttir „Þorsteinn Pálsson var yngstur sinna forvera að árum þegar hann var valinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Einurð hans og festa í eldraun síðustu vikna hafa vakið verðskuld- aða athygli og pólitískt hugrekki hans aðdáun margra.“ og leiddust undir hönd í ákafri umræðu um málefni sem þá greindi á um. Ráðleggingar Jóns vildi hann fræða okkur um á stórri stundu. Ef menn era sammála stefnu þess stjómmálaflokks sem þeir starfa í þá Ieysa þeir málin innan vébanda flokks síns en ganga ekki gegn honum — því jafnan era málefnin manninum ofar. Hér á enn frekar við, vegna kosn- inganna 25. apríl nk., að tilfæra orð Jóns Þorlákssonar úr Morgun- blaðinu 30. maí 1934 þar sem hann beinir eindreginni áskoran til allra sjálfstæðiskjósenda „að þeir hver í sínu kjördæmi skipi sér sem fastast utan um frambjóðedur Sjálfstæðis- flokksins og hafí það hugfast, að þeir era ekki aðeins að lqósa þing- mann fyrir kjördæmi sitt, heldur einnig að greiða atkvæði um það, hverjir skuli hafa á hendi stjóm landsins næstu 4 ár“. Leið til sigurs Allir sjálfstæðiskjósendur í apríl 1987 verða að hafa það hugfast, hvemig sem framtíðin kann að verða, að Borgaraflokknum ný- stofnaða er teflt gegn Sjálfstæðis- flokknum í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Eini leikurinn til sigurs í þeirri skák fyrir raunveralega sjálfstæðis- menn er að fylkja sér að baki formanni sínum, Þorsteini Pálssyni, og merkja í kjörklefanum, þar sem menn era einir með Guði sínum, X við D-listann. Höfundur skipar 31. sœti á fram- boðslista Sjáifstœðisflokksins í Reykjavík ogátti sæti ímiðsljóm Sjálfstæðisflokks 1981-1987. Norræn menningarvika: „ Allir á kreik í léttum leik“ NORRÆN menningarvika verð- ur 26. apríl til 3. mai nk. undir yfirskriftinni „Allir á kreik í létt- um leik“ og er þess vænst að þeir sem starfa að listum, s.s. leikfélög, lúðrasveitir, karlakór- ar, kirkjukórar, popphljómsveit- ir og fleiri geri eitthvað í þessari viku. Það er Bandalag íslenskra leikfélaga sem stendur fyrir þessu hérlendis. Tilgangur þessarar norrænu menningarviku er m.a. að styrkja norræna samvinnu, að kynna hin ýmsu félög hvort fyrir öðru og örva þau til áframhaldandi samstarfs, og að vekja athygli yfirvalda og almennings á gildi og umfangi lista- starfs áhugafólks. Þessi vika verður einnig kynnt á hinum Norðurlöndunum og verða það því Grænlendingar, Alandsey- ingar, Norðmenn, Danir, Svíar, Færeyingar og íslendingar sem leika, spila, syngja og dansa í sömu vikunni. Það er Norræna áhugaleik- húsið (NAR) sem vinnur nú að framgangi þessa máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.