Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Læmm af reynslimni fyrir framtíðina eftirBaldur Pétursson Nú loksins hefur unnist einhver mesti sigur í baráttunni við verð- bóiguna sem unnist hefur síðastliðin 15 ár. Það er því stórum áfanga náð. Frá 1971—1983 hefur ríkt hér á landi óðaverðbólga að meðaltali 40% á ári á sama tíma og verðbólga í OECD-ríkjum er að meðaltaii tæp 9%. Verðbólga á þessu tímabili hef- ur því verið að meðaltali 5 sinnum meiri hér á landi en í okkar sam- keppnislöndum. Óbætanlegt tjón hefur af þessu hlotist fyrir atvinnu- vegina, verðmætasköpunina og því lífskjörin í þessu landi. Hvað ætli verðmætasköpun atvinnulífsins hefði getað verið mörgum prósent- um meiri og þá um leið kaupmáttur iaunafólks ef hér á landi hefði ekki verið sú óstjóm sem varð á þessu tímabili? Tímamót Nú eru meiri tímamót í íslensku atvinnulífí en fólk gerir sér grein fyrir. Þegar loks hefur tekist að ráða niðurlögum verðbólgunnar geta starfsfólk og stjómendur fyr- irtækja loks farið að sinna uppbyggingu og aukinni verð- mætasköpun, í stað þess að vera upptekið af skammtímaúrlausnum verðbólgumála eins og var meðan verðbólgan geisaði. Það er lífsnauðsynlegt að starfsskilyrði atvinnulífsins verði sambærileg og erlendis gerist m. t.t. verðbólgu og efnahagsástands ef mögulegt á að vera að vinna frekar upp það tjón sem varð af verðbólgunni á seinasta áratug. Það er jafnffamt nauðsynlegt ef mögulegt á að vera að standast sífellt harðnandi erlenda sam- keppni og skapa þannig aukin verðmæti. Ef verðbólgan fer aftur af stað má gera ráð fyrir að uppbygging og nýsköpun í atvinnulífi verði óframkvæmanleg og fyrirtæki verði mun fyrr gjaldþrota en áður var á verðbólgutímum vegna mun harðari samkeppni en áður var, auk þess sem núverandi ávinningi væri fómað. Þetta em þau tíma- mót sem við stöndum á. Ríkisútgjöld í baráttunni við verðbólguna hér á landi og erlendis hefur skipt miklu hvemig ríkisútgjöldum hef- ur verið háttað á viðkomandi tímabili, þ.e. hvort þau hafa farið vaxandi eða minnkandi miðað við verðmætasköpun þjóðfélagsins, þ.e. landsframleiðslu. Hafí ríkisút- gjöld aukist hraðar í prósentum en verðmætasköpunin, þ.e. lands- framleiðsla, hefur slíkt ævinlega leitt til aukinnar skattheimtu á einstaklinga og fyrirtæki, eða til aukinnar erlendrar lántöku með afleiðingum aukinnar verðbólgu og ókyrrðar í efnahagslífi og á vinnumarkaði. Þetta hefur síðan leitt til verri lífskjara. Ennfremur er þess að geta að - aukin ríkisútgjöld umfram aukn- ingu á verðmætasköpun, þ.e. landsframleiðslu, er í raun ekkert annað en skuldsetning á hendur framtíðinni, þar sem útgjöld um- fram tekjur leiða einungis til skuldsetningar hvort sem er hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða þjóðinni í heild. Aratugnr glataðra tækifæra Fróðlegt er því að skoða hvem- ig ríkisútgjöld og verðmætasköpun hefur þróast innanlands sem er- lendis undanfama tvo áratugi. Ef litið er á ísland frá 1960—1970 þá kemur í ljós að ríkisútgjöld hafa aukist í samræmi við landsframleiðslu á tímabilinu, en á sama tíma var verðbólgan einmitt mjög lítil. Lífskjör fóm því batnandi án þess að framtíðin væri veðsett í skuldum. A þessum ámm fór Sjálfstæðisflokkur með fomstuhlutverk í ríkisstjóm. Um 1971 verða hinsvegar mikil umskipti í útgjöldum ríkisins þegar vinstri stjómin tekur við völdum eins og skýrt kemur fram á mynd- inni, þar sem ríkisútgjöld fara þá hratt vaxandi umfram verðmæta- sköpun (landsframleiðslu) með afleiðingum aukinnar skuldasöfn- unar og verðbólgu. Þessi þróun heldur áfram allt tímabilið 1971—1983 en einmitt allt það tímabil fara vinstri flokkamir með „Ef verðbólgan fer aft- ur af stað má gera ráð fyrir að uppbygging og nýsköpun í atvinnulífi verið óframkvæmanleg og fyrirtæki verði mun fyrr gjaldþrota en áður var á verðbólgutímum vegna mun harðari samkeppni en áður var, auk þess sem núverandi ávinningi væri fórnað. Þetta eru þau tímamót sem við stöndum á.“ stjómartaumana nema 1974—1978 þegar Sjálfstæðis- flokkurinn á aðild að ríkisstjóm. A þessum fjórum árum aukast ríkisútgjöld líka minna en áður. Baldur Pétursson Glögglega sést hversu ríkisút- gjöld aukast ’79—’83 með afleið- ingum 130% verðbólgu, kjara- skerðingum og auknum skuldum á hendur framtíðinni. Varðandi hinn nýja flokk, Borgaraflokkinn, og umfjöllun um málefni en ekki persónur, má benda á að efsti maður listans í Reykjavík studdi þá vinstri stjóm sem var mynduð 1980, með þá efnahagsstefnu sem síðar endaði með 130% verðbólgu. Til samanburðar má geta þess að þennan áratug, þ.e. ’71—’83, var verðbólgan að meðaltali um 40% hér á landi, en ekki nema um 9% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Það er því ekki að ástæðulausu að áratugurinn er stundum kallað- ur áratugur hinna glötuðu tæki- færa, vinstri áratugurinn, eða framsóknaráratugurinn. Auk þess sem miklum verðmætum hefur verið fómað vegna óðaverðbólgu og ókyrrðar á vinnumarkaði og efnahagslífí, hefur skuldum verið safnað á hendur framtíðinni. Þau tækifæri sem atvinnulífíð hefur orðið af á þessu tímabili hafa leitt til minni verðmætasköp- unar en þurft hefði að vera og því lægri launa. Samkeppnisaðilar hafa hamast á þessum glötuðu tækifæmm okkar. Það er ekki ólíklegt að kaupmáttur af þessum sökum sé verulega lægri hér á landi, svo skiptir mörgum prósent- um, en þurft hefði að vera ef tekist hefði verið á við vandann í efnahagslífí strax, en honum ekki velt á framtíðina. Á þessu tímabili hafa vinstri stjómir, Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, að mestu ráðið ríkjum hér á landi með sínum gömlu verðbólguað- gerðum þar sem meginstefnan var í raun að eyða meir en aflað var á kostnað framtíðarinnar. Þróun ríkisútgjalda, landsframleiðslu, fjárfestingar og einkaneyslu 1960-1984 (Fast verðlag)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.